Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
uv fréttir
Bára K. Pétursdóttir, framkvæmda-
stjóri Shellstöðvarinnar á Eskifirði.
Hún segist vilja styrkja fólk á lands-
byggðinni. DV-mynd Emil
Shell á Eskifirði:
Fram-
kvæmdastjór-
inn gefur af
sölulaununum
sínum
-1,20 krónur í afslátt
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
„Mér datt í hug á þessum róleg-
heitatímum aö gera eitthvað nýtt
sem jafnframt kæmi viöskiptavinum
mínum vel,“ sagði Bára K. Péturs-
dóttir, framkvæmdastjóri Shellskál-
ans á Eskifirði, sem braut blað í sögu
bensíafgreiðslu á landsbyggðinni og
býður nú einnar krónu og tuttugu
aura lækkun á lítra af öllu bensíni
og gasolíu ef viðskiptavinurinn sér
sjálfur um að dæla á bíbnn.
„Þetta greiðist að sjálfsögðu af
sölulaununum mínum. Mér finnst
rétt að fólk úti á landsbyggðinni eigi
líka kost á að fá bensín og olíu á
lægra verði eins og Reykvíkingar.
Þeir búa að mörgu leyti við mun
hagstæðari skilyrði, svo sem í formi
lægra vöruverðs, rafmagns og upp-
hitunarkostnaöar. Þetta er afar
ranglátt að mínu mati,“ segir Bára
og segist vilja leggja sitt af mörkum
til að koma til móts við viðskiptavini
sína. Hún segist vissulega hafa orðið
vör við aukin viðskipti þá viku sem
þetta hefur staðið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Bára lætur gott af sér leiða í gegnum
bensínsöluna því sl. 2-3 ár hefur hún
styrkt knattspymuráð Austra á
sumrin um sömu upphæð á hvern
seldan bensínlítra. í fyrravetur naut
skíðaráð á sama hátt velvildar og
fjárstyrks frá Báru.
Aðspurð hvort reksturinn þyldi
slík útgjöld í ekki stærra sveitarfé-
lagi - rúmlega þúsund manns - með
tvær bensínstöðvar sagði Bára að
þetta segði svo lítið fyrir hana, ann-
aðhvort gengi reksturinn eða ekki.
Þessi upphæð skipti ekki höfuðmáli.
Botnfiskaflinn i september:
Þorskafli
eykst um
þriðjung
Þorskaflinn jókst um þriðjung í
september ef miðað er við sama mán-
uð í fyrra. Nú veiddust rúm 12 þús-
und tonn í stað liðlega 9 þúsund
tonna í fyrra. Ýsuaflinn stóð nánast
í stað en ufsaafli dregst saman, fer
úr tæpum 5 þúsund tonnum í 3.700
tonn. Á móti eykst örlítið karfaafl-
inn, var 6.300 tonn en fer í 6.600 tonn.
ð kveð
fríska.
W qjelko****1
VINNINGSHAFAR
í LJÓSMYNDASAMKEPPNI
1. verölaun:
PIONEER
hlj ómflu tnings
samstæða
i frá mjómdeild KEA
2. verölaun
SHARP
hlj ómflutnings -
samstæða
frá Hljómdeild
Harpa Ingimundardóttir,
Dílahæö 1,310 Borgarnes
5.-7. verölaun:
LOTTO
íþróttagalli
frá Vörulmsi KEA
3.-4. verölaun:
CANON Prima
Mini myndavél
frá Pedrómjrndum
Inga Dóra Björgvinsdóítir,
Spóahólum 18,111 Reykjavík
Berglina H.
Helgadóttir,
Múlasíöu 20,
603 Akureyri
Hrefna Aradóttir,
Skúlabraut 2, 540 Blönduós
8.-11. verðlaun:
LOTTO íþróttaskór frá vönihúsi kea
12.-25. verölaun:
Verðlaunahafar
hafa fengið
senda 2 kassa af
Frissa fríska.
Helgi Sig
og fjölskylda,
Valshólum 4.
111 Reykjavik
Erna Jónsdóttir,
Hjallastræti 32,
415 Bolungarvík
Ragnar
Stefánsson,
Njaröargötu 61
101 Reykjavík
Jóhann Arni
Þorkeisson,
Austurstrðnd 6,
170 Settjarnarnes