Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 19 Stefán Björnsson verkfræðingur, sem starfað hefur við forritaþróun í Banda- ríkjunum og Svíþjóð undanfarin 20 ár, var meðal þess fjölda gesta sem skoðuðu bás Pósts og síma á tæknisýningunni Telecom 95 í Genf. Sýning- unni iauk sl. miðvikudag. DV-mynd bjb íslenskur verkfræðingur frá Ericsson á Telecom 95 í Genf: Yrði gaman að prófa,að vinna áíslandi - segir Stefán Björnsson sem hefur starfað ytra í rúm 20 ár Þegar blaðamaður DV var stadd- ur á stærstu tæknisýningu heims á dögunum, Telecom 95 í Genf í Sviss, rakst hann fyrir einskæra tilviljun á Stefán Björnsson, verkfræðing og forritara hjá sænska símarisanum Ericsson. Stefán var þá að kynna sér bás Pósts og síma á sýningunni og gaf sig á tal við blaðamann þegar hann sá að hann var í vandræðum með ljósmyndavél sína. Svo vel vildi til að Stefán var með sömu vélarteg- und og gat leyst vanda blaðamanns. Það minnsta sem blaðamaður gat gert í þakkarskyni var að taka mynd af Stefáni og eiga við hann stutt spjall! Hann tók vel í það. Fyrirtæki Stefáns var að sjálf- sögðu með stóran bás á Telecom 95 og var hann í skoðunarferð um bása nágranna sinna þegár hann rakst á útsendara DV en Norðurlöndin voru með sameiginlegt sýningarsvæði. 20 íslendingar af 45 þúsund starfsmönnum Ericsson Stefán hefur verið búsettur í Sví- þjóð í rúm 20 ár og starfað lengst af við forritaþróun fyrir tölvur. Hann hefur siðustu tvö ár verið hjá Eric- son við forritaþróun á tölvuhugbún- aði fyrir síma- og fjarskiptatæki Er- icsson. Auk hans starfa hátt í 20 ís- lendingar hjá fyrirtækinu, þó eng- inn annar í þeirri deild sem hann vinnur í. Þetta er ekki hátt hlutfall af þeim um 45 þúsund starfsmönn- um sem eru hjá þessu risafyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Stefáni fannst það fróðlegt og skemmtilegt að skoða bás Pósts og síma á sýningunni. Hann sá strax að símkerfið á íslandi og sú tækni sem notuð er við dreifmgu þess studdist mikið við tæki frá Erics- son. Það fannst honum ekki skrítið! Stefán fór utan skömmu eftir stúdentspróf og kláraði verkfræði- nám við háskólann í Stokkhólmi. Eftir það starfaði hann stuttan tíma í Bandaríkjunum en hefur verið í Svíþjóð síðan þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. „Það yrði nú gaman að prófa að vinna á íslandi nokkur ár. Ég er kominn á það skeið í lífmu,“ sagði Stefán þegar hann var spurður hvort hann ætti eftir að snúa heim. Tækni á undan sinni samtíð Um sýninguna Telecom 95 sagði Stefán að hún væri gríðarlega stór. Einkennandi væri að flestir væru að sýna tækni sem væri mörgum skrefum á undan þeirri sem notuð væri almennt í dag. „Það er spurning hvað líða mörg ár þar til fariö verður að nota þau tæki sem sýnd eru hérna í Genf. Það þarf mikla þjálfun til að koma þessu í notkun og á markað," sagði Stefán. -bjb FROSTVARNIR A VATNSINNTOK Því að taka óþarfa áhættu. Láttu leggja hitastreng á vatnsinntakið Hitastrengur - frábær reynsla Rafhitastrengimir frá Sigurplasti hafa verið notaðir á íslandi í yfir 20 ár. Árangurinn er mjög góður. Hætta á frostskemmdum er engin. Einungis þarf að tengja strenginn við 220 V straum og strengurinn hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. Komið í veg fyrir frostskemmdir með hitastrengnum frá Sigurplasti Rafhitastrengurinn kemur í tilbúnum settum og er hann sjálfhitastillandi. Útsölustaðir eru: Glóey, Ármúla 19 og Rafvörur, Ármúla 5, Reykjavík, Rafport, Kópavogi, Rafbúð Skúla, Hafnarfirði, Árvirkinn, Selfossi, Raflagna- deild KEA, Akureyri. O Dæmi um frágang á leiðslu til að koma í veg fyrir frostskemmdir. VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300 Panasonic SD200 Myndbandstæki ...og ekki spillir verðið stgr. Flest okkar viljum hafa myndbands- tækið þannig úr garði gert að það sé vandræðalaust í allri notkun og ekki þurfl sérfræðiaðstoð þegar eitthvað bjátar á. Panasonic SD200 myndbandstækið er einmitt þannig úr garði gert, frábær myndgæði, [Super Drive, At Crystal viewj allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling stöðva sjálfvirk ásamt langtíma upptöku- minni og þess háttar búnaði sem okkur þykir sjálfsagður nú til dags. JAPISð BRAUTARHOLT O G KRINGLUNN M 5 6 2 5 2 0 0 j I beinu sambandi í allan sólarhringinn l> Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í sima 99-56-70 og velur eftirfarandi: & ; til þess að svara auglýsingu 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans 8® (ath.l á eingóngu viö um atvinnuauglýsingar) ef þú ert auglýsandi og vilt ná í svör - eða tala inn á skilaboðahólfið þltt *i sýnishorn af svarl .. .. > til þess að fara til baka, áfram Œ3 eða hætta aðgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.