Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 21
ID"V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 21 Mikil vinna hefur verið lögð í að fegra Kaupmannahöfn fyrir næsta ár. Hér er verið að vinna að gagngerri endurnýjun á Ráðhústorginu í miðborginni. DV-mynd GF Kaupmannahöfn menningarborg Evrópu 1996: f r Fáðu þér miða fyrir kl. 20.-0 á laugardaginn. Kaupmannahafnarbúar eru um þessar mundir uppteknir við að undirbúa stærstu lista- og menning- arveislu sem haldin hefur verið í borginni en á næsta ári mun Kaup- mannahöfn bera titilinn „menning- arborg Evrópu“. Þetta er í tólfta skiptið sem borg í Evrópu fær að bera þennan titil og hafa Kaup- mannahafnarbúar lagt metnað sinn í að gera þennan menningarviðburð sem glæsilegastan og hefur ekkert verið til sparað. Fjárhagsáætlunin hijóðar upp á um milljarð danskra króna eða rúmlega ellefu milljarða íslenskra króna. Undirbúningur hófst árið 1991 og i byrjun árs 1992 voru opnaðar skrifstofur á vegum framkvæmdanefndar menningar- borgarinnar til að sinna þessu ógn- arstóra verkefni. Picasso, Rembrandt og Sinfóníuhljómsveit íslands Dagskráin sem boðið verður upp á er næstum fullunnin og kénnir þar ýmissa grasa. Tuttugu og tvær sinfóníuhljómsveitir hvaðanæva úr heiminum, þar á meðal Sinfóníu- hljómsveit íslands, munu sækja Kaupmannahöfn heim en þess má geta að venjulega koma aðeins um tvær erlendar sinfóníuhljómsveitir til Kaupmannahafnar ár hvert. Við höfnina mun rísa allsérstætt lista- verk í formi 96 hvítra gáma. Lista- menn frá 96 hafnarborgum víðs veg- ar um heiminn fá hver sinn gám og breyta honum í listaverk. Sýningar á listaverkum eftir Picasso og Rembrandt eru meðal ótalmargra myndlistarsýninga á hátíðinni. Svokölluð „græn menning" eða um- hverfisvæn menning verður fyrir- ferðarmikil allt næsta sumar. Þá verður t.a.m. einn dagur í Kaup- mannahöfn tileinkaður reiðhjólum og allur akstur vélknúinna öku- tækja bannaður. Sérstök dagskrá verður fyrir börnin og önnur fyrir unglingana. Söngur, leiklist, mynd- list, tónlist, bók- menntir, ballett, dans, kvikmyndir: í stuttu máli flest sem heyrir undir menn- ingu og listir, verður á boðstólum í Kaup- mannahöfn og ná- grenni allt næsta ár. Reiknað er með að um sex hundruð sér- stakir menningarvið- burðir, stórir og smá- ir, fái styrk frá fram- kvæmdanefnd menn- ingarborgarinnar. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Allt að sjötíu listviðburðir á dag Dag hvern árið 1996 mun fólk geta valið á milli tuttugu tU sjötíu list- viðburða sem verða víðs vegar um Kaupmannahöfn og nærliggjandi svæði. Árinu verður skipt I þrjú tímabil. Á vortímabilinu verður saga, list og menning á tuttugustu öldinni í hávegum höfð. Auk þess verður sérstakri athygli beint að norrænni menningu. Sumarið ein- kennist af nútímalist, grænni dag- skrá og útiveru. Á hausttímabUinu beinast augun að Evrópu framtíðar- innar og tengslum listarinnar við tæknina. Eins og áður segir er þetta í tólfta sinn sem menningarborg Evrópu er valin. Aldrei hefur undirbúningur- inn verið eins mikiU og jafn miklum fjármunum varið í þessu skyni og í þetta skiptið. Eftir örfáa mánuði verður allt tilbúið, Kaupmannahöfn mun skarta sínu fegursta og ein stærsta list- og menningarveisla heims á næsta ári mun verða mat- reidd öllum þeim sem vilja bragða á góðgætinu. Guðbjartur Finnbjörnsson Merki menningarborgarinnar Kaupmannahafnar. "S» I 1501)1 COCA-COLA Tol’l* 4() ViK(jLe(ía ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR f DV A HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jon Axel Olafsson (SLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV (HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM UTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI ( DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA ( TEXTAVARPIMTV SJÓNVARP CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS ÍLOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARlSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD. ÁRINNAR. (SLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT í VALI „WORLD Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER í TÓNLISTARBLAÐ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.