Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 30
30 írstæð sakamál LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 -f María Foxton var ung og lagleg og aðaláhugamálið var þungarokk. Því „þyngra" sem það var því betra. Þess vegna fór hún oft niður í hafn- arhverfið í Hull, ensku borginni sem hún bjó í, þótt hún hefði marg- oft verið vöruð við hættunum þar. Hverfið hefur á sér vafasamt orð og þykir ekki hættulaust fyrir ungar stúlkur sem skera sig úr hvað varð- ar klæðaburð og gott málfar. Hún varð líka vör við að karlmenn sneru sér oft við þegar hún gekk fram hjá þeim. María var allt öðruvisi en aðrar stúlkur í hverfinu en ýmsum þykir helst mega líkja því við St. Pauli- hverfið í Hamborg, sem er ef til vill best þekkt fyrir stúlkur sem bjóða blíðu sína nær hverjum sem er. Þungarokksaðdáandi Hin átján ára gamla María vildi helst eyða frístundum sínum í að hlusta á þungarokk. Besta vinkona hennar, Anna Ross, var afgreiðslu- stúlka á veitingahúsi, og hafði mikl- ar áhyggjur af Maríu. Hún varaði hana hvað eftir annað við að vera á ferð í hafnarhverfinu að kvöldlagi. Hún sagði Maríu að hún ætti ekkert erindi þangað enda gætu ýmsir haldið að hún væri þar til þess eins að selja sig. María tók ábendingar vinkonu sinnar ekki alvarlega og hló að þeim. Kvöld eftir kvöld sneri hún aftur til „Barbarísins“, eins og hverfið við höfnina er gjarnan nefnt. Kvöld eitt kom María á krá og hitti þar fyrir nokkra sjómenn. Einn þeirra gaf sig á tal við hana og þáði hún drykk af honum þótt hún hefði aldrei séð hann áður. Þegar þau hQfðu spjallað saman um hríð og María sagt honum frá áhuga sínum á þungarokki bauð hann henni heim til sín til þess að hlusta á úr- val laga sem ættu að vera henni að skapi. Hún þáði boðið og hélt af kránni með honum. Stolið úr gasmælum Tveimur dögum siðar sat Ron Sagar fulltrúi við skrifborð sitt og las skýrslur um fólk sem hafði horf- ið sporlaust. Þá rak hann augun í skýrslu um endurtekna þjófnaði úr gasmælum í Dover-stræti í hafnar- hverfinu. Þar höfðu allmargir mæl- ar verið brotnir upp og myntinni stolið úr þeim. Sagar andvarpaði. í raun var smáþjófnaður úr gasmæl- um ekki það sem hann var að hugsa um þessa stundina. Skýrslan hafði hins vegar verið send honum og því yrði ekki hjá því komist að rann- saka málið. Síðar þennan sama dag hélt Sagar niður að höfn. Hann barði að dyrum á ýmsum húsanna sem komu við sögu stuldanna úr gasmælunum en eftir allmörg viðtöl hafði hann ekki orðið neins vísari. Hann hélt þó áfram ferð sinni og loks kom hann að húsinu númer 44 við Dover- stræti. Hann barði að dyrum þar og lauk ungur maður upp fyrir honum. Um leið og hann sá Sagar fóru hend- ur hans að skjálfa. Aðspurður sagð- ist maðurinn heita Frank Marritt. Undarleg framkoma Sagar velti því fyrir sér hves vegna Marritt væri svona óstyrkur. Hugsanlega hefði hann verið að skemmta sér nóttina áöur og væri svona illa fyrirkallaður. Hins vegar gæti alveg eins verið að hann hefði eitthvað að fela. Þegar inn var komið kraup Sagar á kné fyrir framan gasmælinn, en hann var við eldhúsdyrnar. Hann virtist alveg eins og hann átti að sér að vera en þegar hann leit við og á húsráðanda stífnaði hann allur. Marritt var nú svo á nálum að Sag- ar fannst það langt því frá eðlilegt, ekki síst með tilliti til þess að hann hafði greinilega ekki á samviskunni að hafa brotið upp gasmælinn hjá sér. Þegar fulitrúinn fór að svipást um tók hann eftir nokkrum brotn- um grammófónplötum á borði. Frank Marritt Joyce Smith María Foxton Ron Sagar Hann lét þó sem ekkert væri og bjó sig til brottfar- ar en fann þá einhverja undarlega lykt sem virtist koma úr eldhúsinu. Viðræður á lögreglustöðinni Sagar hélt nú aftur nið- ur á lögreglustöð. Honum varð tíðhugsað til Marritts á leiðinni. Þegar þangað kom fór hann að kanna hvort þessi óstyrki maður væri á sakaskrá. Ekkert kom hins vegar fram sem benti til þess að hann hefði nokkru sinni komist í kast við lögin. Brátt komst Sag- ar að þeirri niðurstöðu að líklega hefði hann komið til Marritts þegar illa stóð á í einkalífinu, af einni eða annarri ástæðu, og væri það skýringin á tauga- veiklun hans. Sagar fannst engu að síður ástæða til að segja Fred Hodges fulltrúa frá Marritt. Vék hann bæði að framkomu hans og hinni undarlegu lykt sem hann hafði fundið rétt sem snöggvast þegar hann var Frá hafnarhverfinu í Hull leiðinni út úr íbúðinni. „Það er eitthvað að í einka- lífinu," sagði Hodges. „Ég get ekki sagt þér hvað það er, en eitthvað er það.“ Svo fór hann að hlæja og bætti við: „Hvers vegna tekurðu þér ekki frí það sem eftir er dags? Farðu heim og láttu fara vel um þig. Ef til vill geturðu unnið í garðinum eða gert eitthvað annað gagnlegt." Grunsemdir vakna Hodges hafði varla látið þessi orð falla þegar Sagar varð litið á aðra buxna- skálmina sína. Á henni var brúnn blettur, sem við nán- ari athugun reyndist vera mold. Og skyndilega vökn- uðu hræðilegar grunsemd- ir. Sagar tengdi orð Hodges um að vinna í garðinum moldarblettinum. Hvaðan var moldin sem hafði greinilega fest í buxnum þegar hann hafði kropið fyr- ir framan gasmælinn? Hafði Marritt verið að fela eitt- hvað í garðinum? Gat verið að hann hefði verið að grafa gröf undir lík? Sagar gekk aftur að skrifborðinu sínu og fór á ný að lesa skýrslur um fólk sem hafði horfið. Brátt sá hann það sem skráð hafði verið um hvarf Maríu Foxton og þá fannst honum hann vera viss um að hann væri á réttri leið. Hann hafði heyrt um Maríu og áhuga hennar á tónlist. Og heima hjá Maritt hafði hann séð brotnar gammófónplötur. „Komdu, Fred,“ kallaði hann til Hodges. „Við förum aftur í þetta hús sem ég var að segja þér frá. Það er eitthvað grunsamlegt um að vera þar. Það skyldi þó aldrei vera að Marritt hefði verið að koma líki fyr- ir í garðinum hjá sér?“ Pallurinn Þeir Sagar og Hodges óku í skyndi niður í Dover-stræti. Þegar þeir börðu að dyrum á húsinu númer 44 opnaði Marritt sem fyrr. Enn varð honum greinilega brugðið. Lög- reglumennirnir tveir spurðu hvort þeir mættu koma inn fyrir og ræða við hann og sagði Marritt þeim að þeir mættu það. Þegar inn var komið gekk Sagar beint fram í eldhús og að dyrum sem þar voru en utan þeirra var flísalagður pallur. Var dálítil mold á tveimur flísanna, og leit helst út fyr- ir að allmargar þeirra hefðu nýlega verið teknar upp og lagðar aftur. „Hvað er undir pallinum?" spurði Sagar. „Ekkert,“ svaraði Marritt. „Bara möl og sandur." Lögreglumennirnir fóru nú að grafa. Þeir losuðu eina flísanna og voru að því komnir að losa aðra þeg- ar Marritt sagði skyndilega: „Ekki i grafa dýpra. Það er lík þarna niðri.“ I Örlögin Ijós : Líkið reyndist vera af Maríu Fox- ton. Hún hafði fengið höfuðhögg og var með tuttugu og fimm hnifstung- ur. Skýring Marritts á því sem gerst hafði vakti furðu. Hann sagðist hafa hitt Maríu á kránni og verið á leið heim til sín með henni þegar þau hefðu hitt sjómann sem héti Jósep. Hann hefði slegist í hópinn með þeim og þegar heim var komið hefðu þau öll þrjú hlustað á lög um tíma. Síðan sagðist Marritt hafa far- ið að sofa en María og hinn maður- inn hefðu setið frammi í stofu og rætt saman. Skyndilega hefði heyrst mikið óp og sagðist Marritt hafa far- ið fram í stofu. Þá hefði Jósep stað- ið yfir Maríu með blóðugan hníf og sagt að hún væri dáin. Marritt sagðist ekki geta sagt neitt um Jósef annað en það að. hann hefði verið á einhverju skipi frá einu Eystrasaltslandanna. Hann hefði flúið úr íbúðinni og í örvænt- ingu sinni sagðist Marritt hafa graf- ið líkið undir pallinum í garðinum. Fyrir rétti [ Þeir Sagar og Hodges trúðu auð- vitað ekki sögu Marritts. Og ekki varð frásögnin trúverðugri þegar tæknimenn lögreglunnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni og á hon- um fingraför Marritts. Hann var handtekinn og saksóknari gaf út ákæru. í sjálfu sér benti nær allt til þess að Marritt væri morðinginn en hafi einhver verið í vafa tók eitt vitn- anna, Joyce Smith, hann allan af. Hún bjó í húsi andspænis íbúð hins ákærða og var saga hennar á þá leið að umrædda nótt hefði hún vaknað við óp. Hún hefði farið út í glugga og þá séð Marrit standa í stofunni hjá sér og slá einhvern með einhverju. Kvaðst Joyce Smith engan annan ' hafa séð. Þótti ljóst að hún hefði séð þegar Marritt var að ráða Maríu • bana. Marritt fékk ævilangt fangelsi. Hann játaði þó aldrei að hafa orðið Maríu Foxton að bana. í fangelsinu sagði hann að einhvers staðar í Eystrasaltslöndunum gengi morð- inginn laus en hann sæti sjálfur inni fyrir glæp sem hann hefði ekki framið. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.