Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 6
6 -if Útiönd LAUGARDAGUR 14. OKTOBER 1995 Stuttarfréttir Thatchersjötiig Margaret Thatcher, fyrr- um forsætis- ráöhera Bret- lands, hélt upp ásjötugsafmæl- iö sitt í gær og af þvi tilefni fékk hún heillaóskir hvaðanæva úr heim- ¦• inum frá vinuro síntun og velunn- urum en henni féll þó ekki verk úr hendi. Maðurbeitúrf Maður a Láþplandi slapp svo til oskaddaður frá viðureign við úlf með þvi að bfta skepnuna í lopp- una. StærriflugvöH Færeyingar vilja að flugvöllur- inn i Vágum verði stækkaður og ætla að ræða það vlð dönsk stiórnvöld. íhelgarvinnu Helmingur íbúa Evrópusam- bandsins vinnur um helgar og 4 próseht hafa fast starf innan Yeggja heiraílisins. BanvænteKur Sænska lögreglan hefur lagt hald á 27 grðmm af banvænú tTkniefní, fentaníli, sem hefur svipaða eiginleika og morfin. Hljóðbækurvinsælar Hijóðbækur njóta nú míkilla; vinsælda og velgengni og hefur sala þeirra aukist um tíu til tutt- ¦ ugu prósent á ári að undahförnu. Hægrimenndæmdir Fjórir þýskir hægríöfgámenn hafa verið dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir íkveikju sem olli dauða fimm tyrkneskra kvenna og stúlkna í bænum Sol- ingen. Glæpamennáþing Borís Jeitsin Rússlandsfor- seti sagðist í gær hafal áhyggjur af því að giæpainénn væru að reyna að komast á þing og aðstoð- armaður hans sagði að meiri ógn steðjaöí aö öryggi ríkisins innan frá en utan. Majorlofar John Major, forsætisráðherra Bretlands, lofaði skattaiækkun- um og minni rítósumsvifum á flokksþingi ihaldsraanna i gær. SóttaðBanjaLuka Hersveitir múslíma og Króata sóttuaö Serba-víginu Banja Luka í gær þrátt fyrir vopnáhlé. Beuter, Bitww feb, fT Stærstu kauphallir: Órói vegna WallStreet Skyndileg lækkun á Dow Jones hlutabréfavísitölunni í kauphölhnni við Wall Street í New York sl. þriðju- dag setti af stað mikinn óróa í öðrum helstu kauphöilum heims. Lækkun átti sér m.a. stað í London, Frankf- urt, Tokyo og Hong Kong. Þetta var tímabundinn órói því fjárfestar tóku aftur við sér á miðvikudag og síðan hefur hlutabréfaverð fariö hækk- andi. Óróinn skapaðist einkum vegna mikillar sölu á bréfum tækni- fyrirtækja. Bensínverð hefur haldist svipað í vikunni en hráolían hefur lækkað, var í 15,80 dollurum tunnan í London á fimmtudag. Blikur eru á lofti á elds- neytismarkaönum vegna yfirvofandi afnáms viðskiptabanns á íraka. Af- nám gæti leitt til verðhruns. -Reuter Kjamorkuandstæðingurinn Joseph Rotblat fær Mðarverðlaun Nobels: Endurspegla and- úð almennings Joseph Rotblat, sem voru veitt frið- arverðlaun Nobels í gær, er eindreg- inn andstæðingur kjarnorkutilrauna Frakka i Suður-Kyrrahafi. Hann tel- ur þó að þær hafi komið að gagni þar sem þær hafi vakið upp andstöðu almennings gegn kjarnavopnum. Rotblat, sem er 86 ára gamall pólsk- fæddur eðlisfræðingur, hefur helgað líf sitt baráttunni gegn kjarnavopn- um en tók þó áður þátt í að smíða þau. „Ég tók þátt í kjarnorkusprengjuá- ætluninni til að koma í veg fyrir að Hitlers-Þýskaland yrði fyrra til," seg- ir Rotblat. Árið 1955 var hann einn þeirra sem undirrituðu svokallað Russell-Ein- stein skjal í Pugwash á Nova Scotia í Kanada þar sem 11 frægir vísinda- menn lýstu yfir andstöðu sinni gegn gjöreyðingarvopnum og stríði. I dag er Rotblat forseti hreyfingarinnar . sem kenrd er við Pugwash og sem deilir friðarverðlaununum í ár með honum. „Ég er himinlifandi yfir þessum fréttum. Ég vona að þetta verði öðr- um yísindamönnum að liði við að viðurkenna félagslega ábyrgð sína," sagði Rotblat í gær. Norska nóbelsnefndin sagði að Rot- blat og Pugwash-hreyfingin hefðu fengið verðlaunin „fyrir viðleitni sína til að draga úr þætti kjarnorku- vopna í alþjóðastjórnmálum og til að stuðla aö eyðingu þeirra þegar til lengri tíma er htið". Verðlaunaveitingin voru bein mót- mæli við kjarnorkutilraunir Erakka en engu að síður óskuðu frönsk stjórnvöld Rotblat til hamingju með viðurkenninguna. Joseph Rotblat var ánægður á skrifstofu sinni í London þegar hann ræddi við f réttamenn um friðarverðlaun Nobels. Símamynd Reuter Björn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, er einn þeirra sem lýstu yfir ánægju sinni með verð- launaveitinguna. „Friðarverðlaun Nobels í ár endur- spegla víðtæka andúð almennings á kjarnorkuvopnum," sagði Björn Tore Godal. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, sagöi það enga til- vujun að verðlaunin hefðu verið veitt Pugwash-hreyfingunni á 50 ára af- mæli kjarnorkuárása Bandaríkja- manna á Hiroshima og Nagasaki. NTB, Reuter Engin miskunn hjá dómaranum á Nýfundnalandi: Paul Watson dæmdur í 30 daga varðhald ffyrir mótmælí Hvalavinurinn Paul Watson situr nú í öryggisfangelsi á Nýfundna- landi, dæmdur í þrjátíu daga varð- hald fyrir að kasta ólyktarsprengjum upp á þilfar kúbversks fiskiskips sem var aö veiðum á Miklabanka árið 1993. Með tiltæki sínu vildi Watson mótmæla rányrkju erlendra fiski- skipa á miðunum. Watson var greini- lega mjög brugðið við uppkvaðningu dómsins og var hann leiddur burt í járnum. Watson hóf afplánunina síðastiið- inn þriðjudag og hann er langt frá því að iðrast gjörða sinna. „Mér þyk- ir þetta ekki miður og ég held að engum á Nýfundnalandi þyki þetta miður," sagði hann í viðtah' við blaö- ið Vancouver Sun. „Þeir geta ekki lengur veitt þorsk hérna en á sama tíma ganga aðrir á náttúruauðlind- irnar eins og þeim sýnist." Þetta er í fyrsta sinn sem Watson hefur yerið dæmdur fyrir athafnir sínar. í síðustu viku var hann sýkn- aður af tveimur alvarlegri ákærum um að hafa stofnað lífi áhafnar kúb- verska skipsins, svo og lífi áhafnar eigin skips, í hættu. Paul Watson var auk þess dæmdur í tveggja ára skilorð og honum er bannað að stjórna skipi í kanadískri lögsögu ef minna en 400 metrar skilja það frá öðru skipi, nema þegar verið er að leggjast að bryggju. í viðtah úr fangelsinu sagði Watson það kaldhæðnislegt að hann hefði verið dæmdur til fangavistar fyrir svipaöar aðgerðir og gerðu Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, að þjóðhefju. Tobin fyrir- skipaði töku spænsks togara í mars þar sem hann var að veiðum undan Nýfundnalandi. #~) Kauphallir og vöruverð erlendis •J+A ¦ ......mSmmmmmmm i i New York Frankfurt Hong Kong '" s 0 "ÍOooo 16000 tmm ;10000 , }L»Tí,<IO J Á S 0 leoo -------------------j» & HnntSent/A : «600-. 9400 ll 8200 \ 0000 8800 9683,14 J Á S Ó 1 Bensín 92 okt. j H Bensín 98 okt. Hráolía s__o 3000 2500 2000 2269 A S 0 190 250 '200 <SV . 150 mmmMI ii^5•; ";••", . .».»: glunna J A S^ 0 Norskgrráðherr- arróasjávar- útvegsmenn Oddmund Bye, formaður Norges Fiskar- lag, heildar- samtaka i norskum sjáv- arútyegi, var heldur rólegri eftir fund sinn með Birni Tore Godal utanríkis- ráöherra og Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra síödegis i gær. „Við verðum nú hafðir með í ráðum í sambandi við samninga- viðræður viðíslendinga um veið- ar í Smtigunni," sagði Bye. Samtök hans og fleiri höfðu harðlega gagnrýnt Godal fyrir þau orö hans við íslenska útvarp- ið að íslendingar fengju kvóta í norskri Iðgsögu. : Að sögn Byes hélt Godal því frara að rangt hefði verið eftir honum haft í útvarpsviðtalinu. Notendaviðmót Windows95 viikarekkiá WindowsNT Microsoft hefur tilkynnt að hugbúnaöur, Explorer Shell, sem á að vera hægt að nota í bæði Windows 95 og Windows NT stý- rikerfum, verði ekki tilbúinn fyrr en einhvern tímann á næsta ári. Þar til þurfa notendur Windows að nota tvenns konar hugbúnað fyrir Windows 95 og Windows NT. Frá þessu er greint í nýiegu tölublaði -'hins virta tímarits ComputerWorld. Tilkynning um þetta kom á ráðstefnu sem Míc- rosoft hélt i San Francisco. Bxplorer Shell er myndrænt notendaviðmót sem hannað var vegna Windows 95ogsvipar mjög tíl notendaviðmótsins á^Macint- osh-tölvum frá Apple. Á meðan ekki er hægt að nota það í Windows NT þarf að notast við viðmótíð í Windows 3.1. Andúðgegn sambúðsam- kynhneígðra Svo mikil er andúðin gegn skráðri sambúð samkynhneigðra í Færeyjum að óvíst er að lög þess efnis verði iögö fyrir Lög- þingið. „Þetta er ekki í samræmi við náttúr una og sköpunarverk guðs. Ef við litum á ritninguna sjáura við að fóiki var úthýst úr Egypta- landi af því aðþaðlifðií andstöðu við það sem er í samræmi við náttúruna. Guð gat ekki sætt sig við að karl byggi með karli og kona með konu. Viö búum í kristnulandiþar semkristin gildi eru í hávegum hofð. Þess vegna finnst mér að Danir eigi að halda svona lögum fyrir sig," sagði Samúel Pétur i Grund, yfirmaður Itírkjumála i landstíórninhi. Mörtu Lovísu prinsessu kast- aðafbakí Marta Lovísa Noregsprins- essa kastaðíst af baki þegar hún tók þátt í hmdrunar- hlaupi á hesta- móti í Ósló í gær, að Hákorii krónprinsi, bróður sinum, óghol- lenska kærastanum Leon de Rooy ásjáandi. Prmsessan raeidd- ist ekkl Prinsessan reið erfiðum lánshestiþegarþettagerðist. NTB,R««ter,Riteatt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.