Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 . fréttir . ■* íslenska skattkerfið hefur verið kallað óskabarn svindlaranna. Ertu sammála þessu? „Að kalla skattkerílð óskabarn svikaranna er nokkuð langt gengið en vissulega má finna að mörgu. Svik á virðisaukaskatti eru of mik- il og það er of mikið um að tekjur séu vantaldar. Það er hins vegar sama hversu gott kerfið er það verður alltaf að óskabami svikara ef ekki er tekið hart á brotum." Hvert er umfang skattsvika í is- lensku efnahagslífi? „Á umfangið var lagt mat í skýrslu nefndar árið 1993. Sam- kvæmt henni er tahð að hið opin- bera verði af 11 milljörðum í tekj- ur. Umfang alls neðanjarðarhag- kerfisins hefur verið talið nema 16 mihjörðum í tekjum. Þetta eru metnar stærðir út frá bestu þekktu hagfræðilegum forsendum og eru í takt yið það sem menn áætluðu 1985. Ýmsar fullyrðingar hafa kom- ið fram um að skattsvikin séu miklu meiri, jafnvel svo skipti tug- um milljaröa. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að svo sé. Þó menn hafi shkt á tilfinning- unni ber að taka slíkum getgátum með varúð.“ Að öðru óbreyttu; má búast við að skattsvik aukist með tilkomu fjár- magnstekjuskatts? „Það fer eftir því hvers konar kerfi menn velja í því sambandi. Séu allar eftirlitsforsendur fyrir hendi er engin sérstök hætta fyrir hendi varðandi skattheimtuna." Vissir áhættuhópar__________________ Hverjir svikja helst undan skatti? „Þeir sem standa í atvinnurekstri hafa þann möguleika að vantelja tekjur sínar kerfisbundið og kom- ast hjá því að skUa innheimtum skatti, til dæmis vaskinum og stað- greiðslunni. Skattsvik virðast ekki bundin einstökum atvinnugrein- um öðrum fremur en þó hafa menn taUð að vissar þjónustugreinar séu áhættuhópur. Menn hafa nefnt bílaþjónustu, verktakastarfsemi og veitingarekstur í því sambandi.“ Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríkisins: undan. Þá hefur sýnt sig að inn- skatturinn getur verið skeinuhætt- ur. Þetta er ekki séríslenskt fyrir- brigði því reynsla annarra þjóða sýnir að virðisaukaskatturinn er ákaflega varhugaverður. Eitt af því sem menn sögðu þegar þeir voru að lofa virðisaukaskattskerfið var að það væri einfalt og traust. Síðan þá hefur skattþrepunum fiölgað. Auðvitað eru allar flækjur á kerf- inu af hinu vonda, hversu litlar sem þær kunna að vera.“ Skattatæknilega séð; hvort er auð- veldara í framkvæmd tekju- og eignaskattskerfið eða kerfi óbeinna skatta? „Tæknilega séð er álagning óbeinna skatta einfaldari í fram- kvæmd. Það er pólitísk spurning á hvora aðferðina beri að leggja áherslu en hjá skattayfirvöldum fer mesta vinnan í álagningu beinna skatta." Möguleikar sjálfstætt starfandi til að lækka uppgefin laun til tekju- skatts virðast ótakmarkaðir. Er ekki einfalt að kippa þessu í liðinn? „Nei, það er talsvert flókið. Ann- ars vegar erum við að tala um hrein skattsvik þar sem tekjur eru van- taldar. Hins vegar er um- að ræða löglegar ráðstafanir, til dæmis þar sem hlutafélög eru látin eiga íbúð- arhúsnæði og bíla. Þó viökomandi borgi skatt af hlunnindunum þá er hann yfirleitt mun lægri en sá kostnaður sem menn spara sér. Nú er starfandi nefnd sem kannar þetta mál sérstaklega og vonandi koma einhverjar tillögur frá henni innan skamms. Eiríkur E. Viggóson, borgari i Kópavogi, hefur skorið upp herör gegn skattsvikum. Hvaða augum lítur skattrannsóknastjóri þetta frumkvæði? „Sá sem úthrópar menn sem skattsvikara þarf að sýna fram á sekt þeirra með hlutlægum hætti. Skattrannsóknarstjóri getur ekki tekið þátt í því aö úthrópa menn svikara án undangenginnar rann- sóknar sem leitt hefur í ljós að um ætluð skattalagabrot geti verið að ræða.“ Bæjaryfirvöld á Suðurnesjum hafa einnig skorið upp herör gegn skatt- svikum og kanna þá menn sérstak- Þögnin kann að ýta undir skattsvikin - tekið á málum af festu og ábyrgð en án fums og taugaveiklunar Hvað eru mörg skattsvikamál upp- lýst á ári og hverju skilar það í auknar tekjur fyrir hið opinbera? „Ef við skilgreinum skattsvika- mál mjög þröngt þá eru 100 til 200 mál í rannsókn á hverjum tíma. Til lengri tíma litið gætum við ver- ið að tala um að þetta starf skilaði hinu opinbera nokkrum hundruð- um milljóna króna á ári. Utan við þetta er almennt fyrirbyggjandi eft- irlit sem tekur miklu skemmri tíma og hefur ekki endilega í fór með sér refsimeðferð. Þar erum við að tala um miklu hærri fjárhæðir." Hafa skattayfirvöld gefist upp á að úppræta skattsvik? „Skattsvik verða aldrei upprætt og þar af leiðandi hafa menn ekki gefist upp við það. Það er ákaflega mikil virkni hjá skattyfirvöldum um þessar mundir og því lýsi ég yfir furðu minni á staðhæfingum manna um hið gagnstæða. Á skatt- svikunum er tekið af fullri festu og ábyrgð en án fums og tauga- veiklunar." Mörg dæmi eru um menn sem be- rast mikið á en borga svokallað „vinnukonuútsvar". Hvers vegna eru þeir látnir í friði af skattayfir- vgldum? „Þessir menn þurfa ekki endilega að vera skattsvikarar. Aðrar ástæður kunna að vera fyrir þess- um lágu sköttum. Sé hins vegar um skattsvikara að ræða þá eru þeir ekki látnir í friöi. Margir sæta sér- stakri athugun skattyfirvalda þó árangurinn sé ekki alltaf sýnilegur út á við. Staðreyndin er sú að fjöl- margir aöilar koma ár eftir ár með lágar tekjur á framtali en eru um leið áskrifendur að úrskurðum skattstjóra til hækkunar." Sú skoðun er útbreidd að kerfið passi upp á sína en eltist einungis við þá litlu í þjóðfélaginu. „Það held ég að sé rangt. Á mínu borði eru flest málin stór og á skatt- stofunum er ábyggilega jafnt tekið á stórum sem litlum.“ Skattpínd þjóð? Er þjóðin það skattpínd að fólk neyðist til að taka þátt í skattsvik- um? „Það er vissulega áhyggjuefni hvað viljinn til skattsvika er al- mennur. Kannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna vill taka þátt í slíkum svikum. Á þessu kunna aö vera margar skýringar og ein gæti verið erfitt efnahags- ástand." Stór og þekkt skattsvikamál hafa verið að velkjast árum saman í kerfinu og flest hver fara ekki fyrir dómstóla. Þeir fáu sem eru dæmdir fá yfirleitt mjög væga dóma. Er kerfið sjálft áhugalaust um að ná árangri? Yfirheyrsla á laugardegi Kristján Ari Arason „Að sjálfsögðu hafa menn áhuga á að ná árangri á þessu sviði. Menn verða hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd að stór og gróf efnahagsbrot taka langan tíma í rannsókn og úrvinnslu eftir á. Allur þessi tími gerir þaö að verk- um að meðferð mála tekur miklu lengri tíma heldur en til dæmis ein- hver einfaldur samanburður á launamismun. Hvað dómana varð- ar þá gerði Alþingi breytingar á lögunum síðastliðið vor og setti inn lágmarksrefsingar. Sú ákvörðun löggjafans að setja lágmarksrefs- ingu inn í lögin er ekki að ástæðu- lausu. Þau lög munu koma til með að virka eftir eitt til tvö ár. Skjaldborg þagnar umlykur efna- hagsbrot á öllum stigum rannsókn- ar. Er þögnin ekki til þess fallin að auka þor skattsvikara? „Samkvæmt lögum er skattayfir- völdum bannað að tjá sig um mál- efni sem fram koma í rannsókn og meðferð máls. Sú þögn kann að ýta undir skattsvik. Hjá yfirskatta- nefnd er málsmeðferðin lokuð og hulin þagnarskildi meðan dóm- stólaleiðin er opinber. Þvi óska menn fremur eftir meðferð sinna mála hjá nefndinni. Menn hafa hugleitt hvort rétt sé að breyta þessu en af hálfu Alþingis hefur það ekki verið gert.“ Flækjuraf hinu vonda__________________ Rökin fyrir virðisaukaskatts- kerfinu voru meðal annars þau að allt eftirlit yrði einfaldara. Hvað brást? „Virðisaukakerfið býður upp á mikla eftirlitsmöguleika. Það mega menn ekki vanmeta. Hins vegar býður þetta kerfi einnig upp á nýja svikamöguleika. Innheimtuaðilar eru fleiri en í gamla kerfinu og þar af leiðandi fleiri sem geta stolið lega sem greiða óeðlilega lágt út- svar. „Það er fullkomlega eðlilegt að rétthafi skattsins kanni þær for sendur sem liggja til grundvallar við álagningu. Sveitarstjórnir eiga til þess rétt, m.a. að skoða framtöl. Ég hef ekkert nema gott um þetta framtak að segja." Skattsvik særa réttlætiskennd fólks, veikja trú manna á réttarrík- inu, skekkja samkeppnisaðstæður fyrirtækja, þyngja skattbyrði hjá þeim sem yfir höfuð borga skatt. Hvað er til ráða? „Ég hef ekkert einhlítt svar við þessu en brýnasta verkefnið er að breyta þeim vilja stórs hlutá þjóð- arinnar að taka þátt í skattsvikum. Það þarf að kveða upp þunga dóma við bókhalds- og skattabrotum. Þetta eru lögbrot og með þátttöku eru menn að stuöla að hækkun skatta hjá hinum." Ert þú með nægan mannskap til að sinna þínu hlutverki? „Menn geta velt því fyrir sér hvort öllu skipti að það séu 17 eða 30 menn sem sinna skattrannsókn- um. Aðalatriðið er að vera með fyr- irbyggjandi aðgerðir. Það er hins vegar ljóst að hvert starf í skatt- rannsóknborgarsigmargfalt. -kaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.