Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 26
26 anglingaspjall / Eg er leikhúsro - segir Stella Guðný Kristjánsdóttir Senn liður að vetri og kuldaboli er rétt farinn að narta í táslumar okkar. Þó er enn nokkuð bjart en brátt fer skammdegið að segja til sín. Þá þyngjast ýmsir í skapi, kvarta og kveina, emja og veina og allt er þetta myrkrinu að kenna. En það er óþarfi að örvænta þótt hann blási, frysti og rökkvi - myrkrið getur verið hlýtt og rómantiskt. Bara það að haustið er að stíga sín fyrstu spor er gleðiefni fyrir mig þvi ég er nefnilega leikhús- rotta. Að vísu frekar vannærð rotta að mínu mati því leikhúsin eru klassaholur og sýningarnar á klassaverði. Áhugi minn á leikhúsi og leiklist almennt kviknaði á unga aldri í barnaskóla. í barna- og grunnskólanum (Hólabrekkuskóla) voru haldin leik- listarnámskeið árlega og í níunda bekk, sem nú er tíundi bekkur, var leiklist valfag og að sjálfsögðu var ég fyrst á staðinn. Þegar komið var svo á framhaldsbrautina rann ég á leik- lyktina um leið og ég kynntist und- irbúningsvinnu eins og: sviðsvinnu, leikskrárgerð og svo var ég aðstoð- arleikstjóri einu sinni. Tvö siðastlið- in ár var ég í stjórn Aristófanesar, sem er leiklistarfélagið hér í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti (FB), einnig lék ég í „Ys og þys út af engu“ (Much a Do about Nothing). í sumar vann ég í götuleikhúsinu þar sem ég lærði mikið af því að þar unnum við með fjórum mismun- andi leikstjórum og góðu hönnunar- fólki. Nú síðast tók ég þátt í rokkóp- erunni Lindindin sem var sýnd i ís- lensku óperunni og það var dýrmæt reynsla. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki. Hópurinn varð mjög samrýmdur og við hittumst stund- um enn í dag. Núna er ég með leiklistarnám- skeiðið í FB og uni mér vel með krökkunum. Seinna kemur svo Valur leikari og stjórn- ar leikritinu sem þau ætla að setja upp í vetur. Þó að leikhúsáhuginn hafi kviknað snemma þá leit ég alltaf á leiklistina sem áhugamál en tók það ekkert al- Eitt af því besta sem ég geri er að fara á leiksýningu: lyktin, Ijósin og svið- ið - það er einfaldlega það sem heillar," segir Stella Guðný Kristjánsdóttir, 21 árs nemandi f Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. DV-mynd BG varlega fyrr en á síðasta ári þegar það rann upp fyrir mér hvar mér líður best. Eitt af því besta sem ég geri er að fara á leiksýningu: lyktin, ljósin og sviðið - það er einfaldlega það sem heillar. n hliðin Víl hitta Hitler með byssu og hlaupaskó - segir Guðlaug Jónsdóttir, besta knattspyrnukonan á Islandi : I : Guölaug Jónsdóttir knatt- spyrnukona sýnir á sér hina hlið- ina i dag. Guðlaug spilaði knatt- spymu með KR í sumar en hún var einmitt valin besta knatt- spyrnukonan á árinu í lokahófi knattspyrnumanna um seinustu helgi. Guðlaug hélt af landi brott sl. mánudag en hún er nú í háskóla- námi í smábæ nálægt Atlanta, Vemon. Þar er hún ásamd Olgu Færseth en hún er einmitt í sama háskóla. Guðlaug var að koma úr fyrstu tímunum þegar DV náði tali af henni og segir hún fyrstu kynnin benda til þess að hún komi til með að kunna ágætlega við sig. Fullt nafn: Guðlaug \ Jónsdóttir. \ Fæöingardagur og ár: 22. septem- ber 1971. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Háskólanemi. Laun: Ég er á lágum námsstyrk. Áhugamál: Knattspyrna, kvik- myndir og öll útivera. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Fimm þúsund í einhverju happdrætti þegar ég var lítil. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Spila fótbolta og sigra. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Spila fótbolta og tapa. Uppá- haldsmatur: Soðinn íslenskur fisk- ur og nýjar soðnar kartöflur. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég get ekki sagt annað en Olga Færseth. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Johnnie Depp. Guðlaug Jónsdóttir er nú við nám í Bandaríkjunum. DV-mynd GS Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Adolf Hitler og þá langar mig að vera með bygsu og góða hlaupaskó. Uppáhaldsleikarí: Jack Nichol- son. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Páll Óskar Hjálmtýsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþrótt- ir. Uppáhaldsveitingahús: Kaffi Reykjavík. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Lesið í snjóinn eft ir Peter Hoeg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmað- ur: Enginn. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmað- ur: Enginn. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi Reykjavík. Uppáhaldsfélag í Iþróttum: KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Mennta mig meira og lifa góðu og heilbrigðu lífl. Jafnframt ætla ég að vinna ís- landsmeistara- titilinn í knatt- spyrnu á næsta ári. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Bjó mig undir Ameríkuferðina. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 Kynbomban Pamela Anderson á krossgötum: r I kvikmyndimar eða áfram í Strandvörðum? Leikkonan Pamela Anderson, 29 ára, stendur á krossgötum í lífi sínu. Pamela hefur að undanförnu leikið leðurklædda kvenkyns ofur- hetju, Barb Wire, í samnefndri kvik- mynd. Kvenhetjan ekur um á mót- orhjóli og kallar töffaralega til strákanna: Kallið mig ekki vinu. Vegna myndarinnar getur komið til þess að Pamela verði að velja milli kvikmyndaferilsins eða áframhald- andi þátttöku í sjónvarpsþáttunum Strandvörðum sem nýlega hófu göngu sína aftur í islensku sjón- varpi. Pamela hefur lent í ýmsu í lífinu. Hún ólst upp í smábænum Comex í bresku Columbiu, 1.000 kílómetra fyrir norðan Kaliforníu. Faðir henn- ar rak lítið fyrirtæki og mamma hennar starfaði sem þjónn á veit- ingahúsi. Pamela lifði ósköp venju- legu lífi, var venjuleg útlits sem barn og unglingur og bar ekki með sér að verða sú kynbomba sem hún síðar varð. Vinir hennar segja þó að hún hafi alltaf stefnt að því að kom- ast burt úr bænum og verða eitt- hvað. Oft í Playboy Pamela sat fimm sinnum fyrir Playboy og lék í nokkrum minni háttar kvikmyndum áður en hún fékk hlutverk í Strandvörðum fyrir tveimur árum. Henni hefur gengið vel í sjónvarpsþáttunum ogátt með- al annars í ástar- ævintýri með dökkhærða súkku- laðisæta strand- verðinum David Charvet áður en hún giftist banda- ríska rokkaranum Tommy Lee í febr- úar. Pamela hefur margoft lýst því yfir að hún vilji ekki enda- laust leika „heimsku blondínuna" og vel getur verið að henni verði að ósk sinni. Spurningin er hvort Will Hasselhoff, framleiðandi þáttanna og að- alhetjan, býður henni launa- hækkun til að halda henni í Ást hjá strandvörðum. þáttunum eða hvort Pamela treystir því að myndin hennar slái í gegn og hellir sér út í alvöru- leiklistina af fullum krafti. Barb Wire verður frum- sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum um jólin og breskum hús- um eftir áramót en ekki fylgir sögunni hvenær myndin kemur hingað til lands. Vinir Pamelu segja að hún hafi verið ósköp venjulegur unglingur. Pamela Anderson í Strandvörðum. Chris O'Donnell: Mútað til að leika í mynd Leikarinn Chris O’Donnell, sem leikur í Batman Forever og margir muna eftir úr kvikmyndinni Scent of a Woman með A1 Pacino, er aðeins 25 ára gamall. Hann fæddist 26. júní 1970 í Winn- etka í Illinois í Bandaríkj- I unum og er | yngstur sjö systkina. Á uppvaxtarár- unum í Ulinois átti og rak afi Chris kvikmyndahús en svo undarlega sem það kann að hljóma hafði hann lítinn áhuga á kvikmynd- um. Sem ungling- ur lék hann þó í auglýsingu með körfuboltahetj- unni Michael Jor- dan en þrátt fyrir þetta varð mamma hans aö múta honum með glænýjum bíl til að leika í kvikmynd þegar hann var 19 ára gamall. Chris hefur verið dug- legur í skóla og hon- um tókst að klára gráðu í markaðs- fræðum meðan hann lék í mynd- inni Batman For- ever með því að setjast niður í hléum og grúfa sig yfir skóla- bækurnar. ggggrawr Chris O’Donn- ell er ákaflega kurteis ungur mað- ir ur, vill hafa allt full- a komið og hefur mikinn áhuga á sætum stelpum. Honum finnst mikil- vægt aö þær líti vel út, hafi athyglisverð- an persónuleika og ekki síst góðan hú- mor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.