Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 UV SR-mjöl byggir 1 Helguvik en taldi nýrri loðnuverksmiðju á Fáskrúðsfírði ofaukið: Avinningur ef keppi- nautar leggja upp laupa - segir rekstrarstjóri SR - stefnt að því að ljúka verksmiðjunni á einu ári Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: SR-mjöl hf. telur í skýrslu sem merkt er algjört trúnaðarmál að ný loðnuverksmiðja Fáskrúðsfiröinga muni leiða til þess að beint íjárhags- legt tap SR-mjöls verði á bilinu 28-33 milljónir króna árlega. í skýrslunni, sem Hlynur Jónsson Arndal, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs, ritar, er talið að hin nýja loðnuverksmiðja Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði muni almennt hafa mjög slæm áhrif á loðnuverk- smiðjumar um allt land og talið að jafnvel einhver hinna minni fyrir- tækja muni leggja upp laupana. Það vekur nokkra undrun í greininni að SR-mjöl hf. skuh nú hafa ákveðið að byggja nýja verksmiöju þrátt fyrir hina svörtu skýrslu. Of margar loðnuverksmiðjur „Við höfum talið að of margar loðnuverksmiðjur séu á Austfjörð- um. Þegar loðnan veiðist við Suð- vesturland að mestu leyti er mjög óheppilegt að hafa loðnuverksmiöjur mjög langt í burtu. Þegar loðnan veiðist við Reykjanes hefur flotinn ekki afkastagetu til að ná þeim kvóta sem hefur verið úthlutað. Þannig hafa skip sem eru hjá SR-mjöli ekki getað fullnýtt veiðiheimiidir sínar í loðnu á undanfómum árum, m.a. vegna þess að SR-mjöl hefur ekki haft verksmiðju á SV-landi,“ sagði Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls hf. Óbreyttar forsendur Hann segir aö skýrslan sé aðeins lausleg innanhússúttekt en í þessari ákvörðun SR-mjöls felist ekki aö menn telji forsendur vera breyttar svo sem með upprisu norsk-íslenska síldarstofnsins. „Það em ekki breyttar forsendur. Við erum raunverulega að tryggja stöðu okkar á SV-hominu og teljum að það muni verða byggð þama verksmiðja hvort sem við byggjum hana eða ekki. í þessum heimi, sem við búum viö, er út af fyrir sig ávinningur fyrir okkur ef einhveijir keppinautanna falla í val- inn,“ segir Þórður. Á hluthafafundi í vikunni var sam- þykkt að auka hlutafé félagsins um 162,5 milljónir sem em 25% hluta- fjár. Hluthafar munu hafa forgang á því á genginu 1,8 og er söluvirði hlutafjárins því tæpar 300 milljónir sem er rúmlega helmingur þess sem loðnuverksmiðjan mun kosta eða 600 milljónir. SR-mjöl mun strax hefjast handa viö að útvega ýmis gögn svo að bygg- ing geti hafist sem fyrst. Reiknað er með að ljúka byggingu verksmiðj- unnar á 12-14 mánuðum og er flatar- mál hennar um 3.500 fermetrar. Reiknað er með að afkastageta henn- ar verði um 700 tonn á sólarhring. Gert er ráð fyrir aö bygging verk- smiðjunnar verði að verulegu leyti boðin út. Þá verður leitað eftir vinnu- afli í næsta nágrenni til að halda kostnaði niðri. Sveitarstjórnarmenn ánægðir Mikil ánægja ríkir hjá sveitar- stjórnarmönnum á svæðinu eftir ákvörðun SR-mjöls. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað í Helguvík að undanfómu er að skila sér og verk- smiðjan mun veita nokkmm mönn- um atvinnu fyrir utan allt annað. Helguvíkurmjöl hf. ásamt SR-mjöli hf. byggði í vetur í Helguvík 100 millj- óna króna loðnuflokkunarstöð til að flokka loðnu til frystingar og hrogna- töku. Hluthafar í Helguvíkurmjöli eru stórir hluthafar í SR-mjöli. Ekki er gert ráð fyrir að breyting verði á þeim rekstri en SR-mjöl byggir loðnuverksmiðjuna eitt. Það er með loðnuverksmiðjur í Siglufirði, á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðar- firði. -rt Noregur: Útgerðar- menn mót- mæla Smugu- samningum Samtök útgeröarmanna í Noregi lýstu í gær yfir fullri andstöðu við samninga í Smugudeilunni á þeim grundvelh að íslendingar fái 15 til 20 þúsund tonna kvóta og verði heimil- að að taka hluta aflans í norskri lög- sögu' „Stjórn samtakanna er hneyksluð vegna upplýsinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum um innihald væntanlegra samninga um Smug- una. Stjómin skilur ekki hvernig hægt er að standa í samningum viö íslendinga án þess að áður sé gengið frá hverjir eiga að stýra nýtingu fiskistofnanna. Stjómin óttast að meðferð ríkis- stjómarinnar á máhnu muni grafa algerlega undan þeim árangri sem náðist í sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um veiðar á opnu hafi,“ segir í ályktun frá stjórn samtakanna. Stjórnin kvartar einnig í ályktun sinni undan því að hafa ekki veriö höfð með í ráðum og krefst þess að öh sph verði lögð á borðið. Þá er undrun lýst vegna þess að svo virðist sem sjávarútvegsráðuneytinu virðist hafa verið haldið utan við samninga- viðræðumar. -GK Flestir þekkja þessa íslendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa slegið í gegn á erlendri grundu. íslenski söngdúettinn The Boys, Rúnar og Arnar Halldórssynir, er nú á söngferðalagi um Norég til að kynna nýútkomna plötu sína. Á ferð sinni í Noregi rákust þeir á Björk sem einnig var önnúm kafin við tónleikahald i Skandinavíu. Þau gáfu sér þó tíma til aö brosa breitt framan í Ijósmyndara. Samningar um helmingi minni veiöi 1 Barentshafi á næsta ári: Hagkvæmara verður að ná þeim af la en nú er - segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofmmar „Við þurfum að hafa tvennt í huga í þessu sambandi. í fyrsta lagi verður hagkvæmara að ná aflanum eftir að samið hefur verið um kvóta í Bar- entshafinu. í öðm lagi mun í Kjölfar- iö á samningum við Norðmenn og Rússa aukast á ný viðskiptin viö Rússa með fisk úr þeirra fiskiskip- um. Þaö er því dáhtið vandmetið hver áhrifin af aflaskeröingunni verða ef samið verður um 15 þúsund tonna kvóta, eins og nú er rætt um. Ef aht er lagt saman tel ég að áhrifin þurfi nú ekki að vera mjög mikh og geti í sjálfu sér rúmast innan þeirra skekkjumarka sem em um aflaspár af þessu tagi,“ sagði Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í samtah við DV. Þjóðhagsspá fyrir næsta ár, sem fjárlögin em byggð á, gerir ráð fyrir því að aflinn í Smugunni verði um 30 þúsund lestir eins og útht er fyrir að hann verði í ár og hann varð í fyrra. Nú htur út fyrir að samið verði við Rússa og Norðmenn um 15 þús- und lesta kvóta. „Ég tel ekki ástæöu til að draga þá ályktun að allt fari úr skorðum varð- andi þjóðhagsspá og fjárlög þótt sam- ið verði um 15 þúsund lesta kvóta í Barentshafi á næsta ári,“ sagði Þórð- ur. Jón Kristjánsson, formaöur fjár- laganefndar Alþingis, sagði aö auð- vitað myndu tekjur minnka við það að semja um 15 þúsund lesta kvóta miðað viö hvað veitt hefur veriö í Smugimni. „Tekjuhhð fjárlaga er reiknuð upp á nýtt í desember eins og vanalega og þar verður þetta tekið með í reikn- inginn. Hins vegar er þáð svo að í þjóðhagsspánni er aflaspá varfærin og afh hefur alltaf reynst heldur meiri en þar hefur verið gert ráð fyr- ir. Þannig má reikna með einhverju I svigrúmi þar í en þetta hefur aö sjálf- sögðu áhrif th lækkunar á tekjum," sagði Jón Kristjánsson. i Nissan Almera er búin háþróuðu þjófavarnakerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.