Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995 L>V Olyginn sagði... Duvall og Brophy á meðan allt lék í lyndi. Bruce Willis og fjölskylda í síðbúnu sumarfríi: I faðmi fiölskyldunnar á Miðjarðarhafi Harðjaxlinn Bruce Willis og frú gáfu sér tíma á dögunum til að bregða sér í frí eftir annir við gerð kvikmyndanna Die Hard 3 og Nekt- ardansmærin. Leigðu þau sér 60 metra langa snekkju og sigldu um spegilslétt Miðjarðarhafið í ágúst og september og komu meðal annars við á Korsíku og Sardiníu. Með í för voru börnin Rumer, Scout og Tallulah. Fleiri en íbúar Korsíku og Sardin- íu urðu aðnjótandi nærveru fjöl- skyldunnar og eftir dvöl á einni af sólarströndum Italíu komst sá orðrómur á kreik að Bruce gamli væri ekki dauður úr öllum æðum og hefði komið Demi Moore af stað í fjórða sinn. Norsk Ukeblad, sem birtir þessa frásögn, finnst þó ólík- legt að svo sé því innan skamms mun Demi leika í nýrri útgáfu kvik- myndarinnar Allt um Evu og feta þannig í fótspor ekki ómerkari kvenna en Bette Davis og Marilyn Monroe. ... að áttunda hjónaband Elísa- betar Taylor stæði á brauðfót- um. Borið hefur á brestum í hjónabandi hennar og Larrys Forenskys allan síðastliðinn vetur og eftir síðustu mjaðma- aðgerð, sem gyðjan gekkst und- ir, hefur hún verið hin viðskota- versta. Ásakanir hafa gengið á víxl: Hún sakar hann um keðjureykingar en hann segir hana hrjóta svo mikið að sker í eyrum. Larry karlinn er fiuttur að heiman en framtíðin ein leiðir í Ijós hvort þau skilja að borði og sæng. . . . að Don Johnson væri að leita að nýrri konu eftir að Mel- anie Griffith hvarf úr faðmi hans yfir til Antonio Banderas. Ný- lega sást hann í París í fylgd franskrar fyrirsætu, Alexöndru Kabi, en með þeim í för var son- ur Dons og Patti nokkurrar d’Arbanville, Jesse. 52 wiðsljós____________________________________________ Duvall fleygði frúnni út eftir meint framhjáhald: Tangókennsla í láréttri stellingu? Tallulah, 2 ára, fannst þægilegast að vera hjá pabba á plast-krókódílnum. Er barn í vændum? Ef svo er þá á Demi More í vandræðum með að leika í endurgerð kvikmyndarinnar Allt um Evu. Rumer Glenn fannst öruggast að hjúfra sig upp að pabba gamla þegar í sjóinn var komið. BÉtt . . . að flottasta herramódelið í bransanum, Marcus Schenken- berg, hefði nýlega fyllt árin 27. Austrænt seiðandi útlit sitt sæk- ir hann tii ömmu sinnar sem er indónesísk. Hér sjáum við draumaprinsinn í fylgd tveggja föngulegra meyja. I Inn fyrir dyr þessa hús stígur Brophy ekki aftur ef Duvall fær að ráða. erjum Roberts Duvalls og þriðju eiginkonu hans, Sharon Brophy. Duvall hefur fleygt henni á dyr eft- ir að einkaspæjari, sem hann leigði, tók myndir af henni og sundlaugarverði þeirra hjóna í rómantískum faðmlögum. Brophy, sem er danskennari að mennt, fullyrðir að hún hafi ein- ungis verið að kenna sundlaugar- verðinum, Jeffrey Gable, tangó og þvertekur fyrir hórdóm. Duvall tók skýringar sinnar ektakvinnu ekki trúanlegar og gaf henni þrjátíu mínútur til að yfirgefa slotið þeirra sem stendur á 200 ekra landareign í Virginíu. Það er kaldhæðni örlaganna að tangóinn skyldi verða Brophy að falli en hún og Duvall kynntust einmitt fyrir 10 árum þegar áhugi Duvalls á tangó kviknaði. Síðan hefur hann farið margar ferðir til Argentínu til að kynna sér þennan rómanska dans. Brophy fór að heiman auralaus, skildi eftir allar flnu gjafirnar sem Duvall hafði gefið henni og kennir nú sveitadansa á knæpu í nágrenni heimilis þeirra. Útlit er fyrir löng og erfið skilnaðarréttarhöld hjá hjónunum ef ekki nást sættir. Sundlaugarvörðurinn sem kunni ekki fótum sínum forráð á dansgólf- inu. Sundlaugar koma víðar við sögu en í ísraelsferð Bjarkar Guðmunds- dóttur, ef marka má sögur af hjóna- Björk í sund ber- rössuð Björk Guðmundsdótt- ir var nýlega á hljóm- leikaferð í ísrael og vakti athygli fyrir fleira en sönginn. Hún gisti á hóteli ásamt móður sinni og syni, að sögn danska blaðsins Se og hor og kvöld eitt þegar hún ætlaði að stinga sér til sunds var hún stöðv- uð af þremur öryggis- vörðum. Viti menn! Hún gleymdi að fara i sund- fötin eða að minnsta kosti var hún ekki í spjör í sundlauginni. Eftir að öryggisverðirn- ir höfðu útskýrt fyrir henni að svona lagað gerðu menn ekki í ísra- el brá Björk sér í sund- fötin og synti í þeim líkt og í Vesturbæjarlaug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.