Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Qupperneq 21
ID"V LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1995
21
Mikil vinna hefur verið lögð í að fegra Kaupmannahöfn fyrir næsta ár. Hér er
verið að vinna að gagngerri endurnýjun á Ráðhústorginu í miðborginni.
DV-mynd GF
Kaupmannahöfn menningarborg Evrópu 1996:
f
r
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.-0 á laugardaginn.
Kaupmannahafnarbúar eru um
þessar mundir uppteknir við að
undirbúa stærstu lista- og menning-
arveislu sem haldin hefur verið í
borginni en á næsta ári mun Kaup-
mannahöfn bera titilinn „menning-
arborg Evrópu“. Þetta er í tólfta
skiptið sem borg í Evrópu fær að
bera þennan titil og hafa Kaup-
mannahafnarbúar lagt metnað sinn
í að gera þennan menningarviðburð
sem glæsilegastan og hefur ekkert
verið til sparað. Fjárhagsáætlunin
hijóðar upp á um milljarð danskra
króna eða rúmlega ellefu milljarða
íslenskra króna. Undirbúningur
hófst árið 1991 og i byrjun árs 1992
voru opnaðar skrifstofur á vegum
framkvæmdanefndar menningar-
borgarinnar til að sinna þessu ógn-
arstóra verkefni.
Picasso, Rembrandt
og Sinfóníuhljómsveit
íslands
Dagskráin sem boðið verður upp
á er næstum fullunnin og kénnir
þar ýmissa grasa. Tuttugu og tvær
sinfóníuhljómsveitir hvaðanæva úr
heiminum, þar á meðal Sinfóníu-
hljómsveit íslands, munu sækja
Kaupmannahöfn heim en þess má
geta að venjulega koma aðeins um
tvær erlendar sinfóníuhljómsveitir
til Kaupmannahafnar ár hvert. Við
höfnina mun rísa allsérstætt lista-
verk í formi 96 hvítra gáma. Lista-
menn frá 96 hafnarborgum víðs veg-
ar um heiminn fá hver sinn gám og
breyta honum í listaverk. Sýningar
á listaverkum eftir Picasso og
Rembrandt eru meðal ótalmargra
myndlistarsýninga á hátíðinni.
Svokölluð „græn menning" eða um-
hverfisvæn menning verður fyrir-
ferðarmikil allt næsta sumar. Þá
verður t.a.m. einn dagur í Kaup-
mannahöfn tileinkaður reiðhjólum
og allur akstur vélknúinna öku-
tækja bannaður. Sérstök dagskrá
verður fyrir börnin og önnur fyrir
unglingana. Söngur, leiklist, mynd-
list, tónlist, bók-
menntir, ballett,
dans, kvikmyndir: í
stuttu máli flest sem
heyrir undir menn-
ingu og listir, verður
á boðstólum í Kaup-
mannahöfn og ná-
grenni allt næsta ár.
Reiknað er með að
um sex hundruð sér-
stakir menningarvið-
burðir, stórir og smá-
ir, fái styrk frá fram-
kvæmdanefnd menn-
ingarborgarinnar. Allir ættu því að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Allt að sjötíu
listviðburðir á dag
Dag hvern árið 1996 mun fólk geta
valið á milli tuttugu tU sjötíu list-
viðburða sem verða víðs vegar um
Kaupmannahöfn og nærliggjandi
svæði. Árinu verður skipt I þrjú
tímabil. Á vortímabilinu verður
saga, list og menning á tuttugustu
öldinni í hávegum höfð. Auk þess
verður sérstakri athygli beint að
norrænni menningu. Sumarið ein-
kennist af nútímalist, grænni dag-
skrá og útiveru. Á hausttímabUinu
beinast augun að Evrópu framtíðar-
innar og tengslum listarinnar við
tæknina.
Eins og áður segir er þetta í tólfta
sinn sem menningarborg Evrópu er
valin. Aldrei hefur undirbúningur-
inn verið eins mikiU og jafn miklum
fjármunum varið í þessu skyni og í
þetta skiptið. Eftir örfáa mánuði
verður allt tilbúið, Kaupmannahöfn
mun skarta sínu fegursta og ein
stærsta list- og menningarveisla
heims á næsta ári mun verða mat-
reidd öllum þeim sem vilja bragða á
góðgætinu.
Guðbjartur Finnbjörnsson
Merki menningarborgarinnar Kaupmannahafnar.
"S»
I 1501)1 COCA-COLA
Tol’l* 4() ViK(jLe(ía
ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR f DV A HVERJUM LAUGARDEGI
OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ
KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS-
KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22.
Kynnir: Jon Axel Olafsson
(SLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM-
KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV (HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK-
IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM UTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI ( DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á
LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA ( TEXTAVARPIMTV SJÓNVARP
CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS ÍLOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF
INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARlSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.
ÁRINNAR. (SLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT í VALI „WORLD
Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER í TÓNLISTARBLAÐ-