Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1995, Side 19
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 19 Stefán Björnsson verkfræðingur, sem starfað hefur við forritaþróun í Banda- ríkjunum og Svíþjóð undanfarin 20 ár, var meðal þess fjölda gesta sem skoðuðu bás Pósts og síma á tæknisýningunni Telecom 95 í Genf. Sýning- unni iauk sl. miðvikudag. DV-mynd bjb íslenskur verkfræðingur frá Ericsson á Telecom 95 í Genf: Yrði gaman að prófa,að vinna áíslandi - segir Stefán Björnsson sem hefur starfað ytra í rúm 20 ár Þegar blaðamaður DV var stadd- ur á stærstu tæknisýningu heims á dögunum, Telecom 95 í Genf í Sviss, rakst hann fyrir einskæra tilviljun á Stefán Björnsson, verkfræðing og forritara hjá sænska símarisanum Ericsson. Stefán var þá að kynna sér bás Pósts og síma á sýningunni og gaf sig á tal við blaðamann þegar hann sá að hann var í vandræðum með ljósmyndavél sína. Svo vel vildi til að Stefán var með sömu vélarteg- und og gat leyst vanda blaðamanns. Það minnsta sem blaðamaður gat gert í þakkarskyni var að taka mynd af Stefáni og eiga við hann stutt spjall! Hann tók vel í það. Fyrirtæki Stefáns var að sjálf- sögðu með stóran bás á Telecom 95 og var hann í skoðunarferð um bása nágranna sinna þegár hann rakst á útsendara DV en Norðurlöndin voru með sameiginlegt sýningarsvæði. 20 íslendingar af 45 þúsund starfsmönnum Ericsson Stefán hefur verið búsettur í Sví- þjóð í rúm 20 ár og starfað lengst af við forritaþróun fyrir tölvur. Hann hefur siðustu tvö ár verið hjá Eric- son við forritaþróun á tölvuhugbún- aði fyrir síma- og fjarskiptatæki Er- icsson. Auk hans starfa hátt í 20 ís- lendingar hjá fyrirtækinu, þó eng- inn annar í þeirri deild sem hann vinnur í. Þetta er ekki hátt hlutfall af þeim um 45 þúsund starfsmönn- um sem eru hjá þessu risafyrirtæki á evrópskan mælikvarða. Stefáni fannst það fróðlegt og skemmtilegt að skoða bás Pósts og síma á sýningunni. Hann sá strax að símkerfið á íslandi og sú tækni sem notuð er við dreifmgu þess studdist mikið við tæki frá Erics- son. Það fannst honum ekki skrítið! Stefán fór utan skömmu eftir stúdentspróf og kláraði verkfræði- nám við háskólann í Stokkhólmi. Eftir það starfaði hann stuttan tíma í Bandaríkjunum en hefur verið í Svíþjóð síðan þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. „Það yrði nú gaman að prófa að vinna á íslandi nokkur ár. Ég er kominn á það skeið í lífmu,“ sagði Stefán þegar hann var spurður hvort hann ætti eftir að snúa heim. Tækni á undan sinni samtíð Um sýninguna Telecom 95 sagði Stefán að hún væri gríðarlega stór. Einkennandi væri að flestir væru að sýna tækni sem væri mörgum skrefum á undan þeirri sem notuð væri almennt í dag. „Það er spurning hvað líða mörg ár þar til fariö verður að nota þau tæki sem sýnd eru hérna í Genf. Það þarf mikla þjálfun til að koma þessu í notkun og á markað," sagði Stefán. -bjb FROSTVARNIR A VATNSINNTOK Því að taka óþarfa áhættu. Láttu leggja hitastreng á vatnsinntakið Hitastrengur - frábær reynsla Rafhitastrengimir frá Sigurplasti hafa verið notaðir á íslandi í yfir 20 ár. Árangurinn er mjög góður. Hætta á frostskemmdum er engin. Einungis þarf að tengja strenginn við 220 V straum og strengurinn hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. Komið í veg fyrir frostskemmdir með hitastrengnum frá Sigurplasti Rafhitastrengurinn kemur í tilbúnum settum og er hann sjálfhitastillandi. Útsölustaðir eru: Glóey, Ármúla 19 og Rafvörur, Ármúla 5, Reykjavík, Rafport, Kópavogi, Rafbúð Skúla, Hafnarfirði, Árvirkinn, Selfossi, Raflagna- deild KEA, Akureyri. O Dæmi um frágang á leiðslu til að koma í veg fyrir frostskemmdir. VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300 Panasonic SD200 Myndbandstæki ...og ekki spillir verðið stgr. Flest okkar viljum hafa myndbands- tækið þannig úr garði gert að það sé vandræðalaust í allri notkun og ekki þurfl sérfræðiaðstoð þegar eitthvað bjátar á. Panasonic SD200 myndbandstækið er einmitt þannig úr garði gert, frábær myndgæði, [Super Drive, At Crystal viewj allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling stöðva sjálfvirk ásamt langtíma upptöku- minni og þess háttar búnaði sem okkur þykir sjálfsagður nú til dags. JAPISð BRAUTARHOLT O G KRINGLUNN M 5 6 2 5 2 0 0 j I beinu sambandi í allan sólarhringinn l> Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í sima 99-56-70 og velur eftirfarandi: & ; til þess að svara auglýsingu 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans 8® (ath.l á eingóngu viö um atvinnuauglýsingar) ef þú ert auglýsandi og vilt ná í svör - eða tala inn á skilaboðahólfið þltt *i sýnishorn af svarl .. .. > til þess að fara til baka, áfram Œ3 eða hætta aðgerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.