Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Page 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 íslenskir knattspyrnumenn eru útsöluvara. Ódýrir leikmenn „Við höfum verið að selja landsliðsmenn fyrir minna verð en leikmenn hafa verið seldir á milli 4. deildar félaga á Norður- löndum." Gunnar Slgurðsson, í DV. Þorskur á uppleiö „Það er alveg jafn ijóst og tvisvar sinnum tveir eru fjórir að þorskstofiiinn er á mikilli uppleið." Grétar Kristjánsson skipstjórl, í DV. Ummæli Þurfti að róa mig niður „íslendingar eru svo helvíti duglegir. Ég þurfti að róa mig mikið niður til að geta unnið með Spánverjum." Baltasar Kormákur, í Morgunblaðinu. Munaði ekki nema hársbreidd „Og sannast sagna munaði ekki nema hársbreidd að þessi órói yrði til þess að ég gæfi kost á mér eitt árið enn.“ Guðmundur J. Guðmundsson, í DV. Dýrlingar eru margir í kaþólskri trú. Tvö þúsund helgir menn Á dýrlingaskrá rómversku kirkjunnar eru yfir tvö þúsund helgir menn og eru það ítalir, Frakkar og Bretar sem skipa höf- uðstólinn í þessum fjölda, en þess má geta að 60 þessara helgu manna heita Jóhannes. í hópi þessara helgu manna eru sjötíu og niu páfar. Stysti timi sem lið- ið hefur frá láti manns þar til hann var lýstur dýrlingur var 337 dagar. Þar átti í hlut Pétur frá Verona á Ítalíu, en hann lést Blessuð veröldin 6. júní 1252 og varð dýrlingur 9. mars 1253. Hins vegar mátti Leó 3. páfi lengst bíða þessarar upp- hefðar, en hann lést árið 816 og var tekinn á dýrlingaskrá 857 árum síðar, árið 1673. HAPPDRÆTTI BÓKATÍDINDA VINNINGSNÚMER DAGSINS ER: 76693 og 96984 Ef þú finnur þetta númer á baksíðu Bókatíðinda skaltu fara með hana í næstu bókabúð og sækja vinninginn: BÓKAÚTTEKT AD ANDVIRÐI 10.000 KR. Bókaútgefendur 'jtC—:* Snjókoma og él Veður á landinu ræðst af 1050 millíbara hæð yfir Grænlandi. í dag verður norðaustankaldi víðast hvar á landinu. Snjókoma verður við suð- ur- og suðvesturströndina, él við norðaustur- og austurströndina en Veðrið í dag annars þurrt og víða léttskýjað. Talsvert frost verður, eða á bilinu 1 til 15 stig, kaldast inn til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- gola, skýjað og dálítil snjókoma með köflum. Frost 3 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.30. Sólarupprás á morgun: 11.21. Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.05. Árdegisflóð á morgun: 3.38. Heimild: Almanak Háskólans. Veörid kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaó -9 Akurnes heiöskírt -9 Bergsstaöir léttskýjaó -10 Bolungarvík léttskýjað -6 Egilsstaöir léttskýjaó -11 Keflavíkurflugv. snjókoma -2 Kirkjubœjarkl. snjókoma -5 Raufarhöfn skúr -10 Reykjavík alskýjaó -4 Stórhöföi snjókoma -1 Bergen haglél -3 Helsinki heiöskírt -21 Kaupmannah. þokumóöa -1 Ósló léttskýjaö -8 Stokkhólmur þokumóöa -12 Þórshöfn snjókoma -4 Amsterdam súld 1 Barcelona alskýjaó 7 Chicago alskýjaö 1 Feneyjar þokumóóa 8 Frankfurt rigning 4 Glasgow skýjaó 4 Hamborg þokumóöa 1 London þokumóöa 5 Los Angeles skýjaö 14 Lúxemborg þoka 3 Madríd þokumóóa 1 Malaga súld 12 Mallorca léttskýjaó 5 New York alskýjaö 1 Nuuk léttskýjaö -2 Orlando skúr 21 París alskýjaö 4 Róm þoka 6 Orlando skúr 21 Paris alskýjaö 4 Róm þoka 6 Valencia léttskýjaö 8 Vín alskýjaö 4 Winnipeg alskýjaö -19 Eyjólfur Sigurðsson, alheimsforseti Kiwanis: Á ferð um heiminn allt næsta ár „Starf mitt felst fyrst og fremst i því að halda Kiwanismönnum við efnið, það er að segja að ferðast um heiminn og hitta fólk sem starfar í hreyfingunni. Þessa stundina er mikil vinna við verkefni í sam- starfi við bamahjálp Sameinuðu þjóðimar, en það er baráttan við joðskortinn, sem lýsir sér þannig að ef fólk fær ekki joð í fæðuna get- ur það orsakað alls konar kvilla og getur leitt af sér að börn fæðast vangefin. Er talið að um einn og milljarður manna sé í hættu vegna joðskorts. Fyrst og fremst eru þetta þjóðir sem búa í hálendi, til dæm- is Himalajafjöllum, en rigningam- Maður dagsins ar og flóðin skola burt þessu efni úr jarðveginum og emm við að safna 80 milljónum dollara til að leysa þetta vandamál," segir Ey- jólfur Sigurðsson sem í haust var kosinn alheimsforseti Kiwanis- hreyfingarinnar og hefur hann veriö á faraldsfæti síðan og aðeins verið fimm daga heima síðan í byrjun september. Eyjólfur sagði að aðalbækistöðv- Eyjólfur Sigurðsson. ar Kiwanis væm í Indinapolis í Bandaríkjunum: „Þar erum við með 150 manna starfslið og þangað kem ég alltaf af og til á milli ferða.“ Eyjólfur sagðist hafa bú- setu á íslandi þótt ekki væri hann mikið heima: „Ég fæ frí fram á anrian í jólum og það er lengsta stoppið hér heima frá því ég tók við starfinu. Kiwanis-hreyfingin er starfrækt í 48 löndum og það þarf að heimsækja þau, auk þess sem þaö þarf að fara til margra ríkja í Bandaríkjunum.“ Eyjólfur hafði verið í sfjórn al- heimshreyfingarinnar í sjö ár áður en hann tók við starfi forseta: „Ég vann fyrst kosningu sem aðalfé- hirðir samtakanna í Nice 1992 og ef maöur vinnur þær kosningar sigl- ir forsetastarfið yfirleitt í kjölfar- ið.“ Eyjólfur hefur verið í Kiwanis- hreyfingunni í bráðum þrjátíu og tvö ár og hefur verið yfir hreyfing- unni hér á landi, auk þess sem hann var Evrópuforseti hennar 1982-1983. Sagði hann að allar frí- stundir hans hefðu farið í starfið en í tvö ár hefur það verið aðal- starf hans: „Það liggur fyrir dag- skrá næsta árs og mun ég vera 310 daga á ferðalagi. Auk þess að hitta Kiwanisfélaga og huga að starfinu þá mun ég hitta þjóðhöfingja og skoða nýja heimshluta þar sem við erum ekki komnir inn enn þá. Má þar nefna Suður-Afríku og megin- land Kina.“ Eiginkona Eyjólfs er Sjöfn Ólafs- dóttir og ferðast hún mikið með Eyjólfi og sagði Eyjólfur það muna öÚu að hafa hana með. Þau eiga þijár dætur og eru barnabörnin orðin átta. Myndgátan Leggur fé í banka Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. DV Englar og erótík Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Einar Már Guðvarðarson, Elín Guðmunds- dóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Hjördís Frímann, Ingiríður Óð- insdóttir, Lárus Karl Ingason, Margrét Guðmundsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríöur Ágústsdótt- ir, Sigríður Erla og Susanne Christensen eiga verk á samsýn- Sýningar ingunni Englar og erótík sem stendur yfir í sýningarrýminu baka til í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg í Hafnarfirði. Þessi hópur rekur jafnframt List- hús 39. Á sýningunni eru mynd- verk unnin í margvísleg efni, meðal annars fjaðrir, gler, stein, brons, leir, olíu, pastel og hör. Skák Þröstur Þórhallsson hefur einn tekið forystuna á Guðmundar Arasonar mótinu í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði eftir sigur gegn Hollend- ingnum Riemersma í fimmtu umferð í gær. Þröstur hefur fullt hús vinninga en Riemersma og Blees koma næstir með fjóra. Þessi staða er úr skák Þrastar og Riemersma. Þröstur hafði svart og átti leik: 8 7 6 5 4 3 2 1 29. - g6! 30. Rf6+ Kg7 31. Dxh7+ Ef 31. Rxe8+ Hxe8 og næst fellur biskupinn. 31. - KxfB 32. g4 Ber vott um mikið hugmyndaflug en Þröstur er vandan- um vaxinn. 32. - Df4+ 33. Kbl gxf5! 34. g5+ Ke5! Hraustlega leikið en hvitur kemst ekki í návígi við kónginn. 35. Dh6 Í6 36. Dh7 Be4 37. H3d2.fxg5 og Þröstur vann létt. Jón L. Árnason Bridge Bandaríkjamaðurinn James Cay- ne sýndi mikla árvekni í þessu spili í leik liðs Bandaríkjamanna við Frakka í HM- keppninni um Bermúdaskálina i Kína í haust. Lokasamningurinn var fjórir spaðar í suður, eftir að austur hafði komið inn á sagnir á tveimur laufum. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: 4 Á1053 * 109 ♦ 4 4 ÁG10742 Norður Austur Suður Vestur Burger Chemla Cayne Perron 1» 2* 24 pass 3*» pass 3* pass 4* p/h Frakkinn Michel Perron spilaði út laufakóngi og síðan meira laufi á ás austurs. Paul Chemla skipti síðan yfir í einspilið sitt í tígli í þriðja slag. James Cayne var aldrei í vafa um hvernig hann ætti að spila spil- ið eftir þessa byrjun. Hann spilaöi spaða á drottninguna, Chemla gaf þann slag og þá kom spaði á sjöuna heima. Af hverju? - ástæöan var sú að austur spilaði ekki þriðja laufinu til baka sem hefði gefið upp stað- setninguna á spaðatíunni (sagnhafi trompar væntanlega með spaðaní- unni og þegar hún heldur slag, þá er ljóst hvernig fara skal í tromplit- inn). Málið var að þessi vöm hjá Frökkunum gaf ekkert síður tilefni til að upplýsa hvernig trompstaðan var, svo fremi sem sagnhafi er með árveknina í lagi. ísak Örn Sigurðsson * 02 V AKG5 ♦ D2 * D95 4 6 * D876 ♦ 1097653 4 K8 A £ I £# iái iii 4A 41 & W A m A .2 O A A w& jjm ABCDEFGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.