Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996
Fréttir
Björk Þórðardóttir segir sögu sina í fyrsta sinn eftir Súðavíkurslysið:
Vinnan er aðferð mín til
að komast yfir sorgina
- segir Björk en hún keypti og rekur blómabúð í Reykjavík
„Ég keypti mér blómabúð í sumar
og nota vinnuna við hana til að
komast yfir sorgina. Ég vissi að
rekstur búðarinnar útheimti mikla
vinnu og að ég gæti ekki leyft mér
að hringja bara á morgnana og segj-
ast vera veik. Vinnan er aðferð mín
til að komast yfir þetta,“ segir Björk
Þórðardóttir, en hún missti sambýl-
ismann sinn og dóttur í snjóflóðinu
mikla í Súðavík þann 16. janúar á
síðasta ári.
Björk hefur ekki áður sagt frá
reynslu sinni í fjölmiðlum. Hún
flutti frá Súðavík þegar eftir slysið
eins og allir aðrir sem misstu ást-
vini sína í flóðinu. Húnn segir að
rekstur blómabúðarinnar, Rauðu
rósarinnar á Laugavegi, gangi
þokkalega þrátt fyrir harða sam-
keppni.
„Það er ekki hægt að lýsa því
hvemig sorgin hefur verið þetta ár.
Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég
reyni að taka einn dag í einu. Þar
hjálpar vinnan mikið. Það verður
að fara á fætur á morgnana og afla
blóma og gera það sem gera þarf,“
segir Björk.
Hún fór að vinna á hjúkrunar-
heimilinu Eir skömmu eftir flóðið
og segir að sér hafi fundist gott að
geta hugsað um gamla fólkið þar í
stað þess að vera alltaf að hugsa um
sjálfa sig. Eldri dóttir Bjarkar flutti
og til hennar og hefur það verið
mikill styrkur.
Björk segist ekki vita hvernig
hún verji morgundeginum - 16. jan-
úar - þegar ár verður liðið frá snjó-
flóðinu. Hún reiknar þó með að
vera við minningarguðsþjónustuna
í Dómkirkjunni.
Björk Þórðardóttir, sem missti sambýlismann sinn og dóttur í snjóflóðunum, segist nota vinnuna til að komast yfir
sorgina. Hún flutti eftir slysið til Reykjavíkur þar sem hún keypti biómabúð við Laugaveg. DV-mynd JAK
„Ég kvíði þessum degi. Ég tek
venjulega bara einn dag í einu og
það verður að takast á við 16. janú-
ar eins og aðra daga. Flateyrarslys-
ið fór illa með mig eins og alla aðra
sem lentu i Súðavíkurflóðinu. Við
upplifðum allt aftur. Sem betur fer
var mikið að gera fyrir jólin og þess
vegna ekki timi til að velta sér upp
úr sorginni," segir Björk.
Björk er ofarlega í huga þakklæti
til allra sem hafa stutt hana og aðra
sem misstu allt sitt í Súðavík. Hún
segir að það hafi verið mikils virði '
að þurfa ekki að takast á við fjár-
hagsáhyggjur með sorginni.
„Það er samt líka í mér reiði
vegna þess hvernig staðið var að
málum eftir slysið og eins að vera
ekki vöruð við hættunni. Ég keypti
hús í Súðavík án þess að vera
nokkru sinni sagt að það væri á
hættusvæði. Ég var alveg granda-
laus. Ég verð því reiðari sem ég
kynni mér þessi mál betur,“ sagði
Björk. -GK
Áriö hefur veriö erfitt fyrir Hafstein Númason og Berglind Kristjánsdóttur:
Langaði mest til að gleyma jólunum
- segir Berglind, sem finnst eins og slysiö hafi orðið fyrir einni viku
,„Þetta hefur verið erfitt ár og
mikil barátta að takast á við sorg-
ina. Núna fyrir jólin langaði okkur
mest til að gleyma að halda upp á
þau, kaupa ekki jólatré og gera ekk-
ert. Það var hrikalegt að hugsa sér
að halda jólin án barnanna. En það
hjálpaði mikið að dætur Hafsteins
frá fyrra hjónabandi voru báðar hjá
okkur þannig að það urðu jól. Við
keyptum jólatré og skreyttum það,“
segir Berglind Kristjánsdóttir, en
hún og Hafsteinn Númason, maður
hennar, misstu þijú böm sín ung í
snjóflóðinu í Súðavík fyrir ári.
Þau Berglind og Hafsteinn segjast
eiga erfitt með að komast yfir sorg-
ina og það óréttlæti sem þau voru
beitt þegar öllum eigum þeirra var
rutt burt og þær eyðilagðar eftir
flóðið.
„Það er prinsipmál hjá okkur að
settar verði reglur eða lög um
hvemig á að fara með eigur fólks
eftir slíkar hamfarir. Ef hrepps-
nefndin hefði séð að sér og beðist
opinberlega afsökunar á að hafa
ratt eigum okkar i höfnina værum
við tilbúin til að gleyma. Við ætlum
okkur að fá það sannað að ekki
megi eyðileggja eigur fólks. Þetta er
ekki spuming um peninga heldur
virðingu við það fólk sem lét lífið í
slysinu,“ segir Hafsteinn.
Þau segja að erfitt verði að takast
á við lífið og sorgina fyrr en eftir-
mál snjóflóðsins era úr sögunni og
endanlega frá. Þau hafa lögfræðing
sem vinnur aö málinu með þeim en
seint gengur.
Enn eins og martröð
„Stundum finnst mér eins og það
sé bara liðin ein vika frá flóðinu.
Samt er líka eins og það hafi gerst í
öðrum heimi. Enn finnst mér þetta
stundum eins og martröð sem ég
muni vakna af og þá verði allt eins
og áður. Samt veit ég að það verður
aldrei,“ segir Berglind.
„Flateyrarslysið varð einnig til
þess að allt riíjaðist upp að nýju.
Það var erfitt að hlusta á fréttimar
og bíða eftir að allir fyndust," bætir
Hafsteinn við. Hann hefúr nú tekið
sér frí frá vinnu um tíma en ætlar
að byrja aftur eftir þann 16. janúar.
Hann á og rekur sendibíl.
„Það eina sem maður hefur að
halda í er trúin á að hitta þau aftur.
Við hugsuðum ekkert sérstaklega
um trúmál áður en það er óhjá-
kvæmilegt að gera það nú. Fyrst var
ég ekki sátt við að fá ekki að fara
með bömunum en nú finn ég að það
era margir aðrir sem maður hefur
að lifa fyrir. Okkar sorg er heldur
ekkert meiri en margra annarra
sem misst hafa ástvini í slysum,"
segir Berglind.
„Maður verður að vinna úr hverj-
um degi fyrir sig. Stundum þoli ég
ekki að vera einn en vil svo vera
einn þess á milli,“ segir Hafsteinn
og þeim ber saman um að hjálp
prestanna séra Karls Matthíassonar
og séra Jakobs Hjálmarssonar hafi
verið þeim mikils virði.
„Við eigum líka okkar góðu
stundir. Við ræðum þessi mál en
ekki öllum stundum. Það þýðir ekk-
ert. Oft ber flóðið ekki á góma svo
dögum skiptir enda er mikilvægt að
geta hugsað um önnur mál líka. Og
við vonum að næsta ár verði ekki
eins erfitt og það sem liðið er,“ seg-
ir Hafsteinn. -GK
Líður enn eftir hörmungar snjóflóðsins í Súðavík fyrir ári:
Er döpur og illa upplögð alla daga
- segir Wieslawa Lupinska, pólska konan sem lenti í snjóflóðinu
„Aðstæður mínar eru alls ekki
slæmar að öðru leyti en því að ég er
oft veik. Ég er enn eins og döpur,
kraftlaus og illa upplögö alla daga.
Ég var ekki svona áður. Þá gat ég
unnið og hafði ekki undan neinu að
kvarta,“ segir Wieslawa Lupinska,
pólska konan sem lenti með Tómasi
syni sínum í snjóflóðinu mikla i
Súðavik 16. janúar í fyrra.
„Tómas virðist spjara sig betur.
Hann er í skóla og gengur vel en ég
er ekki eins og ég á að mér að vera,“
segir Wieslawa. Tómas sonur henn-
ar lá grafinn í flóðinu í fullan sólar-
hring og mátti það teljast krafta-
verk að hann slapp lifandi frá hörm-
ungunum.
Þau mæðgin búa nú í Kópavogi
og hafa keypt sér íbúð. Hún vinnur
við bókband hjá Prentsmiðjunni
Odda og lætur vel af vinnunni þótt
þrálát veikindi hafi óneitanlega sett
strik í reikninginn.
„íslendingar hafa hjálpað mér
mikið og samstarfsfólk mitt er gott.
Ég hef þannig ekki undan neinu að
kvarta hvaö varðar ytri aðstæður.
Læknar segja að vandamál mín stafi
af stressi vegna afleiðinga slyssins,"
segir hún.
Pólland ekki á dagskrá
Wieslawa fór til Súðavíkur í júní
í sumar og hún heldur enn sam-
bandi við fólk þar. Hún hefur einnig
farið eina ferð til Póllands og segir
að móðir sín vilji að hún komi aftur
í heimsókn fljótlega. Móðirin býr
ein og vill halda nánu sambandi við
dóttur sína.
Wieslawa segir að ekki sé á dag-
skrá að flytja aftur til Póllands. Hún
ætlar sér að ílengjast á Islandi þrátt
fyrir það sem á undan er gengið en
í snjóflóðinu missti hún nánustu
vini sína hér og allar eigur.
„Ég verð að vinna mig út úr
vandamálum mínum. Það er ekkert
hægt að gera annað en að vinna í
þessu sjálf en það tekur tíma,“ sagði
Wieslawa. -GK
Sandkorn
Engin sýning
Valsmenn neit-
uðu því að
20-30 manna
hópur þolfimi-
iökenda fengi
að halda sýn-
ingu í leikhléi
á bikarleik KA
og Valsmanna
í handboltan-
um á miðviku-
dagskvöld. Rök
neitunarinnar
voru að þá kæmi inn í salinn fólk
sem ekki greiddi aðgangseyri og af
yrði tekjutap. KA-menn voru gap-
andi af undrun vegna þessarar af-
stöðu en hlógu reyndar að öllu sam-
an þegar um hægðist. Stór hluti þol-
fimifólksins hugðist ekki fylgjast
með leiknum, aðeins lífga upp á
stemninguna i leikhléinu. En hefði
allt þetta fólk annars ætlað að
greiða aðgangseyri en sloppið við
það vegna sýningarinnar hefði það
þýtt „tekjutap" fyrir Valsmenn upp
á 7-10 þúsund krónur. KA-menn
minntu á það í leiðinni að í úrslita-
leik félaganna í Islandsmótinu sl.
vor hefðu félögin tapað hundruöum
þúsunda króna vegna þess að Vals-
menn vildu ekki fara með leikinn
úr Valsheimilinu í íþróttahöllina i
Laugardal og ijölmargir fengu ekki
aðgöngumiða.
Togstreita
Sjónvarpið
gerði leiknum
á Akureyri
ágæt skil og
sýndi beint frá
hluta fyrri hálf-
leiks og öllum
síðari hálfleik.
Ekki mun hafa
gengið átaka-
laust fyrir
íþróttadeildina
að fá tíma í
dagskránni fyrir þessa útsendingu
enda einhverjir innan stofnunarinn-
ar sem hafa talið sig vera með betra
efni í höndunum til að sýna á sama
tíma. E.t.v. hefur eitthvert efni orð-
ið út undan þegar jóladagskrá Sjón-
varpsins var sett upp, efni sem ein-
hverjir sjónvarpsmanna hafa talið
að landsmenn mættu alls ekki
missa af. Landsmenn sjá þessa tog-
streitu innan Sjónvarpsins birtast á
fleiri vegu, m.a. með yfirlýsingu
fréttastjórans um að til greina komi
að hætta með fréttir kl. 23 og fækka
starfsmönnum fréttastofu ef Sjón-
varpið hyggst þjóna landsmönnum
þegar ólympíuleikamir fara fram í
sumar.
Söng hann
„Bláhimininn"?
Blaðið Feykir á
Sauðárkróki
segir frá því að
þinganaðurinn
Árni Johnsen
hafi „birst
óvænt“á þrett-
ándaskemmtun
Karlakórsins
Heimis í Skaga-
firöi á dögun-
um og skemmt
þar ásamt öðrum þingmanni,
Hjálmari Jónssyni. Sem kunnugt er
hefur Árni gert landsþekkt lagið
Undir bláhimni sem karlakórinn
söng reyndar inn á plötu á sínum
tíma. Þótt það hafi ekki fengist stað-
fest hvarflar aö manni sá grunur að
Árni Johnsen hafi ákveðið að mæta
á skemmtun kórsins og leyfa um
600 gestum á skemmtuninni aö
heyra (og sjá) hvemig flytja á þetta
vinsæla lag. Og hver veit nema
„kartöflulagið" hafi flotið með í
leiðinni.
Knattspyrna
á skautum
Aðstöðuleysi
knattspymu-
manna á Akur-
eyri til vetrar-
og voræfinga er
að verða lands-
þekkt, enda ár-
angur þeirra
undanfarin ár i
samræmi við
þaö. Nú hafa
reyndar verið
sett upp flóðljós á Sanavellinum
svokallaða niðri við höfn sem eitt-
hvað eiga að bæta ástandiö. Nói
Bjömsson, þjálfari Þórs, sagðist
fagna þessu, svo framarlega sem
svellið á veflinum gerði mönnum
ekki erfitt fyrir. En hvers vegna er
ekki bara æft á skautasvellinu í
Innbænum sem einnig er vel upp-
lýst?___________________
Umsjón: Gylfi Kristjánsson