Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Side 19
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 31 Meniúng Ingólfur Arnarsson. Hljóðlát verk. í samræmi við rými eða samkvæmt skoðanakönnun - sýningar Ingólfs Arnarssonar og Komars og Melamids Það viðhorf að listina sé ekki að hægt að líta á sem sér fyrirbæri, aðgreint frá umhverfi sínu, hefur notið aukins fylgis hin síðari ár. Innsetningar af ýmsu tagi eru orðnar algengar í sýningarsölum, sem og sýning- ar þar sem verkum er sérstaklega fyrir komið þannig að þau rími við rýmið. Ingólfur Arnarsson er einn þeirra listamanna sem hafa iðkað þá list á undanfömum árum að láta verk sín taka mið af viðkomandi sýningarsal. Þó má segja að Ingólf- ur fari mjög almenna leið að þessu marki því hann gerir ekki verk sér- staklega fyrir hvem sal heldur vinnur þau í algeng efni eins og steypu sem hann grunnar líkt og húsvegg. Þessi byggingartæknilega nálgun listamannsins við bygginguna utan um verk- in er engin tilviljun. Ingólfur Arnarsson er listamað- ur sem kappkostar að koma svo til móts við rýmið að verk hans verði nánast ósýnileg og verði vart aðskil- in frá því. Um helgina vora opnaðar tvær ólíkar sýn- ingar á verkum Ingólfs; að Ingólfsstræti 8 og að Kjar- valsstöðum. Það er fróðlegt að sjá hvernig rýmið virkar á mismunandi hátt með verkunum á þessum stöðum. Að ríma við rýmið Að Ingólfsstræti 8 hefur Ingólfur komið fyrir f]ór- um rétthymdum verkum úr grunnaðri steinsteypu sem hann hefur vatnslitað mjög naumlega þannig að einungis er slikja af lit á hluta flatarins. í salnum er skær birta af flúrljósum svo erfitt er að greina verk- in í fyrstu. Hér hefði verið vænlegra að deyfa birtuna. Hins vegar rammar salurinn verk Ingólfs vel inn og þau eru þama í góðum samhljómi við rýmið. Á Kjar- valsstöðum hefur Ingólfur fengið miðrýmið til afnota sem er vel því stóra salirnir henta greinilega ekki verkum á borð við þessi. Hins vegar er miðrýmið það opið að verkin missa talsvert vægi og hefði þurft að loka rýminu betur til að betra næði myndaðist og verkin fengju aukið svigrúm. Fimm steypuverk áþekk verkunum i Ingólfsstræti eru á langveggnum og beggja vegna á vegg við gluggana era tuttugu og fimm blýantsteikningar á pappír, fínt dregin net sem þarfnast nándar og miðla í senn virðingu listamanns- ins fyrir því smágerða og áhuga fyrir skynvillum augans. Hér hefði mátt byrgja gluggana til að draga úr mismunandi sterkum sólará- hrifum á glerjaðar teikningarnar. Hin hljóðlátu verk Ingólfs Am- arssonar era sannarlega ekki allra, enda leitast hann við að vera samkvæmur umhverf- inu en ekki fólki. Það gera hins vegar rússnesku listamennirnir Komar og Melamid sem sýna „eftir- sóttasta málverk íslensku þjóðarinnar" í fremur óþægilegri nálægð við verk Ingólfs á Kjarvalsstöðum. Meðaltalsmálverk Skoðanakönnun Hagvangs, sem málverkið byggist á, er hægt að nálgast í formi bæklings á Kjarvalsstöð- um og einnig á Mokka, þar sem „eftirsóttasta mál- verk bandarísku þjóðarinnar" er til sýnis. 1 könnun- inni kemur m.a. fram að afstaða íslendinga til mynd- listar virðist lítið frábrugðin þvi sem búast hefði mátt við um síðustu aldamót og er það vissulega umhugs- unarvert. Þeir Komar og Melamid fara hins vegar greinilega einhverja meðaltalsleið við gerð málverka sinna og þannig eru þessi eftirlætisverk íslendinga og Bandaríkjamanna mjög áþekk; sama mótífið, kyrrt stöðuvatn, óhrjálegt tré og hindir sem ganga á vatni. Það eina sem virðist ólíkt er fólkið. Athygli vekur jafhframt að „málverkið" ameríska á Mokka er í raun silkiþrykk og í þokkabót fremur óskýrt. Upp- setningin og framkvæmdin er hins vegar vel úr garði gerð á báðum stöðum og niðurstöður könnunarinnar fara ekki á milli mála. Myndlist Úlafur J. Engilbertsson Hátíðartónleikar Haldnir voru hátíðartónleikar í Hjallakirkju í Kópavogi sl. þriðjudagskvöld. Fjölmargir flytjendur komu fram á tónleikunum: Samkór Kópavogs undir stjóm Stefáns Guðmunds- sonar, organistinn Kjartan Siguijónsson, Hljómskála- kvintettinn, Skólakór Kársness undir stjóm Þórunn- ar Bjömsdóttur og einsöngvaramir Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Anita Nardeau, auk Marti- als Nardeau, sem að þessu sinni kom fram sem stjórnandi. Tónleikarnir hófust á því að Samkór Kópavogs söng Vora raust og tungu, Kyndilmessusálm úr Grallaranum í einfaldri, en þokka- legri útsetningu Glúms Gyífasonar, en síðan Ave Maríu og Cantate Domino eftir Hans Nyberg, sem eru fremur dauflegar, en þó ljúfar tónsmíðar, einkum Ave Marían. Hljómskálakvintettinn er málmblásarakvintett og flutti hann fyrst Canzona Bergamasca eftir Samuel Scheidt, en síðan Aríu úr óratoríunni Samson eftir Handel, ásamt þeirri ágætu söngkonu, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Skólakór Kársness flutti siðan sex valda kafla úr Ceremony of Carols eftir breska tónskáldið Benjamin Britten, í þýðingu Heimis Pálssonar. Hljómburður kirkjunnar er afleitur fyrir tónlistar- flutning og er erfitt að gera sér grein fyrir jafnvægi tóns í rými hennar. Kom það niður á flytjendunum sem engu að síður fluttu tónlistina yfirleitt á þokka- legasta hátt. Sérstaklega var arían fallega sungin hjá Sigrúnu og trompetsóló Ásgeirs Steingrims- sonar voru og fagurlega útfærð. Aðalverk tónleikanna var Messa fyrir barnakór, blandaðan kór, ein- söngvara og málmblásarakvintett eftir Martial Nardeáu, sem sjálfur stjómaði frum- flutningi verksins. Þetta er metnaðarfullt verk hjá Martial og vitnar oftsinnis um góða tónlistarhæfi- leika hans. Díatónískir skalar málmblásaranna í Credo-inu virka þó fremur einhæfir og bæði þar og víðar næst tæplega nægileg undirbygging tónvefsins svo hann virki fyllilega sannfærandi. Margt er þó fal- lega gert í þessu verki og er Martial óskað til ham- ingju með þessa frumraun sína í stærra formi. Tónlist Áskell Másson Viðskipta- og tölvuskólinn Nám sem skilar þér árangri - núna! Tölvunámskeið fyrir atvinnulífið Góð tölvukunnátta eykur afköst. Starfsmenn sinna sínu starfi en ekki tölvuvandamálum! Þeir geta sótt almenn námskeið eða pantað hóp- námskeið sem hægt er að laga að þörfum fyrirtækja. Tölvunámskeið fyrir heimilið Heimilistöivur eru orðnar ótrúlega öflugar og það er synd að nota þær aðeins fyrir leiki, þegar hægt er að nýta þær á svo margvíslegan hátt. VTN býður upp á kvöld- og helgarnámskeið þar sem farið er á hnitmiðaðan hátt í gegnum algengasta notendahugbúnað. VTN býður einnig upp á mjög gagnleg námskeið fyrir börn og unglinga. Rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er fyrir þá sem standa í rekstri eða þá sem hyggja á rekstur. Markviss kennsla í helstu þáttum sem snúa að daglegum rekstri smáfyrirtækja eða einyrkja. (160 kennslust. / 120 klst.) Virk markaðssetning Námskeið ætlað verslunareigendum, verslunarstjórum eða fólki með annan rekstur. Þátttakendum er kennt að tileinka sér vinnubrögð virkrar markaðssetningar og bæta þannig árangur sinn í viðskiptum. (108 kennslust. / 81 ldst.) Bókhaldsnám Hefur þú áhuga á vinnu við bókhald eða kemstu ekki hjá því að færa bókhald? Á þessu námskeiði eru kennd nauðsynleg atriði til að hand- færa og tölvufæra bókhald, vinna afstemmingar og setja upp einfaldan ársreikning fyrir minni fyrirtæki. (156 kennslust. /117 klst.) Tölvunotkun í fyrirtækjarekstri Hér færðu heildaryfirsýn yfir möguleika einmenningstölvunnar í fyrir- tækjum og alhliða þjálfun í notkun á algengasta búnaði. (414 kennslust. / 23 vikur) Almennt skrifstofunám Ertu á leið út á vinnumarkaðinn? Eða viltu breyta til? Hnitmiðað undirbúningsnám þar sem kennd eru þau atriði sem mestu máli skipta við almenn skrifstofustörf. Námið er opið öllum 18 ára og eldri. (486 kennslust. / 26 vikur) Námskeið VTN: Fjalla um aðalatriði “ kenna það sem skiptir máli Eru hagnýt - skila árangri Eru nátengd atvinnutifinu “ veita forskot á vinnumarkaði <o> NÝHERJI VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Stj órnunarfélag íslands Ánanaustum 15.101 Reykjavík. sími: 569 7640, símbréf: 552 8583. skoli@nyherji.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.