Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Fíkniefni í Firðinum:
Mikið magn í
umferð
- níu manns handteknir
„Þetta er bara vísbending um að
...—~,mikið magn flkniefna sé í umferð og
að aldur neytenda fari lækkandi,"
segir Gissur Guðmundsson, rann-
sóknarlögreglumaður í Hafnarfirði.
Lögreglan þar í bæ handtók alls níu
menn um helgina vegna fíkniefna-
mála. Fyrst var gerð leit í húsi við
Hverfísgötu á föstudag og hald lagt
á 50 lítra suðutæki og hasspípu.
Ábending hafði borist um veru mjög
ungra krakka í húsinu og gekkst
húsráðandi við því að eiga hlutina.
Lögreglan fór síðan í hús við
Tjarnarbraut í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld og þar voru fjórir menn hand-
teknir og hald lagt á 11-12 grömm af
hassi, marijúana og afetamín, nokk-
urt magn af sveppum og töluvert af
s,—„áhöldum til flkniefnaneyslu.
Að síðustu voru svo fjórir menn
handteknir í gærmorgun. Bifreið
þeirra var stöðvuð og í ljós kom að
þeir voru með landa, amfetamín og
hasspípu í bílnum. Allir mennirnir
níu voru látnir lausir eftir skýrslu-
töku._________'________-sv
Bolungarvík:
Þrír í gæslu-
varðhaldi
Þremur mönnum verður haldið í
gæsluvarðhaldi að minnsta kosti
fram tU þriðjudags á meðan lögregl-
an í Bolungarvík og á ísafirði rann-
sakar innbrot í Shell-skálann í Bol-
ungarvík. Innbrotið var framið að-
faranótt fostudags og þaðan m.a.
stolið hundruðum þúsunda króna.
Fjórir menn voru teknir í framhaldi
af því grunaðir um innbrotið og
hugsanlega jafnvel að hafa eitthvað
meira á samviskunni. Fallið var frá
kröfu um gæsluvarðhald á hendur
einum mannanna en hinir þrír sitja
inni. -sv
Látinna Súðvík-
~ - inga minnst
Súðvíkingar munu á morgun
minnast þess að ár er liðið frá snjó-
flóðinu þar. Safnast verður saman
við kaupfélagið klukkan 17 og farin
blysför að flóðasvæðinu og friðar-
kerti lögð við húsgrunna þeirra
húsa sem lentu í flóðinu. Þá verður
haldið upp í brekkuna fyrir ofan
flóðasvæðið og ljós tendruð á 14
kertum í minningu þeirra sem lét-
ust og Magnús Erlingsson sóknar-
prestur verður með bænastund.
Klukkan 21 verður helgistund í
kirkjunni.
Sama dag verður einnig helgi-
stund af sama tilefni í Dómkirkj-
*rJnni í Reykjavík klukkan 20.30.
-ÞK
Átök í uppsiglingu um starfsfólk Neyðarlínunnar:
Dagsbrún með málið fyr-
ir dómstóla ef með þarf
- semjum fyrir skrifstofufólk, segir formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
Átök eru í uppsiglingu mdli
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
og Verslunarmannafélags Reykja-
víkur um það í hvoru félaginu
starfsmenn Neyðarlínunnar 112
eiga að vera.
„Að Verslunarmcmnafélagið
skuli vera búið að taka starfsfólk
Neyðarlínunnar í VR og semja um
kjör þess er hreint út sagt yfir-
gengilegt. Dagsbrún hefur gert
kjarasamninga við Securitas síðan
það fyrirtæki varð til en svo kem-
ur VR og tekur yfir starfsmenn
Neyðarlínunnar. Við skrifuðum
Neyðarlínunni bréf og bentum á
að þarna væri um okkar samn-
ingsrétt að ræða. Við fengum svo
svar þar sém sagði að þetta væru
störf sem tilheyrðu VR og að búið
væri að semja við VR. En þetta
mál er sko ekki búið af okkar
hálfu. Þó við þurfum að stefna
Verslunarmannafélaginu þá ger-
um við það,“ sagði HaUdór Björns-
son, varaformaður Dagsbrúnar í
samtali við DV.
„Það er ekki hægt að bera sam-
an störf hjá Securitas og Neyðar-
línunni. Störfin á Neyðarlínunni
eru bara skrifstofuvinna. Og skrif-
stofufólk á Reykjavíkursvæðinu
tilheyrir VR. Þama er um að ræða
fólk sem vinnur við síma og tölv-
ur. Ég vil benda á að hjá Vara er
þetta tvískipt. Þeir sem vinna við
síma og tölvur eru í VR en þeir
sem fara út í öryggisgæsluna eru í
Dagsbrún. Hjá Securitas hafa
menn blandað saman störfum og
allir verið í öllu og þeir eru í Dags-
brún þótt deila hafi mátt um í
hvoru félaginu þeir eigi að vera,“
sagði Magnús L. Sveinsson, for-
maður VR.
Hann sagði að Vinnuveitenda-
samband íslands hefði haft frum-
kvæði að því að kalla eftir viðræð-
um við VR um gerð kjarasamn-
inga.
„Við áttum ekkert frumkvæði
þar um. Við lyftum ekki upp litla
fingri í þessu máli. En við töldum
okkur skylt að ganga til samninga.
Skárra væri það að neita að taka
við skrifstofufólki í VR. Það er
hlutverk VR en ekki Dagsbrúnar
að sjá um samninga skrifstofu-
fólks,“ sagði Magnús L. Sveinsson.
-S.dór
„Það fylgir þessu tvöföld ánægja en líka tvöfalt erfiði," sagði Sigríður Kjart-
ansdóttir, tvíburamamma á Kópaskeri, sem var úti að ganga í góða veðrinu
ásamt dætrunum Auði og Guðrúnu sem eru tveggja ára.
DV-mynd gk
Bergmálsmælingar á
Fimmtán
tonn af
Vestfjarðamiðum:
þúsund
þorski
- segir Sigfús Schopka fiskifræðingur
„Við fórum á Bjama Sæmunds-
syni í leiðangur fyrir viku norður
fyrir Horn, i Þverál. Þorskurinn
stóð þétt sunnan við Hala og áætluð-
um við að um væri að ræða um 15
þúsund tonn. Þetta er í fyrsta sinn
sem við notum bergmálsmælingar
og til að þær virki þarf fiskurinn að
vera þétt,“ sagði Sigfús Schopka
fiskifræðingur í samtali við DV í
gær.
Mjög góð veiði hefur verið á
þessu svæði undanfarið og sagði
Sigfús að ástæðan væri hversu þétt
fiskurinn væri. Þetta væri 4-6 ára
þorskur en minna af 5 ára fiski þar
sem sá árgangur væri lakur.
„Það er mjög ánægjulegt að fiski-
fræðingarnir skyldu koma á svæðið
og sjá að sjómenn hafa rétt fyrir sér.
Það er líka merkilegt að fiskifræð-
ingarnir náðu að fá út þessi gildi
með bergmálsmælingum. Það eru
þrír mánuðir síðan tilkynnt var um
þessa fiskgengd þarna. Á því tíma-
bili er trúlega búið að veiða 5-10
þúsund tonn, fiskurinn er orðinn
kynþroska og þá fer hann af svæð-
inu,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson,
forseti Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands, sem var með í
leiðangrinum.
„Rannsóknarmenn þurfa að vera
fljótari að koma þegar þeim er bent
á hvar fiskur er. Þeir þurfa að
breyta vinnubrögðunum." -ÞK
Ellert B. Schram:
Alvarlega að
íhuga framboð
„Eg get staðfest að ég er alvarlega
að íhuga framboð. Það er hins veg-
ar í mörg horn að líta áður en svo
stór ákvörðun er tekin. Kosninga-
barátta hefur áhrif á fjárhag, fjöl-
skyldu og vinnu. Það eru sex mán-
uðir til kosninga og því nægur tími
til stefnu," sagði Ellert B. Schram,
forseti ÍSÍ, við DV, aðspurður hvort
hann hygðist gefa kost á sér í emb-
ætti forseta íslands.
-bjb
ÞETTA ER HÁLF NEYÐAR-
LEG BARÁTTA!
Veðriö á morgun:
Hvasst og
rigning
í dag verður allhvöss sunn-
an- og suðaustanátt með rign-
ingu um sunnanvert landið og
á Austurlandi en úrkomulítið
norðanlands, hiti 5 til 6 stig.
Þegar líður á daginn snýst í
suðvestanátt með slydduéljum
um vestanvert landið og kólnar
dálítið.
Veðrið á morgun
er á bls. 44
ggs^
gfcjg
brothec
tölvu
límmiða
prentari
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443
.i
y
k
lll'Vi
■ * .
LfTTO
alltaf á
Miðvikudögnm