Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 23 íþróttir Iþróttir DV Besti árangur Kristins í svigi Kristinn Björnsson, skíðamaður úr Leiftri á Ólafsfirði, náði sínum besta árangri í svigi á FlS-móti sem haldið var í St. Michael í Austurríki um helgina. Kristinn fékk 17,06 punkta fyrir sigurinn. Alþjóða skíðasambandið er nýlega búið að núllstilla heimslistann þannig að allir keppendur hækka í punktum sem því nemur. Breytingin jafngild- ir því að Kristinn hafi fengið 13,39 punkta fyrir núllstillingu listans. Margir þekktir skíðamenn tóku þátt í mótinu og má þar nefna Jap- anann Hideaki Ito en hann lenti í fimmta sæti. Ito á sæti í-heimsbik- arliði Japans. Haukur Arnórsson, Ármanni, tók þátt í sama móti og varð í 15. sæti og fékk 38,88 punkta. Arnór Gunnarsson, Skíðafélagi ísa- fjarðar, keyrði út úr brautinni og féll þar með úr keppni. Eftir núllstillingu er punktastaða íslensku skíðamannana þannig að Kristinn Björnsson er efstur með 11,42 puhkta. Arnór Gunnarsson kemur næstur með 58,94 punkta, Haukur Arnórson 73,99 punkta og Brynja Þorsteínsdóttir 133,80 punkta. -JKS David Ginola með mikla heimþrá Frakkinn David Ginola, sem leik- ur með Newcastle í ensku knatt- spyrnunni, er þjakaður af mikilli heimþrá og ef marka má orð kappans þá verður hann ekki mikið lengur en til loka keppnistímabils- ins hjá Newcastle. Ginola segist sakna Frakklands. Hann segist vera einmana tímunum saman en aldrei líði honum þó jafnilla en í þær fjörutíu mínútur sem það tekur hann að aka á æfing- ar. Þá leiti hugurinn til Frakklands og til vinanna þar. Ginola segist oft hringja úr bílasíma sínum til Frakklands til að drepa tímann og tali þá oft lengi í símann. Ginola virðist ekki vera nema i meðallagi ánægður með veru sína í Englandi. „Ég veit að á mig er litið sem útlending og ég er stöðugt minntur á það að ég er ekki Eng- lendingur. Þetta getur oft verið mjög erfitt. Þegar ég var hjá Paris SG sá ég hve erlendum leikmönn- um leið oft illa og í hve miklum erf- iðleikum þeir áttu meö aö aðlagast nýjum aðstæðum,” segir Ginola. -SK Frjálsar íþróttir: Vala setti nýtt Norður- landamet Vala Flosadóttir, sem búsett er í Svíþjóð, setti um síðustu helgi nýtt Norðurlandamet í stangarstökki innanhúss. Vala stökk 3,82 metra en eldra metið var 3,76 metrar. Metið setti Vala á fyrsta innanhússmótinu á keppnistímabilinu og lofar árangur hennar mjög góðu hvað framhaldið varðar. Næsta verkefni Völu er Evrópu- meistaramótið innahúss sem fram fer í Stokkhólmi dagana 8.-10. mars. Vala hefur stöðugt verið að bæta ár- angur sinn en hún á einnig Norður- landametið utanhúss en það er 3,81 metrar. Stökk Völu um síðustu helgi var því hennar besti árangur til þessa og verður fróðlegt að fylgj- ast með henni í framtíðinni. -SK Mannheim leigir Bjarka á 1,4 milljónir króna - skrifaði undir samninginn í gær Þýska knattspyrnufélagið Wald- hof Mannheim greiðir hollenska fé- laginu Feyenoord 1,4 milljónir króna í leigu fyrir Bjarka Gunn- laugsson út þetta keppriistímabil. Þetta kom fram í frétt hjá þýsku sjónvarpsstöðinni SAT 1 í gær. Bjarki gekkst i gær undir læknis- skoðum hjá Mannheim, og stóðst hana, og var gengið frá leigusamn- ingnum í kjölfarið. „Bjarka líst vel á allar aðstæður hjá félaginu. Hann kemur heim í dag og fer aftur út á fimmtudag, og maður vonar bara að hann spjari sig, því það eru miklar kröfur gerð- ar til hans,“ sagði Gunnlaugur Sölvason, faðir Bjarka, í samtali við DV í gærkveldi. -VS/DÓ Kærumál eftir íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Lék með tveimur liðum - skráður í það þriðja . - Leiknismenn kæra - fellur Höttur í 3. deild í stað þess að vinna sér 1. deildar sæti? Leiknismenn úr Reykjavík hafa ákveðið að kæra liö Hattar frá Egils- stöðum fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann í íslandsmótinu í innanhús- sknattspyrnu um síðustu helgi. Kær- an verður lögð inn til KSÍ i dag, að sögn Þórhalls Kristvinssonar, for- manns knattspyrnudeildar Leiknis. Leiknir og Höttur börðust um sæti í 1. deildinni, Höttur hafði betur og átti samkvæmt því að leika í 1. deild á næsta ári. Verði Leikni dæmdur sigur í leik liðanna, fer Breiðholtslið- ið upp í staðinn. „Við tókum eftir því að einn af leik- mönnum Hattar, Kári Jónsson, hafði spilað með Neista frá Djúpavogi í 4. deild mótsins á föstudagskvöldið. Þeg- ar við könnuðum málið hjá KSÍ í dag, kom í ljós að Kári var hvorki skráður í Neista né Hött, heldur í skoskt félag, þannig að það virðist borðleggjandi að hann hafi verið ólöglegur með Hetti í mótinu," sagði Þórhallur. Kári dvaldi hjá skosku félagi fyrr í vetur og hafði félagaskipti þangað, en að sögn Þórhalls hafði engin tilkynn- ing borist KSÍ um skipti frá skoska fé- laginu yfir i Hött á ný. Telja má víst að hin liðin í riðlin- um, Huginn og HK, fylgi í kjölfarið og kæri Hött. Huginn myndi sleppa við fall 3. deild ef Kári væri dæmdur ólög- legur, og þá yrði HK líka að kæra til að halda sæti sínu í 2. deildinni. Þar með myndi Höttur falla í 3. deild, í stað þess að komast í 1. deildina í fyrsta skipti. -VS Michael Jordan skoraði 46 stig fyrir Chicago í nótt. “ NBA Jordan Michael Jordan fór á kostum meö Chicago í Washington í nótt í bandaríska körfuknattleiknum. Jor- dan skoraði 46 stig í leiknum, þarf 19 stig í fjórða leikhluta. Chicago var lengi vel í vandræðum með Washington en stórleikur Jordans kom sigrinum í örugga höfn. Scottie Pippen skoraði 27 stig fyrir Chicago. Bent Price skoraði 30 stig fyrir Washington, hans mesta á ferl- inum, og Rúmeninn Gheorghe Muresan skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. í Houston lögðu heimamenn í Rockets lið Utah Jazz í jöfnum og skemmtilegum leik. Þar voru Hake- em Olajuwon og Mario Elie allt í öllu hjá Rockets. Olajuwon skoraði 28 stig og Elie 20 stig. Olajuwon lenti snemma í villuvandræðum, lék lítið í öðrum leikhluta en í síð- asta leikhluta lék hann frábærlega. Karl Malone skoraði 23 stig fyrir Utah. Dallas lék stórvel gegn hinu sterka liði Orlando. Jim Jackson og George McCloud fóru fyrir í liði Dallas, Jackson með sín 29 stig og McCloud 27. Shaquille O’Neal skor- aði 33 stig fyrir Orlando og tók átta fráköst og Penny Hardaway 21 stig. Shaq sagði eftir leikinn ekki vera búinn að ná sér af meiðslunum og Vin Baker skoraði 30 stig fyrir Mil- waukee gegn New York. nótt: í stuði hann gæti lítið einbeitt sér á æfing- um. Minnesota vann kærkominn sig- ur á heimavelli eftir afleitt gengi þar. Isaiah Rider skoraði 29 stig fyr- ir Minnesota og Darrick Martin 20. Brian Grant var stigahæstur hjá Sacramento með 25 stig. Seattle hef- ur unnið 10 af siðustu 12 leikjum sínum. Gary Payton skoraði 23 stig fyrir Seattle í Golden State í nótt en hjá heimamönnum skoraði Latrell Sprewell flest stig, alls 26. New York tapaði óvænt á heima- velli fyrir Milwaukee. Vin Baker skoraði 30 stig hjá Bucks og tók 13 fráköst. Þetta var sjötti ósigur Knicks í níu síðustu leikjum. Lakers vann sinn þriðja sigur í röð, lagði í nótt Miami í Forum. Eddie Jones skoraði 20 stig og Vla- de Divac 19 stig. Alonzo Mourning skoraði 28 stig fyrir Miami. Úrslit leikja í nótt: Atlanta-Detroit 96-88 New York-Milwaukee 92-98 Washington-Chicago 109-116 Houston-Utah Jazz 107-99 Dallas-Orlando 119-104 Minnesota-Sacramento 103-94 Golden State-Seattle 95-104 LA Lakers-Miami Heat 96-88 New Jersey-Toronto 108-83 -JKS Þýska handknattleiksliðið Lemgo, sem er íslend- ingum að góðu kunnugt, hefur áhuga á að fá Viggó Sigurðsson sem þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Þetta kemur fram í nýjasta hefti þýska handboltatímaritsins Handball Woche en Ungverjinn Lajos Mazerik, sem stýrt hefur Lemgo undanfarin 7 ár, hefur ákveðið að hætta eft- ir þetta keppnistímabil. í Handball Woche segir að Viggó hafi átt fund með forráðamönnum Lemgo í Þýskalandi fyrir skömmu til að ræða þessi mál en Viggó er einn þriggja þjálfara sem þýska félagið hefur rætt við varðandi þjálfarastöðuna. Með liði Lemgo leikur einn besti handboltamaður heims, svissneska stór- skyttan Marc Baumgartner, og á dögunum fram- lengdi hannn samning sinn við félagið til tveggja ára. Lemgo er ekki alveg ókunngt því að hafa ís- lending innan sinna raða en Sigurður Sveinsson lék með liðinu í nokkur ár við mjög góðan orðstír. Bad Schwartau vildi fá Viggó fyrr í vetur Samkvæmt heimildum DV þá höfðu forráðamenn Bad Schwartau samband við Viggó fyrr í vetur og vildu fá hann til að taka við liðinu en Viggó vildi ekki slíta samningi sínum við Stjörnuna þrátt fyrir að þýska félagið væri tilbúið að greiða upp samn- inginn. Viggó gerði tveggja ára samning við Stjörn- una og klárar hann þegar keppnistímabilinu lýkur Kristján hættir hjá Dormagen - hættir í vor en framhaldið er óljóst Á blaðamannafundi fyrir helgina gaf Krist- ján Arason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Bayer Dormagen, út þá yfirlýsingu að hann myndi láta af störfum hjá félaginu eftir keppnistíma- bilið i vor. Kristján lýkur í vor því tveggja ára samningi við Dor- magen en margar ástæðúr liggja að baki ákvörðun Kristjáns en félagið vildi halda honum áfram. „Þeir hjá Dormagen eru að draga saman seglin og enn frem- ur er ljóst að félagið mun missa leikmenn. Einnig verður dregið launum, bæði hjá þjálfara og leikmönnum. Það eru nefnilega að koma í ljós gamlar syndir. Þeir buðu mér að vera áfram en ég gaf yfirlýsingu á blaðamanna- fundi hér fyrir helgina að ég yrði ekki áfram. Ég veit ekki hvert framhaldið verður hjá mér en ætla að athuga málin vel á næstu mánuðum. Það er jafnvel inni í mynd- inni að koma heim en tíminn verður að leiða það í ljós. Ef til þess kæmi útiloka ég ekki þjálfun,“ sagði Kristján Arason í samtali við DV í gær. Kristján sagði að nokkur lið í Þýskalandi hefðu verið í sambandi við sig um þjálfun en þau mál væru skammt á veg komin. „Það er aldrei vita hvað gerist ef eitthvað spennandi boð kæmi upp á borðið, sagði Kristján. Dormagen er í 12. sæti af 16 liðum í úrvals- deildinni. Liðið byrjaði illa á tímabUinu en hefur smám saman verið að rétta úr kútnum. Átta leikmenn voru í upphafi með lausa samninga og sömuleiðis voru önnur innan- búðar vandamál til staðar. Þetta ástand kom að sjálfsögðu niður á liðinu. -JKS Golf: Liselotte vann stórmótið Sænska stúlkan Liselotte Neu- man sigraði á stórmóti atvinnu- kvenna í golfi sem lauk í Flórída í fyrradag. Liselotte lék frábært golf og hafði mikla yfirburði gegn and- stæðingum sínum. Hún lauk keppni með 11 högga forskoti og lék hringina þrjá á 275 höggum eða 11 höggum undir pari. Karrie Webb varö í ööru sæti á 286 höggum og Laura Davis og Missie McGeorge urðu í þriðja sæti á 287 höggum. Fæðingin hefur forgang Breski kylfingurinn Colin Montgomerie verður frá keppni fyrstu sjö vikur keppnistímabils- ins hjá atvinnumönnum Evrópu í golfi. Eiginkona Montgomeries á von á sér í næstu viku og kylfmgurinn snjalli tekur fæð- ingu barnsins fram yfir næstu golfmót atvinnumanna á Evr- óputúmum. Montgomerie hefúr verið besti kylfingur Evrópu síðustu þrjú keppnistímabil. Ruðningur: Indianapolis og Dallas leika til úrslita Það verða Indianapolis og Dallas Cowboys sem leika Super- bowl úrslitaleikinn í ameríska ruðningnum þann 28. janúar nk.' í undanúrslitunum, sem ffarn fóru í fyrrinótt, vann Indianapol- is sigur á Pittsburgh, 20-16, og Dallas lagði Green Bay, 38-27. Lið Dallas leikur til úrslita í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum og þykir líklegt til að vinna titilinn. Knattspyrna: Liverpool og Everton í heiðursflokk Þann 1. febrúar munu stjórn- endur Liverpoolborgar heiðra knattspyrnulið borgarinnar sér- staklega. Everton og Liverpool náðu bæði góöum árangri á síðasta leiktímabili. Everton varð bikar- meistari og Liverpool deildarbik- armeistari. Nú fá félögin bæði sérstök heiðursverðlaun en um er að ræða helstu heiðursverð- laun sem veitt eru í bítlaborg- inni og jafnan er úthlutað til ein- staklinga. Egyptar og Sierra Leone sigruðu Tveir leikir fóru fram í Afr- íkukeppni landsliða í knatt- spyrnu í gær, en hún hófst í Suð- ur-Afríku um helgina. Egyptar unnu Angóla, 2-1, og Sierra Leo- ne sigraði Burkina Faso. Leikbönn í Evrópukeppni Allmargir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í leikbönn í Evrópumótum félagsliða í knatt- spymu. í þeim hópi vorú þrír Bretar, Paul Gascoigne hjá Rangers og Blackburn-mennirn- ir Colin Hendry og Paul War- hurst. Allir fengu þeir tveggja leikja bann. Enska knattspyrnan: Jess og Boban Eins og DV hefur greint frá þá hefur Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mikinn áhuga á að fá Króatann Znonam- ir Boban til liðs við sig. United þarf að greiða 250 milljónir fyrir kappann en hann hefur ekki ver- ið í náðinni hjá Fabio Capello, þjálfara AC Milan. Þá herma heimildir frá Old Trafford að Ferguson vilji einnig kaupa Ioan Jess frá Aberdeen. Bould frá í 5 vikur Arsenal varð fyrir miklu áfalli um helgina en þá kom í ljós að Steve Bould, várnarmaðurinn sterki, leikur ekki með liðinu næstu 5 vikurnar vegna meiðsla. Fær Hughes 6 leiki? Líkur eru á að Mark Hughes, sóknarmaður Chelsea, verði úr- skurðaður í sex leikja bann af aganefnd enska knattspyrnu- sambandins. Hughes var rekinn af leikvelli fyrir að stíga ofan á David Unsworth í leiknum gegn Everton um helgina og er þetta i annað sinn á tímabilinu sem Hughes er rekinn af leikvelli. Blackburn leitar Ensku meistaramir í Black- bum Rovers eru enn að leita að leikmönnum til aö styrkja lið sitt. Nú hefur liðið augastað á Justin Edinburgh, varnarmanni Tottenham. Anderton af staö Darren Anderton, sóknarmað- urinn snjalli sem leikur með Tottenham, mætti á sína fyrstu æfingu í langan tíma en hann hefur ekkert leikið frá því 25. september í haust. Anderton ætti að geta orðið leikfær eftir 2-3 vikur en víst er að hann labbar ekki í liðiö eins og Totten- ham hefur verið að leika þessa dagana. Rússi til Everton? Svo gæti farið að ' Everton fengi annan Rússa til liðs við sig en fyrir er Andrei Kanchelkis. Igor Dobrowolski verður hjá Ev- erton í tvær vikur til reynslu og er talið líklegt aö Joe Royle kaupi hann á 100 milljónir. Dobrowolski hefur leikið með Marseille, Genúa og Atletico Ma- drid og á að baki 50 landsleiki fyrir Rússa. Coton til Leeds? Tony Coton, varamarkvörður Manchester City, hefur verið orðaður við Leeds. Forráðamenn Leeds eru tUbúnir að borga 40 milljónir fyrir Coton og er það 15 milljónum meira en Sunderland er tilbúið að borga. Suker til Real Real Madrid keypti í gær hinn snjalla króatíska knattspyrnú- mann, Davor Suker, frá Sevilla. Real greiðir Sevilla alls um 350 milljónir króna fyrir Suker, en lánar Sevilla fimm leikmenn sem hluta af greiðslunni. ^ Körfubolti kvenna: Ovæntur sigur Vals á KR Valur vann mjög óvæntan sigur á KR, 53-50, í gærkvöldi þégar liðin mættust að Hlíðarenda. KR er í öðru sæti og hafði aðeins tapað einum leik í vetur en Valur aðeins unnið tvo leiki af níu. KR var yfir nær allan timann, 29-33, en Valur komst yfir í fyrsta skipti þegar 4 mínútur voru eftir, 48-47. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 17 stig fyrir Val og Kristjana Magnúsdóttir 8, og þá varði hin 16 ára gamla Signý Hermannsdóttir 11 skot. Guðbjörg Norð- fjörð skoraði 14 stig fyrir KR og Kristín Jónsdóttir 13. Staðan í deildinni: Breiðablik 10 10 0 790-527 20 KR 10 8 2 715-554 16 Keflavík 9 7 2 721-469 14 Grindavík 9 7 2 620-487 14 ÍR 10 5 5 688-625 10 Njarðvík 10 4 6 587-627 8 Tindastóll 10 4 6 620-653 8 Valur 10 3 7 499-660 6 Is 10 1 9 437-758 2 Akranes 10 0 10 455-772 0 -VS ÍBV kærir ÍR-leikinn Eyjamenn hafa ákveðið aö kæra leik sinn gegn ÍR í 1. deild karla í handknattleik sem fram fór í Seljaskóla í fyrrakvöld og endaði með sigri ÍR, 27-23. Fram kom á upptöku Ríkissjónvarpsins af leiknum að ÍR-ingar voru komnir með fullskipað lið aðeins 40 sekúndum eftir að þeirra maður -var rekinn af velli í fyrri hálíleiknum, og skoruðu mark í kjölfarið. -VS Viggó ti I Lemgo? - Viggó Sigurösson er einn þriggja þjálfara sem þýska félagið hefur rætt við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.