Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
31
DV
Ungur listhönnuöur smíðar verölaunagripi Menningarverðlauna DV 1996:
Útskorin fjöl úr smjör-
skrínu steypt í járn
- skírskotun í menningararfleifðina, segir Tinna Gunnarsdóttir í Gallerí Greip
Tinna Gunnarsdóttir, listhönnuður í Gallerí Greip, að störfum við gerð verðlaunagripa fyrir Menningarverðlaun DV
1996 sem afhent verða 22. febrúar nk. Tinna heldur einmitt á einum gripanna sem eru úr járni steyptir eftir tréfjöl úr
smjörskrínu sem amma Tinnu fékk í arf frá langömmu sinni. DV-mynd GS
Smíði verðlaunagripa vegna
Menningarverðlauna DV 1996, sem
afhent verða 22. febrúar næstkom-
andi, er langt á veg komin. Það er
Tinna Gunnarsdóttir, listhönnuður
í Gallerí Greip, sem 'smíðar og
hannar gripina. Um er að ræða
gripi úr jámi, steypta eftir útskor-
inni tréfjöl sem amma Tinnu fékk í
arf frá langömmu sinni. Eftir-
steypuna hefur Tinna síðan látið
skera niður í 7 parta, jafn marga og
listgreinarnar sem hljóta verðlaun.
Eftir er að ganga endanlega frá grip-
unum og verður þeim lýst nánar
þegar nær dregur afhendingu verð-
launanna.
Tinna hefur unnið að gerð grip-
anna frá því í desember. Hún segist
hafa ákveðið strax að gripirnir yrðu
að hafa notagildi um leið og þeir
uppfylltu kröfur um listrænt gildi.
Sökum þyngdar, um 2 kíló, geti þeir
notast sem bókastoð eða blaða-
pressa. Einnig geti þeir staðið sjálf-
stæðir líkt og minnisvarðar. Nöfn
verðlaunahafanna verða steypt í
hvern grip.
„Ég var að hugsa um þetta um jól-
in og allt í einu mundi ég eftir fjór-
um tréfjölum úr gamalli smjör-
skrínu sem hangið hafa upp á vegg
heima. Skrínuna fékk amma frá
langömmu sinni sem var uppi á
fyrri hluta 19. aldar í Fljótum í
Skagafirði. Ég tók þá fjöl sem einna
best var útskorin og lét gera prufu
eftir henni í járn. Ég var mjög
ánægð með útkomuna því munstrið
sást alveg jafn vel og á upprunalegu
fjölinni. Þar sem þetta eru menning-
arverðlaun fannst mér tilvalið að
láta útskurðinn, okkar menningar-
arfleifð, fylgja. Síðan er hugmyndin
unnin með nútíma tækni við frá-
gang eftirsteypunnar," sagði Tinna
um tilurð verðlaunagripanna.
Lærði í Bretlandi
Tinna er 27 ára, fædd og uppalin
í Reykjavík. Hún lauk námi í Versl-
unarskóla íslands vorið 1988 og fór
veturinn eftir í nám til Bretlands.
Fyrsta árið var hún í undirbúnings-
námi fyrir list og hönnun í Eastbo-
urne og næstu þrjú ár var hún við
BA-nám í listhönnun í listaháskól-
anum í Surrey.
Þar lauk Tinna námi vorið 1992
eftir að hafa verið eina önn árið
1991 i skiptinámi í Dusseldorf í
Þýskalandi. Að loknu námi kom
hún til íslands, byrjaði á því að
vinna í banka en árið 1993 stofnaði
hún Gallerí Greip ásamt foður sín-
um, Gunnari Magnússyni hús-
gagnaarkitekt. Þar fór Tinna loks að
vinna við það sem hún hafði numið.
Hún hefur haldið þrjár einkasýning-
ar og tekið þátt í nokkrum samsýn-
ingum. Þess má geta að núna tekur
hún þátt í samsýningu sem stendur
yfir í Gallerí Greip og nefnist Greip-
ar sópa.
í náminu í Bretlandi lagði Tinna
áherslu á vinnu við málma hvers
konar. En hún hefur unnið með
fleira og segist ekki vilja festast í
ákveðinni efnistegund. Frelsi sé það
sem hún óski sér í starfi sem list-
hönnuður. f raun hafi hún viljað
forðast málma eftir að námi lauk.
í nánu samstarfi
við iðngreinarnar
Hún hefur verið í nánu samstarfi
við fagfólk í iðngreinum sem full-
gert hefur hugmyndir sem hún hef-
ur sett fram. Tinna segir þetta hafa
gefið sér mikið. Samstarf af þessu
tagi hefur átt sér stað vegna verö-
launagripa fyrir menningarverð-
launin. Jámsteypan hf. hefur gert
eftirsteypurnar eftir fjölinni góðu
og segist hún vera mjög ánægð með
það samstarf.
„Það er ekki svo erfitt að starfa
sem listhönnuður á íslandi, ég átti
von á að þetta yrði erfíðara. Fyrst
þurfti ég að leita að verkefnum sjálf
en það hefur færst í vöxt að verkefn-
in komi til mín. Þó vil ég hafa ákveð-
ið frelsi, vil ekki vera undir pressu
frá öðrum. Galleríið hefur sett mig í
samband við marga listamenn og
það hefur hjálpað mér að tengjast
listinni," sagði Tinna sem einnig hef-
ur starfað með föður sínum við
nokkur verkefni í húsgagna- og inn-
anhússarkitektúr. Þá hefur hún
haldið fyrirlestra í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og staðið fyrir
námskeiðum í Hafnarfirði. -bjb
Úthlutað úr Listasjóði Pennans:
Þrjár myndlístar-
konur styrktar
Árleg styrkveiting úr Listasjóði
Pennans fór nýlega fram í fjórða
sinn. Umsækjendur um styrk voru
41 talsins og ákvað stjóm sjóðsins
að úthluta þremur listamönnum
styrk. Markmið sjóðsins er að
styrka unga og efnilega myndlistar-
menn. Að þessu urðu þrjár konur
fyrir valinu, þær Inga Svala Þórs-
dóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir
og Sigríður Sigurjónsdóttir.
Inga Svala hlaut 300 þúsund krón-
ur. Hún lauk námi frá MHÍ1991 og
framhaldsnámi í Hamborg 1993.
Hún hefur tekið þátt í fjölda sýn-
inga hér heima og erlendis við góð-
an orðstír. Að mati dómnefndar
sýnir Inga Svala óvenju mikla fjöl-
hæfni í verkum sínum.
Guðný Rósa fékk 200 þúsund
króna vöruúttekt í Pennanum. Hún
lauk námi frá MHÍ 1994 og stundar
nú framhaldsnám í Belgíu. Guðný
Rósa hefur að mati dómnefndar náð
-að tileinka sér mikla færni í hefð-
bundinni teikningu.
Dómnefnd ákvað að veita Sigríði
Sigurjónsdóttur hönnuði sérstaka
viðurkenningu með 100 þúsund
króna stýrk. Hún stundaði undir-
búningsnám í list og hönnun í Eng-
landi 1988 til 1989 og framhaldsnám
í þrívíddarlisthönnun við West Sur-
rey College of Art and Design 1989-
1992. Þaðan lauk hún BA-prófi 1992.
Dómnefnd skipa Hringur Jóhann-
esson listmálari, Gunnsteinn Gísla-
son, skólastjóri MHÍ, og Gunnar B.
Dungal, framkvæmdastjóri Penn-
ans. -bjb
Myndlistarkonurnar tvær sem hlutu styrki úr Listasjóði Pennans 1996 og
fulltrúi þeirrar þriðju ásamt dómnefndarmönnum. Frá vinstri eru Gunnsteinn
Gíslason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Gunnar B. Dungal, Inga Svala Þórsdóttir,
Sigrún Guönadóttir, móðir Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, og Hringur Jó-
hannesson.
___________Menning
Giæsileg
dagskrá
á Lista-
hátíð í
Reykjavík
Aðstandendur Listahátiðar í
Reykjavík 1996, sem sett verður
31. maí nk„ hafa sent frá sér
bráðabirgðadagskrá. Þar kennir
margra grasa og óhætt að segja
að hægt verði að bragða á
hverju listakonfektinu á fætur
öðru.
Listahátíðin fer fram í 14.
sinn. Hún verður sett í Lista-
safni íslands á undan opnun
sýningar á verkum Egon Schiele
og Arnulf Rainer. Þar verða
einnig kunngerð úrslit í Ljóö-
asamkeppni Listahátíðar en í
hana bárust 525 ljóð frá um 200
skáldum.
Fjöldi þekktra listamanna, er-
lendra sem innlendra, kemur
fram í sumar. Má þar nefna óp-
erusöngvarana Galinu
Gorchakovu, Rannveigu Fríðu
Bragadóttur, Dmitri Hvorostov-
sky og Keith Ikaia-Purdy, The
World Festival Choir, Sinfóníu-
hljómsveit íslands, píanósnill-
ingana Evgeny Kissin og András
Schiff, fiðluleikarann Yuuko
Shiokawa, dansarann Maureen
Flemming, kvartett úr Filharm-
oníuhljómsveit Berlínar,
trompetleikarann Lester Bowie
og hljómsveit hans Brass Fanta-
sy, hljómsveitarstjórann Vlad-
imir Ashkenazy ásamt
Deutsches Symphonie Orchest-
er-Berlin, Kammersveit Reykja-
víkur og belgíska leikhússirkus-
inn Circus Ronaldo. íslenska
óperan setur upp nýja íslenska
óperu, Galdra-Loft eftir Jón Ás-
geirsson. Þá frumsýnir íslenski
dansflokkurinn nýtt verk eftir
Nönnu Ólafsdóttur og Sigurjón
Jóhannsson. Ný islensk leikrit
verða frumsýnd í Þjóðleikhús-
inu og Borgarleikhúsinu og
þannig mætti lengi telja. Nánar
verður greint frá dagskrá Lista-
hátíðar 1996 síðar í blaðinu.
Saga
Þinghóls
í Kópa-
vogi
Sigurður Grétar Guðmunds-
son, pípulagningameistari og
fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi, hefur
skrifað bók um sögu félagsheim-
ilisins Þinghóls og þess félagslifs
sem þar hefur fram farið. Þing-
hóll er einmitt félagsheimili Al-
þýðubandalagsins. Bókin er
skrifuð í tilefni af 25 ára afmæli
hlutafélagsins Þinghóls.
Bókin er um leiö saga Kópa-
vogs hin síðari ár og saga póli-
tíkur í bænum í nærri hálfa öld.
Sagt er frá mörgum hitamálum í
bæjarpólitíkinni og hvernig
Þinghóll og Alþýðubandalagið
komu þar nærri. Bókin er 80
blaðsíður að stærð i kiljubroti
og skiptist í 17 kafla. -bjb
Verk-
efna-
styrkur
Félagsstofnun stúdenta úthlutaði
nýlega 150 þúsund króna verkefna-
styrk til Valdimars Tr. Hafsteins,
nýútskrifaðs þjóðfræðings. Styrk-
inn hlaut Valdimar fyrir lokaverk-
efni sitt, Hjólaskóflur og huldufólk
- rannsókn á vegagerð við álaga-
bletti á síðari hluta 20. aldar.