Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Fréttir Röggsamur forseti Alþingis: Þingfundur felldur niður og nefndum sagt að vinna - menn muna ekki til þess að það hafi gerst síðustu áratugina „Ég hélt fund með formönnum fastanefnda Alþingis síðastliðinn mánudag. Ég afhenti þeim þar plögg, sem þeir svo sem áttu að hafa undir höndum, um hvað mál væru óaf- greidd í viðkomandi nefndum. Ég hvatti þá til þess að fara strax í það að afgreiða mál og gera það upp við sig hvaða mál eigi að afgreiða fyrir þinghlé en taka hin til hliðar sem geta beðið. Ég óskaði eftir því að þeir kölluðu þingnefndir saman til auka- funda í dag, fimmtudag, og ég sagði þeim að ég myndi fella þingfund nið- ur til þess að það væri hægt,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþing- is, í samtali við DV í gær. Þá gerðist sá einstæði atburður að forseti felldi niður þingfund svo að hægt væri halda aukafund í nefnd- um til að ýta málum áfram. Rögg- semi Ólafs G. Einarssonar sem for- seta Alþingis í vetur hefur vissulega vakið athygli. Þetta mun þó vera einsdæmi að fella niður þingfund og segja þingnefndum að fara að vinna. Menn muna ekki til þess að þetta hafi gerst áður. Ólafur var spurður hvort það væri kannski málaþurrð á Alþingi? „Nei, það er nú ekki málaþurrð á þingi en þingstörf hafa gengið það vel að það er enginn listi yfir mál sem bíða þess að verða tekin fyrir. Við höfum yfirleitt náð að klára dag- skrána þannig að flest mál eru kom- in til nefnda. Þau mál sem bíða, sem er nokkur þingmannamál, eru tæp- lega talin til stærstu nauðsynjamála, þótt þau að sjálfsögðu verði tekin fyrir. Það bíða líka nokkur stjómar- fmmvörp en það lá ekki á að taka þau fyrir í dag, auk þess sem ráð- herrar eru bundnir. Þess vegna sagði Seltjarnarnes: Hús leigt út án samráðs við bæjarstjórn „Það em mjög óeðlileg vinnu- brögð að leigja út húsnæöi bæj- arins án þess að bera það undir nokkum í stjórnsýslunni. Sigur- geir gerir samninga eins og hann eigi þetta húsnæði sjálfur. Hann verður að átta sig á því að ákveðnar leikreglur gilda. Við erum mjög ósátt við þessa ein- ræðistakta sem endurtaka sig öðru hvoru. Þetta er ákveðin vanvirðing viö bæjarstjórn og hina kjörnu fulltrúa," segir Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarmálafélagsins á Seltjarn- arnesi. Á síðasta fundi bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi létu bæjarfull- trúar Bæjarmálaféiagsins bóka að þeir teldu óeðlilegt að bæjar- stjóri leigöi út húsnæði í eigu bæjarins án samráös eða sam- þykkis bæjarstjómar, fjárhags- og launanefndar eða nokkurra annarra stiga stjórnsýslunnar. Bæjarstjóri hefur nýlega leigt bílaskoðunarfyrirtæki um 100 fermetra húsnæði bæjarins við Suðurströnd á Seltjamarnesi. „Þetta er ekki rétt. Bæjar- stjóri á að koma þeim eignum bæjarins, sem em til leigu, í út- leigu. Þessi hús eru það og mér væri frekar láandi ef ég myndi ekki gera það. Þessi hús em öll keypt til niöurrifs og við emm að reyna að hafa af þeim tekjur á meðan þau fá að standa. Mér er falið það af bæjarstjóm að reyna að hafa tekjur af þessu og síðan eru þessar húsaleigutekj- ur látnar standa undir þeim greiðslum sem við greiðum fyrir þessi hús. Það hefur tekist nokk- uð vel fram að þessu,“ segir Sig- urgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Aðspurður um hvort fótur gæti verið fyrir þeirri gagnrýni á bæjarstjórann að hann sýni einræðistakta sagöi hann að það væri fjarstæða. „Finnst þér það mjög líklegt? Ég er búinn að vera hér í 30 ár og ég er alltaf kosinn aftur. Ég hef ósköp litla trú á því að fólk- ið myndi sitja undir einræðis- stjórn í 30 ár.“ -GHS Fulltrúar Spalar, íslenskra stjórnvalda, verktaka og innlendra og erlendra fjármálastofnana undirrituðu í gær um 40 samninga vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Hvalfjörð. Myndin sýnir ráðherrana Halldór Blöndal og Friðrik Soph- usson við undirritunina. DV-mynd GVA Undirritun samninga vegna HvalQaröarganga: Langþráð stund - segir Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar hf. „Þaö hefur náttúrlega gríðarlega mikla þýðingu fyrir alla sem hafa tekið þátt í undirbúningnum að nú er búið að undirrita samningana. Við erum búnir að berjast fyrir þessu í 5 ár og nú sjáum við loks fyrir endann á þessu. Héðan í frá getum við Spalarmenn aðeins slak- að á þó auðvitað sé heilmikil vinna eftir. Þetta er því langþráð stund fyrir aila,“ sagði Gylfi Þórðarson, NIÐURSTAÐA Berðu traust til þjóðkirkjunnar? r o d d FÓLKSINS 904-1600 stjómarformaður Spalar, í samtali við DV eftir að undirritun samn- inga um fyrirhugaða gerð Hvalfjarð- arganga var í höfn í Súlnasal Hótel Sögu í gær. Fulltrúar Spalar, verktaka og inn- lendra og erlendra fjármálastofn- ana, auk fjármáiaráðherra og sam- gönguráðherra, undirrituðu í gær alls um 40 samninga vegna Hval- fjarðarganganna en framkvæmdir hefjast á næstu vikum og á að vera lokið snemma árs 1999. Göngin verða 5.770 metra löng með tveimur til þremur akreinum, þar af verða sprengd 3.750 metra löng göng undir sjó. Hvalfjarðar- göngin stytta t.d. leiðina frá Reykja- vík til Akraness um 61 kílómetra og aksturstímann um 40 mínútur. Verktaki er Fossvirki sf. sem er sameignarfélag ístaks hf., sænska verktakafyrirtækisins Skanska og danska verktakafyrirtækisins E. Phil og Sön. Göngin kosta fullbúin 4,6 milljarða króna, að meðtöldum öllrnn undirbúpings- og fjármagns- kostnaði á byggingartíma. Bankar erlendis og hérlendis lána alls 4,1 milljarð króna til framkvæmda á byggingartímanum og annar stofn- kostnaður er fjármagnaður með hlutafé og lánum úr ríkissjóði. Bandarískt líftryggingarfyrir- tæki, John Hancock, Mutual Life Insurance Inc., tekur að sér stærst- an hluta langtímafjármögnunar verksins og kaupir skuldabréf fyrir um 2,6 milljarða króna. Innlendar fjármálastofnanir sjá um langtíma- fjármögnun að öðru leyti, einkum lífeyrissjóðir. Landsbréf sjá um að selja skuldabréf fyrir alls um 1,7 milljarða. Gert er ráð fyrir að inn- heimta veggjald til að borga mann- virkið og standa undir rekstrar- kostnaði og áætlaðar tekjur af um- ferð um Hvaifjarðargöng á fyrsta rekstrarárinu eru um 520 milljónir króna. Bein rekstrargjöld verða um 100 mUljónir á ári til að byrja með og áætlaö er starfsmenn Spalar við göngin verði 8 talsins. „Ég held að andstaðan sem við mættum vegna þessa verkefnis hafi að mestu verið byggð á misskilningi og hún hefur styrkt okkur enn frek- ar í trú okkar á þjóðhagslegan ávinning ganganna," sagði Gylfi enn fremur. -brh ég strax á mánudaginn var að ef það yrði ekki brýn þörf á fundi í dag, fimmtudag, myndi ég fella þingfund- inn niður en gera ráðstafanir til þess að það yrðu skipulagðir aukafundir í þingnefndum. Ég vil endilega fara að fá afgreiðslu út úr nefndunum til þess að koma í veg fyrir þetta venju- lega álag, kvöld- og næturfundi, þeg- ar þinghlé nálgast," sagði Ólafur G. Einarsson. -S.dór Stuttar fréttir Umhverfismat fyrst Samkvæmt úrskurði Skipu- lagsstjóra ríkisins verður óheimilt að hefja byggingu ál- vers á Grundartanga fyrr en umhverfismat liggur fyrir vegna nauðsynlegra virkjana. Að sögn RÚV telur stofnunin vatnsöflun- armál til lengri tíma óleyst. ' Ólögleg gjaldskrá Að mati Samkeppnisráðs stríðir gjaldskrá fyrir skólatann- lækningar í Reykjavík gegn samkeppnislögum og hefur mælst til þess við heilbrigðisráð- herra að hann leggi gjaldskrána niður. Spítalar kærðir Apótekarafélag íslands hefur kært lyíjabúðarrekstur Sjúkra- húss Reykjavíkur og Ríkisspítal- anna til RLR. Samkvæmt Mbl. telur félagið spítalana brjóta lyfjalögin. Sýslumaður á Krókinn Ríkarður Másson, sýslumaður á Hólmavík, hefur verið skip- aður sýslumaður á Sauðárkróki frá 1. apríl. Hann var í hópi 17 umsækjenda. Nítjándu bestu Samkvæmt niðurstöðum bandarískrar stofnunar er ís- land nítjánda besta land í heimi. Þetta kom fram í Alþýðublað- inu. Auðlind ógnað Alþjóðlega risafyrirtækið Uni- lever, sem kaupir mikið af ís- lenskum fiski, hefur tekið hönd- um saman við áhrifamikil nátt- úruverndarsamtök. Stöð 2 greindi frá þessu. 55 hús keypt Ofanflóöasjóöur mun styrkja kaup Súðavíkurhrepps á fast- eignum á hættusvæðum. Sam- kvæmt frétt Ríkissjónvarpsins er um að ræða 55 fasteignir fyr- ir um 500 milijónir króna. 20 milljóna sparnaður Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir 20 milljóna króna spamaði hjá Dagvist bama. Mbl. greindi frá þessu. Nýr sjónvarpsmarkaður Um næstu mánaðamót hefur göngu sína á Ríkissjónvarpinu sjónvarpsmarkaður undir heit- inu Sjónvarpskringlan. Sam- kvæmt Mbl. stendur Stilling hf. að markaðnum. Borgey eykur hlutafé Á aðalfundi Borgeyjar á Höfn í Hornafirði í gær var samþykkt að auka hlutafé um 60 milljónir króna og að 10% arður verði greiddur til hluthafa. bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.