Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Menning___________________________________x>v Menningarverölaun DV afhent í 18. sinn í gær: Púlsinn tekinn á ís- lensku menningarlífi - nákvæmlega 17 ár liðin frá fyrstu afhendingu Frá hádegisverðarboðinu í gær þar sem Menningarverðlaun DV voru afhent í 18. sinn í veislusalnum Þingholti, Hót- el Holti. Nákvæmlega 17 ár voru liðin frá fyrstu afhendingu verðlaunanna sem fram fór 22. febrúar 1979 á vegum Dagblaðsins. DV-myndir BG „Eins og endranær erum við hér samankomin til að taka púlsinn á íslensku menningarlífi og er að- dragandi þeirrar aðgerðar með hefð- bundnum hætti. Þriggja manna dómnefndir; menningargagn- rýnendur DV og aðskiljanlegir full- trúar listamanna og almennings, setjast á rökstóla og gera upp við sig, og fyrir okkur, hvaða atburðir í sjö listgreinum standa upp úr þegar litið er til nýliðins árs,“ sagði Aðal- steinn Ingólfsson í inngangsorðum sínum að afhendingu Menningar- verðlauna DV fyrir árið 1995. Menningarverðlaun DV voru af- hent í 18. sinn í boði sem verðlauna- höfum og dómnefndarmönnum og öðrum gestum var haldið í veislu- salnum Þingholti, Hótel Holti, í há- deginu í gær. Menningarverðlaun DV hafa skipað sér fastan sess í menningarlífi íslendinga og eru langlífari en nokkur önnur sam- bærileg hérlend verðlaun. Þess má geta að í gær voru nákvæmlega upp á dag 17 ár liðin frá því verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn á vegum Dagblaðsins. Rúmlega eitt hundruð aðilar hafa tekið við viðurkenningu DV fyrir framúrskarandi framlag til menn- ingar í landinu og eru verðlauna- gripirnir orðnir jafnmargir. Að þessu sinni hannaði Tinna Gunn- arsdóttir, listhönnuður í Gallerí Greip, verðlaunagripina, steypta í járn eftir úrskorinni tréíjöl sem ömmu Tinnu áskotnaðist í arf. Sér- lega athyglisverðir gripir þar á ferð sem mynduðu eina heild i upphafí áður en þeim var úthlutað til verð- launahafa. Sæeyru og berhaus á mat- seðlinum Matargerðarlist hefur alltaf verið gert jafnhátt undir höfði og annarri list við þetta tækifæri. í forrétt var boðið upp á rauð sæeyru í skel sem höfðu verið í ræktun í tilraunaeldis- stöðinni Sæbóli við Hafnir. Aðal- rétturinn var ofnbakaður berhaus með súkkúlaðikanilsósu. Með fisk- inum voru bornar fram saffransoðn- ar kartöflur, salatlaukur, spínat og fennel- og sellerírótarmauk. Fyrir borðhaldið dreyptu gestir á Tio Pepe sérríi, með fiskinum var drukkið Gewurztramer hvítvín og vatn en máltíðinni lauk með Fon- seca púrtvíni, kaffi og konfekti. „íslensk matargerðarlist hefur þróast þannig undanfarin ár að hægt hefur verið að taka meira og meira af nýju hráefni til matargerð- ar. Það hjálpar okkur mikið að til er þjóð úti í heimi sem hefur þá eigin- leika að geta boröað allt sem engir aðrir geta borðað og vill greiða sem allra hæst verð fyrir það, en það eru auðvitað Japanir," sagði Jónas Kristjánsson ritstjóri m.a. þegar hann greindi frá þeim kræsingum sem gestir höfðu lagt sér til munns. Sem fyrr komu réttirnir matargest- um skemmtilega á óvart. Bæði sæeyrun og berhausinn mæltust sérlega vel fyrir. Hvorki kjólföt né ræða Nokkrir verðlaunahafa þökkuðu fyrir sig með fáeinum orðum að af- hendingu lokinni. „Þegar Aðalsteinn Ingólfsson til- kynnti mér um þessa útnefningu þá tók hann fram að hún væri bara háð tveimur skilyrðum; ég mætti ekki mæta í kjólfotum og ég mætti ekki halda ræðu. Það þótti mér vel sloppið en fyrir mína hönd, maddam Bovary og Bjarts þá þakka ég kærlega fyrir,“ sagði Pétur Gunnarsson rithöfundur. „Ég vil þakka dómnefndinni fyrir að treysta mér fyrir þessum verð- launum og finna mig verðuga verð- launanna," sagði Kristbjörg Kjeld leikkona og verðlaunahafi í leiklist. „Osmo Vánska bað mig að skila til ykkar allra bestu kveðjum með kæru þakklæti fyrir viðurkenning- una. Honun þótti leitt að geta ekki tekið við verðlaununum en fjarvera hans verður að teljast löglega afsök- uð. Hann hlakkar til að koma aftur til íslands og handleika verðlauna- gripinn. Við í fmnska sendiráðinu erum glöð í hjarta og þakklát fyrir það góða samstarf sem ísland og Finnland hafa átt í menningu og listum," sagði Eila Alhonsaari, sendiráðsritari finnska sendiráðs- ins, sem tók við verðlaunum í tón- list fyrir hönd Osmo Vanská. -bjb Torfi Jónsson leturhönnuður afhendir Evu Vilhelmsdóttur hönnuði Menn- ingarverðlaun DV í listhönnun fyrir Natura-fatnað Foldu. Eva Vilhelmsdóttir - listhönnun: Látlaus „Folda er stærsta fyrirtækið í ull- ariðnaði hér á landi og eru vörur þess þekktar undir vörumerkinu Álafoss. Fyrirtækið hefur fengið til liðs við sig vel menntaðan hönnuð, Evu Vilhelmsdóttur, til þess að hanna nýjan vistvænan ullarfatnað, „Folda natura". Það er einmitt Eva sem listhönnunarnefndin á vegum DV hefur valið sem verðlaunahafa," sagði Torfi Jónsson þegar hann tO- kynnti um Menningarverðlaun DV í listhönnun. „Folda-natura er einstaklega fal- legur ullarfatnaður. I framleiðsl- unni er lögð áhersla á notkun nátt- hönnun úrulegra hráefna og hreinna orku- gjafa. Inn í þetta samspO fléttast ein- stök hönnun Evu ViUielmsdóttur. Látlaus hönnun og hreint form með margbreytiegu munstri gefa fatnað- inum klassískt yfirbragð. Þetta lát- leysi er í góðu samræmi við hinn vistvæna tilgang. Peysur, vesti, húf- ur og hettur, að ógleymdum treflin- um, bera vitni um vel heppnaða línu.“ Ásamt Torfa sátu í dómnefnd um listhönnun innanhússarkitektarnir Eyjólfur Pálsson og Baldur J. Bald- ursson. -bjb Hilmar Oddsson - kvikmyndir: Stórvirki í íslenskri kvik- myndagerð „Það tók okkur nokkurn tíma að koma okkur niður á þær fimm tO- nefningar sem við settum fram og í raun hefðum við vel getað hugsaö okkur fleiri tOnefningar. Það tók í raun mun styttri tíma að koma okk- ur niður á verðlaunahafann. Við teljum afrek HOmars Oddssonar í kvikmynd hans, Tár úr steini, það mikið að það gnæfir yfir aðra at- burði í kvikmyndum á síðasta ári. Er þá ekki verið að gera lítið úr mörgu öðru sem var vel gert og það má til sanns vegar færa að ekki að- eins mesta kvikmyndaár íslendinga er að baki heldur einnig það besta,“ sagði Hilmar Karlsson þegar hann tilkynnti um Menningarverðlaun DV í kvikmyndum. „Hilmar Oddsson hafði lengi gengið með þann draum að gera kvikmynd um ævi Jóns Leifs. í fyrstu hafði hann í huga leikna heimildakvikmynd en hvarf frá þeirri hugmynd og tók til við gerð leikinnar kvikmyndar. Satt best að segja höfðu ekki margir trú á verki Jóna Finnsdóttir, framleiðandi myndarinnar Tár úr steini, tók við Menningarverðlaunum DV f kvik- myndum fyrir hönd Hilmars Odds- sonar sem staddur er í Berlín. hans í byrjun en með þrautseigju og óbOandi bjartsýni lauk hann gerð myndarinnar og árangurinn er stór- virki í íslenskri kvikmyndagerð, kvikmynd sem hrífur áhorfandann, kvikmynd sem Hilmar segir rétti- lega að sé ástar- og örlagasaga, en einnig kvikmynd sem lýsir lífsbar- áttu einstaks listamanns sem þjóðin og aOur heimurinn er að uppgötva upp á nýtt. Við gerð Tár úr steini naut Hilmar aðstoðar góðra og hæfi- leikaríkra manna en myndin er fyrst og fremst verk Hilmars Odds- sonar. Leikstjórn hans er mjög ör- ugg og markviss, persónur verða einstaklega lifandi í myndrænni túlkun og tónlist, sem skiptir svo miklu máli og undirstrikar hinn mikla þunga og drama sem er í sög- unni.“ Með HOmari Karlssyni í dóm- nefnd voru Baldur Hjaltason, for- stjóri og kvikmyndasafnari, og Valdimar Leifsson kvikmyndagerð- armaður. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.