Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 7 DV Sandkorn Ein lítil komma Þaö er sagt aö stundum velti lítii þúfa þungu hlassi. Þetta sannast alltaf ööru hvoru, ekki siöur í tungu- málinu okkar en öðru. Ein litil komma breytir stund- um algerlega merkingu orða eins og dæmiö frá þingfundi á Alþingi síö- astliðinn miðvikudag sannar best. Ragnar Arnalds var í forsetastóli í fyrirspumatíma og tilkynnti aö fýrsti þingmaöur Vestfjarðakjör- dæmis væri meö fyrirspum til menntamálaráðherra um „f]árnám“. Einar Kristinn kom í ræðustól, sneri sér brosandi aö þingforseta og leiðrétti hann vegna þess að Einar var með fyrirspum um „fjamám" í skólum landsins. Lávarðarblundur Kristín Hall- dórsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, segir skemmtilega sögu um heimsókn hennar og nokkurra annarra al- þingismanna í heimsókn í breska þingið fyrir skömmu. Hún segir fyrst frá því að alþingismennimir skoðuðu breska þinghúsið hátt og lágt, snæddu þar hádegisverð en hlýddu siðan á fyr- irspumir í neðri deild þingsins. Gefum Kristínu orðið. „í neðri deildinni var fyrirspumatimi, sem er einkum fólginn i árásum á for- sætisráðherrann en spjótlögin ganga á báða bóga. Átökin í ís- lenska þinginu er eins og ljúfúr menúett í samanburði við þá leðjuglímu. Major stóð sig með ágætum en Tony Blair hélt sig til hlés. Menn sögðu að hann hefði ver- ið sleikja sárin eftir hrakfarir í vik- unni áður. Á eftir litum við inn í lávarðadeildina, þar sem mikii ffið- sæld sveif yfir vötnum og við ungl- ingamir úr íslenska þinginu vorum eins og leikskólaböm í heimsókn á Droplaugarstöðum. Nokkrir öldung- ar sváfu meira að segja síðdegis- blundinn sinn á bekkjum þar.“ Hver opnar dyrn- ar í Krinqlunni? Nokkur skemmtileg tilsvör barna er að fmna í bókinni Þeim varð á í messunni. Ein sagan segir frá presti einum i Reykjavík sem var aö segja frá því í barnaguðs- þjónustu að þótt við gætum ekki séð guð væri hann alltaf með okkur og rétti okk- ur hjálparhönd þegar með þyrfti. Þegar prestui' hafði þetta mælt rétti lítil stúlka upp höndina og spurði: „Er það þá guð sem opnar fyrir mann dyrnar í Kringlunni? Iðkar í landi annað svið Menn vora að tala um þaö niöur á Alþingi eftir að séra Hjálmar Jónsson al- þingismaður kraföist þess að þorskvót- inn yrði auk- inn um 20 þúsund tonn að hann hefði, sem ungur maður, stundað sjóinn, með- fram námi. Jón Kristjánsson, al- þingismaður og ritstjóri, orti þá visu um það þegar séra Hjálmar hætti sjómennsku og tók við nýjum störfum. Iökar í landi annaö svið afia þá gerðist brestur álpaðist fljótt í íhaldið ennfremur varð hann prestur Umsjón Slgurdór Slgurdórsson Fréttir Skipulagsstjóri: Fellst á bygg- ingu álvers á Grundartanga Skipulagsstjóri ríkisins hefur með vissum skilyrðum fallist á byggingu fyrsta áfanga álvers á Grundartanga með 60 þúsund tonna ársframleiðslu og annars áfanga með stækkun í allt að 180 þúsund tonna ársframleiðslu. Jafiiframt er fallist á byggingu hafnar- mannvirkja og háspennulína verði af framkvæmdunum. Það er óljóst á þessari stundu. Framkvæmdaraðilar eru Columbia Aluminum Corporation í Washington- fylki í Bandaríkjunum, Grundar- tangahöfn og Landsvirkjun. Ráðgjafi framkvæmdaraðila við mat á um- hverfisáhrifum var verkfræðistofan Hönnun hf. Fyrirhugað er að reisa í fyrsta áfanga álver með 60 þúsund tonna árs- framleiðslu á iðnaðarsvæði við Grundartanga, á næstu lóð austan við íslenska jámblendifélagið hf. Leggja þarf tvær 220 kV háspennulínur frá dreifistöð við Brenmmel að álverk- smiðjunni. Nota á sömu höfn og ís- lenska jámblendifélagið hf. notar en fyrirhugað er að byggja 130-180 m langan kant með 13 m viðlegudýpi í framhaidi af núverandi viðlegukanti sem liggur samhliða ströndinni. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birt- ur eða kynntur viðkomandi aðila. Samkeppnisráð: Rekstur sjúkra- hússapóteka verði aðskilinn frá öðrum rekstri Samkeppnisráð mælir fyrir um að sjúkrahússapótek Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítalans verði fjárhags- lega aðskilið öðrum rekstri sjúkrahús- anna eigi síðar en 1. júlí 1996. Sam- keppnisráð beinir einnig áiiti til heii- brigðis- og tryggingamálaráðherra og Lyfjaeftirlits rikisins þar sem bent er á þær kröfur sem ráðiö gerir til fram- kvæmdar íjárhagslegs aðskilnaðar. Jafnframt er vakin athygli á heimild lyfjalaga til þess að bjóða út rekstur sjúkrahússapóteka. Afskipti Samkeppnisráðs eiga rætur að rekja til erindis sem ráðinu barst frá Apótekarafélagi íslands. Taldi Apótek- arafélagið að ekki hefði verið gengið nægOega langt i aö aðskilja fjárhags- lega rekstur sjúkrahússapóteka öðrum rekstri sjúkrahúsanna. í ákvörðunum Samkeppnisráðs segir að þegar sjúkrahússapótek nýti sér þá heimUd lyfjalaga að afgreiða lyf tU sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsi og göngudeUdarsjúklinga starfi þau í beinni samkeppni við einkarekin apó- tek. Einnig hafi verið teikn á lofti úm að sjúkrahúsin hyggist nýta sér þessa heimUd lyfjalaga tU hins ýtrasta og sjái möguleika á auknum sértekjum með því að seUast frekar inn á svið al- mennrar lyfjadreifingar. Samtök iðnaðarins: Framkvæmdir varnarliðsins verði boðnar út Stjóm Samtaka iönaöarins beinir þeim tilmælum tU utanrikisráðuneytis- ins að viö endurskoðun bókunar mUli íslands og Bandarikjanna frá 4. janúar 1994 verði þess gætt að framkvæmdir á vegum varnarliðsins verði boönar út á almennum markaði. Jafiiframt að öU fyrirtæki eigi jafna möguleika á þátt- töku í útboðum. í ályktun stjórnar Samtaka iðnaðar- ins er bent á aö ekki hafi enn verið tek- in ákvörðun um hvort verklegar fram- kvæmdir varnarliðsins, kostaðar af Bandaríkjamönnum, verði boðnar út. Að mati samtakanna er ekkert varðandi verklegar framkvæmdir varnarliðsins sem réttlætir að einu fyrirtæki skuli tryggður einkaréttur á framkvæmdum. Bent er á að varnarliðið áformi að verja 3.100 mUljónum króna tU framkvæmda á árinu. -IBS Heildsöluverð eða neðar Verð frá kr. 990 á kvenskóm úr ekta leðri Herraskór frá kr. 1990 Opið föstudag 10-18 laugardag 10-14 Leiöabók Almenningsvagna er þessa dagana ó leið í öll hús í Hafnarfirði, Garðabæ Bessasíaðahreppi, Kópavogi og Mosfellsbæ. Það er von starfsmanna fyrirtækisins að bókin verði til að auðvelda viðskiptavinum að komast leiðar sinnar ó sem hagkvæmastan hótt Leiðabók Almenningsvagna, góð bók allt órið . ■: .. . Almenningsvagnar bs. 903 e5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. E.BACKMAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.