Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Það blása kaldir vindar um suma guðsmenn þjóðarinnar. Af testament- isstöglurum „Ef testamentisstöglurum landsins, með páfuglinn í Reyk- holti í broddi fylkingar, tekst að flæma fallegasta og kraftmesta tónlistarfólkið úr kirkjunni þá gerir það lítið annað en að flýta margfalt fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju." Magnús Skarphéðinsson, í DV. Ólíkt heiðarlegri barátta „Ég verð nú að segja iþrótt- unum það til hróss að þar fer fram öllu heiðarlegri barátta en I stjómmálum." Alfreð Gtslason, í Alþýðblaðinu. Ummæli Snillingurinn sem syndir gegn straumnum „Það er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort það geti verið að Sverrir (Hermannsson) sé snillingurinn sem syndir gegn straumnum og mannkynið á eft- ir að uppgötva." Garri, í Timanum. Langhlaup „Við lítum svo á að stjórn- málabarátta sé langhlaup og nið- urstöður kannana skipa engu höfuðmáli.“ Jóhanna Sigurðardóttir, í Alþýðu- blaðinu. Engisprettufaraldrar geta haft geigvænlegar afleiðingar. Háværasta dýrið Öskurapinn (alouatta), sem lif- ir í Mið- og Suður-Ameríku, er háværasta dýr sem lifir á landi. Rödd karlapanna magnast við endurómun inni í beinhylki við ofanverðan barkann. Geigvæn- legum öskrum þeirra hefur verið lýst á þann veg að þau séu eins konar millistig milli gelts í hundi og ryms í asna sem magnað væri eitt þúsund sinnum. Þegar þeir hafa náð sér á strik getur heyrst í þeim allt að 16 kílómetra leið. Blessuð veröldin Mesti samsöfnuður dýra Mesti samsöfnuður dýra sem sögur fara af er ótrúlegur grúi af Klettafjallaengisprettum sem fór yfir Nebraska 15.-25. ágúst 1875. Að sögn vísindamanns á þeim slóðum, sem fýlgdist með engi- sprettunum í fimm daga, þöktu þær landflæmi sem var 500 þús- und ferkílómetrar á leið þeirra yfir ríkið. Reiknað hefur verið út að í þessum engisprettugrúa hafi verið að minnsta kosti 12.500.000.000.000 skordýr sem vegið hafi 25.000.000 lestir. Af ástæðum sem aldrei hafa verið skýrðar hvarf þessi grúi á dular- fullan hátt 1902 og hefur ekki sést síðan. DV Hvassviðri og stormur Á landinu öllu er vaxandi norð- austanátt og ofanhríð á Austur- og Norðausturlandi. Hvassviðri eða stormur víðast hvar þegar kemur fram á daginn og þá með snjókomu um nánast allt norðan- og austan- Veðrið í dag vert landið. Suðvestan til verður hins vegar úrkomulaust að mestu en þó víða skafrenningur. Vindáttin verður heldur norðlægari síðdegis og í nótt fer að draga úr veðurhæð allra vestast á landinu. Einnig dreg- ur talsvert úr ofankomu á Vestfjörð- um og Austfjörðum. Frost verður 2 til 7 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður vaxandi norðaustanátt, all- hvasst þegar kemur fram á daginn, hvass norðan og skafrenningur um miðjan dag og ef til vill snjómugga um tíma. Frost 3 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.25. Sólarupprás á morgun: 8.55. Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.45 Árdegisflóð á morgun: 10.08 Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri sjókoma -3 Akurnes skafrenningur -1 Bergsstaöir snjóél -4 Bolungarvík snjóél -7 Egilsstaöir snjókoma -3 Keflavíkurflugv. skafre. -3 Kirkjubkl. léttskýjað -2 Raufarhöfn skafrenningur -3 Reykjavík skafrenningur -3 Stórhöfði skýjaö -1 Helsinki snjókoma -10 Kaupmannah. lágþokubl. -10 Ósló léttskýjaö -16 Stokkhólmur skýjaó -17 Þórshöfn slydduél 5 Amsterdam þokumóöa -1 Barcelona léttskýjaö 4 Chicago þokumóöa 3 Frankfurt snjók. á síö.klst. -7 Glasgow skýjaó -4 Hamborg snjók. á síö.klst. -7 London mistur 3 Los Angeles léttskýjaó 12 Lúxemborg snjókoma -7 París snjókoma á síö.klst. -1 Róm heióskírt 1 Mallorca heiöskirt -2 New York þoka 6 Nice léttskýjaö 4 Nuuk heiöskírt -12 Orlando þoka 17 Vín skýjaö -5 Washington súld 9 Winnipeg snjókoma 1 Njarðvík-KR í kvennakörf- unni í gær var leikin heil umferð í úrvalsdeildinni í körfubolta og daginn þar áður heil umferð i 1. deild karla í handbolta þannig að leikmenn í þessum deildum fá frí fram að helgi en í kvöld er þó bæöi leikið í körfúboltanum og handboltanum. Einn leikur á dagskrá í 1. deild kvenna i körf- íþróttir unni. Njarðvíkingar, sem hafa komið á óvart í vetur, taka á móti KR-stúlkum sem ávallt hafa sterku liði á að skipa og verður þetta örugglega spennandi leikur en hann hefst kl. 20.00. Á sama tíma keppa í 1. deild karla Reyn- ir og Leiknir og fer leikurinn fram í Sandgerði. í handboltanum er leikið í 2. deild karla og eru tveir leikir í kvöld. í Fjölnishúsi leika Fjölnir og Þór, Akureyri, og í Hafnar- firði leika ÍH og Fylkir. Báðir leikimir hefjast kl. 20.00. Tónlistarkross- gátan nr. 100 Lausnir sendist til: Rásar 2 Efstaleiti 1,150 Reykjavík MERKT: TÓNLISTARKROSSGÁTAN Bridge Islendingar hafa oft verið meðal þátttakénda á Forbo alþjóðlega bridgemótinu í Hollandi. Síðasta For- bo-mótið var spilað dagana 9.-11 febr- úar og sveit íslendinga var að þessu sinni skipuð Aðalsteini Jörgenssyni, Matthíasi Þorvaldssyni, Sverri Ár- mannssyni og Jóni Baldurssyni. Hér er eitt spil úr leik sveitarinnar gegn hollenskri sveit. Á öðru boröinu höfðu Hollendingarnir í a-v sagt sig upp í 6 spaða sem fóru einn niður í þessari legu. Á hinu borðinu reyndist Ice- Relay biðsagnakerfl Matthíasar og Að- alsteins vel. Sagnir gengu þannig, n-s á hættu: 4 D9853 * 10874 * G9 * 85 4 AKG10764 N 4 2 * K ♦ Á85 V A * ÁDG3 4 K63 * KG s 4 ÁD762 ♦ — * 9652 4 D10742 4 10943 Vestur Norður Austur Suður Aðalst. Bergsma Matthías Kamer- beek 1* pass 24 pass 24- pass 2» pass 2* pass 34 pass 34 pass 44 pass 44 pass 5* pass 74 pass pass dobl 7G p/h Laufopnunin sýndi sterka hendi (16+ punktar) og allar sagnir Matthías- ar vom svör við relay-spurnarsögnum Aðalsteins. Tvö lauf sýndu 8+ punkta, 0-1 spaöa og 0-4 hjörtu. Tvö hjörtu sýndu 1 spaða og fjögur hjörtu. Þrjú lauf sýndu 3 tígla og 5 lauf. Fjögur lauf lofuðu nákvæmlega 5 kontrólum (Ás=2, K=l). Fimm hjörtu sýndu kontról í laufi, hjarta og tígli og lofúðu drottningum í hjarta og laufi. Aðal- steinn sá þá að 7 lauf voru góður samningur og valdi hann í stað 7 granda því hann vissi ekki um hjarta- gosann hjá Matthíasi. Dobl Kamer- beeks var Lightner sem sýndi að stunga var yfirvofandi og þá breytti Aðalsteinn í 7 grönd. Verðskuldaður gróði í þessu spUi reyndist vera heilir 17 impar. ísak Örn Sigurðsson Friðrik S. Kristinsson, kórstjórnandi og söngkennari: Músík og aftur músík „Þetta var mikil hátíð og kórn- um og öðrum þeim > sem þarna komu fram var sérlega vel tekið og er ekki annað hægt að segja en að tónleikarnir hafi tekist eins og best verður á kosið,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karla- kórs Reykjavíkur, en kórinn hélt upp á sjötíu ára afmæli sitt um síðustu helgi í Háskólabíói. Fram komu með kómum einsöngvarar og fleiri kórar og meðal þeirra sem komu fram var Drengjakór Laugarneskirkju, en Friðrik er einnig stjórnandi þess kórs. Friörik sagði að hann hefði stjórnað Karlakór Reykjavíkur í Maður dagsins sex ár: „Ég tók viö að Páli P. Páls- syni, sem hafði verið stjórnandi kórsins í ein tuttugu ár, og hefur þessi tími verið sérlega skemmti- legur og gefandi. Það er mikið fé- lagslíf í kringum kórinn, æft tvisvar í viku, auk þess sem eldri félagar em með kór og léttsveit er starfandi." Friðrik var spurður hvort ekki væri ólíkt að stjórna drengjakór Friðrik S. Kristinsson. og karlakór og sagði hann þar að sjálfsögðu mun á: „Drengjakór Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakórinn í dag og em í hon- um fjörutíu drengir. Þar er mikil endumýjun og oft erfitt að halda í eldri krakkana en þetta hefur samt gengið vel og er gaman að vera með krökkunum. Fram und- an hjá drengjakómum er ferð til Norðurlanda snemma í sumar og verður sungið í Gautaborg og einnig í Tívolí í Kaupmannahöfn og ætti það að verða mikil upplif- un fyrir drengina. Hvað karlakór- inn varðar þá er að sjálfsögðu ekki eins mikil endumýjun þar, enda áhuginn á söng mjög mikill hjá kórfélögum. Það hefur þó orðið endurnýjun enda hefur kórinn stækkað og eru nú sjötíu manns í kómum: Fram undan hjá okkur em hinir árlegu vortónleikar en á hverju ári höldum við sex tónleika og hefur alltaf verið fullt hús í Langholtskirkju á tónleikum þess- um. Þar flytjum við hin hefð- bundnu karlakórslög auk þess sem við tökumst á við önnur verk.“ Auk þess sem Friðrik stjórnar þessum tveimur kórum kennir hann söng við Nýja tónlistarskól- ann og þegar hann var spurður um önnur áhugamál sagðist hann sameina vinnu og áhugamál: „Hjá mér er þetta músík og aftur mús- ík. Eiginkona Friðriks er Þórdís Helgadóttir hárgreiðslukona en þess má geta að hún varö nýlega íslandsmeistari í hárgreiðslu. Þau eiga tvær dætur, átta ára og tveggja ára. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1451: ..ULLIht AuTAt þARNA APrt/#./' s/Eir//n HBPPNÍ.f" t^f - ' ^ 'í^íP 4 p; //^h '/452 -6V*»oK—«- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.