Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 32
Tvöfaldur h 1. mtmíugur Vertu viðbúin(n) vinningi Vinningstölur 22.2/96 :(W KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Framburður í réttarhöldum í gær um meðferð kvótatilfærsluskj al^: Utgerðarmenn og LIU breyttu með tippexi - Ari Halldórsson kveðst ekki hafa keypt kvóta heldur fullunna vöru Ari Halldórsson hjá Liibbert GmbH í Bremerhaven kvaðst í gær saklaus af því sem honum er gefið að sök í ákæru sem honum var birt í réttarhöldunum í kvótamál- inu svokallaða þar sem hann og fjórir menn tengdir útgerð á ísa- firði, Bolungarvík og Reykjavík eru ákærðir fyrir brot á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri hér á landi, skjalafals og fleiri brot tengd fiskveiðum og ráðstöfun kvóta. Ari sagði fjölskipuöum dómi og ákæranda að hann heíði engan kvóta keypt heldur hefði fullunnin vara verið keypt til Þýskalands og fyrirtækið, Lúbbert, hefði staðið að greiðslum, ekki hann sjálfur. Kristján Jón Guðmundsson, fyrrum útgerðarstjóri Ósvarar hf. í Bolungarvík, sem er ákærður fyrir skjalafals í málinu, kvaðst hafa út- fyÚt kvótatilfærslu til Frosta hf. í Súðavík í fullu samráði við Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra í Boiung- arvík. Hann hefði notað eitt eyðu- biað með undirskriftum varafor- manns Verkalýðs- og sjómannafé- lags Bolungarvíkur og bæjarstjór- ans og síðan fiölfaldað það. Hann sagðist hafa málað með tippexi yfir töluna 200 (tonn) eftir samtal við bæjarstjóra og síðan breytt henni. Hann hafði annað óútfyllt eintak undirritað undir höndum. Kristján Jón sagði síðan að Björn Jónsson hjá LÍÚ hefði í einu tilviki breytt 70 tonnum af grálúðu í 94 tonn með tippexi vegna þess að Birni hefði tekist að útvega kaupanda að meira magni en kom fram í ósk Kristjáns um kvótatilfærslu í faxi hans til LÍÚ. Kristján Jón sagði Ara hafa fal- ast eftir sölu á öllu aflamarki af Dagrúnu eftir að hún bilaði um áramótin 1994/95. Ari hefði falast eftir þessu fyrir íslenska umbjóð- endur en ætlað sjálfur að sjá um greiðslur. Réttarhöldin áttu að halda áfram á tíunda tímanum í morgun en þá átti Ólafur Kristánsson bæj- arstjóri að koma fyrstur í vitna- stúku. Meðferð málsins á að ljúka á ísafirði í dag en því verður hald- ið áfram í Reykjavík á næstunni. G.Hj/Ótt Keflavíkurflugvöllur: Reynt að rekja slóð sprengjunnar DV, Suðurnesjuin: „Málið er enn í vinnslu. Við erum að reyna að rekja slóð heimatilbúnu sprengjunnar sem fannst á Keílavík- urflugvelli og athuga efnin í henni. Það er ekki auðvelt að rekja þetta en við erum að skoða ýmis atriði. Rakettum og sprengiefnum hefur verið stolið hér á Suðurnesjum og svo kunna menn að eiga sprengidót eftir frá gamlárskvöldi," sagði Ósk- ar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV i morgun. Vitað er um nöfn þeirra sem fóru af landi brott á miðvikudag þegar snrengjan fannst og í sjálfu sér hefði ‘ ’fwer sem er getað komið sprengj- unni fyrir, að sögn Óskars. Sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar munu gera sprengjuna óvirka og athuga styrkleika hennar. Það verður þó ekki gert fyrr en rannsóknin er komin lengra og mál- ið helst upplýst. -ÆMK Tveir teknir með fíkniefni Maríjúana og amfetamín fannst á tveimur mönnum sem handteknir voru nærri Hlemmi laust fyrir klukkan sex í morgun. Voru þeir á . bi.l þegar lögreglan stöðvaði þá. Mennirnir voru teknir til yfir- heyrslu. -GK Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda var opnaður í Perlunni í gær. Bókaunnendur hafa úr yfir 10 þúsund titlum að veija og eru allar tegundir bóka á markaðnum. Yngstu bækurnar eru tveggja ára. Markaðurinn verður opinn daglega frá kl. 10 til 19. DV-mynd GVA Biskup biður ríkissaksóknara um rannsókn: Vísað frá ef mál- ið reynist fýrnt - segir Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari „Ég hef ekki séð þetta erindi enn þá en mun láta athuga það í dag. Ég stefni að afgreiðslu málsins eins fljótt og auðið er, ef til vill í næstu viku,“ sagði Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari við DV í morg- un um beiðni Ólafs Skúlasonar biskups um rannsókn á meintum kynferðisbrotum hans fyrir 17 árum. Aðspurður hvort málinu yrði vís- að frá reyndist það fyrnt sagði Hall- varður að það gæti hver maður sagt sér sjálfur. Hann vildi þó að svo stöddu ekki tjá sig efnislega um beiðni biskups. Eins og komið hefur fram í DV hefur siðanefnd Prestafélagsins og einnig stjórn þess fiallað um ásak- anir konu á hendur biskupi þess efnis að hann hafi reynt að nauðga henni meðan hún var sóknarbarn hans í Bústaðasókn. Beðið hefur verið viðbragða bisk- ups við þessum ásökunum og síð- degis í gær fór hann þess á leit við ríkissaksóknara að hann rannsak- aði málið. Beiðni biskups er svohljóðandi: „Vegna síendurtekinna ásakana í minn garð í fiölmiðlum um meint refsivert athæfi, sé ég mig knúinn til að óska eftir því við embætti yðar að það láti fara fram opinbera rannsókn á tilurð og sannleiksgildi þessara ásakana. Byggi ég beiðni mína á 6. gr. laga um mannréttinda- sáttmála Evrópu nr. 62/1994. Ástæða þessarar beiðni er sú að svo mjög er vegið að mannorði mínu og embættisheiðri að við það verður ekki unað lengur. Óska ég eftir því að rannsókn þessari verði hraðað eins og kostur er.“ Séra Geir Waage, formaður Prestafélags íslands, vildi ekki tjá sig um beiðni biskups til ríkissak- sóknara þegar leitað var til hans í morgun. -GK 18 ára Hafnfirðingur: Dómur þyngdur úr 15 í 36 mánuði Hæstiréttur dæmdi í gær Júlíus Norðdahl, 18 ára Hafnfirðing, í 3 ára fangelsi fyrir að hafa orðið fyrrver- andi sambýlismanni móður sinnar að bana með því að hafa ekið á hann í maí í fyrra. Þannig hefur Hæstiréttur þyngt refsingu yfir Júl- íusi um 21 mánuð en hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í hér- aðsdómi í haust. Júlíus er jafnframt sviptur öku- leyfi ævilangt og gert að greiða 200 þúsund krónur í málskostnað. -bjb VERÐUR EKKI AÐ SETJA KVÓTA Á TIPPEXIÐ? Veöriö á morgun: Víðast þurrt syðra Á morgun verður norðan stinningskaldi eða allhvasst. Éljagangur eða snjókoma norð- anlands en víðast þurrt syðra. Frost 2 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Sími 533 2000 Ókeypis heimsending auglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.