Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 15 Hvað varð um samráðið, Halldór? Mikil ólga var meðal launafólks síðastliðið haust vegna launa- hækkana hjá toppunum í þjóðfé- laginu, sem voru í krónum talið langt umfram það, sem hinir lægst launuðu höfðu fengið í sinn hlut. í umræðum á Alþingi um stefnu- ræðu forsætisráðherra 4. október kom þessi gagnrýni nokkuð við sögu. Forsætisráðherra lagðist i vöm og varð ekki maður að meiri. En formanni hins stjómarflokksins þótti mælast vel. Hann viður- kenndi óréttmæti þess, að „stjórn- endur fyrirtækja, flestir verka- lýðsforingjar, alþingismenn, ráð- herrar og fjölmargir aðrir, hafa margfóld laun á við þá, sem lakast eru settir". Og Halldór setti fram spurning- ar um ástæður þessa, sem hann lét sjálfur ósvarað, en sagði síðan: „Ég tel að stjórnmálamenn, verka- lýðshreyfmgin og atvinnurekend- ur eigi að setjast niður að ráða ráðum sínum. Ekki til að semja um krónur eða prósentur, heldur til að reyna að fmna siðferðilegan grann sem kjarasamningar fram- tíöarinnar gætu byggt á. Er t.d. hægt í samfélagi frjálsra samninga að setja einhverjar þær leikreglur sem tryggja aukið réttlæti í launa- málum? Geta allir aðilar máls fall- ist á að einungis verði um fastar krónutöluhækkanir að ræða næstu árin? Það verður erfitt að finna réttu svörin. Það verður meira að segja erfitt að finna réttu spumingamar, en tilraun þarf að gera.“ Espað til átaka Þetta þótti mörgum vel mælt, en því miður hafa efndir ekki fylgt þessum orðum. Þvert á móti er engu líkara en að ráðherrar séu í samkeppni um hver geti espað samtök launafólks mest upp. Og fátt heyrist nú frá formanni Fram- Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans sóknarflokksins um launa- og kjaramál. Hann er mest í útlönd- um, en lætur liðsmenn sína um átökin á heimavelli. I félagsmálaráðuneytinu situr ráðherra, sem lætur semja fyrir sig frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfmni. Fulltrúar stjóm- arandstöðunnar koma þar hvergi nærri og verða að reiða sig á frétt- ir í fjölmiðlum. Ekki lofa þær góðu. Fulltrúar Vinnuveitenda- sambandsins geta ekki leynt ánægju sinni með frumvarpsdrög- in, en verkalýðsforingjar segja vegið að frelsi verkalýðshreyfing- arinnar og lýsa sig tilbúna til harðra átaka. Ráðherra sendir þeim síðarnefndu tóninn og um leið þau skilaboð, að brýnt sé að hækka dagvinnulaun á kostnað eftirvinnu, bónusgreiðslna og fríð- inda. Það er mikið rétt hjá ráð- herranum, en kemur vinnulöggjöf- inni ekkert við. Eitthvað hefur þarna skort á samráðið, sem Hail- dór Ásgrímsson talaði um í haust er leið. Allt á að jafna niður á við Búast ma við hörðum átökum um framvarp félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfmni. En það er þó bamaleikur í saman- burði við aðförina að réttindum opinberra starfsmanna, sem unnið er að í öllum kimum stjómarráðs- ins. Skyldi þar vera að finna hinn „...siðferðilega grunn sem kjara- samningar framtíðarinnar gætu byggt á“, eins og formaður Fram- sóknarflokksins gaf væntingar um? Þau orð verða að öfugmæli, þegar atburðarásin er skoðuð. í fjármálaráðuneytinu er unnið að lagafrumvörpum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og um Lífeyrissjóð starfsmanna rikisins. Fréttir af þeirri „þrifa- vinnu“ bera með sér, að nú þegar loksins á að freista þess að sam- ræma réttindi opinberra starfs- manna og fólks á almennum vinnumarkaði, þá er rauði þráður- inn sá að samræma allt niður á við. Þeim sem öðlast hafa réttindi umfram aðra - og vel að merkja goldið fyrir í launum - er ætlað að sætta sig við skerðingu þeirra rétt- inda samkvæmt hugmyndum laga- smiða. Ofan í kaupið berast svo þær fréttir af vinnu nefndar á vegum heilbrigðisráðuneytisins um end- urskoðun á lögum um fæðingaror- lof, að þar eigi sama jafnaðar- stefna að verða uppi á teningun- um. Opinberir starfsmenn eiga að sætta sig við það, sem fólk á al- mennum vinnumarkaði hefur, en hreint ekki á hinn veginn. Þessum aðgerðum hefur verið svarað fullum hálsi, og er degin- um ijósara, að hér er boðið til auk- innar hörku í næstu kjarasamn- ingum. Ríkisstjómin hefur gefið tóninn. Spurningin er: Hvað varð um samráðið, Halldór? Kristín Halldórsdóttir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra. - „Fátt heyrist nú frá formanni Framsóknarflokksins um launa- og kjaramál", segir m.a. í grein Kristínar. „Búast má viö höröum átökum um frum- varp félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni. En það er þó barnaleik- ur í samanburði við aðfórina að réttind- um opinberra starfsmanna.“ Dagur símenntunar: Kvöldskóli FB mikilvægur Þótt þráttað sé um ýmislegt í skólakerfi okkar getum við samt verið hreykin af því hve okkur hefur tekist vel upp varðandi sí- menntun og endurmenntun. Há- skóli íslarids, Tómstundaskólinn, Bréfaskólinn, Námsflokkar Reykjavikur og Kópavogs, svo að dæmi séu nefnd, eiga miklu hlut- verki að gegna við hlið hinna hefð- bundnu framhaldsskóla. Liður í símenntun, sem sérstak- lega á að fjalla um á degi símennt- unar á morgun, eru kvöldskólar áfangaskólanna eða öldungadeild- ir eins og þær hafa líka verið kali- aöar. Ætlum við með nokkrum orðum að fjalla um kvöldskólann hér við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Fjölbreytilegur hópur Kvöldskólinn við FB tók til starfa 1981 og innrituðust þá 210 manns. En undanfarin ár hafa að jafnaði um 800-850 manns stundað nám í kvöldskólanum og sést af þeirri tölu að kvöldskólinn við FB er með allra fjölmennustu skólum landsins. í kvöldskólanum eiga nemendur kost á að læra nær all- ar greinar sem kenndar eru við Kjallarinn Halldóra M. Halldórsdóttir námsráðgjafi dagskólann að því tilskildu að næg þátttaka náist. Nám við skólann skiptist niður á sjö svið, þ.e. bók- náms- og félagsgreinasvið, tækni- svið, listasvið, matvælasvið, heil- brigðissvið og viðskiptasvið. Nemendur kvöldskólans era fjölbreytilegur hópur. Sumir koma aðeins til að læra ákveðnar grein- „Stærsti hópurinn í kvöldskólanum er samt sá sem af einhverjum ástæðum hef- ur þurft að hægja á sér eða hætta námi en stundar nú námið jafnframt fastri vinnu.“ Kjallariim Sigurjón Jóhannsson kennslustjóri ar án þess að hafa lokapróf í huga en aðrir koma ákveðnir í að ljúka starfsmenntanámi eða stúdents- prófi. Allmargir nemendur dag- skólans stunda einnig nám í kvöldskólanum, m.a. til að flýta fyrir sér eða til að bæta árangur sinn, t.d.í raungreinum og tungu- málum. Stærsti hópurinn í kvöldskólan- um er samt sá sem af einhverjum ástæðum hefur þurft að hægja á sér eða hætta námi en stundar nú námið jafnframt fastri vinnu. Eru mörg skemmtileg og hjartnæm dæmi um feikiduglegt fólk sem hefur náð sínu langþráða tak- marki fyrir tilstuðlan kvöldskól- ans. Fólk sem hefur síðan haldið áfram framhaldsnámi í háskóla eða í starfsmenntagreinum. Einnig era dæmi um fólk sem kemur úr háskólanámi inn í kvöldskóla FB. T.d. byggingaverk- fræðingur sem fer í trésmíði eða BA-prófsmaður sem leggur síðan stund á snyrtifræði innan skólans. Starfsmenntun Á síðustu árum hefur áhugi manna beinst að mikilvægi starfs- menntunar í landinu. Má því til gamans geta þess að á heilbrigðis- sviði og snyrtibraut FB voru á haustönn 1995 148 nemendur í kvöldskóla og 163 í dagskóla. Á matvælasviði voru á sama tíma 22 nemendur í kvöldskóla og 104 í dagskóla. Á málmiðnabraut voru 50 nemendur í kvöldskóla og 51 í dagskóla, 54 nemendur í kvöld- skóla á tréiðnabraut og 50 í dag- skóla. En á rafiðnabraut var 61 nemandi í kvöldskóla og 64 í dag- skóla. Af þessum tölum sést hversu þýðingarmikill kvöldskóli FB er fyrir starfs- og símenntun í landinu. Því miður getur Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti ekki haft opið á degi símenntunar 24. febrúar nk. en ákveðið hefur verið að hafa „opið hús“ í skólanum 24. mars nk. Einnig tekur Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti þátt í kynningar- degi Háskóla íslands 10. mars nk. þar sem aðallega verða kynntar starfsmenntadeildir skólans. Halldóra M. Halldórsdóttir Sigurjón Jóhannsson Með og á móti Þagnarskylda tollvarða Skylda til þagmælsku „í þessum blaðaviðtölum var verið að bendavá leiðir sem hægt væri að nota til að koma smygli inn í landið. Það var mjög sterkt til orða tekið þegar sagt var að „ótakmarkaðir möguleikar væru á eiturlyfjasmygli." í lögum frá 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er sagt að hvei-jum starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um at- riði sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls. Um- mælin sem hér um ræðir hljóta aö varöa eðli málsins. Lögin eru skýr um þetta og á þeim var síðar hnykkt í starfs- reglum fyrir tollverði frá árinu 1960. Þar segir: „Tollvörðum ber að gæta fyllstu þagmælsku um allt, sem varðar embættisstörf þeirra eða framkvæmd þeirra, ef það samkvæmt lögum, fyrirmæl- um yfirboöara eða eðli málsins skal fara leynt. Þeim er með öllu óheimiit að skýra frá því, sem þeir komast að í starfi sínu um einkahagi eða viðskiptamál þeirra. Tollvörðum er óheimilt að gefa blöðum, útvarpi eða öðrum fréttastofnunum nokkrar upplýs- ingar um það, sem gerist í starfi eða í sambandi við það nema leyfi yfirboðara komi tii.“ Með orðinu „yfirboðari" í starfsreglunum er þetta embætti varðar, er átt við skrifstofustjóra embættisins og/eða aðaldeildar- stjóra tollgæslu, að höíðu sam- ráði við tollstjóra þegar þeim þykir það við eiga.“ Reglurnar aldrei birtar „Ég er and- snúinn þess- um aðferðum fjármálaráð- herra að láta kaUa toHverð- ina inn á tepp- ið. Það hefði verið eðlilegra að hann ræddi við þau um það sem betur mætti fara í starfsemi töU- gæslunnar. í þessu tilfeUi er líka verið að fjalla um reglur sem ekki hafa verið birtar formlega. Þetta er í formi reglugerðar sem þó hefur aldrei verið prentuð í stjórnar- tíðindunum eins og ber að gera. Við höfum fyrir því álit lögfræð- ings að við erum ekki bundin af því sem ekki hefur verið lög- formlega birt. Reglurnar hafa ef til viU verið birtar þeim sem voru við störf þegar þær voru settar árið 1960. Álit lögfræðingsins var því ein- dregið á þá leið að umræddar starfsreglur hefðu ekki gildi í þessu máli. Þvi verði að fara eft- ir því sem segir í lögum um rétt- indi og skyldur starfsmanna rik- isins. Eftir þeim verður ekki annað séð en að við höfum heim- ild til að tala um mál sem ekki varða einkahagi manna eða við- skipti þeirra." -GK Jón Agúst Eggerts- son, tormaður Toll- varðafélaglns. Björn Hermanns- son, tollstjórl f Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.