Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996
Sviðsljós
TftPp 4() ViKjjLeGa
Banderas vísar
sögusögnum
á bug
Spænski hjartaknúsarinn
Antonio Banderas, sem er í
Argentínu um þessar mundir að
leika í kvikmynd Alans Parkers,
Evitu, vísar eindregið á bug fuil-
yröingum dagblaðs á Spáni um
að hann hafi þegið greiðslu frá
Sósíalistaflokknum fyrir að lýsa
yfir stuðningi við hann.
„Ég vil bara segja það hátt og
snjallt svo allir heyri að Sósí-
alistaflokkurinn hefur ekki
keypt mig af þeirri einföldu
ástæðu að ég er ekki til sölu,“
sagði Antonio á fundi með
fréttamönnum.
Spænska blaðið sagði að Ant-
onio hetði fengið mjög rausnar-
legan samning um að gera kynn-
ingarefni fyrir Andalúsíu eftir
að hann tók þátt í gerð mynd-
bands þar sem hann lýsti yfir
stuðningi við Gonzales forsætis-
ráðherra fyrir kosningamar I
mars.
Jimmy Page og Robert Plant ánægðir eftir heils árs tónleikaferð um heiminn:
Boða framhald á
Jlitimy Page hyggst halda afram samstarfi við Robert Plant. Símamynd Reuter
sínu
I BODI COCA-COLA
Díana prinsessa hefur verið í heimsókn í Pakistan síðustu daga til að að-
stoða við fjáröflun fyrir sjúkrahús fyrir krabbameinssjúklinga sem fyrrum
krikketstjarnan Imran Khan hefur veg og vanda af. Hér er Díana að koma á
veitingastað í Lahore með Jemimu, breskri auðmannsdóttur og eiginkonu
Imrans. Símamynd Reuter
samstarfi
Gítarleikarinn Jimmy Page og
söngvarinn Robert Plant, aðal-
sprautur Led Zeppelin sálugu, segj-
ast njóta þess að vera i sviðsljósinu
saman og hafa fullan hug á að
halda samstarfi sínu áfram. Á
blaðamannafundi í Sidney, þar sem
þeir héldu lokatónleikana í heils
árs tónleikaferð um heiminn, sögð-
ust þeir vera mjög ánægðir en
einnig hissa yfir að hafa starfað
saman í 30 ár.
„Það er merkilegt til þess að
hugsa að við höfúm starfað saman
svona lengi. Fyrir 30 árum höfðum
við ekki trú á að samstarf gæti enst
svo lengi en nú erum viö eldri og
vitrari," sagði Plant á blaðamanna-
fúndinum i Sidney. Þar komu þeir
félagar síðast fram 1972.
Page og Plant fóru hvor í sína
áttina þegar trommuleikari Led
Zeppelin lést vegna ofneyslu áfeng-
is 1980 og hljómsveitin leystist upp.
Þá hafði hljómsveitin starfað í 12
ár. Plant og Page komu saman í
hljóðveri 1994 og sendu frá sér plöt-
una No Quarter. Hún seldist gríð-
arlega vel sem varð til þess að þeir
fóru í tónleikaferð ásamt 28 norður-
afrískum tónlistarmönnum.
Þeir félagar vinna nú að efni á
aðra plötu og segjast fullir starfs-
orku þótt orðnir séu 52 og 47 ára
gamlir. Þeir segja tónlist sína í
stöðugri framþróun þótt klæðnað-
urinn sé það ekki. „Við höfum
aldrei verið okkur meðvitandi um
tískustrauma og ekki þurft að elta
þá, hvorki í tónlist né öðru,“ sagði
Page við blaðamenn.
Hann fór ófögrum orðum um
tónlistina í Bretlandi um þessar
mundir, sagði hana fulla af
sjálfselsku og frekar innantóma.
Hún endurspeglaði dapurt þjóðfé-
lag. Sorglegt væri að sjá hvemig út-
gáfufyrirtækin kreistu alla sköpun-
argáfu miskunnarlaust út úr tón-
listarfólki.
fSLENSKI LISTINN ER BIRTUR f DVAHVERJUM LAUGARDEGI
OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ
KL.16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS-
KVÖLDUM MILLI KL. 20 OG 22.
Kynnir: Jón AxeI Ólafsson
KVÆMOAF MARI
_________________________ ____________AÁISLANDI. UST1NN ER NIÐURSTAÐA SKOÐ
iRKAÐSDEILD DVIHVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM14-35 ÁRAAF ÖLLU
K) MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUI-- '
LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HþUTA I TE------
CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS I LOS ANG
..... IDARlSKATÓNUST/
USTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÓNNUNAR SEM ER FRAM-
ÁRAAI
GIIDV
INU MUSIC A MEDIA SEM ER REKK) AF BANDAf
iTARBLAÐINU BILLBOARD.
Clint stýrir fommunatrylli
Clint Eastwood hefur tekið að sér
að leikstýra kvikmynd sem gerð
verður eftir bókinni Midnight in the
Garden of Good and Evil eftir John
Berendt. Bók þessi hefur verið tæp
tvö ár á metsölulista New York
Times. Höfundurinn var himinlif-
andi þegar hann heyi-ði fréttirnar.
„Ég var yfir mig hrifinn,“ sagði
Berendt nýlega þegar hann var á
ferð í Feneyjum á leið til Mílanó að
ræða við ítalska útgefendur.
Umrædd bók, sem hefur verið á
metsölulistum í 18 löndum, segir frá
fommunasala sem er sakaður um
að hafa myrt aðstoðarmann sinn og
sambýlismann, mikinn æsinga-
mann.
Handrit myndarinnar er skrifað
af John Lee Hancock en Berendt
sagðist hvergi vilja koma nálægt
því. „Ég hef ekki neina reynslu af
kvikmyndum og ég ákvaö að vera
ekkert með puttana í þessu,“ sagði
hann.
Meöal þeirra sem hafa verið
nefndir í aðalhlutverkið eru Jack
Nicholson og Robert Redford.