Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 11 I < i Áskell Másson afhendir Menningarverðlaun DV í tónlist til Eilu Alhonsaari, sendiráðsritara í finnska sendiráðinu, sem tók við verðlaununum fyrir hönd landa síns, Osmo Vánska, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands. Osmo Vánská - tónlist: Vönduð og listræn vinnubrögð „Osmo Vánská tók við stöðu aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands af landa sínum Petri Sakari nú fyrir nokkrum árum og hefur uppgangur hljómsveitarinnar aldrei verið meiri,“ sagði Áskell Másson m.a. þegar hann tilkynnti um Menningarverðlaun DV í tón- list. Þar sem Osmo er í tónleikaferð í Bandaríkjunum tók Eila Alhonsa- ari, sendiráðsritari í finnska sendi- ráðinu, við verðlaununum fyrir hans hönd. „Tónleikar hans með hljómsveit- inni á síðasta ári vöktu mikla at- hygli fyrir vönduð og listræn vinnu- brögð og má þar t.d. nefna sérlega glæsilega uppfærslu á vorblóti Stra- vinskys. Hann vakti einnig athygli fyrir ágætan klarinettuleik með nokkrum af okkar ágætustu kamm- ermúsikspilurum á síðasta ári. Mesta athygli vakti hann fyrir upp- færsluna á sögusinfóníu Jóns Leifs sem nú er komin út á geislaplötu hjá BlS-fyrirtækinu sænska. Osmo Vánská er að ljúka tímabili sínu sem aðalhljómsveitarstjóri SÍ nú á þessu starfsári og hefur hann nýverið þekkst boð um að taka stöðu aðalhljómsveitarstjóra skosku BBC sinfóníuhljómsveitarinnar í Glasgow. Hann hlýtur Menningar- verðlaun DV fyrir starf hans með SÍ og frábæran flutning á einu mesta hljómsveitarverki okkar, Sögusin- fóníu Jóns Leifs.“ Auk Áskels skipuðu dómnefnd í tónlist Örn Magnússon píanóleikari og Bjami Rúnar Bjamason upp- tökustjóri. -bjb Pétur Gunnarsson tekur við Menningarverðlaunum DV í bókmenntum úr hendi Sigríðar Albertsdóttur, bókmenntafraeðings og formanns dómnefndar. Pétur Gunnarsson - bókmenntir: Þýðingin er þrekvirki „Nefndarmenn voru sammála um að sjaldan hefðu svo margar áhuga- verðar ljóðabækur komið út sama árið og ljóst að fleiri en þær tvær sem tilnefndar vom ættu tilnefn- ingu skilda. Þegar kom að því að velja eina af hinum tilnefndu bók- um var nefndin einhuga um að þýð- | ing Péturs Gunnarssonar á bók Gustave Flaubert, Frú Bovary, skyldi hljóta bókmenntaverðlaun <| DV fyrir árið 1995,“ sagði Sigríður Albertsdóttir þegar hún tilkynnti um Menningarverðlaun DV í bók- menntum. „Frú Bovary er eitt af lykilverk- um heimsbókmenntanna og því er mikill fengur í þessari skáldsögu sem Pétri hefur tekist að þýða þannig að hin rómuðu stílbrögð höf- undar öðlast glæsilega samsvörun í Islensku máli. Gustave Flaubert er frægur fyrir hárnákvæma bygg- ingu, sérstaka hrynjandi í stíl og einstaklega fágaðar og meitlaðar setningar þar sem hvert smáatriði skiptir máli í texta sem er fullur af flóknum fyrirboðum og tilvísunum og jafnframt af íroníu sem er í senn hvöss og sorgleg. Því er ljóst að það hefur ekki verið hlaupið að því að koma þessum klassíska franska texta yfir á íslenskt nútímamál án þess að glata sérkennum höfundar og fengum við það staðfest hjá val- inkunnum frönskumanni að þýðing Péturs væri þrekvirki. En það viss- um við reyndar fyrir! Um leið og við nefndarmenn óskum Pétri til ham- ingju óskum við íslenskum lesend- um til hamingju með þessa bók,“ sagði Sigríður en með henni í dóm- nefnd sátu Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta- fræði, og Rúnar Helgi Vignisson rit- höfundur. -bjb Menning Vinnustofa arkitekta - byggingarlist: Trúverðugt framlag „Höfundar kirkjunnar sækja yrk- isefni sín til nánasta umhverfis hennar, fremur en til tilvitnana í arfleifð. Byggingin er í senn marg- brotin og einfóld. Höfundum tekst að ná léttu yfirbragði samhliða heil- steyptu samspili kraftmikilla forma. Unnið er af mikifli list með rými og birtu. Innra rými einkennist af hrynjanda líkt og í öldum sem flæða hver yfir aðra. Smá gluggaop í göfl- um minna á flöktandi ljósgeisla. í kirkjunni fer saman góð hugmynd um kirkjuform sem fellur vel að staðháttum og mikil alúð við úr- vinnslu og smáatriði. Afraksturinn er ákaflega heflsteypt verk,“ sagði dr. Maggi Jónsson þegar hann af- henti Vinnustofu arkitekta Menn- ingarverðlaun DV í byggingarlist fyrir hönnun á nýju kirkjunni á ísa- firði. Arkitektamir eru Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgúlfsson. Hróbjartur og Sigurður fengu Menningarverð- launin í annað sinn en árið 1987 voru þeir verðlaunaðir fyrir íbúðir aldraðra í Seljahverfi. „Dómnefnd telur þó að hönnuðir hefðu mátt sýna meiri fylgni í lita- vali, ekki síst um líparítgulan lit kirkjunnar að utan. Sá litur fellur ágætlega að umhverfi húsa bæjar- ins en ef til vill óþarflega jarðbund- inn til að lyfta formum hennar í þær hæðir sem þau leita. Hið sama er að segja um stóla. Þar hefði rúm- ast litur sem styrkti bláan lit loft- anna og altaristöfluna gömlu. í heild telur dómnefnd kirkjuna á ísafirði mjög vel gerða byggingu sem þegar hefur náð að festa rætur og skipa afgerandi sess í umhverfi sínu. Verkið er einkar trúverðugt framlag til kirkjubygginga þar sem samhengi umhverfis, ímyndar og tíma er hugsað frá grunni," sagði Maggi ennfremur. Með Magga í dómnefnd um bygg- ingarlist sátu Þorgeir Ólafsson list- fræðingur og Inga Dagfinnsdóttir arkitekt. -bjb Maggi Jónsson, til vinstri, afhendir Menningarverðlaun DV í byggingarlist til Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts sem tók við þeim fyrir hönd kollega sinna á Vinnustofu arkitekta. Kristbjörg Kjeld - leiklist: Ógleymanleg stund í leikhúsinu Auður Eydal, til hægri, afhendir Menningarverðlaun DV í leiklist til Kristbjargar Kjeld, prímadonnu par exellence í íslensku leikhúsi, svo vitnað sé í orð dómnefndar.t „Menningarverð- laun DV fyrir leiklist á árinu 1995 fafla I hlut Kristbjargar Kjeld. Hún hlýtur þau fyrir leik í hlutverki móðurinnar, Möllu Kloff, í leikritinu Taktu lagið Lóa, eftir Jim Cartwright. Þetta varð fyrir margra hluta sakir ógleyman- leg stund í leikhúsinu, ekki hvað síst fyrir túlkun Kristbjargar, sem var í algjörum virtúósa-klassa. Ég minnist þess að minnsta kosti ekki að hafa nokkurn tíma setið jafn rígnegld í sæti mitt á leiksýningu eins og þama á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins," sagði Auður Eydal m.a. þegar hún kynnti Menningarverð- laun DV í leiklist. „Glæsilegur og gifturíkur ferill Kristbjargar Kjeld, prímadonnu par exellence i íslensku leikhúsi, er ein- stakur og dómnefndin er afskaplega stolt að eiga þátt í þessari heiður- sviðurkenningu hér í dag. í hlut- verki móðurinnar í Taktu lagið Lóa, fer fram frumsköpun listamannsins. Kristbjörg túlkar örvæntingarfulla lífsgleði nútímasmælingjans á þann hátt að Malla öðlast samúð þrátt fyrir áflt og um leið skilning áhorf- andans. Þetta er miðaldra kelling, sífull og brokk- geng, sem aðeins hugs- ar um sjálfa sig. Hún er jafnvel reiðubúin að selja dóttur sína til þess að krækja sér í kall og komast yfir næsta sjúss. Kristbjörg Kjeld sýn- ir okkur áhorfendum í þessu hlutverki eins og reyndar í fjölmörgum öðrum, að hún býr yfir hæfileikum og tækni sem leikkona til að tjá ást á manneskjunni í allri sinni stærð og smæð, breyskleika og fáránleika og skemmta okkur úm leið. Það er fyrir þetta, sem þér eru í dag veitt menningarverðlaun DV fyrir árið 1995 og megir þú heil njóta." Ásamt Auði í dómnefnd um leik- list sátu Jórunn Th. Sigurðardóttir, leikari og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, og Sigurður A. Magnússon rit- höfundur. -bjb Páll Guömundsson frá Húsafelli - myndlist: Dró að múg og margmenni „Þeir fimm listamenn íslenskir sem tilnefndir voru til myndlistar- verðlauna eiga það sammerkt að vera í góðu sambandi jafnt við eigin þjóðmenningu sem heimslistina. En í engum þeirra hefur skapandi tog- streita hins þjóðlega og alþjóðlega, hins gamla og nýja, birst með eins afgerandi, og mér liggur við að segja, eins sérkennilegum hætti eins og í Páli Guðmundssyni frá Húsafelli. Hann er sveitamaður ofan úr Borgarfirði sem fullmennt- ast hefur í höggmyndalist meðal þýskra, hann er myndskáld á vél- skóflu, hann er kraftmikill túlkandi sem hlustar grannt á vængjablak fuglanna og nið fossanna," sagði Að- alsteinn Ingólfsson þegar hann kynnti hver hlyti Menningarverð- laun DV í myndlist. „I hógværð sinni talar Páll iðu- lega um að vinna „með“ umhverfi sínu, dalnum fyrir ofan Húsafell sem hann er búinn aö höggva til og breyta í ævintýraveröld með fantasíur við hvert fótmál, eða þjóð- sögunum sem tengjast feðrum hans, sjá umhverfisverk hans um Snorra og draugana við bæjarstæðið á Húsafelli. Stórbrotnasta fram- kvæmd Páls í seinni tíð er þó mynd- listaruppákoma sem hann stóð fyrir í Surtshelli allt síðastliðiö sumar. Þá hjó hann táknmyndir manna og drauga sem tengjast sögu þessa fræga náttúruvættis og kom þeim fyrir inni i hellinum við kertaljós og söng - og dró að múg qg margmenni það sem eftir lifði sumars,“ sagði Aðalsteinn m.a. í ræðu sinni. Með Aðalsteini í dómnefnd um myndlist sátu Ólafur Engilbertsson, myndlistargagnrýnandi DV, og Gréta Mjöll Bjarnadóttir myndlist- armaður. -bjb Aðalsteinn Ingólfsson, til hægri, afhendir Páli Guðmundssyni frá Húsafelli Menningarverðlaun DV fyrir myndlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.