Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Fréttir i>v Kosningabarátta Alþýðuflokksins í fyrra kostaði 26-40 milljónir króna: Flokkurinn væri gjaldþrota ef hann væri hlutafélag - segir í greinargerð - fékk 15 milljónir í erlenda styrki og styrki frá unnendum lýðræðis Allar líkur eru á að kosninga- barátta Alþýðuflokksins vegna al- þingiskosninganna í byrjun apríl 1995 hafi kostað um eða yfir 40 milljónir króna. Samkvæmt fund- argerð framkvæmdastjórnar flokksins 27.4. 1995 kostaði hún um 38 milljónir en samkvæmt drögum að langtíma fjárhagsáætl- un fyrir tímabilið 1994-1999 og fyrstu fjárhagsáætlun vegna al- þingiskosninga 1995 kostaði kosn- ingabaráttan 41,9 milljónir króna. í rekstraryfirliti Alþýðuflokksins 1992-1994 er hins vegar talað um að kosningarnar hafi kostað tæp- ar 28,7 milljónir króna. í bréfi frá Sigurði E. Arnórs- syni, fyrrverandi gjaldkera flokks- ins, og Friðþjófi K. Eyjólfssyni endurskoðanda til Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns, dagsett 21. júní 1995, kemur fram að kosningabaráttan hafi aðeins kostað rúmar 26 milljónir króna. í greinargerð með þessu bréfi segir að rekstrartekjur fiokksins 1992-1994 hafi verið 42 milljónir og rekstrargjöld um 25,5 milljónir króna. Þrátt fyrir að rekstrar- hagnaður hafi numið um 14 millj- ónum segir að eiginfjárstaða flokksins sé neikvæð um rúmar 9 milljónir króna. „Þessi staðreynd er óviðunandi og hættuleg og verður að lagast sem allra fyrst. Stjórn hlutafélags sem sýndi þessa stöðu bæri skylda til að tilkynna um gjald- þrot félagsins samkvæmt íslensk- um lögum,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að skuldir flokksins námu rúmum 11 milljónum króna í lok tímabilsins. í kostnaðaráætlun vegna al- þingiskosninga segir að 'erlendir styrkir nemi 3 milljónum og „styrkir frá unnendum lýðræðis" nemi 12 milljónum króna. Bókhaldið er ekki tvöfalt „Þetta er allt saman rétt. Við gefum bara upp kosningabarátt- una sem landsflokkurinn er með og það eru þessar 28 milljónir. Hitt var áætlun sem menn héldu að væri 26 milljónir en síðan vit- um við ekki hvað kjördæmin eyddu. Hún gæti þess vegna verið 40 milljónir. Úti í kjördæmunum eru menn að safna og það fer ekk- ert gegnum kontórinn. Reikning- ar flokksins eru alveg skýrir og ég hef engu við þá að bæta,“ sagði Guðmundur Oddsson, formaður framkvæmdastjórnar, í gær. Guðmundur hafnaði því að þessar mismunandi kostnaðartöl- ur vegna alþingiskosninganna mætti skýra með því að um tvö- falt bókhald gæti verið að ræða. Þegar blaðamaður spurði hvaða erlendu styrki, eða „erl. styrkir" eins og það er orðað, og styrki „frá unnendum lýðræðis" flokkur- inn hefði fengið slitnaði skyndi- lega sambandið og tókst ekki að ná aftur tali af Guðmundi. Reynir Ólafsson, endurskoð- andi í Keflavík, er annar tveggja kjörinna endurskoðenda Alþýðu- flokksins. Hann segist hafa farið yfir reikningana og áritað þá en vill ekki segja hvort hann hafi gert athugasemdir. Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins á laugardaginn verða fjármál flokksins til umfjöllunar. -GHS Borgarbyggð: Samkomulag um fjárhagsáætlun „Ég veit ekki hvort þetta voru deilur. Þetta voru skiptar skoðanir. Það er ekkert óeðlilegt við það þótt menn hafi mismunandi skoðanir á hlutunum," segir Guðmundur Guð- marsson, forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, um deilurnar í meiri- hluta Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks um fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Um tíma var meiri- hlutinn í hættu því að bæjarfulltrúi Alþýðubandalags gat ekki sætt sig við að 200 milljónum væri veitt í íþróttaframkvæmdir í bænum. Guðmundur segir að meirihlut- inn hafi náð samkomulggi um það í hvaða framkvæmdir verði farið vegna landsmóts UMFI í Borgar- byggð sumarið 1997. Það standist sem DV greindi frá á miðvikudag að lokið verði íþróttavallarfram- kvæmdum á þessu ári og hafist verði handa við vélarhús og potta í útisundlaug. Sundlaugin sjálf verði byggð í byrjun næsta árs en aðrar framkvæmdir verði settar í salt. Á þessu ári verði framkvæmt fyrir 120-130 milljónir króna. Fjárhagsáætlunin verður tekin fyrir á bæjarstjómarfundi á mánu- dag og segist Guðmundur ekki eiga von á því að dragi til tíðinda við af- greiðslu hennar. -GHS Kaupfélag Langnesinga opnað á ný: Ný stjórn er bjartsýn „Við erum mjög bjartsýn á þessa nýju starfsemi enda værum við ekki að standa í þessu öðruvísi. Við ætl- um að reka fyrirtækið á svipaðan hátt og áöur nema ekki bygginga- vörudeild í sömu mynd og hún var,“ segir Ester Þorbergsdóttir, útnefnd- ur stjórnarformaður nýs hlutafélags um sem keypti þrotabú Kaupfélags Langnesinga. I fyrrinótt náðust samningar á milli skiptastjóra og nokkurra aðila sem hafa stofnað hlutafélagið Lónið um rekstur flestra þátta starfsemi Kaupfélags Langnesinga. Kaupend- ur voru starfsmenn Kaupfélagsins á Þórshöfn, Þórshafnarhreppur og Hraðfrystistöðin á Þórshöfn. Þeir keyptu vörulager fyrirtækisins í matvöruverslun á Þórshöfn, bygg- ingavöruverslun á Þórshöfn, mat- vöruverslun á Bakkafírði, brauð- gerð á Þórshöfn, vöru- og skipaaf- greiðslu á Þórshöfn. I gær var öll starfsemin opnuð að nýju. „Langnesingar þurftu ekki að svelta nema í tæpa tvo sólarhringa. Þeir tóku þessu með jafnaðargeði og biðu rólegir eftir að opnað yrði aft- ur. Það var mjög víðtæk og ánægju- leg samstaða um þetta mál. Ég dáist að því hve mikil og góð samstaða heimamanna er. Lagerinn var seld- ur á ásættanlegu verði en fasteignir leigi ég fyrst um sinn. Það er mikil drift i þessu fólki á Langanesi," seg- ir Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og skiptastjóri. -em Það ríkir sannkallað gullæði í kringum loðnufrystinguna þessa dagana. Allir seru vettlingi geta valdið vinna við fryst- inguna í landi, auk þess sem frystitogarar fylgja veiðiflotanum og taka við aflanum til að spara siglinguna með afl- ann í land. Þetta gullæði á sér eðlilegar skýringar. Það er stuttur tími sem hægt er að taka loðnu til frystingar því það líða ekki margir dagar frá því að hrognafyllingin er orðin 13 prósent, en þá má hefja frystingu, og þar til loðnan hrygnir. Og svo er verð um þessar mundir gríðarlega hátt á frystri loðnu í Japan. Hér á myndinni eru sjómenn á Há- bergi GK að taka þátt t gullæðinu. DV-mynd GK AEG Einnig afsláttur af: • Emile Henry leirvörum (20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborð ofl. (20%) • Ismet heimilistæki allt aS 30% éibrabantia ismet _r^i_ BRÆÐURNIR momssöti Láqmúla 8 • Sími 553 8820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.