Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996
Neytendur
Oroblu á íslandi:
Gefur fermingarstúlk-
um sokkabuxur
i tilefni 10 ára afmælis ís-
lensk-austurlenska hf. hefur fyr-
irtækið ákveðið að gefa öllum
stúlkum sem fermast á þessu ári
Oroblu sokkabuxur. Verða bux-
urnar sendar heim til stúlkn-
anna er nær dregur fermingum.
Fyrir verðandi mæður
Ljósabekkjaleigan Lúxus leig-
ir út ljósabekki, þrekstiga, þrek-
hjól, nuddtæki, trimform og
margt fleira. Farið er með tækin
heim til fólks, þau sett upp og
fólki leiðbeint um notkun. Stór
hópur viðskiptavina Lúxus eru
mæður með ung börn og vegna
siendurtekinna fyrirspurna hef-
ur fyrirtækið ákveðið að leigja
út símboða þannig að verðandi
mæður geti verið öruggar um að
náist í væntanlegan föður með
stuttum fyrirvara. Þær sem
leigja símboða fá að auki afslátt
af öðrum tækjum þegar símboða
er skilað.
Feitt og fljótandi
Neytendur geta valið um sex
geröir af matarolíu sem Sól hf.
hefur sett á markað undir vöru-
merkinu Víóla. Laufey Stein-
grímsdóttir næringarfræðingur
segir í bókinni Af bestu lyst að
kostir matarolíu séu fólgnir í
mýkt fitunnar. Hún segir að
mjúk fita hækki ekki kólesteról
í blóðinu en þaö geri harða fltan
sem er í smjörlíki og smjöri.
Hjartasjúkdómar eru mun fátíð-
ari í Miðjarðarhafslöndunum en
þar hefur ólífuolía verið notuð í
matargerð lengi.
Lakkrís hækkar blóð-
þrýsting
í tímaritinu Heilbrigðismál er
bent á að lakkrís geti hækkað
blóðþrýsting. í lakkrís er mikið
af glýkyrrísínsýru sem er fimm-
tíu sinnum sætara efni en strá-
sykur. Sumt fólk er mun
næmara fyrir verkun þessarar
sýru en annað. Lakkrísframleið-
endur þurfa því að gæta að
magni hennar í lakkrísnum þvi
ekki er talin þörf á henni í
miklu magni til þess að bragð
lakkríssins komi fram.
Munnlausnartöflur
Börn eru ekki mikið fyrir að
gleypa töflur og vaninn hefur
verið að mylja þær og setja út í
matinn eða leysa þær upp.
Paratabs settu nýlega á markað
hitalækkandi munnlausnartöfl-
ur með sítrónubragði. Þær eru
tilvaldar fyrir böm frá fjögurra
ára aldri.
Falinn fjársjóður
Fjölskyldur sem reyna að
spara ættu að átta sig á að alls
kyns freistingar geta breyst i
háar upphæðir. Þegar pöntuð er
pitsa einu sinni í viku gerir það
80 þúsund kr. á ári. Safnast þeg-
ar saman kemur er málsháttur
sem löngum hefur verið í heiðri
hafður. Búnaðarbankinn hefur
tekið saman nokkur atriði sem
flokkast undir óþarfa og kostn-
aðinn fyrir það á ári.
Hjón sem reykja pakka af sí-
garettum á dag borga fyrir það
195 þúsund. Ef þessi sömu hjón
kaupa eina kippu af bjór á viku
kostar það 42 þúsund kr. á ári.
Ef þau fara í bíó einu sinni í
viku og kaupa popp og gos kost-
ar það um 78 þúsund kr. á ári.
Ef þau panta pitsu einu sinni í
viku kostar það um 80 þúsund
kr. á ári. Ein flaska af léttu víni
á viku kostar 47 þúsund kr. á
ári. Ef þessi hjón kaupa skyndi-
bita og sælgæti fyrir 400 krónur
á dag er kostnaðurinn 146 þús-
und á ári. Fyrir tvo lítra af gosi
og snakki einu sinni í viku
þurfa hjónin að greiða um 20
þúsund á ári og leiga fyrir eina
myndbandssþðlu á viku kostar
um 21 þúsund kr. á ári. Samtals
gerir þetta 629 þúsund en hjónin
þurfa þá að hafa 1.068.000 kr. í
viðbótartekjur. -em
DV
Heimakringlan, verslunarmiðstöð á Veraldarvefnum:
Fjórtán verslanir
og von á fleiri
- enginn kostnaður fyrir neytendur heima í stofu
Eins og staðan er í dag eru fjórt-
án verslanir á netinu hjá okkur og
þeim á eftir að fara mjög hratt fjölg-
andi. Enn eru engar matvöruversl-
anir komnar inn en um miðjan
mars verður ein góð matvöruversl-
un örugglega komin inn á netið,“
segir Gestur G. Gestsson hjá Marg-
miðlun en þar á bæ hafa menn þró-
að Heimakringluna, verslunarmið-
stöð sem formlega var opnuð á Al-
netinu sl. þriðjudag.
Margmiðlun býður verslunum
Heimakringlunnar upp á heima-
síðu, aðgang að Alnetinu, auglýs-
ingu á fyrirtækjavefnum, verslunar-
rýni, vörulista á vefnum, dreifingu
á vörulista og pakka til dreifíngar. I
pakkanum er disklingur sem senda
má í pósti ásamt kynningarbréfi. Á
disklingnum er einfalt uppsetning-
arforrit sem setur upp Verslunar-
rýni Heimakringlunnar ásamt vöru-
lista verslunar.
Enginn kostnaður
„Við erum í raun bara húsverðir
í Heimakringlunni og því er það
ekki okkar að ákveða hvað fólk
borgar fyrir það sem það pantar. Þú
flettir upp á versluninni og þar
ákveður þú hvað þú kaupir, hvern-
ig þú ætlar að greiða það og hvern-
ig þú vilt fá vöruna senda heim, í
póstkröfu, með einhvers konar
greiðabíl o.s.frv. Þú borgar ekkert
fyrir að fá að skoða í verslununum
nema hefðbundið innanbæjargjald
fyrir símalínuna," segir Gestur.
Hann segir geysilega fullkomið ör-
yggiskerfi tryggja að öruggt sé að
gefa upp kortanúmer á netinu.
Gestur segir að samkvæmt könn-
un Gallups muni um 22% þjóðarinn-
ar hafa aðgang að Alnetinu á hverj-
um degi og því megi búast við að að-
sóknin að verslununum verði mikil.
Á fyrstu síðu Heimakringlunnar á Alnetinu má sjá þær verslanir sem þar eru innan „veggja". Einfaldar leiðbeining-
ar leiða fólk í gegnum innkaupin og skoðunarferðirnar. @mynd:Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Margmiðl-
unar, og Gestur G. Gestsson markaðsstjóri, beintengdir við Heimakringluna. DV-mynd GS
„Ég hugsa að fyrirtæki muni nota
þetta mikið til þess að gera vöru-
kaup en hinn almenni neytandi
mun kaupa mest af matvöru, hljóm-
plötum, bókum og skyndimat í
Heimakringlunni. í öðrum tilvikum
skoðar fólk verð og spáir og
spegúlerar og fer síðan í verslanirn-
ar til þess að kaupa,“ segir Gestur.
Hann segir engar takmarkanir vera
á því hvert hægt sé að senda vör-
urnar og að fólk úti á landi eigi að
geta sparað sér mikla peninga með
því að nýta sér þessa þjónustu. -sv
Olíufélögin verða með sérstakan blýbæti sem seldur verður á öllum bensín-
stöðvum á litlum brúsum.
Allt bensín blýlaust á íslandi:
Blýbætir seld-
ur á bensín-
stöðvum
- fólk getur ráðfært sig við umboðin
„Olíufélögin verða með sérstakan
blýbæti sem seldur verður á öllum
bensínstöðvum á litlum brúsum.
Það er mjög einfalt að bæta honum
í bensínið," segir Gunnar Kvaran,
upplýsingafulltrúi Skeljungs hf.
Eins og fram hefur komiö í frétt-
um verður sölu hætt á blýlausu 98
oktana bensíni og samtímis hverfur
92 oktana bensín af markaðnum.
Erfitt er orðið að fá 92 oktana bens-
ín og hefur þurft að sérblanda það
fyrir íslendinga. Þessi ákvörðun
gerir oliufélögunum kleift að lækka
verð á 95 oktana bensíni en verð á
98 oktana bensíni helst óbreytt.
Dregur úr mengun
Framleiðsla á blýlausu bensíni
hefur verið liður í þeirri þróun að
draga úr mengun andrúmslofts
vegna brennslu eldsneytis. Nú er
svo komið að flestir bilar nota ein-
göngu blýlaust bensín. í nágranna-
löndum okkar hefur sölu á blý-
blönduðu bensíni víða verið hætt af
umhverfísástæðum.
„Á öllum bensínstöðvum verður
sérstakur brúsi sem mælir út
skammtinn af blýbætinum sem þarf
fyrir hverja tíu eða tuttugu lítra af
bensíni. Neytendur þurfa að komast
að því hvort blýbensín þarf á bílana
eða ekki en þeim bílum fer mjög
fækkandi. Við bendum fólki á að
ráðfæra sig við umboðin um það
hvort bílarnir séu raunverulega
gerðir fyrir 98 oktana blýbensín,"
segir Gunnar.
92 oktana bensín dýrt
„Það var orðið dýrt og erfitt að fá
. Þeir sem þurfa blýblandað bensín
geta valið um hvort þeir vilja hafa
það 95 eða 98 oktana. Við reyndum
að útbúa lista yfir þær tegundir bif-
reiða sem þurfa blýbensín en við
gáfumst upp. Okkur fannst erfítt að
treysta því að listarnir væru réttir,“
segir Gunnar. -em