Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 13 Fréttir Ráðgjafarstofa í fjármálum heimilanna hefur nú verið sett á laggirnar til hjálpar þeim stóra hópi þjóðfélagsins sem á við mikinn greiðsluvanda að stríða. DV-mynd BG Aðgerðir ríkisstjórnarinnar: Ráðgjafarstofa í fjár- málum heimilanna - til hjálpar einstaklingum í greiðsluerfiðleikum I stefnuskrá ríkisstjórnar frá því í april í fyrra segir að eitt af megin- markmiðum ríkisstjórnar sé að hjálpa fólki í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum til þess að ná tökum á fjár- málum sínum. Og frá síðastliðnu sumri hefur nú verið unnið að und- irbúningi aðgerða á því sviði og náðst samkomulag um ýmsar að- gerðir. Miðstöð fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum „Ráðgjafarstofa í íjármálum heim- ilanna tekur formlega til starfa í dag en um samstarfsverkefni 16 stofnana undir forystu félagsmálaráðuneytis er að ræða. Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára og þar munu starfa 6 manns til að sinna einstaklingum í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Gert er ráð fyrir að Ráðgjafarstofan, Lækjargötu 4, verði nokkurs konar miðstöð fyrir fólk sem á við þannig vanda að stríða og þar getur fólk fengið stöðu og úttekt á sínum mál- um og notið aðstoðar ráðgjafa og fag- fólks. Elín S. Jónsdóttir verður for- stöðumaður og Þuríður Jónsdóttir formaður framkvæmdanefndar. Aðstoðin verður samhæfð og litið á öll mál sem koma inn. Við rennum pínulítið blint i sjóinn með að setja stofuna á laggirnar en vegna gífur- legra opinberra skulda einstaklinga er þetta að okkar mati kjörin leið til að bregðast við því,“ sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra þegar Ráðgjafarstofan var kynnt blaða- mönnum. Páll tók fram að stór hópur þjóðfé- lagsins ætti við mikla erfiðleika að stríða vegna skatta- og húsnæðis- lánaskulda sem stöfuðu meðal ann- ars af óráðsíu, atvinnuleysi eða ýms- um ófyrirsjáanlegum ástæðum. Um mörg sár tilvik væri að ræða og því þætti brýnt að taka á þeim vanda með markvissum hætti og opna fólki möguleikann á að skuldbreyta lán- um og hagræða málum. I byrjun mánaðarins var gert ítar- legt samkomulag um aðgerðir vegna greiðsluvanda á milli lánastofnana og næstu daga verður gengið frá reglugerð um skuldbreytingarlán Húsnæðisstofnunar. Til að skapa úr- ræði til handa hinum skuldugu hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir flutningi 6 lagafrumvarpa til viðbótar sem öll fela í sér mikilvæg úrræði. Þrjú þessara frumvarpa hafa nú þegar hlotið afgreiðslu í ríkis- stjórn og stjórnarflokkunum og verða þau lögð fram á Alþingi í næstu viku. Um er að ræða frum- varp um breytingu á lögum um Inn- heimtustofnun sveitarfélaga í fram- haldi af starfi nefndar undir forystu Ólafs Arnar Haraldssonar en efni frumvarpsins er að opiia heimild fyr- ir stjórn stofnunarinnar tU að semja um höfuðstól skuldar. Heildarmeðlagsskuldir 5,8 milljarðar Þegar meðlög voru hækkuð 1993 söfnuðust skuldir hjá Innheimtu- stofnuninni. Á síðasta ári voru áfallnar meðlagsskuldir 1,5 mUljarð- ar króna og nema heildarskuldir nú um 5,8 milljörðum. Að sögn Ólafs Arnar eru um 4 milljarðar tapaðir. „Við munum skoða mál þeirra sem komnir eru i þrot og reyna að semja við þá. Standi þeir sig vel kemur til greina að fella niður um- samda upphæð en það kemur til með að velta á því hveru burðugir ein- staklingarnir eru. í því sambandi verður litið á fjárhagslegar og félags- legar-aðstæður viðkomandi," segir Ólafur. Annað frumvarp er til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem fjármálaráðherra ílytur í framhaldi af starfi nefndar ísólfs Gylfa Pálmasonar en efni þess er að skapa svigrúm til að semja um skattaskuldir einstaklinga, annarra en vörsluskatta. Gjaldþrot vegna opinberra skulda „Um 80% gjaldþrota einstaklinga stafa af opinberum skuldum þannig að verið er að opna leiðir til að semja um skattaskuldir, fella þær niður að hluta eða lækka,“ segir ísólfur Gylfi. Þegar þetta frumvarp nær fram að ganga geta hinir illa stöddu einstakl- ingar samið við bæði skattayfirvöld og Húsnæðisstofnun og jafnvel hafið undirbúning að nauðasamningum en hvaö þá snertir er um að ræða frum- varp til laga um réttaraðstoð við ein- staklingá til að leita nauðasamninga. Frumvarpinu er ætlað að gera ein- staklingum kleift að ganga til nauða- samninga þar sem heimilt er að verja allt að 250 þúsund krónum úr ríkis- sjóði til hvers umsækjanda. Nokkurs konar gjafsókn „Ef engin úrræði duga verður sá kostur til staðar að fara út í nauða- samninga, nokkurs konar gjafsókn. Þetta er möguleiki til að forða fólki frá gjaldþroti,“ segir Páll. Þá eru í undirbúningi á vegum viðskiptaráðherra 3 frumvörp, öll hluti af þessum pakka, reglur um tryggingar vegna greiðslukortavið- skipta sem felldar verða inn í 8. kafla samkeppnislaga, frumvarp til laga um innheimtustarfsemi sem tryggir hagsmuni skuldara gegn of hárri innheimtuþóknun og frum- varp til laga um þjónustukaup sem tryggja á eðlilega hagsmuni neyt- enda. -brh Bónusdagar Þrír ævintýradagar í miðri viku í mars. meðan húsrúm leyfir. Fjölbreytt skemmtidagskrá Verd kr. 4.950 Iimifalið: Gisting í 3 nætur og morgunverður af hlaðborði alla dagana, dagleg skemmtidagskrá og enm þríréttaður kvöldverður. Upplýsingar og bókanir á Hótel Ork, Hveragerði. m Fyrstur kemur - fyrstur fær HOTEL ODK Hverageröi, sími 483-4700. Bréfsími 483 4775 LykilUnn uð íslenskri gestrisni SVAR «§903§ 5670®§ Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. ( cPH H/ a DV f gjafahand b Miðvikudaginn 13. mars nmn hin sívinsæla FERMINGARGJAFA- HANDBÓK fylgja DV Hún er hugsuð sem handbók fyrir lesendur sem eru í leit að fermingargjöfum. Þetta finnst mörgum þægilegt nú, á dögum tíma- leysis, og af reynsliuini þekkjtun við að hand- bækur DV hafa verið vinsælar. Skilafrestur auglýsinga er til 5. mars en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum hent á að liafa samband við Seltnu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5728 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustn. k Auglýsmgar 9 A Æ Sími 5SI Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. MIKILL AFSLÁTTUR Fimmtudag, föstudag og laugardag Bútar - bútar - bútar Gluggatjaldaefni Sófar, sófaborð og stólar Lampar epal FAXAFENI 7, SÍMI 568-7733

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.