Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Síða 3
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 3 I>V Fréttir Bæklingur fyrir skotveiðimenn á vegum veiðistjóra: Dreifing stöðvuð og grein ritskoðuð - veiðistjóri neitar að tjá sig um þessa ákvörðun Skotveiðibæklingurinn: Málið var leyst með laus- blaði í bækl- inginn - segir Guðmundur Bjarnason „Þessi bæklingur er gefinn út af og á ábyrgð umhverfisráðu- neytisins og Veiðistjóraembætt- isins og er því ekki vettvangur skoðanaskipta. En eftir fund fund með forráðamönnum Skot- vís hefur náðst sátt í málinu. Hún er á þann veg að lausblað verður látið fylgja bæklingnum þar sem greint er írá því að það sem fram kemur í grein skot- veiðimanna sé alfarið á ábyrgð höfundar og ráðuneytinu því óviðkomandi," sagði Guðmund- ur Bjarnason, umhverfis- og landbúnaðarráðherra, i samtali við DV síðdegis í gær. -S.dór „Málið er í biðstöðu og ég vil alls ekkert um það segja á þessu stigi,“ sagði Ásbjörn Dagbjartsson veiðistjóri í samtali við DV í gær. Þá hafði dreifing á bæklingi, sem veiðistjóraembættið gefur út í samvinnu við Skotvís, félag skot- veiðimanna, verið stöðvuð. Samkvæmt heimildum DV var upplagið 13 þúsund eintök og voru 3 þúsund eintök farin út þegar skipun kom frá umhverfisráðu- neytinu um að stöðva dreifinguna. Til stóð og stendur enn, að því að best er vitað, að prenta bæklingin upp á nýtt með ritskoðaðri grein eftir fráfarandi formann Skotvís, Ólaf Karvel Pálsson. Ólafur ritaði grein í bæklinginn sem heitir Stefna og starfsemi Skotveiðifélags íslands. Þar ræðir hann um svokölluð landréttarmál sem eru réttindi skotveiðimanna til að ganga um og nýta heiðar- lönd og óbyggð landsvvæði. Síðan sagði Ölafur Karvel í greininni og það var birt í bæklingum sem dreifing hefur verið stöðvuð á. „...Það er kunnara en frá þurfi að segja að bændur og aðrir svo kallaðir landeigendur hafa ríka tilhneigingu til að helga sér lönd og eignarrétt á löndum langt um- fram það sem þeim ber og er stætt á skv. lögformlegum og fullgildum gjörningum (afsölum t.d). Er skemmst að minnast dóms Hér- aðsdóms Reykjavíkur í málum Landsvirkjunar og 5 hreppa í Húnaþingi og Skagafirði um eign- arrétt á Eyvindarstaða- og Auð- kúluheiðum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hrepparn- ir hefðu ekki getað sýnt fram á þeim hefði verið afsalaður full- kominn eignarréttur yfir þessum landsvæðum og því væru heiðar þessar almenningur og öllum opn- ar til skotveiða. Enda þótt Skotvís hafi ekki átt aðild að þessum máli sýnir það, ásamt hæstaréttardómi varðandi Geitland 1994, að miklir atburðir eru að gerast í landréttarmálum um þessar mundir og því afar mikilvægt að skotveiðimenn reyni að hafa sem mest áhrif í þessum efnum...“ Þegar rætt var um að prenta bæklinginn upp sendi veiðistjóri formanni Skotvís greinina rit- skoðaða eins og hann vildi að hún birtist og þá hafði þessi kafli um bændur verið tekinn út. Sömuleið- is áskorun frá formanni Skotvís um að allir skotveiðiáhugamenn gerist félagar í Skotvís. -S.dór Dciii.dv ■( irgenlannaötir 6bMHz/68I.C040 me<)2%litum Dora Takefusa POWERBOOK 190cs 8 MB viimmminni 500 MB hankliskur mmxg* Þær eiga framtíðina fyrir sér Macintosh - eins og hugur manns! @Apple-umboðið Skipbolti 21 • Sími5U 5111 Heimasíðan: bttp-.Hwww. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.