Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 31 Meniúng Saga í ævintýrastíl Ljóðatónleikar Gerðubergs fengu inni sl. þriðjudagskvöld í tónleikaröð Borgarleikhússins og þar, á stóra sviðinu, var flutt ástarsaga Magelónu hinnar fögru og Péturs greifa af Próvinsíu. Þessa fallegu og skemmtilegu sögu skráði þýska skáldið Lud- wig Tieck um og upp úr aldamótunum 1800 en hún er byggð á fomri riddarasögu. Reynir Axelsson þýddi söguna og stytti til upplestrar og á tón- leikunum las hana Amar Jónsson leikari en þeir Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundarson fluttu tónlist Johannesar Brahms við ljóðin í sögunni eftir því sem við átti í framvindu hennar. Tónlist Áskell Másson Die Schöne Magelone op. 33 eftir Brahms samanstendur af 15 rómönsum fyrir söngrödd og píanó sem hann samdi á sjöunda áratug nítjándu aldar. Brahms mun sjálfur hafa haft nokkrar efasemdir um hvort sönglögin 15 stæðu betur sem sönglaga- flokkur eða sjálfstæð. Með sögunni lesinni, eins og gert var í Borgarleikhúsinu sl. þriðjudag, rann þó allt saman og myndaði sterka og skemmtilega heild. Er ekki að orðlengja það að allur flutningur þessa listaverks var hinn frábærasti og tónleikamir í heild sannkallað ævintýri. Kristinn Sigmundsson, Arnar Jónsson og Jónas Ingimundarson. Fréttir Þorrablót 1 Lúxemborg: íslensk LÁHU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! PAVIGRE S Sterkar og ódýrar flísar i ALFAÐORG KNARRARVOGI 4 • ' H F 568 6755 hljómsveit og 200 gestir DV. Fljótum: Hljómsveitin Miðaldamenn á Siglufirði er nýkomin frá Lúxem- borg þar sem hún lék fyrir dansi á þorrablóti íslendingafélagsins. Að sögn Þórhalls Benediktssonar hljómsveitarmanns var haft sam- band við þá félaga um miðjan janú- ar og þeir beðnir að spila á blótinu. Þrátt fyrir stuttan frest var slegið til og farið í ijögurra daga ferð sem heppnaðist vel. Þorrablótið var á laugardagskvöldi og voru gestir 200. Skemmtiatriði með svipuðu sviði og tíðkast hér heima, mikill söngur og leiksýning þar sem gert var góðlát- legt grín að íslendingunum á staðn- um. Að loknu borðhaldi með ekta ísl. þorramat sem var í hávegum hafður var dansað til kl. þrjú. Þórhallur sagði móttökur af hálfu íslendinganna ytra hefðu verið eins og best varð á kosið. Hljóðfæraleik- urunum gafst kostur á að taka kon- umar með og við heimkomuna voru allir í skýjunum yfir vel heppnaðri ferð. Auk Þórhalls skipa Sturlaugur Kristjánsson og Kristján Dúi Bene- diktsson hljómsveitina. Miðalda- menn munu spila á dansleikjum vítt og breitt mn landið næstu vikurnar. -ÖÞ Á flugvellinum í Lúxemborg. Frá vinstri: Sturlaugur, Þórhallur, Kristján Dúi, Eyjólfur Hauksson, varaformaður Cargolux, og Hermann Reynisson, form. íslendingafélagsins á staðnum. Myndbandaleikur 904 1750 Taktu þátt í skemmtilegum Myndbandaleik DV með því að hringja í síma 904-1750. Allir sem svara þremur spurningum rétt komast í vinningspottinn og eiga möguleika á glœsilegum og eigulegum vinningum. Vinningar í < Myndbandaleik DV eru: v S Frá Skífunni: / ▼ Stjörnuhliöiö, Úlfur og Arabíunœtur. Frá Sammyndböndum: Leon, Terminal Velocity og Rokna Túli. Frá Háskólabíói: Beethoven 2, Fjögur brúðkaup og jarðarför og Krummarnir. $kP Qðkrr>a* Jf Kru 'x ,7 Vinningar fyrir alla fjölskylduna Myndbandatolkur 9041750 Verö 39,90 mínútan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.