Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þegið eða hafið verra af Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sá til þess í krafti embættis síns að tollstjóri kallaði tollverði á teppið fyrir að segja sannleikann. Tollverðirnir leyfðu sér að hafa skoðun og segja frá henni. Þeir leyfðu sér, í viðtali við DV, að benda á að möguleikarnir á að smygla eiturlyij- um til landsins væru nánast ótakmarkaðir. Fíkniefnavandinn hefur verið í brennidepli og mönn- um svíður sárt að sjá örlög ungmenna sem ánetjast eitr- inu. Verkefni tollvarða er meðal annars að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning flkniefna. Þeir fundu tH van- máttar vegna þess að aðstæður tH toUskoðunar hafa að þeirra mati versnað með árunum, starfsmönnum fækkað og dregið hefur úr fjárveitingum. Starfsmenn toHstjóra leyfðu sér að hafa þá skoðun að vHja stjórnvalda skorti tH þess að herða eftirlit svo ná mætti betri árangri. Þeir bentu á stjómleysi í toUgæsl- unni; skipulag þessara mála væri í molum, ringulreið ríkti og aðgerðir væru ekki samræmdar. Ráðherrann reiddist sannleikanum og lét undirmann sinn, toUstjóra, tukta sína menn. Það á að hræða menn og múlbinda og sjá tH þess að þeir tali ekki aftur. SkUa- boðin eiga að fara víðar. Þegið þið eða hafið verra af eUa. Og ráðherrann viH, í almætti sínu, ráða öðrum heHt en toUvörðunum. í þingumræðu um málið í fyrradag beindi hann máli sínu tH blaðamanna og sagði þá eiga að tala við yfirmenn toHsins ef upplýsingar þyrfti þaðan. Að mati ráðherrans eru aðrir réttlausir. Friðrik Sophusson verð- ur þó að sætta sig við það að hann velur ekki viðmælend- ur fjölmiðla. Fjármálaráðuneytið verður ekki spurt leyfis vHji menn tjá sig um það sem vert er að fjaHa um. Það er hins vegar eðlHegt að bera ófremdarástandið undir yfirmann toUvarðanna og það var gert. ToUstjóri viðurkenndi í DV að starfsmenn toUþjónustunnar hefðu ekki greint rangt frá þótt hann hefði ekki verið sáttur við sannsögli þjóna sinna í samtali við blaðið. Ögmundur Jónasson alþingismaður fékk fjármálaráð- herra tH þess að viðurkenna afskipti sín af þessu máli. Þingmaðurinn taldi þau hneyksli og bæri ráðherra að biðja toUverðina afsökunar. Af viðbrögðum ráðherra í umræðunni er ólíklegt að af því verði. Honum þótti mest um vert að starfsmenn toUsins vissu hvað tU þeirra frið- ar heyrði eins og hann orðaði það. Fjármálaráðherra gefur sér tíma frá fjármálastjórn rík- isins tU þess að ná sér niðri á toUvörðum sem fara í taug- arnar á honum. Þá skiptir ekki máli þótt toUverðirnir hafi aðeins sagt satt eitt og bent á skaðann. Hann gefur sér líka tíma tU þess, sem yfrrmaður skattamála, að úthugsa ráð tU þess að ná skattpeningum af merkjasölubörnum og blaðberum, ungmennum sem hafa tU þess nennu að afla sér vasapeninga. TU þessa hefur ráðherra tíma. Á meðan verða skattayfirvöld, sem heyra beint undir ráðherrann, að almennu athlægi þegar glæpamaður vél- ar tugmiUjónir króna út úr skattkerfmu. Best gengu end- urgreiðslur skattkerfisins þegar reikningarnir bárust beint úr fangaklefa á Litla-Hrauni. Fjármálaráðherra beitti valdi sínu tU þess að reyna að hræða toUverði. TU verksins fékk hann undirmann sinn, toUstjórann. Þessir kerfistoppar eyða tíma sínum iUa og beina spjótum sínum að röngum aðilum. ToUverðir, sem segja sannleikann um smygUeiðir fíkniefna, eru ekki óvinirnir. Það væri nær að styrkja þá og styðja við bak- ið á þeim í erfiðu starfi en hóta þeim beint og óbeint. Timanum væri betur varið með því að eltast við raun- verulega þrjóta. Jónas Haraldsson „Valfrelsi sjúklinga undirstrikar að heilbrigðisþjónustan hlýtur fyrst og síðast að vera fyrir sjúklinga en ekki fyr- ir lækna," segir hér m.a. Ríkisrekin heilsugæsla Mikill meirihluti heilsugæslu- lækna hefur sagt upp störfum hjá ríkinu og krefst skýrrar stefhu í rekstri heilsugæslunnar. Kjörið tækifæri hefur því skapast fyrir stjórnvöld að móta nútímalega stefnu í þessum málaflokki sem tekur m.a. mið af því sem er að gerast með öðrum þjóðum. OECD-ríkin 24 Tvennt er það í þessu samhengi sem vert er að veita athygli hjá öðrum. í fyrsta lagi að markmið þeirra í heilbrigðismálum eru svipuð. Dæmi um markmið eru (1) að lágmarks heilbrigðisþjónusta standi öllum til boða, (2) að greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu ógni ekki efnahag sjúklinga, (3) að það þjónustustig sé valið sem tryggir hámarks heilbrigðisárang- ur og fullnægi sjúklingum við lág- marks kostnað og (4) að valfrelsi sjúklinga sé til staðar. Að þessum markmiðum og fleirum keppa flestar OECD-þjóðir. Valfrelsi sjúklinga undirstrikar að heil- brigðisþjónustan hlýtur fyrst og síðast að vera fyrir sjúklinga en ekki fyrir lækna. 1 öðru lagi að í yfirgnæfandi meirihluta OECD-ríkja er heilsu- gæslan rekin af einkaaðilum, þ.e. af læknum sjálfum, þótt þjónustan sé yfirleitt greidd af hinu opin- bera. Aðeins hér á landi og í Tyrk- landi, Grikklandi, Portúgal, Finn- landi og Svíþjóð er heilsugæslan ríkisrekin. I þessum löndum eru samt sem áður hluti lækna sjálf- stætt starfandi. í Grikklandi og Portúgal tengist stór hluti ríkis- ráðinna lækna einkarekstri. í Sví- þjóð starfar vaxandi fjöldi lækna í einkarekstri utan vinnutíma, en þar í landi eru einnig miklar breytingar í farvatninu. Sam- kvæmt hinu svokallaða Stokk- hólmslíkani, sem hrint var í fram- kvæmd 1992, er áherslan lögð á að skilja heilbrigðisþjónustuna frá fjármögnun hennar. Rekstrar-ein- ingar eru gerðar sjálfstæðar og Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræðingur ar króna. Læknar eru á fostum launum að hluta og fá einnig greitt fyrir unnin læknisverk frá Tryggingastofnun. Engir inn- byggðir hvatar virðast vera að verki sem kalla á hagkvæman rekstur. Aðeins tilmæli um að halda sig innan fjárlaga. Sjálfstætt starfandi heimilis- læknar fá hins vegar einungis greitt frá Tryggingastofnun fyrir unnin læknisverk. Þeir bera fulla ábyrgð á rekstri sínum, ráða starfsfólk og fá umbun sé hagrætt í rekstri. Hér er rétt hvatning til staðar. Umræðan að undanförnu hefur snúist um það að lokið sé við upp- byggingu hinna ríkisreknu heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæð- inu. Getur verið að sú uppbygging muni enn þrengja að þjónustu sjálfstætt starfandi heimilislækna „Aðeins hér á landi og í Tyrklandi, Grikk- landi, Portúgal, Finnlandi og Svíþjóð er heilsugæslan ríkisrekin. í þessum löndum eru samt sem áður hluti lækna sjálfstætt starfandi.“ ábyrgar. Markmiðið er að stuðla að betri nýtingu fjármuna og að styrkja stöðu sjúklinga. Stefnan innan OECD-rikja hefur verið sú að rekstrarleg ábyrgð verði sem mest innan heilbrigðis- geirans. Að hvatning til sparnaðar og hagræðingar sé til staðar. Að sjálfstæðar rekstrareiningar selji hinu opinbera þjónustu sína með þjónustusamningum. Fjölbreyttur rekstur Hér á landi höfum við annars vegar ríkisreknar heilsugæslu- stöðvar og hins vegar lítinn hóp sjálf- stætt starfandi heimilis- lækna. Rúmlega 2/3 af rekstri heilsugæslustöðva er greiddur beint af fjárlögum eða 1,9 milljarð- þg jafnvel ganga af henni dauðri? ísland yrði þar með eina landið í Vestur-Evrópu sem stefndi að al- gjörum ríkisrekstri i heilsugæslu. Muri viturlegra væri að leyfa fjölbreytni í rekstri, í öllu falli hér á höfuðborgarsvæðinu. Leyfa sjálf- stætt starfandi heimilislæknum að eflast og jafnvel að gefa heilsu- gæslulæknum færi á að leigja nú- verandi heilsugæslustöðvar og vinna á svipuðum forsendum og sjálfstætt starfandi læknar. Fá rök eru fyrir því að stefnt sé í þveröf- uga átt við hinn vestræna heim. Ejölbreyttur rekstur ýtir undir betri nýtingu fjármuna, sjálfstæði lækna og þjónustulund við al- menning. Jóhann Rúnar Björgvinsson Skoðanir annarra Lífeyrismál ríkisstarfsmanna „Löngu er tímabært að taka á lífeyrismálum rík- isstarfsmanna. Eins og staðan er í dag gefur ríkið einfaldlega út óútfyllta ávísun um framtíðarskuld- bindingar, án þess að gera eðlilega ráð fyrir því hvernig greiða skuli fyrir . . . Breytingar á lífeyris- sjóði ríkisstarfsmanna - hversu nauðsynlegar sem þær annars kunna að vera - verða ekki að veruleika án þess að Alþingi gangi á undan með góðu fordæmi. Annað væri siðblinda." Úr forystugrein Alþbl. 22. febr. Niðurbrot kirkjunnar „Niðurbrot kirkjunnar tekur á sig nýjar myndir, og stórfurðulegur er sá hráskinnaleikur sem stjórn Prestafélagsins og siðanefnd sama safnaðar leikur vegna mála, sem formaður nefndarinnar endurtekur í síbylju að henni komi ekkert við. Eftir hvaða siða- reglum er farið og af hvaða hvötum prestarnir eru að japla á fornum ávirðingum, sönnum, ímynduðum eða upplognum, má guð einn á himnum og þeir sjálf- ir vita . . . En hugga má sig við það að í guðstrúnni er alltaf einn fastur punktur: Vegir guðs eru órann- sakanlegir." OÓ í Tímanum 22. febr. Ríkisrekin apótek? „Ef á annað borð er talið nauðsynlegt að reka ap- ótek innan spítala er eðlilegt að bjóða aðstöðu til reksturs þeirra út og leigja þá aðstöðu hæstbjóð- anda. Það má telja víst, að apótek, sem rekið er inn- an spítala, hafi sérstaka aðstöðu til þess að komast í samband við viðskiptavini. Þess vegna má telja lík- legt, að margir verði til að bjóða í þá aðstöðu og leigugjaldið myndi þá renna til viðkomandi sjúkra- húss.“ Úr forystugrein í Mbl. 22. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.