Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 Afmæli Jón Ólafsson Jón Ólafsson, fyrrv. útibússtjóri Samvinnubankans á Selfossi, Fag- urgerði 5, Selfossi, er áttræður i dag. Starfsferill Jón fæddist i Fagradal í Mýrdal og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hann var tvo vetur í bama- skóla í Vík og einn vetur í ung- lingaskóla þar, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1938-39 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1939-40. Jón var þrjár vertíðir í Vest- mannaeyjum 1935-37, var í kaupa- vinnu í Mývatnssveitinni 1938, réðst til Kaupfélags Ámesinga 1941 og var þar lengst af skrif- stofumaður til 1970, var útibús- stjóri Samvinnubankans í Vík 1970-81 og útibússtjóri Samvinnu- bankans á Selfossi 1981-86 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Jón kvæntist 9.9. 1944 Ólöfú Ámadóttur, f. 31.1.1920, húsmóð- ur. Hún er dóttir Áma, b. á Odd- geirshólum, Ámasonar, og k.h., Elínar Briem Steindórsdóttur frá Hruna, húsfreyju. Böm Jóns og Ólafar era Stein- gerður, f. 10.4. 1945, skólaritari á Selfossi, gift Örlygi Karlssyni, að- stoðarskólameistara við FS, og eiga þau þrjú böm; Ólafúr, f. 13.5. 1946, stundar útflutningsverslun á fiski, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm; Ámi Heimir, f. 24.4.1950, líffræð- ingur og menntaskólakennari við MR, búsettur í Reykjavík; Kjart- an, f. 20.11.1952, rafmagnsverk- fræðingur og starfsmaður hjá Pósti og síma, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Takako Inaba, stærðfræðingi og tölvusérfræðingi hjá Byggðastofnun og Fram- kvæmdastofnun; Skafti, f. 6.5. 1956, tölvuforritari hjá Philips í Kaupmannahöfn, en kona hans er Bente Nielsen bankastarfsmaður og eiga þau þrjú böm. Systkini Jóns era Sólveig, f. 1918, húsfreyja að Fossi í Mýrdal og ekkja eftir Sigursvein Sveins- son, b. að Norður-Fossi í Mýrdal; Guðríður, f. 1919, d. 1984, húsmóð- ir i Vestmannaeyjum, var gift Pétri Sigurðssyni sjómanni; Guð- flnna Kjartanía, f. 1923, húsmóðir í Vestmannaeyjum, var fyrst gift Inga Stefánssyni, sem lést fyrir mörgum ámm, en seinni maður hennar er Erlendur Stefánsson netagerðarmeistari; Jakob, f. 1928, verkamaður í Vík i Mýrdal, kvæntur Elsu Pálsdóttur húsmóð- ur frá Litlu-Heiði; Óskar, f. 1931, menntaskólakennari á Laugar- vatni, kvæntur Margréti Gunnars- dóttur húsmóður frá Vatnsskarðs- hólum í Mýrdal. ForeldrEir Jóns vora Ólafur Ja- kobsson, f. 3.3. 1895, d. 1985, bóndi í Fagradal, og k.h., Sigrún Guð- mundsdóttir, f. á Heiðarseli á Síðu 29.10. 1894, húsfreyja í Fag- aradal en nú búsett á elliheimil- inu í Vik í Mýrdal. Ætt Ólafúr var bróðir Guðrúnar, móður Orms Ólafssonar sem hef- ur verið formaður Kvæðamanna- félagsins Iðunnar. Ólafur var son- ur Jakobs, b. í Skammadal í Mýr- dal, Þorsteinssonar, b. í Skamma- dal, Jónssonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Jakobsdóttir, b. á Fjósum í Mýrdal, ÞorsteinssonEir og k.h., Karítasar, systm- Þor- steins, langafa Einars, foður Er- lends, fv. forstjóra SÍS. Karítas var dóttir Þorsteins, b. á Vatns- skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfsson- ar. Móðir Ólafs var Sólveig Brynj- ólfsdóttir, b. í Suður-Hvammi í Mýrdal, Brynjólfssonar og k.h., Sigriðar Halldórsdóttur. Sigrún er dóttir Guðmundar, sjómanns á Eyiarbakka og í Garði og loks í Vestmannaeyjum, Jónssonar, b. á Reyni í Mýrdal, Jón Ólafsson. Símonarsonar, b. i Jórvík í Álfta- veri, Jónssonar, b. á Kirkjubæjar- klaustri og í Hlíð í Skaftártung- um, Magnússonar. Móðir Símonar var Guðríður Oddsdóttir. Móðir Jóns á Reyni var Guðrún Páls- dóttir. Móðir Sigrúnar var Guð- ríður Ásrímsdóttir, b. í Heiðarseli í Meðallandi. Jón og Ólöf taka á móti gestum á Hótel Selfossi í dag milli kl. 18.00 og 21.00. Ólafsson Guðjón Ólafsson, fyrrv. bóndi á Blómsturvöllum í Skaftárhreppi, nú búsettur að Núpum i sömu sveit, er áttræður í dag. Starfsferill Guðjón fæddist á Blómsturvöll- um og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf í foreldrahúsum. Á unglingsárunum stundaði hann m.a. verkamannastörf í Reykja- vík, var vinnumaður á Hriflu í Þingeyjarsýslu einn vetur og starfaði á Kirkjubæjarklaustri um skeið. Þá vann hann hjá bróður sínum á Prestbakka um skeið. Guðjón stundaði búskap að BlómsturvöOum að meira eða minna leyti frá unglingsárum, ásamt móður sinni og bróður, var þar síðan búandi, ásamt bróður sínum og systur, en bjó þar einn síðustu árin og þar til í fyrra er hann seldi jörðina og flutti Eilfar- inn til systur sinnar að Núpum. Fjölskylda Guöjón er yngstur sex systkina en hann á nú eina systur á lífi, Þórdísi, f. 1913, húsfreyju á Núp- um, ekkju eftir Sigmund Helga- son, bónda þar. Systkini hEins sem látin em, vom Guðlaugur, f. 1898, hóndi á Blómsturvöllum og á Prestbakka; óskirður drengur, f. 12.1. 1900, d. 19.1. s.á; Elín Ólöf, f. 1901; Margrét Jónína, f. 1904. Foreldrar Guðjóns voru Ólafur Filippusson, b. á Blómsturvöllum, og k.h., Guðríður Þórarinsdóttir húsfreyja. Ætt Ólafur var sonur Filippusar, b. á Keldunúpi, Daníelssonar, og El- inar Bjamadóttur. Guðríður var dóttir Þórarins, b. á Seljalandi, bróður Vigfúsar, b. á Sólheimum, afa Þorbjöms Helga- sonar á Borg, afa Jóhannesar Helga. Vigfús var einnig afi Sig- urðar, föður Högnu, arkitekts i París, og afi Kristínar, móður Bjama Kristjánssonar, rektors Tækniskóla íslands. Þórarinn var sonur Þórarins, b. á Seljalandi, Eyjólfssonar. Móðir Þórarins Þór- arinssonar var Guðríður Eyjólfs- dóttir, b. á Ytri-Sólheimum, Alex- anderssonar. Móðir Guðríðar Eyj- ólfsdóttur var Guðríður Sigurðar- dóttir, prests í Eystri-Ásum, bróð- ur séra Böðvars í Holtaþingum, fööur Þorvalds, prests og skálds í Holti, foður Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Systir Þuríðar var Hólmfríður, amma Jóns Krabbe, afa Stens Krabbe, stjóm- arformanns skipafélagsins Nor- den. Hálfsystir Þuríðar og Hólm- fríðar var Kristín, móðir Ólafs, prófasts og alþm. á Melstað, foður Páls, prófasts og alþm. í Vatns- firði, afa ÞórðEir Þorbjamarsonar, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, foður Þórðar Þor- bjamarsonar borgarverkfræðings. Sigurður, prestur á Eystri- Ásum, var sonur Presta-Högna á Breiða- bólstað, Sigurðssonar. Guðjón Ólafsson. Móðir Guðríðar Þórarinssonar var Margrét Guðlaugsdóttir, b. á Fossi og á Þverá, Guðmundssonar og Ambjargar Eiriksdóttur. Fréttir Bændaskólinn á Hólum: Útlendingarnir sækja á hrossaræktarbrautina Hl hamingju með afmælið 23. febrúar Tvær útlendar að koma úr reiðtúr á Hólum. DV, Fljótum: í vetur stimda 11 útlendingar nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og eru allir á hrossarækt- arbraut. Alls em 32 nemendur í skólanum í vetur. Átta em á fiskeldisbraut og virðist áhugi á fiskeldi hafa glæðst á ný en 1993-4 var enginn á fiskeldisbrautinni. Tveir eru í almennu búfræðinámi og 22 á hrossaræktarbraut. Hrossin virðast sem fyrr draga til sín flesta nemendur Útlendingar hafa aldrei áður ver- ið með jafn hátt hlutfall af nemend- Erfidrykkjur Höfum sali til leigu og sjáum um erfidiykkjur. HÓTELÍSnND 5687111 um skólans og nú en 1989 byrjuðu þeir að sækja Hóla. Eins og áður em það stúlkumar sem koma að utan en í vetur er þó einn piltur frá Noregi í hópnum. Fyrsti erlendi karlmaðurinn sem stundar nám við skólann. Að sögn Valgeirs Bjarnasonar yfirkennara em erlendu nemend- umir yfirleitt búnir að dvelja hér á landi einhvem tíma, oftast á sveitabæjum, og vinna við og um- gangast hross. Sumir hafi verið með íslensk hross í sínu heima- landi og það vakið áhugann. Val: geir segir það kröfu frá skólanum að fólk hafi náð nokkru valdi á ís- lensku áður en það fær inngöngu því kennslan fer öll fram á ís- lensku. Það em einkum Norður- landabúar sem sækja í Hóla, einnig Hollendingar, Þjóðveijar og Sviss- lendingar. -ÖÞ 85 ára Guðlaug Bjamadóttir, Mávahlíð 22, Reykjavík. 75 ára Guðrún Geirsdóttir, Leifsstöðum, Austur-Landeyja- hreppi. Þórður Sigurðsson, Laufvangi 2, Hafnarfirði. 60 ára Jón Ingi Sigurjónsson, Túngötu 63, Eyrarbakka. Elín Rósa Valgeirsdóttir, Miklaholti II, Eyja- og Miklaholts- hreppi. 50 ára Gunnar Tryggvason, Tígulsteini, Mosfellsbæ. Steinþóra Jónsdóttir, Hringbraut 87, Reykjavik. Lilja G. Jóhannsdóttir, Funafold 6, Reykjavik. 40 ára Hörður Arason, Maríubakka 24, Reykjavík. Jóna Soffla Þórðardóttir, Efra-Langholti, Hrunamanna- hreppi. Ásdis Þuríður Garðarsdóttir, Garðabraut 6, Akranesi. Emma Hinrika Sigurgeirsdótt- ir, Vestmannabraut 63A, Vestmanna- eyjum. Sigurður Ingi Ólafsson, Höfðavegi 36, Vestmannaeyjum. Heiðar Sigurbjömsson, Rofabæ 45, Reykjavik. Sóley Magnea Magnúsdóttir, Miðhúsum 4, Reykjavík. Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Móasíðu 3C, Akureyri. Valur Skarphéðinsson, Þemunesi 11, Garðabæ. Hermann Gunnar Jónsson, Lyngbergi 9, Þorlákshöfh. Anna Jóna Vlðisdóttir, Lönguhlíð 11, Reykjavík. Dóra Bima Jónsdóttir, Selsvöllum 5, Grindavík. Vilhjálmur H. Guðmundsson, Efstasundi 97, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.