Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Side 15
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 15 Lesa unglingar íslendinga sögurnar sér til óbóta? I umræðunni mn tengsl ofbeldis og ofbeldismynda er oftast horft fram hjá upplýsingum um að meiðslamynstrið við áverka frá öðrum „á íslandi og í öðrum vel- ferðarlöndum" hefur gerbreyst á síðustu árum. Fjöldi alvarlegra áverka tvöfaldaðist á Reykjavíkur- svæðinu á árunum 1987-1994. Hvar lærir unga fólkið linnulaus- ar barsmíðar og að sparka i liggj- andi fólk í viðkvæmustu líffæri mannslíkamans? í ofanálag fjölgar tilefnislausum árásum. Menn full- yrða að kennsluefnið sé líklega komið úr íslendingasögunum! Sem dæmi eru nefnd víg Þor- geirs Hávarðarsonar er hann hjó mann við götuna vegna þess að hann stóð vel til höggsins og augn- krækja Egils á Borg í veislunni góðu. Á. unglingsárum mínum þótti þetta framferði ekki til eftir- breytni, enda ekki haft fyrir ung- lingum. Ég efast um að unglingar lesi íslendingasögumar sér og öðr- um til óbóta - reyndar lesa ung- lingar yfirleitt ekki íslendingasög- urnar nú til dags. Kjallarinn Ólafur Ólafsson landlæknir brögð við vandamálum seinna á lífsbrautinni. Talið er að allt að 15% barna og unglinga er horfa á ofbeldismyndir sýni merki um mikla árásarhneigð og rúm 35% verða fyrir nokkrum. (Media Effects and Byond. Routledge, London, 1993/Mediavold Barn och unga, Stockholm, 1995.) Niðurstaða Margt bendir til þess að áhorf barna og unglinga á ofbeldismynd- ir í sjónvarpi og af myndböndum sé sterkur samverkandi þáttur í þessu framferði. Unglingar læra þannig óæskilegar aðferðir til lausnar á vandamálum. Bömum og unglingum sem alin eru upp við lélegan stuðning heima fyrir og bága félagslega aðstoð er hætt- ara en öðrum við að fylla þann „Meðal barna á aldrinum 5-11 ára vekja ofbeldismyndir oft kvíða og árásargirni hjá sumum. Fjöldi eldri barna skynjar samhengið og lærir að leysa vandamálin á þann hátt er þau verða vitni að.“ ára vekja ofbeldismyndir oft kvíða og árásargimi hjá sumum. Fjöldi eldri barna skynja samhengið og lærir að leysa Vcmdamálin á þann hátt er þau verða vitni að. Þessar myndir geta fest í hugarfylgsnum þeirra og mótað hegðun og við- Tíðni alvarlegra meiðsla vegna ofbeldis hefur tvöfaldast á Reykja- vikursvæðinu frá 1987. Meiðsla- mynstrið hefur gerbreyst en mikið ber á barsmíðum og spörkum í höfuð, kvið, kynfæri og liggjandi fólki er ekki hlíft. flokk, enda mestar líkur til þess að þau horfi á þessar myndir ein. - Tími er kominn til að beita heilbrigðri skynsemi og draga úr ofbeldismyndasýningum. Ólafur Ólafsson Föst í hugarfylgsnum Námskeiðsþátttaka örfárra í austurlenskri bardagalist er af sumum rökræðumönnum talin vera meinvaldurinn en á þeim námskeiðum leggja menn áherslu á siðlegt framferði og drenglyndi! Margir skrifa reikninginn á vímuefnaneyslu unglinga, og þá sérstaklega bjórdrykkju, og vissu- lega er eitthvað til í því, en ölvað fólk hefur áður slegist á íslandi án þess að beita stórfelldum mis- þyrmingum. Þess ber þó að geta að ólögleg vímuefnaneysla meðal ungs fólks var líklega meiri á ár- unum 1970-1975 og þá bar minna á þessum ofbeldisverkum en í dag. Nei, flest bendir til þess að fjölg- un ofbeldismeiðsla og gerbreytt slysamynstur hafi aðallega komið í kjölfar fjölgunar sjónvarpsrása og myndbandavæðingar eftir 1985. Hundruð rannsókna hafa verið gerðar til þess að rannsaka þessi tengsl. Þetta eru mjög erfiðar rannsóknir. Ef skoðaðar eru yfir 100 rannsóknamiðurstöður sem uppfylla kröfur um ströngustu rannsóknartækni og ekki eru greiddar af sjónvarpsstöðvum kemur eftirfarandi í ljós: Meðal barna á aldrinum 5-11 ölvað fólk hefur áður slegist á íslandi án þess að beita stórfelidum misþyrmingum," segir Ólafur m.a. í grein Smáþjóðaleikarnir - og nýju fötin keisarans Lesandi góður. Nú er svo komið að Sundsamband íslands sér sér ekki fært að standa aö sundkeppni smáþjóðaleikanna sem halda á hér á landi í maí á næsta ári. Ástæðan er sú að engin sundlaug er til sem nálgast það að standast þær al- þjóðlegu kröfur sem gerðar eru til slikra lauga. Á íslandi eru til tvær laugar sem hugsanlega væri hægt að „dubba upp“ og halda sundkeppn- ina í. Önnur er í Vestmannaeyjum og hin á Keflavíkurflugvelli. Svo væri hægt að fá lánaöa boðlega að- stöðu hjá frændum vorum í Fær- eyjum. Sundhöllin Allt tal manna um að Sundhöll- in í Reykjavík sé Vcdkostm: til að halda þessa leika í er út í hött. Mannvirkið er byggt upp úr 1930, er bam síns tíma og er friðað. Sundhöllin hefur verið látin duga sundmönnum lengur en Melavöll- urinn og Hálogaland var látið duga öðrum íþróttagreinum. Enginn íslendingur mundi láta sér detta í hug að bjóða til alþjóð- legrar íþróttakeppni á „Melavell- Kjallarinn Brynjólfur Jónsson situr í stjórn sunddejldar Ármanns og SSÍ inum“ árið 1997. Og enginn íslend- ingur mundi láta sér detta í hug að bjóða til alþjóðlegrar keppni á „Hálogalandi“ ef þessi mannvirki væru enn þá uppistandandi. En getur það verið að ólympíunefnd íslands hafl hugsað sér að bjóöa til alþjóðlegrar sundkeppni í Sund- höllinni við Barónsstíg árið 1997?! Því vil ég ekki trúa. Það væri mun raunhæfara, en engu að síður út í hött, að halda sundkeppni smáþjóðaleikanna á Keflavíkurflugvelli. Því fær ég ekki skilið hvað ólympíunefnd gengur til þegar hún sækir um undanþágu til að fá að halda sund- keppni leikanna í 25 metra innilaug. Það er ekki einu sinni til nothæf 25 metra innisundlaug! Sundforystan hefur tekið þá stefnu að standa ekki berrössuð fyrir framan alþjóð og erlenda gesti á smáþjóðaleikum eins og keisarinn í ævintýrinu um nýju fötin keisarans. Loforð Reykjavíkurborgar Á síðasta ári var sundhreyfmg- unni lofað af Reykjavíkurborg að byggð yrði löggild 50 metra inni- sundlaug til að keppa í á smá- þjóðaleikunum. Það loforð var svikið eins og ótal mörg önnur sama efnis. Ástæðan sem fram kom í máli borgarfulltrúa, bæði meiri- og minnihluta, var að „eng- inn þrýstingur væri á málinu". Hvar var ólympíunefnd? Hvar var forysta ÍSÍ? Hvað varð um öll lof- orð núverandi meirihluta og minnihluta hjá Reykjavíkurborg? Hafi ólympíunefnd, stjómmála- menn eða aðrir áhuga á þvi á smá- þjóðaleikunum að leika keisarann í ævintýrinu um nýju fötin keisar- ans er þeim það fullkomlega frjálst, en sundforustan tekur ekki þátt í því. Brynjólfur Jónsson „Hvar var ólympíunefnd? Hvar var for- ysta ÍSÍ? Hvað varð um öll loforð núver- andi meirihluta og minnihluta hjá Reykjavíkurborg?“ Meö og á móti Mega slökkviliðsmenn sjálfkrafa sækja fundi í vinnutíma? Guðmundur Vignir Óskarsson, for- maður Landssam- bands slökkvillðs- manna. Taka verður mið af aðstæðum „í samkomu- lagi fjármála- ráðherra og Landssam- bands slökkvi- liðsmanna seg- ir meðal ann- ars að trúnað- armenn og stéttarfélög geti haldið vinnustaða- fundi, enda séu slíkir fundir ekki til verulegs ónæðis fyrir starfsemi eða þjónustu viðkom- andi stofnunar. Fram til þessa hafa sambærilegar reglur verið í gildi gagnvart Reykjavíkurborg. Almenna reglan er sú að reyna að halda fundi'í kaffitím- um eða lok vinnudags þannig að sem minnstu ónæði valdi. Að- stæður geta þó verið þannig, til dæmis hjá vaktavinnuhópum í þjóðfélaginu, að aldrei sé um lok vinnudags beinlínis að ræöa því að vinnutíminn standi allan sól- arhringinn. Taka veröur mið af þessum aðstæðum. í umræddu tilfelli höfðu slökkviliðsmenn á vakt fengið leyfi yfirmanns vaktarinnar. Alltaf lá ljóst fyrir að fullkomins öryggis yrði gætt eins og alltaf. Öryggi borgarbúa er aldrei betur tryggt en þegar jafn margir slökkviliösmenn eru saman komnir á einum stað. Það lá ekki til grundvallar við höfnun slökkviliðsstjóra. í nútíma stjórnun er áhersla lögð á að sjónarmið starfsmanna skili sér í ákvarðanatöku stjóm- enda. Það hefur minnkað inn- byrðis átök á norrænum vinnu- stöðum. Efnt var til fundar slökkviliðsmanna til að að koma sjónarmiðum þeirra á fram- færi.“ Sigrún Magnús- dóttir borgarráös- fulltrúl. Verða að sækja um leyfi Slökkviliðs- menn fóru án þess að biðja um leyfi í vinnutíma. Það er útilok- að, alveg sama hvaða starfs- stétt það er. Mér finnst það heilög skylda að ræða við sinn yfirmann og fá leyfi til þess að sækja fund. Það er þá kannski hægt að skipuleggja það þannig að ekki yfirgefi allir starfsmenn svæðið. Það kom fram þegar þetta var rætt í borgarráði að slökkviliðs- menn hefðu ekki fengið leyfi. Um það snerist málið. Þama stangast pínulítið á orð Guð- mundar Vignis og slökkviliðs- stjóra um aðdragandann að þess- ari sérstöku deilu. En vitaskuld er ekki hægt að hefta fólk, hvort sem það er vaktavinnufólk eða annað, í að sækja fundi af hvaða toga sem er og ég tala nú ekki um fundi sem snerta starf þess. Lýðræðið í okkar landi er það að menn geti sótt málefnafundi. Þaö vil ég heldur ekki brjóta. Ég vil halda jafh mikinn vörð um það eins og hitt atriðið, að menn sæki um leyfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.