Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 30
Afmæli MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 DV Svavar Árnason Svavar Árnason vélstjóri, Hofs- vallagötu 16, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Svavar fæddist í Úraníu á Borg- arfirði eystra og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann fór ungur til sjós og reri fjögur sumur á opnum árabátum frá Borgarfírði eystra. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Seyðisfjarðar 1929 þar sem hann stundaði áfram sjó- mennsku. Svavar lauk hinu minna mótornámskeiði Fiskifé- lagsins á Seyðisfirði' 1930 en lauk hinu meira mótornámskeiði í Reykjavík 1940. Áuk þess að vera á bátum frá Seyðisfirði var hann á bátum frá Norðfirði og á vertíðum í Vest- mannaeyjum og á Hornafirði. Svavar flutti til Reykjavíkur 1939 og var þar vélstjóri á togur- um og auk þess vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni í tvö ár og á togara frá Bíldudal í eitt ár. Þá var hann vélstjóri hjá Hraðfrysti- stöð Reykjavíkur um skeið. Hann starfaði einnig hjá Landssmiðj- unni og Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Fjölskylda Svavar kvæntist 19.2. 1944 Ástu Þorláksdóttur, f. 2.3. 1909. Hún var dóttir Þorláks Jónssonar, bónda og verkamanns á Hvammstanga, og k.h., Sæunnar Kristmundsdótt- ur húsfreyju. Dóttir Svavars og Ástu er Ástríður Svala, f. 5.8.1944, fóstra í Reykjavík, gift Sigurði Vilhjálms- syni, bílstjóra og kafara, og eiga þau tvær dætur. Sonur Svavars frá því áður er Ingvi, f. 23.1. 1934, járnsmiður á Seyðisfirði og starfsmaður Síldar- verksmiðju ríkisins, kvæntur Huldu Gunnþórsdóttur húsmóður og eiga fjögur börn. Systur Svavars: Þuríður, f. 3.7. 1912, húsmóðir í Reykjavík; Mar- grét Lilja, f. 24.2. 1918, lengst af húsmóðir í Neskaupstað, nú ekkja í Reykjavík; Anna Olafía, f. 4.4. 1924, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík. Foreldrar Svavars voru Árni Sigurðsson, f. á Eyvindará á Hér- aði 14.8. 1886, d. 25.4. 1937, út- vegsb. i Úraníu, og k.h., Lára Stef- Svavar Árnason. ánsdóttir, f. í Borgarfirði eystra 14.7. 1885, d. 1976, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 11. mars 80 ára Þorbjörg Eiríksdóttir, Staffelli, Fellahreppi. Ósk Ólafsdóttir, Skipasundi 21, Reykjavík. Óskar Helgason, Lindasíðu 4, Akureyri. 70 ára Kristján Júlíusson, Búlandi 23, Reykjavík. Páll Lúðvíksson, Álfheimum 25, Reykjavík. Ámi S. Ólason, Víðifelli, Hálshreppi. Kristín Marteinsdóttir, Valsmýri 1, Neskaupstað. 60 ára_______________________ Jens Ólafsson, Hlíðartúni 1, Höfn í Hornafirði. Sigríður Siguröardóttir, Gnúpum, Aðaldælahreppi. Hildegard K. Frímannsson, Efstahjalla 23, Kópavogi. 50 ára Guðrún Sigurðardóttir, Laugavöllum 11, Egilsstöðum. Kristín Steinsdóttir, Vesturgötu 160, Akranesi. Fríða Guðjónsdóttir, Réttarholti H, Borgarbyggð. Þórunn Ásgeirsdóttir, Hnotubergi 29, Hafnarfirði. Magnús Bergmann Jónasson, Engjaseli 69, Reykjavík. 40 ára__________________________ Katrín Helga Ándrésdóttir, Reykjahlíö, Skeiðahreppi. Brynja K. Kristjánsdóttir, Kambaseli 46, Reykjavík. Þórmar Ragnarsson, Ljósheimum 12A, Reykjavik. Karitas Sigurlaugsdóttir, Njörvasundi 22, Reykjavík. Sigurást Aðalheiður Baldursdóttir, írabakka 12, Reykjavik. Inga Brynjólfsdóttir, Hlégerði 25, Kópavogi. Bjöm Emil Traustason, Kirkjubraut 59, Höfn í Homafirði: Ása Ólafsdóttir, Skógarási 6, Reykjavík. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- _______irfarandi eignum:______ Fálkagata 34, íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. db. Hafsteinn B. Hall- dórss., gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00.______________ Hamraberg 38, þingl. eig. Gunnlaug- ur Valtýsson, gerðarbeiðandi Lands- banki Islands, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00._______________ Hellusund 6a, þingl. eig. Vilhjálmur Knudsen Ósvaldsson, gerðarbeið- endur fjármálaráðuneyti, Gjaldheimt- an í Reykjavík, Landsbanki íslands, Bankastræti, Manni hf.- Myndbanda- vinnslan og Samvinnusjóður íslands hf., föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00.________________________ Hjallasel 43, þingl. eig. db. Áslaug Benjamínsd., gerðarbeiðandi Víðir Þorgrímsson, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00._______________ Kringlan 41, þingl. eig. Helga Bjarna- dóttir og Tómas Andrés Tómasson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00. Skildinganes 18, þingl. eig. Þórunn Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00.__________ Skólavörðustígur 14, 2. hæð, merkt 0201, þingl. eig. Þorsteinn Kristjáns- son, gerðarbeiðandi Kjartan Reynir Ólafsson, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00.____________________ Vífilsgata 15, íbúð á 2. hæð, geymsla í kjallara og ris m.m., þingl. eig. Mar- rét Hákonardóttir og Eyjólfur Jó- annsson, gerðarbeiðendur Húsa- smiðjan hf., Landsbanki fslands, Austurbæjar, og Tollstjóraskrifstofa, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00. Þingholtsstræti 4, ásamt tilheyrandi eignarlóð, þingl. eig. Hellisheiði hf., gerðarbeiðandi Marksjóðurinn hf., föstudaginn 15. mars 1996 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri ________sem hér segir:________ Hólmgarður 39, neðri hæð, þingl. eig. Guðni S. Þórisson, gerðarbeið- andi L.í. eignarleiga, föstudaginn 15. mars 1996 kl. 15.30.__________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Fréttir Sjónvarpsstöðvarnar rugla hver aðra: Ástæðan rakin til magnara í heimahúsum Nokkuð hefur verið um að fólk hafí kvartað vegna þess að það nær ekki sendingu Stöðvar 3 óbrenglaðri og sjái stillimynd i gegnum myndina hjá sér. Þegar haft var samband við Þórarin Ágústsson hjá Stöð 3 sagðist hann kannast við vandamálið. „Við höfum fengið kvartanir frá fólki í Kópavogi og fórum og mældum á tveimur stöðum þar sem sannað þótti að þessi tvö merki blönduðust, okkar mynd og nýja stillimynd fjölvarpsins hjá Stöð 2, og komumst að því að ástæðan liggur í tækjabúnaði fólksins sjálfs. Þetta er vandamál með magnara og menn þurfa að stilla þá upp á nýtt. Þessi rás hef- ur ekki verið í notkun og nú er búið að setja magnarakerfi víða í bænum og stilla þannig að menn séu með þokkaleg merki á öllum stöðvum. Þegar aukarás kemur síðan inn þarf væntanlega að stilla magnarana upp á nýtt,“ segir Þór- inn. Hann segir enga ástæðu til þess að ætla að sendir Stöðvar 3 sé rangt staðsettur og orsaki þessa truflun. -sv Vestmannaeyjar: Veiðar- færi seld til írlands DV, Vestmannaeyjum: Þrjú tonn af veiðarfærum voru send til írlands frá Netagerðinni Ingólfí í Eyjum í síðustu viku. Það er fyrsti útflutningur fyrirtækisins sem eitthvað kveður að og er árang- ur af samstarfi netagerðarinnar við Swan Net á írlandi. Er vonast til að þetta sé aðeins upphafið. Birkir Agnarsson framkvæmda- stjóri segir að í þessari sendingu hafi veriö belgir og pokar á flottroll sem fara í þýskan togara á írlandi. „Við komum td með að framleiða alla poka og belgi á flottroll til karfaveiða sem Swan Net selur í framtíðinni. Menn gera sér vonir um að þarna verði mikill vaxtar- broddur í rekstri fyrirtækisins og verður því mætt með fjölgun starfs- manna. I dag vinna hér 22 menn en ætlunin er að fiölga þeim í 30 og við höfum m.a. auglýst eftir nemum," sagði Birkir. Landsliðsmarkvörðurinn í handboltanum, Sigmar Þröstur, vinnur í neta- gerðinni. DV-mynd ÓG Greining á salmonellu: Greinist á sólarhring með fljótvirkari búnaði „Öryggi í matvælaiðnaði er stööugt vaxandi áhyggjuefni. Til að tryggja nægjanlegt öryggi í mat- vælaiðnaði, sérstaklega nú þegar öll matvælafyrirtæki eru farin að vinna eftir viðurkenndum gæða- kerfum, er þörf á hraðvirkum mæliaðferðum á salmonellu og fleiri örverum mun brýnni en áður,“ segir í fréttatilkynningu frá FTC á íslandi. Fyrirtækið flytur inn frá Vicam í Bandaríkjunum tæki og búnað fyrir rannsóknarstofur. Þar á með- al er búnaður til að greina salmon- ellu á skemmri tíma en áður hefur verið hægt, eða minna en einum sólarhring. Vicam-aðferðin við að greina salmonellu er tiltölulega einföld, en sérstakar segulagnir þaktar mótefnum bindast salmonellubakt- eríum úr sýninu. Segulagnirnar eru síðan greindar frá og settar í ræktun í sérstakri skál með æti fyrir salmonelluna. Greiningin tekur öll innan við sólarhring. Þau fyrirtæki sem hafa aðstöðu til rannsókna geta sjálf greint salmonellu með búnaðinum en auk þess geta rannsóknarstofur sem ráða yfir þessum búnaði boð- ið upp á mjög skjóta þjónustu. Með hefðbundnum aðferðum og búnaöi fást niðurstööur eftir mun lengri tíma. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.