Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Page 2
2
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
Deilurnar um aö færa Borgarfjarðarbraut blossa upp aftur:
Það leggur jörðina í;
eyði að færa veginn
- illgirni og öfund manna í minn garö, segir Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi
„Þingmenn Vesturlands og tals-
menn Vegagerðarinnar komust að
samkomulagi þann 7. mars síðast-
liðinn um að veglínan á Borg-
arfjarðarbraut, frá Varmalæk að
Kleppjárnsreykjum, yrði ekki færð
yfir túnin mín eins og til stóð. Þess
í stað verði núverandi vegur lag-
færður og sparaðar með því allt að
70 milljónir króna miðaö við að
færa hann.
Þegar þessi niðurstaða lá fyrir
urðu hér nokkrir aðilar til þess að
fá Ingibjörgu Pálmadóttur, heil-
brigðisráðherra og fyrsta þingmann
Vesturlandskjördæmis, til að hætta
við þessa lausn málsins sem samið
var um 7. mars. Þess í stað skuli
haldið áfram með og stefnt að því að
færa veginn yfir túnin mín. Fyrir
utan aö malbika þau þá mun vegur-
inn klippa á milli túna og beitar-
haga og húsanna á bænum.
Þeir aðilar sem fengu heilbrigðis-
ráðherra til að beita sér fyrir þessu
hafa beitt sér fyrir því lengi að veg-
urinn yrði lagður yflr túnin mín og
þau malbikuð. Afstaða þeirra ræðst
af illgimi og öfund í minn garð
vegna velgengni og uppbyggingar
hér,“ segir Jón Kjartansson, bóndi á
Stóra- Kroppi, í samtali við DV.
Hinar langvarandi deilur sem
verið hafa um þessa vegalagningu
og menn héldu að sátt hefði náðst
um hafa nú blossað upp aftur.
Þeir sem hafa viljaö færa veginn
frá núverandi vegarstæði og yfir
túnin á Stóra-Kroppi hafa nú hafíð
undirskriftasöfnun í hreppnum til
að fá úr því skorið hvort meirihluti
hreppsbúa styður Jón Kjartansson í
þessu máli eins og haldið er fram.
Þorvaldur Pálmason i Árbergi
hefur kært þessa undirskriftasöfn-
un til sýslumanns og segir hana
varöa við lög. Um sé að ræða fölsun
í texta.
Jón Kjartansson fullyrðir að ef
vegurinn verði lagður yfir túnin á
Stóra- Kroppi verði jörðin lögð í
eyði, slík sé umferðin þama yfir
sumarið.
„Núverandi vegarstæði var valið
af Vegagerðinni fyrir 50 árum. Öll
uppbygging á Stóra-Kroppi, fram-
ræsla, ræktun, girðingar og mann-
virki, hefur miðast við núverandi
veg og staðsett með það fyrir augum i
að þarna væri framtíðarvegur. Þess
vegna leggst jörðin í eyði verði veg-
urinn lagður yfir túnin,“ sagði Jón )
Kjartansson.
-S.dór
Stuttar fréttir
Aukið lánshæfi
Bandaríska matsfyrirtækið
Standard & Poors hefin; hækk-
að mat sitt á lánshæfi íslands.
Samkvæmt RÚV hækkar ein-
kunn landsins á erlendum lang-
tímaskuldbindingum úr A í A+.
Rætt við Atlantsál
Fulltrúar álfyrirtækjanna
sem standa að Atlantsálhópn-
um svokallaða; Alumax,
Gránges og Hoogovens, áttu
fund með fulltrúum stjórnvölda
og Landsvirkjunar sl. fimmtu-
dag um áætlanir hópsins um
nýtt álver á Keilisnesi. Ákveðið
var að endurskoða fyrri áform
og endurmeta hagkvæmni nýs
álvers.
Skipulag samþykkt
Skipulag ríkisins hefur fallist
á gerð mislægra gatnamóta
Reykjanesbrautar og Fífu-
hvammsvegar í Kópavogi og
tvöfoldun Reykjanesbrautar frá
Nýbýlavegi suður fyrir Fífu-
hvammsveg. Þetta kom fram á
RÚV.
Flugleiðir breyta til
Viðamiklar skipulagsbreyt-
ingar hafa verið geröar á yfir-
stjóm Flugleiða. Samkvæmt
þeim m.a. mun Einar Sigurðs-
son gegna nýrri stöðu aðstoðar-
manns forstjóra.
ÍÁtak hjá Skeljungi
Sérstakt umferðaröryggisá-
tak verður í gangi á bensín-
stöðvum Skeljungs um helgina.
erður viö ljósaperu-
og meö hverri
jljósaperu fæst önn-
styðja biskup
konur hafa sent frá
ngu þar sem lýst er
ngi við Ólaf Skúla-
og konu hans. Yfir-
r gerð á fundi í safn-
i Bústaðakirkju 11.
-bjb
tsmammmammmmmsmm
Alltaf með fyrirvara
- segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráöherra
Jón Kjartansson segir að það sé
Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis-
ráðherra og fyrsta þingmanni Vest-
urlandskjördæmis, að kenna að nú
sé aftur farið að tala um vegarlagn-
ingu yfir túnið hans á Stóra-
Kroppi, eftir að samkomulag hafði
náðst á fundi þingmanna og Vega-
gerðarinnar um að gera það ekki 7.
mars síðastliðinn.
„Við Magnús Stefánsson vorum
með fyrirvara viö þá hugmynd að
byggja upp núverandi veg og mal-
bika hann. Við vildum ekki sam-
þykkja það nema fyrir lægi vilji
meirihluta heimamanna. Um þenn-
an fyrirvara getur Vegagerðin vitn-
að. Síðan hefur samgöngunefnd
Vesturlands, sem er skipuð fulltrú-
um alls staðar úr kjördæminu, sam-
þykkt einróma að mótmæla þeirri
leið að malbika núverandi veg. Og
samkvæmt mínum heimildum er
ekki vilji meirihluta heimamanna
fyrir því. Ég veit að Jón á Stóra-
Kroppi er ekki ánægður með þetta
en þetta eru bara staðreyndir máls-
ins,“ sagöi Ingibjörg Pálmadóttir,
heilbrigðisráðherra og fyrsti þing-
maður Vesturlandskjördæmis.
Hún segir að það hafi verið gert
umhverfísmat þarna í fyrra og þá
hafi þessi svokallaða neðri leið, sem
Jón Kjartansson er að mótmæla,
verið staðsett.
„Síðan það gerðist hafa komiö
fram margar mótmælaraddir. Fyrir
utan Jón Kjartansson hafa Flókdæl-
ingar mótmælt þessu. Frá því að
umhverfismatið var gert hefur þetta
mál verið í hálfgerðu uppnámi. En
nú er búið að staðfesta þetta mat,“
sagði Ingibjörg.
Þarna hefur ekki verið fram-
kvæmt neitt enn þá. Og Ingibjörg
bendir á að það séu engir peningar
til á þessu ári til að fara í þessa
vegagerð. Menn ætli því að einbeita
sér að því að smíða brú yfir Flóka-
dalsá og um það séu allir sammála.
„Það má einnig benda á að ef sú
leið að malbika núverandi veg yrði
farin þá stöndum við frammi fyrir
því að það væri alveg sama hvaða
smábreytingar ætti að gera á þeim
vegakafla, það yrðu alltaf uppi mót-
mæli og ekki leyfðar neinar breyt-
ingar," sagði Ingibjörg Pálmadóttir.
-S.dór
IMARK-verðlaunin
íslenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, afhenti í Borgarleikhúsinu í gær verölaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar
ársins 1995. Auglýsingasamkeppnin var haldin í 10. sinn. Keppt var í níu flokkum og hér sést Páll Stefánsson, aug-
lýsingastjóri DV, afhenda verðlaun í flokknum Auglýsingaherferðir. Herferð íslandsbanka um Heimabankann var
verðlaunuð en framleiðandi hennar var Hvíta húsið. Fulltrúar íslandsbanka, Birna Einarsdóttir markaðsstjóri, og
Hvíta hússins, Sverrir Björnsson hönnunarstjóri, taka hér við verðlaununum úr hendi Páls. DV-mynd GS
Tekinn með
amfetamín
Lögreglumenn á eftirlitsferð í
Kópavogi tóku karlmann í nótt og í
fórum hans fannst nokkuð af am-
fetamíni. Hann gekkst við því að
eiga efnið og á honum fundust tæki
og tól til neyslu þess. Lögreglan tók
síma og bókhald sem maðurinn
mun eiga og er hann grunaður um
að hafa selt fikniefni. -sv
A baðkari milli
Húsavikur og
Lauga
DV, Laugum:
Nemendur á 3.og 4. ári 1 Fram-
haldsskólanum á Laúgum í S- Þing-
eyjarsýslu efna til nýstárlegrar fjár-
öflunarleiðar. Þeir ætla á baðkari
milli Húsavikur og Lauga. Hafa safn-
að áheitum í ferðasjóð og hefur það
gengið vel. Það verður kl. 10 á sunnu-
dagsmorgun sem þeir leggja af stað í
baðkarinu frá Húsavík. Hjól hafa ver-
ið sett undir það og skiptast nemend-
ur á að ýta því. Alltaf verða þó ein-
hverjir um borð. -JSS
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Finnst þér Spaugstofan
klámfengin?
Þú getur svaraö þessari
spumingu meö því 3Ö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já Jj
Nel 2]
Verðmæti útfluttra iðnaðarvara:
Jókst um 4 milljarða í fyrra
Verðmæti útfluttra iðnaðarvara
jókst um tæpa 4 milljarða króna á
síðasta ári. Það svarar til um 19%
aukningar. Þetta er meðal þess sem
kom fram í ræðu Haraldar Sum-
arliðasonar, formanns Samtaka iðn-
aðarins, á Iðnþingi í gær.
„Sé litið til útflutnings á afurðum
stóriðju þá eykst verðmætið um 14,7
prósent eða 2 milljarða. Aðrar iðn-
aðarvörur hafa heldur betur sótt í
sig veðrið og nemur verðmætis-
aukningin 26,4 prósentum, sem
einnig jafngildir um 2 milljörðum.
Athygli vekur að verðmætisaukn-
ingin í útflutningi á afurðum stór-
iðju skýrist eingöngu af hækkuðu
verði en aukningin í öðrum iðnað-
arvörum er aðallega til komin af
auknu magni. Þessi mikla sókn ís-
lensks iðnaðar á erlenda markaði
gerir það að verkum að hlutdeild
iðnaðarvara í vöruútflutningi á ár-
inu 1995 í samanburði við árið á
undan jókst úr 18,6 prósent í 21,4
prósent," sagði Haraldur ennfrem-
ur. -bjb