Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Síða 7
UV LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 Ekki bolmagn í einsetningu skólans í einum áfanga - segir Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps DV. Suðumesjum: „Það er ekki orðið ljóst hvað við- byggingin verður stór. Það fer eftir því hvað kemur út úr samningum við ríkið varðandi einsetningu skól- ans. Við höfum ekki bolmagn að okkar mati tO að fara út í einsetn- ingu í einum áfanga,“ sagði Jó- hanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, í sam- tali við DV. Stefnt er að því að und- irbúa viðbyggingu við grunnskól- ann á þessu ári og byggja síðan 1997-1998. Jóhanna segir að viðbyggingin sé ákveðin og fyrirhugað er að stækka skólann um helming. Hann verður þá 1200 m2 eftir stækkunina. í skól- anum eru hátt í 150 nemendur og einsetning þýðir þúsund fermetra stækkun. „Skólinn er fyrir löngu orðinn of lítill og sérstaklega eru skóla- stofurnar vandamál. Ekki er nein fullnægjandi aðstaða til að kenna á tölvur - heldur ekki fyrir eðlisfræði- kennslu, smíða-og myndlistar- kennslu. Það vantar góðar stofur fyrir þessa starfsemi og sama er að segja um æskulýðsstarfíð. Við förum ekki út í einsetning- una nema til komi aukafjárveiting frá ríkingu vegna lagaákvæðanna. Ef við fáum ekki viðbótarframlög stækkum við í mesta lagi um 600 fermetra, þorum ekki í stærri áfanga í einu. Ríkið er alla vega búið að gera Sambandi íslenskra sveitarfélaga tilboð hvað varðar yf- irfærsluna á grunnskólanum og þar erum við inni með sérstaka greiðslu vegna stofnkostnaðarins við ein- setninguna," sagði Jóhanna. ÆMK •étt/r Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri. DV-mynd ÆMK Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sérpakkaða kaupauka á PAKKADÖGUM HYUNDAI sem lýkur um helgina. Hvorn pakkann má bjóða þér? Pakka 1 1. Álfelgur 2. Vindskeið með bremsuljósi 3. Utvarp og segulband 4. Mottur 5. Vetrar- og sumardekk 6. Fullur bensíntankur ^ eða Pakka 2 1. BOSCH-GSM sími 2. PANASONIC geislaspilari 3. Mottur 4. Vetrar- og sumardekk 5. Fullur bensíntankur Reynsluakstur - pakkaferð! Allir sem reynsluaka Hyundai á pakkadögunum velja sér glaðning úr pakkahorninu. í hverjum pakka er smá gjöf frá B&L, en auk þess höfum við laumað í þá happdrættismiðum sem dregið verður úr í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni FM, sunnudaginn 17. mars. Vinningar eru tvær pakkaferðir í Kerlingafjöll og ein pakkaferð til Benidorm með Samvinnuferðum Landsýn. Góða ferð! Elantra Straumlínulagað átlitið gerir hann sportlegan og fallegan, innréttingin er þægileg og glæsileg og öryggisbúnaður er ríflegur. Elantra er einnig til sem skutbíll, forvitnilegur og rennilegur bíll sem er nýr í flokki bíla frá Hyunaai. Verð frá 1.465.000 kr. LgSHFS3 Opið laugardagkl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17. 1 < f<A/ Öllum finnst fengur í að fá pakka - það hefur sýnt sig á pakkadögum Hyundai. Bílar hlaðnir verðmætum frípökkum hafa runnið út og smápakkarnir hafa heldur betur fallið í góðan jarðveg hjá smáum sem stórum éinstaklingum og fjölskyldum sem hafa farið í reynslubíltúr á glænýjum Hyundai. Og svo er það stóra spumingin, verður það húfa eða baðföt, sól eða snjór, Kerlingafjöll eða Benidorm? Allir sem reynsluaka Hyundai eiga möguleika í þessu happdrætti sem er í senn það heitasta og kaldasta sem er í boði. Sonata Draumabíllinn sem þú þarft ekki lengur að láta þig dreyma um. Bíll sem ber öll merlu glæsibifreiðar án þess að verðið endurspegli það. ARGUS & ÖRKIN /SÍA BL117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.