Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 14
14
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 B iV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS'SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Ofbeldisórar í auglýsingum
Fólk ræður því, hvort það fer í kvikmyndahús og
hvaða myndir það sér þar. Sömuleiðis ræður fólk, hvort
það fer á myndbandaleigur og hvaða myndir það tekur á
leigu. Erfiðara er að stjórna notkuninni á því efni, sem
kemur beint í sjónvarpstæki fólks, sumpart að því
óvöru.
Erfiðast reynist fólki að forðast kvikmyndakynningar,
sem stundum eru í tengslum við fréttatíma. Fólk, sem
ætlar í sakleysi sínu að fylgjast með fréttum, lendir í að
þurfa að horfa á ofbeldis- og kynóra þeirra, sem ráða
ferðinni í miðstöð afsiðunar mannkyns í Hollywood.
Ástandið á þessu sviði hefur verið með versta móti á
sjónvarpsstöðvunum í vetur. Á tímabili var tæpast þor-
andi að opna fyrir venjulegar fréttir af ótta við að lenda
á þessum kvikmyndakynningum, þar sem virðist skeytt
saman ógeðfelldustu þáttum viðkomandi kvikmyndar.
Eðlilegt er að fara fram á það við sjónvarpsstöðvarn-
ar, að þær hafi einhvern hemil á þessu efni, birti það
annaðhvort ekki eða á fyrirfram auglýstum tíma utan
þess tíma, þegar venjulegt fólk ætlar að fara að fylgjast
með fréttum af því, sem er að gerast í heiminum.
Einhvern veginn virðist glæpalýðurinn, sem stjórnar
kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood, hafa komizt á þá
skoðun, að mannkynið vilji helzt horfa á óra af ýmsu
tagi. Kvikmyndakynningar sjónvarpsstöðvanna benda
til þess, að framleiðendur flaggi helzt slíkum afurðum.
Fullsannað er, að kvikmyndir þessar hafa slæm áhrif
á sumt fólk. Landlæknir hefur upplýst, að hundrað
bandarískar rannsóknir, sem ekki eru kostaðar af kvik-
myndaiðnaðinum, leiði í ljós, að ofbeldiskvikmyndir
veki oft kvíða og árásargirni hjá sumum börnum.
Samkvæmt upplýsingum landlæknis er talið, að 15%
barna og unglinga, er horfa á ofbeldismyndir, sýni merki
um mikla árásarhneigð og rúmlega 35% í viðbót verði
fyrir nokkrum áhrifum í þá átt. Þetta skýrir stóraukna
villimennsku í ungmennaofbeldi á götunum.
Tíðni alvarlegra meiðsla vegna ofbeldis hefur tvöfald-
azt á Reykjavíkursvæðinu frá 1987, sem er tiltölulega
skammur tími. Mynztur ofbeldisins hefur breytzt. Ber
nú meira en áður á barsmíðum og spörkum í höfuð og
kynfæri. Og liggjandi fólki er ekki lengur hlíft.
Að hluta kann þetta að stafa af veruleikafirringu í
kvikmyndum, þar sem ofbeldi af þessu tagi er ótæpilega
stundað og að því er virðist án varanlegra áhrifa á
þolendur. Áhorfendur fá þá brengluðu mynd, að ofbeld-
ið sé ekki eins hættulegt og það er í raun og veru.
Glæpalýðurinn, sem stjórnar kvikmyndaiðnaði Holly-
wood, lætur lita svo út í kvikmyndum, að ofbeldi sé nán-
ast sársaukalaust, oftast lofsvert og stundum fyndið.
Samkvæmt rannsóknum síast þetta hugarfar inn í áhorf-
endur, einkum þá, sem eru ungir og óharðnaðir.
Rannsókn á ofbeldi í sjónvarpsdagskrám leiddi í ljós,
að þeir, sem beittu valdi, sluppu við refsingu í 73% til-
vika og ekki sást i 58% tilvika, að þolendur ofbeldis
fyndu fyrir sársauka. Þetta gefur greinilega afar ranga
mynd af raunveruleikanum utan skjás og tjalds.
Glæpakóngar kvikmyndaiðnaðarins hafa lengi verið
heilagar kýr. Þó kallaði Clinton Bandaríkjaforseti nýlega
þá verstu inn á teppið hjá sér og las yfir þeim. Þess sjást
líka merki, að áhugahópar almennings þar vestra fari að
byrja að grípa til aðgerða gegn afsiðunarliðinu.
Brýnasta verkefnið hér á íslandi i baráttunni gegn af-
siðuninni er að losa nánasta umhverfi fréttatíma sjón-
varps við kynningar á ofbeldisórunum frá Hollywood.
Jónas Kristjánsson
Dýrkun ofbeldis
tekur blóðtoll
Aðalflugvellir Norðurlanda eru
að jafnaði friðsamlegir staðir, en
út af því brá á sunnudaginn, þeg-
ar félagar úr mótorhjólagenginu
Vitisenglum réðust með skothríð
á þá sem þeir telja óvini sína í
öðru sams konar gengi, Banditt-
um. Þetta gerðist nær samtímis á
Kastrupflugvelli við Kaupmanna-
höfn og Fornebu við Ósló. Einn
maður féll og fjórir særðust í skot-
hríðinni.
Starfshættir mótorhjólagengja
af þessu tagi og sömuleiðis nöfnin
eru komin frá Bandaríkjunum og
eiga sér þar áratuga sögu. Síðan
hefur fyrirbærið breiðst til Evr-
ópulanda, og er segin saga að því
vill fylgja bulluskapur og jafnvel
mannvíg, eins og nú hefur gerst
með óvenjuáberandi hætti í Dan-
mörku og Noregi.
Vítisenglar og Bandittar draga
að ýmsu leyti dám af glæpaflokk-
um i upprunalandi sínu, gera upp
allar sakir innan hópsins, venju-
lega með ofbeldi, en koma fram
með þögn og leynd gagnvart utan-
aðkomandi, sér í lagi yfirvöldum.
Norræn löggæsla hefur fram til
þessa staðið að mestu ráðþrota
gagnvart gengjunum, þótt grunur
leiki á að þau fáist bæði við
vopnasmygl og fikniefnadreifingu.
Kúlnahríðin á flugvöllunum
hlýtur þó að leiða til alvarlegrar
rannsóknar á því hvað býr að
baki slíkum ótíðindum. Og sömu-
leiðis ætti atburðurinn að vekja
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
til umhugsunar um hverjar líkur
eru á að þau hegðunarmynstur
sem óheillavænlegust þykja og
magnast hafa í Bandaríkjunum
upp á síðkastið breiðist í vaxandi
mæli austur yfir Atlantshaf.
í síðustu viku sendi Janet Reno,
aðalsaksóknari Bandaríkjastjórn-
ar, frá sér skýrslu um þróun af-
brotatíðni meðal bandarískra ung-
linga á áratugnum 1984 til 1994.
Meginniðurstaðan er að á þessum
tíu árum hafi tala morða sem ung-
lingar fremja þrefaldast. Og tíðni
þess að unglingur verði manni að
bana með skotvopni hefur fjórfald-
ast á sama tímabili.
Löngu áður en þessi skýrsla
birtist voru áhrifamenn í banda-
rísku þjóðlífi farnir að gera sér
grein fyrir hvert stefndi. Og þegar
leitað er orsaka margfóldunar á
glæpatíðni meðal uppvaxandi
kynslóðar staðnæmast þeir sem
hægast eiga með að láta til sín
taka við fordæmið og mótunar-
áhrifin á æskuna frá skemmtana-
iðnaðinum, einkum kvikmyndum
og sjónvarpi.
Stórtíðindi þóttu í Bandaríkjun-
um þegar Robert Dole, leiðtogi
meirihlutans í öldungadeild
Bandaríkjaþings og nú tilvonandi
forsetaframbjóðandi Repúblikana-
flokksins, veittist að fjármála-
mönnum á bak við skemmtana-
iðnaðinn. Hann sakaði þá um að
veita óhroða ofbeldis og kláms
yfir bandariska æsku, og boðaði
opinberar aðgerðir til að hefta
slíkan ósóma dygði annaö ekki.
Bill Clinton tók undir þessa við-
vörun, sem varð til þess að for-
ráðamenn framleiðenda kvik-
mynda og sjónvarpsefnis og full-
trúar stóru sjónvarpsstöðvakeðj-
anna gengu samtímis á fund for-
setans í Hvíta húsinu. Þar boðuðu
þeir í sameiningu að iðnaðurinn í
heild ætlaði að koma sér saman
um innihaldsmerkingar á sjón-
varpsefni, svipuðu kerfi og þegar
gildir um kvikmyndir. Af því eiga
foreldrar að geta ráðið hvaða efni
ekki henti börnum.
Jafnframt er að koma á markað-
inn kubbur sem gerir fært að loka
sjónvarpstækjum fyrir efni af
ákveðnum gerðum, þannig að for-
eldrar geta ráðið því að hvers kon-
ar dagskrárefni börn þeirra hafa
aðgang þótt þau sjálf fylgist ekki
með valinu.
Af þessum viðbrögðum er ljóst
að opinberir aðilar í Bandaríkjun-
um telja sýnt að viðbjóður á kvik-
myndatjaldinu og skjánum eigi
sinn þátt í að kynda undir blóð-
baðinu á götum stórborganna og
inni á heimilum. Þar koma venju-
lega byssur við sögu, en þegar að
því kemur að hafa hemil á út-
breiðslu skotvopna er þjóðarsáttin
úti í bandarískum stjórnmálum.
Repúblikanar stefna að þvi að
hnekkja Bradylögunum, sem
kennd eru við blaðafulltrúa Reag-
ans forseta, sem er farlama eftir
að fá í höfuðið byssukúlu sem ætl-
uð var húsbónda hans. Lögin
banna urmul hríðskotavopna sem
ætluð eru til múgdráps og tak-
marka aðgang að kaupum á
skammbyssum. Einnig beita
íhaldsmenn á fylkisþingum víða
um Bandaríkin sér fyrir lagasetn-
ingu sem heimilar fólki að bera á
sér fólgin skotvopn.
Danskir lögreglumenn hylja lík félaga úr Bandittum sem byssumenn Vít-
isengla skutu úti fyrir flugstöðvarbyggingunni á Kastrup.
Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Kúgun gagnvart Taívan
„Með því að skjóta eldflaugum í hafið undan
ströndum Taívans hafa kínversk yfirvöld gert sig
sek um alþjóðleg hryðjuverk sem gífurleg ógn stafar
af. Því lengur sem stjórnvöld í Washington draga að
taka kúgunaraðgerðir og hindranir Kínverja gagn-
vart Taívan fyrir hjá Sameinuðu þjóðunum því
meiri verða líkumar á að slíkt gerist aftur, eða í
versta falli að stríðshörmungar dynji yfir.“
A.M. Rosenthal í New York Times 13. mars
Aðlögun gagnvart ESB
„Það þarf ekki að koma á óvart að Shengen-sam-
komulagið sé norsku ríkisstjórninni að skapi, enda
stórt skref til aðlögunar gagnvart Evrópusamband-
inu. Landamæravarsia var umdeild í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um aðild að ESB. Rök ESB-and-
stæðinga áttu hljómgrunn meðal almennings en nú
vaða ríkisstjórn og meirihluti þings yfir þau rök á
DV
skítugum skónum. Shengen- samkomulagið er
dæmi um hvemig tækifæri til að skapa norska
lausn er eyðilagt.
Úr forustugrein Nationen 11. mars
Úrhrök á ferð
„Það er ekkert nýtt að félagar mótorhjólagengja
drepi hverjir aðra. En það besta sem samfélagið og
tjölmiðlar gera er að fordæma þessa vanþroskuðu
menn sem klæðast fáránlegum einkennisfatnaði,
reglubræður sem ekki hafa staöið undir kröfum
samfélagsins og hafa, blóði drifnir og aumkunar-
verðir, skapað sitt eigið brenglaða samfélag meö
afar frumstæðum reglum. Það verður auðvitað ekki
hjá því komist að ódæðisverkunum verði nákvæm-
lega lýst í fiölmiðlum. En heimskulegt ofbeldi má
ekki heilla neinn. Skinandi mótorhjólin geta ekki
hulið þá staðreynd að hér eru úrhrök samfélagsins
á ferð.“
Úr forustugrein Politiken 12. mars