Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Page 22
22 sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 UV
hugasemdalaust á að setja upp leð-
urgrímuna.
Svo byrjuðu pyntingarnar, og nú
brá svo við að Crispo varð ákafari
og ákafari, og sýndi engin merki
þess að vilja hætta. Vesti varð nú
ljóst að allt var farið úr böndunum
og fór að æpa. En þá virtist lista-
verksalinn aðeins verða æstari.
Loks var Vesti orðinn svo illa leik-
inn að ljóst var að ekki yrði aftur
snúið. Crispo hafði hjá sér tvo
„böðla“, og kom nú í ljós að sú nafn-
gift átti við.
Andrew Crispo skipaði nú öðrum
„böðlinum", LeGeros, að skjóta
Norðmanninn unga, á meðan hann
horfði á sér tU ánægju. LeGeros
gerði eins og húsbóndi hans sagði.
Að athöfninni afstaðinni var líkið
borið út úr húsinu og komið fyrir í
neðanjarðarbæli, sem hvorki Crispo
né LeGeros vissu að var leynistaður
nokkurra ungra drengja í nágrenn-
inu. TU öryggis var reynt að gera
líkið óþekkjanlegt, en tUraun til að
brenna það fór þó að mestu út um
þúfur.
Gafst upp
við yfirheyrslur
Eftir handtökuna reyndi LeGeros
að leyna aðild vinnuveitanda síns
að verknaðinum. Sagðist ungi mað-
urinn bera aUa ábyrgð á morðinu.
En svo birtu dagblöðin í New York
myndina af grímunni, og þá tóku
ungir hommar, sem höfðu tekið þátt
í kynlífs- og pyntingarathöfnum hjá
listaverkasalanum og „böðlunum"
hans, að gefa sig fram. FuUyrtu þeir
að gríman væri eitt þess sem „svört
taska“ í eigu Andrews Cripos lista-
verkasala hefði haft að geyma.
Nú var rannsókninni beint að
Crispo, en í fyrstu varð fulltrúum
morðdeUdarinnar lítið ágengt. Og
LeGeros var sem fyrr trúr húsbónda
sínum og hélt því statt og stöðugt
fram að hann bæri einn ábyrgð á
pyntingunum og morðinu á Vesti.
Þar kom hins vegar að hann brast
festu og sagði alla söguna. í fram-
haldi af því var gerð leit í galleríinu
og komu þá í ljós pyntingarklefinn í
kjallaranum og svarta taskan.
Gefnar voru út ákærur á þá
Crispo og LeGeros, en þegar málið
kom fyrir rétt neitaði LeGeros
skyndilega að hafa skotið Vesti og
sagði Crispo hafa gert það. Það
breytti þó litlu um niðurstöðu rétt-
arins sem taldi þá samseka. Fékk
hvor um sig lífstíðardóm.
Eigii Vesti.
Bernard LeGeros.
Teikning úr réttarsalnum. LeGeros fremst.
Panasonic
HiFi myndbandstæki HD600
Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Play, Super Drive,
Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt
þvi að sýna allar aðgerðlr á skjá. HD600 fékk 10 fyrir
myndgæði, og var vallð besta fjölskyldu- og
helmablómyndbandstækið
Tækið endurgreitt!
Einn hepplnn vlðsklptavlnur fxr tækið endurgreittl
ÍSi'
10 lelgumyndir fri
Videohöllinni fylgja Panasonic
myndbandstækjunuml
IRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
ugu og tveggja ára gömlum manni
sem var þekktur fyrir að halda sig í
þeim hópi homma borgarinnar sem
stunduðu bæði pyntingar og sjálf-
spyntingar.
í ljós kom að á leðurgrímunni,
sem var á höfði Vesti þegar líkið af
honum fannst, voru fingrafór
LeGeros. Húsleit hjá honum leiddi
svo í ljós ýmislegt sem jók líkurnar
á því aö hann væri morðinginn. Var
hann því handtekinn.
Ný vísbending
Nokkrum dögum síðar fengu
blöðin að birta myndir af grímunni.
En í kjölfarið á því gaf röð ungra
homma sig fram við morðdeildar-
mennina. Höfðu þeir upplýsingar
sem áttu eftir að valda titringi í
hópi vissra aðila sem komu mjög
við sögu kunnra manna í New York.
Ungu mennirnir höfðu allir borið
kennsl á grímuna því þeir höfðu
sjálfir sett hana upp. Hún var sögð
eign vinnuveitanda LeGeros, marg-
milljónamæringsins Andrews Cri-
spo, eins kunnasta listaverkasala í
Bandaríkjunum, en hann keypti og
seldi listaverk fyrir milljarða dala,
að vísu að hann væri í slagtogi með
franska listaverkafalsaranum og
hommanum Ferndinand LeGros,
sem sagður er hafa haft miklar fjár-
hæðir upp úr því að selja hinar
ótrúlega vel gerðu falsanir Elmyrs
de Horys af málverkum stóru meist-
aranna.
Þegar lögum var breytt hommum
í hag um miðjan áttunda áratuginn
varð mikil breyting á umhverfi
þeirra í New York. Þar voru þá opn-
aðar krár og klúbbar sem þjónuðu
hinum ýmsu kynferðislegu þörfum.
Crispo var félagi í litlum klúbbi
ríkra manna sem margir voru
haldnir pyntingarhvöt og héldu
„þræla", unga menn sem sóttu eink-
um Hellfire-klúbbinn.
Náin kynni
Arið 1981 kynntist Crispo Bern-
ard LeGeros, sem var þá átján ára.
Hann varð það sem nefnt var „hús-
þræll" hans, en vann jafnframt sem
aðstoðarmaður í galleríinu. LeGer-
os var einnig „böðull", þegar Crispo
tældi til sin unga menn í pyntingar-
herbergið sem hann hafði innréttað
í kjallara gallerísins. LeGeros hafði
Þegar Crispo var kynntur fyrir
Eigil Vesti á samkomu tO aðstoðar
alnæmissjúklingum árið 1984 varð
hann mjög hrifinn af honum, og
brátt mun hann hafa tekið þá
ákvörðun að þessi ungi maður
skyldi uppfylla stærstu ósk hans á
vissu sviði einkalífsins.
Crispo mun lengi hafa alið með
sér ósk um að gefa skipun um dráp
á homma og að horfa á aftökuna. Er
sagt að hann hafi verið sannfærður
um að það myndi veita honum
sterkari fullnægingu en nokkuð
annað athæfi. Og fórnardýrið skyldi
að vera sá ungi hommi í New York
sem mesta athygli vakti.
Framkvæmdin
Crispo stofnaði til sambands við
Vesti. Hann nálgaðist hann á var-
færnislegan hátt til að vekja ekki
hræðslu með honum. Og Norð-
manninn unga grunaði heldur ekki
hvað beið hans þegar Bernard
LeGeros hafði samband við hann í
mars 1985 og bauð honum á sveita-
setur nærri Rockland. Þar var þá í
undirbúningi enn ein kynlífsathöfn-
in, og þegar hún hófst féllst Vesti at-
Gríman sýnd.
því umsjón með „svörtu töskunni",
en hún hafði að geyma pyntingará-
höld og kynlífshjálpartæki, þar á
meðan sérkennilega leðurgrímu.
Gríman
Drengirnir þrír héldu að engir
nema þeir vissu um neðanjarðarbæ-
lið í skógivaxna gilinu rétt ofan við
Hudson-ána, við Rockland norðan
New York. En þegar þeir komu á
leynistaðinn sinn þennan marsdag
blasti við þeim hryllileg sjón. Þeir
voru nýkomnir inrt í bælið og höfðu
rétt kveikt á vasaljósunum þegar
þeir komu auga á líkið af ungum
manni. Það hafði verið flett klæð-
um, en á höfðinu var svört leður-
gríma með rennilás í munnopinu. í
nokkur augnablik störðu drengirnir
skelfdir á líkið, en svo varð þeim
ljóst að framinn hafði verið glæpur.
Þeir hlupu strax heim til sin, og
skömmu síðar hafði lögreglunni
verið gert aðvart.
Norskur hönnuður
Fulltrúar morðdeildar rannsókn-
arlögreglunnar komu von bráðar á
heimili eins drengjanna, sem fylgdi
þeim síðar að leynistaðnum. Fyrsta
skoðun leiddi í ljós að hinn látni
hafði verið skotinn tveim skotum í
hnakkann. Ljóst var hins vegar að
honum hafði verið misþyrmt á
skelfilegan hátt áður en hann var
endanlega sviptur lífinu. Sömuleiðis
var ljóst að gerðar höfðu verið ár-
angurslausar tilraunir til að brenna
líkið og gera það óþekkjanlegt. Að-
ferðirnar, sem beitt hafði verið,
vöktu þegar grun fulltrúanna um að
hommar ættu hlut að máli.
Það tók ekki langan tíma að leiða
í ljós hver hinn myrti var. Hann hét
Eigil Dag Vesti, var tuttugu og sex
ára og í fatahönnunarnámi. Hann
var þekktur fyrir að umgangast
fræga menn í hommasamfélagi New
York.
Eigil Vesti var sonur norsks skip-
stjóra og alinn upp í Ósló. Innan við
tvítugt viðurkenndi hann að vera
hommi og að stóri draumurinn
væri að verða tískuhönnuður í
Bandaríkjunum.
Á framabraut
Árið 1982 var Vesti tekinn í fræg-
an skóla, Fashion Institute of
Technology á Manhattan. Engum
duldist að hann hafði hæfileika, en
það var ekki síður hið sérstæða nor-
ræna útlit hans sem vakti á honum
athygli.
Fljótlega lét Vesti mikið að sér
kveða í hommasamfélaginu. Hann
gerðist sjálfboðaliði í samtökum
sem höfðu að markmiði að hjálpa
fórnardýrum alænæmis, en í frí-
stundum sótti hann kunnustu
hommabarina, The Mineshaft og
Hellfire. Og næstu árin mótaðist líf
hans mjög af því umhverfi sem
hann hafði valið sér.
Rannsóknin á morðmálinu gekk í
fyrstu ótrúlega vel. Skömmu áður
en hann var ráöinn af dögum hafði
Vesti oft sést með ungum lista-
verkasala, Bernard LeGeros, tutt-
og voru viðskiptavinirnir auðugir
safnarar víða um heim.
Ferill Crispos var ótrúlegur.
Hann var kominn af fátækum for-
eldrum í Fíladelfiu, en hafði misst
þá ungur að árum. Var hann settur
í fóstur, og brátt fór hann að vekja
athygli fyrir töfrandi útlit, en þeir
sem kynntust honum vel komust að
því að hann gat verið mjög útsmog-
inn.
Þegar Crispo var átján ára lagði
hann fyrir sig vændi. Viðskiptavin-
ir hans voru hommar úr hópi efna-
manna í Fíladelflu. Crispo stundaði
hina ábatasömu iðju sína fram á
miðjan sjöunda áratuginn, en þá
hélt hann til New York. Þar hélt
hann áfram að stunda vændi, og
sem fyrr voru viðskiptavinirnir úr
hópi efnamanna. Á þessum tíma
litu lögin homma öðrum augum en
nú, og reyndi Crispo því að leyna
iðju sinni.
Breyttir tímar
Crispo var vel gefinn og hafði
mikinn áhuga á listum. Hann hóf
því nám í listasögu, og árið 1973
opnaði hann gallerí fyrir peninga
sem hann hafði haft í tekjur af
vændinu.
Nýi listaverkasalinn var dugleg-
ur, og þremur árum eftir að hann
opnaði galleríið var hann orðinn
einn af umfangsmestu listaverkasöl-
um í New York. Illar tungur sögðu