Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Page 28
28 LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 Ingunn Pétursdóttir, 16 ára, fékk heilablæðingu og lá á sjúkrahúsi í sjö vikur eftir árás vinkvenna sinna: - í endurhæfingunni - gott ef hún kemst í skólann í haust, segir Pétur Sigurðsson, faðir hennar „Ég svaraði Reykjavíkurradíói um níuleytið og fékk þá fréttirnar um árásina. Ég melti þetta með mér í klukkutíma eða þangað til skip- stjórinn kom upp. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og keyrði strax áleiðis í land. Svo talaði ég ekkert um þetta fyrr en klukkan að ganga þrjú. Þá voru menn farnir að spá í það af hverju stýrimaður færi ekki að sofa og þá bjó ég menn und- ir það sem var í aðsigi. Það varð að útskýra af hverju búið var að leggja niður vinnu á skipinu," segir Pétur Sigurðsson, 1. stýrimaður á Haraldi Böðvarssyni frá Akranesi. Pétur var á sjó og staddur 70-80 mílur úti i hafi þegar eiginkona hans, Inga Dís Ingólfsdóttir, hringdi í hann að morgni 20. janúar síðast- liðinn og tilkynnti honum að íjórar stúlkur hefðu ráðist á 16 ára dóttur þeirra, Ingunni, og misþyrmt henni svo illa að hún hefði verið flutt með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. Á sjúkrahúsinu komust læknarnir að þeirri niðurstöðu að það blæddi undir heilahimnuna og drifu Ingunni strax í uppskurð. Ingunn var í öndunarvél frá fyrsta degi. Fjórum til fimm dögum eftir uppskurðinn varð að færa tenginguna við vélina og gerðu læknarnir þá barkarskurð á henni, meðal annars tfl að eiga hægara með að sjúga upp slím vegna lungnabólgu. Ingunn var í tæpan hálfan mánuð á gjörgæsludefld og tæpar átta vik- ur í allt á spítalanum. Hún var út- skrifuð af sjúkrahúsinu fimmtudag- inn 7. mars en verður í endurhæf- ingu á sjúkrahúsinu á Akranesi um óákveðinn tíma. Tilhæfulaus árás DV fékk að heimsækja Pétur og fjölskyldu hans upp á Akranes í byrjun vikunnar til að ræða við þau um árásina á Ingunni, sjúkrahús- dvöl hennar og líðan núna, viðbrögð kerfisins, forvarnir og fleira. Ing- unn hafði útskrifast af sjúkrahús- inu nokkrum dögum áður en við- talið átti sér stað og Pétur var ný- kominn úr túr. Þetta er fyrsta ítar- lega viðtalið sem ijölskyldan veitir eftir þessa tilhæfulausu árás og myndirnar eru að sjálfsögðu fyrstu myndirnar sem birtast eftir þennan hræðilega atburð. Það er erfitt að vera staddur úti á sjó og fá þær fregnir sem Pétur fékk að morgni 20. janúar. Hann segist ekki hafa c,etað sagt skipsfélögum sínum frá þessu strax en gerði það þó eftir hádegið og þá fóru félagar hans að undirbúa brottför hans í land. Hannes Hafstein, bátur slysa- varnadeildarinnar Sigurvonar, kom á móti togaranum. Pétur klæddi sig i flotgalla og var dreginn milli skipa i fimm vindstigum. Hann var kom- inn í land I Sandgerði um sjöleytið um kvöldið og á sjúkrahúsið tO mæðgnanna skömmu síðar. Læknirinn var farinn að sofa Ingunn Ingólfsdóttir, 16 ára nem- andi við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi, hitti vinkonur sínar á heima- vist fjölbrautaskólans fóstudags- kvöldið 19. janúar. Um kvöldið fór Ingunn Pétursdóttir, 16 ára Akurnesingur, sem lá milli heims og helju á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi eftir að fjórar vinkonur hennar höfðu gengið í skrokk á henni í janúar, hefur útskrifast af sjúkrahúsinu og er komin heim til sín. Ingunn er byrjuð í endurhæfingu á sjúkrahúsinu á Akranesi og vonast faðir hennar, Pétur Sigurðsson stýrimað- ur, til þess að hún geti byrjað aftur í skólanum f haust. Ingunn er hér með föður sínum og móður, Ingu Dfs Ingólfs- dóttur. DV-mynd GS hún út að labba og um nóttina köO- uðu tvær 15 ára gamlar vinkonur hennar á hana bak við hús í mið- bænum. Þar gengur fjórar stúlkur, þar af ein tæplega 19 ára, í skrokk á henni, alls þrisvar sinnum því að Ingunn reyndi að flýja frá þeim. Að lokum tókst henni það og fór á sjúkrahúsið. Þar fékk hún einhverja „skyndiþjónustu," eins og foreldrar hennar orða það, var svo vísað frá og fór því upp á heimavist tfl að leggja sig. Síðar um nóttina leist vinkonu Ingunnar ekkert á líðan hennar og sótti Ingu Dís. „Ég fór upp á heimavist og sá að hún var ekki eins og hún átti að vera, sjáöldrin voru misstór, hún svaraði engu og lá hara í móki. Það voru þama ungir drengir sem hjálp- uðu mér að halda á henni út í bO og svo fór ég með hana beint upp á sjúkrahús," segir Inga Dís og neitar því ekki að það hafi sest í sig kvíði og spenna meðan hún hafi beðið eft- ir lækninum þennan morgun þó að hún hafi staðið eins og klettur, brugðist rétt við og verið hin róleg- asta aUan tímann. Pétur bætir því við að á sjúkra- húsinu á Akranesi hafi svarið í fyrstu verið: „Læknirinn er farinn að sofa“ en Inga Dís hafi ekki gefist upp og krafist þess að fá að hitta lækninn. Hann hafi komið eftir nokkra stund og sent Ingunni þá á sjúkrahús í Reykjavík. í fyrstu hafi verið ætlunin að senda hana með sjúkrabíl en hún hafl hætt að anda og því hafi verið kallað á þyrlu í snarhasti. Móðir hennar hafi svo farið með. Bað um saltflögur Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi kom í ljós að það blæddi undir heOahimnuna á Ingunni. Hún var strax drifin í uppskurð og svo látin fara á gjörgæsludeOd. Þegar Pétur kom í land um sjöleytið um kvöldið fór hann strax upp á sjúkrahús og hitti mæðgumar þar. Pétur og Inga Dís voru svo fastagestir á gjörgæslu- deOdinni meðan Ingunn lá þar á milli þess sem Pétur skrapp öðru hvoru upp á Skaga tO að líta eftir hinum börnunum, Guðbjörgu, 12 ára, og Ingólfi, 9 ára. Þau voru þar í umsjá vinkonu Ingu Dísar. Ingunn var meðvitundarlaus í nokkra daga eftir uppskurðinn. Eft- ir að hún vaknaði var hún veiklu- leg, máflaus og máttfarin. Smám saman tókst foreldrum hennar og hjúkrunarfólki þó að fá hana til að tjá sig á táknmáli með neii og jái. Mánudagskvöldið 5. febrúar tók hún þeim framforum að biðja um skriffæri og það fyrsta, sem hún skrifaði niður og bað um, var salt- flögur. Að sjálfsögðu var rokið fram á gang til að ná í flögurnar. Hristi höndina Pétur segir að strax daginn eftir, þriðjudaginn 6. febrúar, hafi Ingunn spurt af hverju hún væri á sjúkra- húsinu og hvað hún hefði verið lengi en henni hafi ekki verið sagt það strax. Tveimur dögum síðar hafi hún verið farin að hvísla já og nei og svo hafi orðaforðinn komið smám saman. í vikulokin hafi henni verið sagt frá árásinni og hvað hún væri búin að vera lengi á sjúkrahús- inu. „Svo fóru hlutirnir að ganga nokkuð hratt fyrir sig í nokkra daga. Ég myndi segja að stærsti áfanginn hafi verið þegar hún var látin sitja uppi í rúminu þó hún væri ekkert farin að tjá sig og var beðin um að horfa á pabba sinn eða mömmu sem sátu sitt hvorum meg- in við rúmið. Maður fékk mikið kikk út úr því að sjá að innviðirnir voru í lagi og að hún var skýr. Lík- amlegt form skiptir minna máli,“ segir Pétur og þau virðast vera sam- mála um það hjónin. „Ég man alltaf eftir því þegar ég sagði já og nei á táknmáli, þá sögðu hjúkrunarkonurnar alltaf: „Ingunn, ég veit þú getur sagt já eða nei. Segðu það bara.“ En ég svaraði alltaf með hendinni og hristi hana neitandi,“ bætir Ingunn við en fram að þessu hefur hún setið hjá og hlustað á viðtalið. „Held að megi segja" Strax á gjörgæsludeildinni hófst endurhæfingin og tæplega hálfum mánuði eftir árásina var Ingunn svo send af gjörgæsludeild á barna- deild og um það leyti segir Pétur að Þórir Ragnarsson heilaskurðlæknir hafi mælt þessi ógleymanleg orð: „Ég held að megi segja að hún sé úr orðunum get, ætla, skal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.