Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 33
Jj V* LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 41 Unnur Bjarnadóttir, 15 mánaða gömul, er þegar byrjuð í söngnámi: og dans fléttast söngkennsluna Ótrúlegt en satt! Unnur Bjarna- dóttir er 15 mánaða gamall Reykvík- ingur og strax byrjuð í söngnámi og reyndar búin að vera í því í tvo mánuði. Hún mætir í söngtíma einu sinni í viku og syngur með kennar- anum sínum, Helgu Björk Grétu- dóttur, og mömmu sinni, Ragnheiði Bragadóttur, í hálftíma í hverri viku. Aðra hverja viku er hún líka í hóptíma með börnum á aldrinum eins árs til rúmlega þriggja ára og þá syngja þau öll með kennaranum sínum við undirleik á píanó. Unnur sækir söngnám í Suzuki-skólanum. „Það munar rosalega um hvern mánuð, ekki síst í þroska," segir Ragnheiður, móðir Unnar, þegar hún er spurð hvort hún sjái ein- hvern árangur eftir þessa tvo mán- uði í söngnáminu. „Maður heyrir alveg að hún hefur mjög gaman af þessu. Hún kann nú þegar eitthvað af þessum lögum og henni finnst þetta mjög skemmtilegt. Hún syng- ur mikið með,“ segir hún. Og mikið rétt. Þegar blaðamaður og ljósmyndari DV litu inn í einka- tíma Unnar heyrðist sú litla taka hátt og skýrt undir með kennaran- um í söng um fuglana, bí bí. Hún fylgdi laginu ótrúlega vel eftir. Þrír nemendur eru eins árs Suzuki-skólinn hefur verið með tónlistarkennslu hér á landi um nokkurra ára skeið en aðeins eru um það bil tvö ár síðan skólinn fór að bjóða upp á söngkennslu. Það er Helga Björk Grétudóttir sem hefur séð um söngkennsluna og hefur hún aðeins þrjá nemendur um eins árs aldur. Allir hinir eru eldri en flestir nemendurnir í skólanum eru yfir þriggja ára aldri. Helga Björk hefur einnig boðið upp á söngkennslu fyr- ir foreldra sem eiga von á barni, og þá sérstaklega fyrir þungaðar kon- ur. Suzuki-skólinn starfar eftir kenn- ingum Japanans Suzukis um móð- urmálið og byggir á þeirri stað- reynd að börn fari að heyra mál þegar í móðurkviði og að þau læri móðurmálið með því að hlusta, likja eftir og síðan að endurtaka það sem þau heyra. Þannig skiptir ekki máli hvort börnin eru fædd meðal frum- byggja í Ástralíu eða Afríku eða uppi á íslandi. Börnin hafa inn- byggða hæfileika til að læra móður- mál, að minnsta kosti fram til fjög- urra ára aldurs, og geta á þessum árum tileinkað sér hvaða mál sem Lærir á selló og píanó Ragnheiður hefur töluverða reynslu af tónlistarkennslu Suzuki- skólans. Hún á tólf ára dóttur sem er að læra á tvö hljóðfæri, selló og píanó. Stelpan byrjaði sex ára göm- ul að læra á píanó og sjö ára ákvað hún að bæta sellóinu við. Helga Björk segir að tónlistarkennslan byggist á virkri þátttöku foreldra og að þeir komi með i einkatíma. Ragn- heiður segist alla tíð hafa fylgt dótt- ur sinni í tónlistartímana og fylgt náminu eftir heima þangað til í fyrra. Núna fylgist hún auðvitað með náminu en á annan hátt en áður. En hvers vegna ákvað hún að senda þá stuttu svo snemma í söng- nám? Unnur Bjarnadóttir er rúmlega eins árs en þegar byrjuð í söngnámi í Suzuki-skólanum hjá Helgu Björk Grétudóttur. Unnur kemur ásamt mömmu sinni, Ragnheiði Bragadóttur, í einkatíma aðra hverja viku. Hina vikuna sækir hún hóp- tíma ásamt öðrum börnum undir þriggja ára aldri. Inn í söngkennsluna fléttast leikur og dans og grípur kennarinn til ýmissa leikfanga til að halda áhuga nemandans vakandi. DV-mynd BG Syngur á söngmottu Þegar Unnur kemur með mömmu sinni í vikulegan söngtíma er hún látin byrja tímann á því að standa andspænis kennaranum á svokall- aðri söngmottu, sem bæði Unnur og kennarinn hafa, og svo taka þær lít- ið lag. Unnur er það litil að lögin eru tiltölulega einföld og inn í kennsluna fléttast leikur, bæði með handbrúðum, bílum og dýrum í formi fingurbrúða og kennarinn hefur alltaf bangsa til að syngja með. Leikurinn er ríkur þáttur í kennslunni þvi að halda verður at- hygli barnanna vakandi og auka einbeitinguna. Þegar börnin eru jafnlítfl og Unnur eru lögin stutt til að þau missi ekki áhugann. Helga Björk segir að mestu máli skipti að börnin læri að hlusta en einnig séu ýmsar æfingar gerðar. Þannig standa þær, kennarinn og Unnur, á mottunni og þykjast vera tré með ræturnar djúpt niðri í mold- inni. Tréð sveigist svo og beygist í vindinum eins og í dansi. í önd- unaræfingum fær Unnur að blása á fjöður og logandi eldspýtu og að sjálfsögðu er klappað á eftir fyrir góða frammistöðu. Unnur fær líka að syngja í sérstaka flautu, kazoo. Það er svipað og að syngja í greiðu og það er greinilegt að Unnur nýtur þess og sparar ekki kraftana. Um næstu helgi nær fyrsti söng- nemandinn í Suzuki-skólanum þeim áfanga að útskrifast úr fyrstu bók- inni. Það er Erla Rut Káradóttir og má hún þá byrja á bók númer tvö. -GHS „Ég hafði reynslu af þessu kerfi og svo fylgdist ég með því þegar Helga fór af stað með söngkennsl- una. Þá fannst mér það spennandi," segir Ragnheiður en systir hennar er einmitt píanókennari við Suzuki- skólann. Ragnheiður bætir við að hugmyndafræði Suzukis byggist á því að öll börn geti lært tónlist al- veg eins og móðurmálið, það sé bara spurning um rétt umhverfi og að- stæður. Hún segir að markmiðið sé ekki aö gera Unni að söngkonu heldur sé það hluti af uppeldisað- ferð að láta hana sækja þessa tíma. í þessu námi læri börnin að hlusta og einbeita sér. Það sé grunnurinn. Eiga að hlusta á snældu daglega Það er heilmikil vinna að eiga lít- ið barn i tónlistarnámi í Suzuki- skólanum enda segir Helga Björk að hún sé í raun bara leiðbeinandi, það sé foreldrið sem sé hinn raunveru- legi kennari og kenni baminu und- ir sinni handleiðslu. Allir krakkarn- ir fái hljóðsnældu, sem hún hafi sjálf sungið inn á, áður en þau byrji að sækja tímana og svo fái þau líka bók með 22 lögum. Börnin útskrif- ast svo þegar þau eru búin með fyrstu bók og þá tekur næsta bók við. Snældan er hins vegar sígild og hana eiga þau að hlusta á daglega. „Á hverjum degi syngjum við fyrst og gerum æfmgarnar, eða reynum það, og síðan fyllum við út sérstakt eyðublað og skráum á það hvað við höfum hlustað á, bæði söngspóluna og líka ef við höfum hlustað á aðra tónlist,“ segir Ragn- heiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.