Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Síða 37
JE>V LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
45
„Ég reyni að komast að niðurstöðu en það er ekki mjög auðvelt að draga hana saman í eina eða tvær setningar.
Menn verða bara að koma, sjá og heyra,“ segir Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki. DV-mynd BG
Leitinni að sannleikanum
lýkur í Háskólabíói í dag
Fjölmennur hópur fólks hefur
undanfama laugardaga safnast sam-
an í Háskólabíói til að fræðast um
hvort vit sé í vísindunum. Þrír ung-
ir heimspekistúdentar hafa, fyrir
hönd Animu, félags sálfræðinema,
staðið að fyrirlestraröð undir yfir-
skriftinni: Er vit í vísindunum?
Hafa fyrirlesararnir verið fræði-
menn úr ýmsum greinum.
„Það hefur verið húsfyllir á fyrir-
lestmnum og strákamir sem standa
að þessu hafa þurft að fá stærri sal
svo allir geti komist fyrir,“ segir
Þorsteinn Gylfason, prófessor í
heimspeki, sem opnaði fyrirlestra-
röðina og mun í dag ljúka henni *
með því að bregðast við fyrri fyrir-
lestrum og með því ljúka fyrirlestr-
aröðinni.
Fyrirkomulag erindanna er svip-
að og í fyrirlestraröðinni um and-
ann og efnið sem haldin var 1992 og
vakti mikla athygli. Þá voru fyrir-
lestramir gefnir út á bók og ætlun-
in er að gera slíkt hið sama nú. Að
þessu sinni fjölluðu fræðimennimir
Atli Harðarson heimspekingur um
efahyggjuna, Einar H. Guðmunds-
son, dósent í stjarneðlisfræði, um
heimsmynd stjarnvísinda: Sannleik-
ur eða skáldskapur?, Þorsteinn Vil-
hjáhnsson, prófessor í vísindasögu
og eðlisfræði, um vísindin, söguna
og sannleikann, Þorvaldur Sverris-
son, MA í vísindaheimspeki, um
brot úr frumspeki miðtaugakerfis-
ins og Sigurður J. Grétarsson, dós-
ent í sálfræði, um sálfræði í samfé-
lagi vísindanna.
Þorsteinn var spurður að því
hvort greina mætti aukinn áhuga á
heimspeki ef mið væri tekið af að-
sókn að fyrirlestrunum.
Gríðarlegur áhugi
„Það má ekki gleyma því að
þama er ekki bara fjallað um heim-
speki. Þetta eru fyrirlesarar úr ólík-
um fræðigreinum. í öðru lagi á
þetta fyrirtæki strákanna fyrir-
mynd fyrir fjórum árum. Þá þótti
okkur gífurleg aðsókn að fyrsta fyr-
irlestrinum en þó íjölgaði áheyrend-
um þrefalt eða fjórfalt á þeim síð-
asta. Nú mætti til leiks svipaður
Qöldi og á síðustu lestrana svo að
þetta er eiginlega ekki til marks um
neina breytinga heldur staðfesting á
ótrúlegum áhuga á íslandi á fræði-
legum efnum sem eru matreidd viö
almenningshæfi."
Segja má að sprenging hafi orðið
á flölda nemenda í heimspeki fyrir
fimm til sex árum og Þorsteini sýn-
ist sem almenningur jafnt sem
fræðimenn séu að sækja fyrir-
lestrana nú. Um ástæðu þessa segist
hann ekki kunna neina viðhlítandi
skýringu.
í inngangi að kynningarriti um
fyrirlestrana segir að vísindahyggja
og vísindatrú séu áberandi í nútíma-
samfélagi. Þar er enn fremur spurt
nokkurra grundvaUarspuminga.
„Vísindaleg aðferð er viðurkennd
leið til að afla þekkingar. En eru
vísindin traust? Er vísindaleg þekk-
ing fordómalaus og óyggjandi? Gefa
vísindin okkur rétta mynd af heim-
inum og geta þau útskýrt allt sem
hægt er að útskýra? Að hvaða leyti
eru þau lykillinn að mannlegum
þroska og félagslegri þróun?“
Þorsteinn mun í sínu erindi
bregðast við fyrri fyrirlestrum á
þann hátt aö hann ætlar að taka
upp ákveðna þætti í máli fyrri fyrir-
lesara og reyna á þann máta að
fjalla eftir sínum eigin forskriftum
um erindin.
„Sannleikurinn kom við sögu í
þessum erindum eins og vonlegt er
þegar fjallaö er um vitið í vísindum.
Það er það sem ég ætla að fjaUa um
í mínu erindi með einhverjum til-
vísinum til þeirra sem hafa talað á
undan mér.“
- Er vit í vísindunum? er yfir-
skriftin og þitt erindi heitir Sann-
leikur. Kemstu að einhverri niður-
stöðu eða standa menn uppi með
fleiri spumingar en svör?
„Nei! Ég reyni að komast að nið-
urstöðu en það er ekki mjög auðvelt
að draga hana saman í eina eða
tvær setningar. Menn verða bara að
koma, sjá og heyra.“
Fyrirlestur Þorsteins Gylfasonar
hefst klukkan 14 í sal 2 í Háskóla-
bíói.
PP
Þau byrja snemma
að kynna sér hvað
fylgir amstri hvers-
dagsins, krakkarnir á
leikskólanum Leik-
garði. Fróðleiksfús
ungmennin á Blá-
garðadeiid voru í
einum af sínum fjöl-
mörgu heimsóknum
út í samfélagið á
dögunum og að
þessu sinni varð
Vesturbæjarútibú
Landsbankans varð
fyrir valinu. Á mynd-
inni má sjá tvo af
starfsmönnum bank-
ans, Þröst og Auði
Viktoríu, sýna krökk-
unum, sem klæddust
Mókolisbúningum,
að peningarnir þjóna
fteiri hlutverkum en
að kaupa kúlur og
leikföng.
VELKOMIN I FONIX OG GERfÐ
REYFARAKAUP
RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI
-20
-25
-30
m ASKO
ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR
Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki
frá Asko - með vemlegum afslætti.
ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR
KÆLISKAPAR - FRYSTISKAPAR - FRYSTIKISTUR
Dönsku GRAM kæliskápamir eru rómaðir
fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu.
Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa,
með eða án frystis. Einnig 8 stærðir
frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
NILFISK
NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI
Nú kynnum við nýjar gerðir frá NILFISK,
GM-300 seríuna, glæsilegri og fúllkomnari en
nokkm sinni fyrr. 4 gerðir og litir.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR
Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar.
Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði
„venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð.
DéLonghi - Dásamleg tæki
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
ELDHUSVIFTUR - MARGAR GERÐIR
Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler-
hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf.
ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR
BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA
Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnamir frá
DéLonghi.
Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á
styttri tíma og með mun minni orkunotkun
en í stómm ofnum eða eldavélinni.
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
O O.ERRE
LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG!
Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir
hvers konar húsnæði,
til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði.
SMARAFTÆKI
EMI0E 4'MH'iiUUj) euRhx
Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar,
djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar,
handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni,
hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar,
rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur,
safapressur, straujárn - og ótal margt fleira.
ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR
Nettoi,,
ELDHUS - BAÐ - FATASKAPAR
Dönsku NETTOIine innréttingarnar
em falleg og vönduð vara á vægu verði.
Við bjóðum þér allt sem þig vantar í eldhúsið,
baðherbergið eða þvottahúsið, og þar að auki
fataskápa í svefnherbeigið, bamaherbergið
eða anddyrið.
Frí teiknivinna og tilboðsgerð.
ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR
PLJ
iL
FRÍ HEIMSENDING ■ FjARLÆG)UM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU
iFOnix
OPIÐ LAUCARDAG
OPIÐ SUNNUDAG
OPIÐ AÐRA DAGA
10-16
12-17
9-18
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420