Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 37
JE>V LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 45 „Ég reyni að komast að niðurstöðu en það er ekki mjög auðvelt að draga hana saman í eina eða tvær setningar. Menn verða bara að koma, sjá og heyra,“ segir Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki. DV-mynd BG Leitinni að sannleikanum lýkur í Háskólabíói í dag Fjölmennur hópur fólks hefur undanfama laugardaga safnast sam- an í Háskólabíói til að fræðast um hvort vit sé í vísindunum. Þrír ung- ir heimspekistúdentar hafa, fyrir hönd Animu, félags sálfræðinema, staðið að fyrirlestraröð undir yfir- skriftinni: Er vit í vísindunum? Hafa fyrirlesararnir verið fræði- menn úr ýmsum greinum. „Það hefur verið húsfyllir á fyrir- lestmnum og strákamir sem standa að þessu hafa þurft að fá stærri sal svo allir geti komist fyrir,“ segir Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki, sem opnaði fyrirlestra- röðina og mun í dag ljúka henni * með því að bregðast við fyrri fyrir- lestrum og með því ljúka fyrirlestr- aröðinni. Fyrirkomulag erindanna er svip- að og í fyrirlestraröðinni um and- ann og efnið sem haldin var 1992 og vakti mikla athygli. Þá voru fyrir- lestramir gefnir út á bók og ætlun- in er að gera slíkt hið sama nú. Að þessu sinni fjölluðu fræðimennimir Atli Harðarson heimspekingur um efahyggjuna, Einar H. Guðmunds- son, dósent í stjarneðlisfræði, um heimsmynd stjarnvísinda: Sannleik- ur eða skáldskapur?, Þorsteinn Vil- hjáhnsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði, um vísindin, söguna og sannleikann, Þorvaldur Sverris- son, MA í vísindaheimspeki, um brot úr frumspeki miðtaugakerfis- ins og Sigurður J. Grétarsson, dós- ent í sálfræði, um sálfræði í samfé- lagi vísindanna. Þorsteinn var spurður að því hvort greina mætti aukinn áhuga á heimspeki ef mið væri tekið af að- sókn að fyrirlestrunum. Gríðarlegur áhugi „Það má ekki gleyma því að þama er ekki bara fjallað um heim- speki. Þetta eru fyrirlesarar úr ólík- um fræðigreinum. í öðru lagi á þetta fyrirtæki strákanna fyrir- mynd fyrir fjórum árum. Þá þótti okkur gífurleg aðsókn að fyrsta fyr- irlestrinum en þó íjölgaði áheyrend- um þrefalt eða fjórfalt á þeim síð- asta. Nú mætti til leiks svipaður Qöldi og á síðustu lestrana svo að þetta er eiginlega ekki til marks um neina breytinga heldur staðfesting á ótrúlegum áhuga á íslandi á fræði- legum efnum sem eru matreidd viö almenningshæfi." Segja má að sprenging hafi orðið á flölda nemenda í heimspeki fyrir fimm til sex árum og Þorsteini sýn- ist sem almenningur jafnt sem fræðimenn séu að sækja fyrir- lestrana nú. Um ástæðu þessa segist hann ekki kunna neina viðhlítandi skýringu. í inngangi að kynningarriti um fyrirlestrana segir að vísindahyggja og vísindatrú séu áberandi í nútíma- samfélagi. Þar er enn fremur spurt nokkurra grundvaUarspuminga. „Vísindaleg aðferð er viðurkennd leið til að afla þekkingar. En eru vísindin traust? Er vísindaleg þekk- ing fordómalaus og óyggjandi? Gefa vísindin okkur rétta mynd af heim- inum og geta þau útskýrt allt sem hægt er að útskýra? Að hvaða leyti eru þau lykillinn að mannlegum þroska og félagslegri þróun?“ Þorsteinn mun í sínu erindi bregðast við fyrri fyrirlestrum á þann hátt aö hann ætlar að taka upp ákveðna þætti í máli fyrri fyrir- lesara og reyna á þann máta að fjalla eftir sínum eigin forskriftum um erindin. „Sannleikurinn kom við sögu í þessum erindum eins og vonlegt er þegar fjallaö er um vitið í vísindum. Það er það sem ég ætla að fjaUa um í mínu erindi með einhverjum til- vísinum til þeirra sem hafa talað á undan mér.“ - Er vit í vísindunum? er yfir- skriftin og þitt erindi heitir Sann- leikur. Kemstu að einhverri niður- stöðu eða standa menn uppi með fleiri spumingar en svör? „Nei! Ég reyni að komast að nið- urstöðu en það er ekki mjög auðvelt að draga hana saman í eina eða tvær setningar. Menn verða bara að koma, sjá og heyra.“ Fyrirlestur Þorsteins Gylfasonar hefst klukkan 14 í sal 2 í Háskóla- bíói. PP Þau byrja snemma að kynna sér hvað fylgir amstri hvers- dagsins, krakkarnir á leikskólanum Leik- garði. Fróðleiksfús ungmennin á Blá- garðadeiid voru í einum af sínum fjöl- mörgu heimsóknum út í samfélagið á dögunum og að þessu sinni varð Vesturbæjarútibú Landsbankans varð fyrir valinu. Á mynd- inni má sjá tvo af starfsmönnum bank- ans, Þröst og Auði Viktoríu, sýna krökk- unum, sem klæddust Mókolisbúningum, að peningarnir þjóna fteiri hlutverkum en að kaupa kúlur og leikföng. VELKOMIN I FONIX OG GERfÐ REYFARAKAUP RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI -20 -25 -30 m ASKO ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með vemlegum afslætti. ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR KÆLISKAPAR - FRYSTISKAPAR - FRYSTIKISTUR Dönsku GRAM kæliskápamir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR NILFISK NÝ NILFISK FYRIR NÚTÍMAHEIMILI Nú kynnum við nýjar gerðir frá NILFISK, GM-300 seríuna, glæsilegri og fúllkomnari en nokkm sinni fyrr. 4 gerðir og litir. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð. DéLonghi - Dásamleg tæki ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR ELDHUSVIFTUR - MARGAR GERÐIR Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler- hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnamir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stómm ofnum eða eldavélinni. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR O O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. SMARAFTÆKI EMI0E 4'MH'iiUUj) euRhx Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR Nettoi,, ELDHUS - BAÐ - FATASKAPAR Dönsku NETTOIine innréttingarnar em falleg og vönduð vara á vægu verði. Við bjóðum þér allt sem þig vantar í eldhúsið, baðherbergið eða þvottahúsið, og þar að auki fataskápa í svefnherbeigið, bamaherbergið eða anddyrið. Frí teiknivinna og tilboðsgerð. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR PLJ iL FRÍ HEIMSENDING ■ FjARLÆG)UM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU iFOnix OPIÐ LAUCARDAG OPIÐ SUNNUDAG OPIÐ AÐRA DAGA 10-16 12-17 9-18 HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.