Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 38
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 46 sviðsljós A -k hr Samantha Mathis var með River Phoenix er hann dó: Mætti ótrú- legu mót- læti en sigr- aðist á því - leikur aðalhlutverkið í einni af toppmyndunum sem verður brátt sýnd hár Samantha Mathis hefur nýlokið við að leika sitt stærsta hlutverk sitt til þessa í kvikmyndinni Broken Arrow sem tekin verður til sýninga hér á landi innan skamms. Auk Samönthu leika stórstjörnurnar John Travolta og Christian Slater í þessum spennutrylli Johns Woo. Samantha, sem er 25 ára, hefur leikið í nokkrum myndum til þessa. Má þar nefna How to Make an American Quilt, The Thing Called Love, The American President og Jack and Sara. I Broken Arrow sýn- ir hún hins vegar á sér nýja hlið þar sem hún fer með hlutverk kven- hetju. Hún leikur skógarvörð í Montana sem kemur orrustuflug- manni, sem leikinn er af Christian Slater og reyndar eitt sinn var kær- asti hennar, til bjargar. Christian var svikin af áhafnarfélaga sínum sem komst yflr kjarnorkuvopn og ætlar að selja þau. „Þetta er eitt af þeim hlutverkum sem skjóta manni upp á stjörnuhim- ininn í Hollywood," segir Samantha og hlær en henni og vinkonu henn- ar, Söndru Bullock, finnst þessi um- sögn um hlutverk hennar mjög fyndin því það var einmitt hlutverk sem þetta sem gerði Söndru fræga. Samantha lék sjálf í flestum sín- um áhættuatriðum. Mörgum kann Samantha, sem er 25 ára, hefur leikið í nokkrum myndum til þessa. Má þar nefna How to Make an American Quilt, The Thing Called Love, The Americ- an President og Jack and Sara. „í dag hef ég áttað mig á því hvað er mikilvægt í lífinu: fjölskyldan mín og vinir- þeir sem elska mig. Ég held ég hafi reynt of mikið að sýnast óháð öðr- um og sjálfri mér nóg en ég er hætt því öllu. Mér er sama hvað öðrum finnst í dag,“ segir Samantha Mathis sem leikur í Broken Arrow. að finnast mikið til um það en þeir sem til þekkja segja það smámuni miðað við það sem á undan er geng- ið í lífi Samönthu. Hún var einmitt með kærastanum sínum, River Phoenix, þegar hann dó af völdum eiturlyfja fyrir utan veitingastað í Hollywood árið 1993. Pressan fór einnig iila með Samönthu fyrstu dagana á eftir og um svipað leyti greindist móðir hennar með krabba- mein og þurfti að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð. Sex myndir á tveimur árum „Ánægjulegasti dagur í lífl mínu tU þessa var þegar læknar sögðu mér að þeir höfðu komist fyrir krabbameinið í rnörnmu," segir Samantha. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika í lífi sínu tókst henni að ljúka sex kvikmyndahlutverkum á seinustu tveimur árum, þar á meðal í Amer- ican President og Jack og Sara. „Það yndislega með Sammy er að hún hefur ekki gefist upp þótt á móti hafl blásið undanfarin tvö ár. Það sem hún hefur gengið í gegnum án þess að bugast hefði beygt marg- an annan í duftið,“ segir Sandra Bullock, vinkona Samönthu. Samantha er ekki ólík ballerínu úr Kirov-balletinum í vextinum. Eini þrýstni hluti hennar eru var- irnar sem eru þykkar og blóðríkar. Þrátt fyrir að vera ekki burðug seg- ir Christian Slater, sem nú er góður vinur hennar, að hún sé ótrúlega sterk og heilsteypt manneskja. Samantha segir að sá dagur líði ekki að hún hugsi ekki um River en þau kynntust þegar hún var 19 ára og þau léku saman í myndinni A Thing Called Love. „Hann var uppá- tektarsamur og hamingjusamur," segir hún en viðurkennir um leið að hún hafi vitað um það flkniefna- vandmál sem River átti við að etja. „Ég gerði mitt besta til að hjálpa honum," segir hún í sjálfsásökunar- tón og bætir við að hún hugsi oft hvað hún hefði getað gert annað til að breyta því sem varð. Samantha brást við dauða Rivers með því að hella sér í vinnu og hleypa þannig ekki tilfinningunum upp á yfirborðið. „Þetta var mín leið til að þurfa ekki að fást við vanda- rnálið," segir hún en á sama tíma stundaði hún samkvæmislíflð stíft, eins og ekkert hefði í skorist, og hitti flölda karlmanna. Á meðan á tökum The American President stóð brotnaði hún svo niður en náði sér þó af sjálfsdáðum á ný. Forgangsröðin á hreinu „í dag hef ég áttað mig á því hvað er mikilvægt í lífinu: fjölskyldan mín og vinir - þeir sem elska mig. Ég held ég hafi reynt of mikið að sýnast óháð öðrum og sjálfri mér nóg en ég er hætt því öllu. Mér er sama hvað öðrum finnst í dag,“ seg- ir hún. Samantha fæddist í New York árið 1970. Foreldrar hennar skildu þegar hún var þriggja ára en móðir hennar er leikkona og sömu sögu var að segja af ömmu hennar. Sam- antha, sem ólst upp á tökustað og í leikhúsum, ætlaði sjálf að verða slökkviliðs- eða körfuboltamaður. „Það var ekki fyrr en nýlega sem ég áttaði mig á því að ég gæti haft í mig og á með þvi að leika.“ Bros-Bolir Síðumúla 33 • S: 581 4141 Þú kemur með hugmynd - Við sjáum um afganginn - Snöggir & áreiðanlegir Ólyginn sagði... . . .að Dudley Moore hefði verið hætt kominn um daginn þegar hann keyrði út af ísuðum vegi í Colorado. Bíllinn hrapaði niður snarbratta hlíð en til allr- ar hamingju var kranabíll rétt á eftir Dudley. Hann sagði að hann hefði frosið í hel ef hjálp- in hefði ekki komið til því 20 stiga frost var úti. . . .að Patsy Kensit hefði náð sér í nýjan gaur og sagt skilið við Jim Kerr eftir fjögurra ára hjónaband og eitt barn. Sá nýi heitir Liam Gallagher en hann er í hljómsveitinni Oasis. . . .að Tori Spelling, úr sjón- varpsþáttunum Beverly Hills 90210, hefði einnig náð sér í nýj- an stegg eftir að hún sparkaði Jamie Walters sem leikur í sömu þáttum. Tori heldur sig við súkkulaðisætu sjónvarps- þáttakappanna en sá nýi heitir Patrick Muldoon og leikur í Melrose Place. . . .að Melanie Griffith hefði miklar áhyggjur af manni sín- um, Antonio Banderas. Karlinn hennar leikur nú á móti Madonnu í kvikmynd um Evitu Peron en eins og kunnugt er lýsti Madonna eitt sinn yfir op- inberlega að hún vildi sænga með Banderas. í ljósi þessa reynir Melanie að eyða sem mestum tíma á tökustað með sínum heittelskaða. . . .að Alicia Silverstone, sem lék í Clueless, heföi nýverið skrifað undir 600 milljón króna kvikmyndasamning. í Clueless leikur Alicia fata- og skemmt- anasjúka ungpíu sem er akk- úrat andstæða þess sem hún er I eigin daglegu lifi. - '■ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.