Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
Fréttir
Líkur aukast á jarðskjálftum til suðurs og vesturs á Hengilssvæðinu:
Hvergerðingar geyma
skóna sína við rúmið
„Við gerum okkar varúðarráð-
stafanir hvert í sínu horni. Það er
ekki nóg að taka með sér bók í rúm-
ið þvi ráðlegt er að geyma skó með
sólum nálægt og vasaljós í nátt-
borðsskúffunni. Verði stórir skjálft-
ar er hætta á slysum vegna gler-
brota,“ segir Garðar Hannesson,
stöðvarstjóri Pósts- og síma í Hvera-
gerði. Nokkrar jarðhræringar hafa
verið á Hengilssvæðinu í mars. Á
stöðinni er Garðar er viðbúinn með
farsíma sem gengur fyrir rafhlöðum
ef aðalstöðin fer úr sambandi og
segir Hvergerðinga ekki hrædda
heldur vitandi um hættuna. Hann
segir þá gera ráðstafanir hvern í
sínu homi.
„Jarðskjálftarnir eru orðnir hluti
af umhverfmu eins og er hjá okkur.
Við vitum að maðurinn getur ekki
hamið náttúruöflin og það besta er
að læra að lifa við þetta. Ég vara
fólk við því að fyllast skelfíngu. Það
er alltaf best að taka á málunum af
yfirvegaðri ró. Ég hef ekki orðið vör
við að fólk sem dvelur hjá okkur sé
hrætt við þessa skjálfta," segir Jóna
Einarsdóttir, gjaldkeri á Heilsuhæl-
inu í Hveragerði.
Fjoldi skjálfta í Ölfusi í marsmánuði
Fjöldi
300
250
200
150
100
50
Ö|g|§§
iœmm ‘ 'V ipppp i pæm n - • - K’# Mp
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. mars
Kortið er yfir Hengilssvæðið og Öifusið og sýnir fjölda og stærð skjálfta í marsmánuði.
Jóna hefur búið í Hveragerði í
mörg ár og er orðin vön jarðhrær-
ingunum sem Hvergerðingar hafa
búið við.
„Við mælum mikið af skjálftum
en flestir þeirra eru mjög smáir.
Stærsti skjálftinn var 3,7 á
Richterkvarða 16. mars sl. í mars
hefur verið tilhneiging til þess að
skjálftavirkni hafi aukist, eða frá tí-
unda til sextánda mars,“ segir
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð-
ingur.
Ragnar segir skjálftana í Hvera-
gerði í mars vera framhald hrinu
sem hefur verið undanfarin ár.
Svona mikil hreyfing leggst sem
farg á svæðið i kring og við það
aukast skjálftalínur á nálægum
svæðum, einkanlega til vesturs og
suðurs frá Hveragerði.
„Núna aukast líkur á því að eitt-
hvað gerist til vesturs frá Hengils-
svæðinu eða til suðurs frá Hvera-
gerði. Þarna aukast líkur á skjálft-
um án þess að við reiknum með
stórum skjálftum á þessum svæð-
um,“ segir Ragnar.
-em
rrrr1l • m K* ÆBk
i m Hi ÆwMHHn:..
Jón Pétursson, útgerðarstjóri Fiskimjöls og lýsis í Grindavík, fyrir framan nýja síldveiðiskipið. Það er búið kældum
lestum til að varðveita aflann á löngu heimstími. - DV-mynd BG
Fiskimjöl og lýsi í Grindavík:
Nýtt kæliskip
til síldveiða
„Við rekum fiskimjölsverksmiðju
og markmiðið með kaupum þessa
skips er að koma hráefninu heilu
heim þegar langt er að sigla af mið-
unum. Þetta getur munað því að
hráefnið er heilt en ekki ónýtt þeg-
ar heim er komið eftir tveggja sólar-
hringa stím úr Síldarsmugunni og
hvort úr því sé hægt aö framleiða
hágæðamjöl eða ekki,“ segir Jón
Pétursson, útgerðarstjóri Fiskimjöls
og lýsis í Grindavík, sem hefur fest
kaup á síldveiðiskipi með kælibún-
aði í lestum.
Skipið hefur hlotið nafnið Jón
Sigurðsson og var keypt frá
Skotlandi og kom til hafnar í
Reykjavík sl. fóstudag. Það hét áður
Kingls Cross. Kæliskip af þessu tagi
er nýjung hér á landi en að sögn
Jóns hafa Norðmenn, trar o.fl. verið
með slíkan búnað í síldveiðiskipum
undanfarin 15-20 ár.
Stálsmiðjan í Reykjavík mun gera
á því ýmsar breytingar og endur-
bætur en síðan fer það til veiða í
Síldarsmugunni í kringum 20. apríl.
Skipið kostaði 360 milljónir en
breytingar fyrir 20-30 milljónir
verða gerðar á því. -SÁ
Tveir umsækjendur um prófessorsstööu:
Háskólinn ekki eftir-
sóttur vegna launa
„Háskólinn hefur aldrei verið sér-
staklega eftirsóttur hvað varðar
launakjör. Mikilvægara er að starf-
ið er mjög áhugavert. Menn hafa yf-
irleitt val á milli þess að vera í leið-
inlegu starfi með mjög há laun eða
vera í skemmtilegu starfi með lægri
laun. Hérna geta menn litið á þetta
sem skemmtilegt starf þó launin séu
ekki til að hrópa húrra fyrir,“ segir
Björn Kristinsson, deildarforseti
verkfræðideildar. Aðeins tveir um-
sækjendur voru um prófessorsstöðu
í rafmagnsverkfræði en umsóknar-
frestur rann út fyrir stuttu.
Samkvæmt heimildum DV eru
mánaðarlaun háskólaprófessora í
kringum 140 þúsund. Yfirvinna er í
sumum tilfellum af skornum
skammti. Fólk sem á að baki
margra ára menntun hefur í sum-
um tilfellum ekki efni á að ráða sig
sem prófessorar við Háskóla ísland.
Jón Tómas Guðmundsson og Torfi
Þóhallsson sóttu um stöðuna. Ekki
er búið að ákveða hvor þeirra
hreppir hana.
Dómnefnd sem skipuð er aðila frá
verkfræðideild, háskólaráði og
ráðuneyti á eftir að koma saman og
ráða ráðum sínum. Þeir meta um-
sóknir og koma að því búnu með til-
lögur að því hvor umsækjendanna
er hæfari til starfsins.
„Ég geri mér ekki grein fyrir
hvort þessir umsækjendur eru færri
en venjulega. Þetta er mjög mis-
munandi eftir greinum," segir Edda
Magnúsdóttir, forstöðumaður
starfsmannasviðs Háskóla íslands.
-em
Akranes:
Skipasmíðastöð Þ&E
komin á beinu brautina
DV, Akranesi:
Það kom fram á aðalfundi
Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og
Ellerts hf. að hagnaður félagsins
fyrsta heila starfsárið nam 7,4
milljónum króna en fýrirtækið
var stofnað í júlí 1994. Rekstrar-
tekjur félagsins voru 253 milljónir
króna en rekstrargjöld 237 milljón-
ir. Hagnaður fyrir fjármagnslið,
tekjuskatt, eignaskatt og afskrift-
ir, var 15,4 milljónir.
Aðalfundurinn var haldinn
22.mars. Á síðasta ári störfuðu að
meðaltali 52 hjá Þ&E og launa-
greiðslur námu 98 milljónum. í
dag starfa 70 manns hjá fyrirtæk-
inu. Hlutafé félagsins I árslok var
35,6 milljónir og hluthafar um ára-
mót 70. Eigin fé félagsins var i árs-
lok 41 milljón samanborðið við
12,2 milljónir 1994 og ákveðið var
á fundinum að greiða hluthöfum
10% arð. Greiðsla arðsins fer fram
með hlutbréfum.
í stjórn félagsins voru kosnir
Hörður Pálsson, Ingólfur Árnason
og Sigurður Bragi Guðmundsson.
Framkvæmdastjóri er Þorgeir Jós-
efsson viðskiptafræðingur sem
beinlínis hefúr unnið kraftaverk
hjá fyrirtækinu. Hefur verið iðinn
við að fá verkefni og fyrirtækið
sér fram á góða verkefnastöðu
fram á haust. Velta fyrirtækisins
fyrstu tvo mánuði þessa árs er 56,7
milljónir og hagnaður 1,7 milljón.
-DÓ