Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Page 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
23
íþróttir
íþróttir
Opna íslenska mótið í badminton:
Broddi kom
fram hefndum
gegn Tryggva
DV, Akureyri:
Sterkir erlendir keppendur settu
mark sitt á opna íslenska mótið í
badminton sem fram fór á Akur-
eyri um liðna helgi. Allir íslensku
keppendurnir, þeir bestu í grein-
inni, stóðu sig mjög vel og unnu
marga glæsilega sigra.
Eftirtektarverður var úrslita-
leikur Brodda Kristjánssonar og
Tryggva Nielsen, en þar kom
Broddi fram hefndum frá íslands-
mótinu á dögunum, er hann sá á
eftir titlinum til Tyrggva. Leikur-
inn var mjög hraður og fastur og
lauk með sigri Brodda, 15-0 og
15-^9.
I einliðaleik kvenna töpuðu þær
Elsa Nielsen og Islandsmeistarinn
Vigdís B. Ásgeirsdóttir í undanúr-
slitum gegn sænskri og norskri
stúlku.
í tvíliðaleik karla komust þeir
Broddi Kristjánsson og Ámi Þór
Hallgrímsson í úrslit gegn Eng-
lendingunum Julian Robertson og
Nathan Robertson en töpuðu.
Lokatölur urðu 15-9 og 15-9.
íslenskur sigur leit dagsins ljós í
tvíliðaleik kvenna. Þar sigruðu
þær Elsa Nielsen og Vigdís B. Ás-
geirsdóttir stöllur sínar Guðrúnu
Júlíusdóttur og Brynju Kolbrúnu
Pétursdóttur, 15-12 og 15-10.
Elsa Nielsen og Broddi Krist-
jánsson áttu í hörðum slag gegn
Johönnu Holgerson og Johan Thol-
inson frá Svíþjóð. Svíarnir unnu
fyrstu hrinuna mjög naumlega,
17-14 og þá síðari 15-8.
-KG
íslandsmótið í kata 1996:
Ásmundur og
Edda meistarar
Sklði:
Brynja þriðja
í Noregi
Brynja Þorsteinsdóttir, SRA,
háfnaði í þriðja sæti í stórsvigi
og vann til bronsverðlauna á
norska unglingameistaramótinu
sem fram fór í Grong um síðustu
helgi.
Brynja kom í mark á 2:09,34
mín. en sigurvegarinn fékk tím-
ann 2:05,68 mín. Loks varð
Brynja í 5. sæti í svigi á sama
móti. Brynja er að bæta punkta-
stöðu sína verulega í báðum
greinum og verður fróðlegt að
sjá til hennar á skíðamóti ís-
lands um páskana.
-SK
Júdó:
Bjarni lagði
meistarann
á ippon
Bjarni Friðriksson júdókappi
hafnaði í 7. sæti á alþjóðlegu
júdómóti í Róm eins og greint
var frá í DV í gær.
Ein glíma Bjarna var sérlega
glæsileg en þá vann hann ólymp-
íumeistarann frá Barcelona 1992,
Ungverjann Kovacs, á ippon sem
er fullnaðarsigur. Náði Bjami
ólympíumeistaranum í gólfið og
hélt honum fóstum í tilskilinn
tíma. Að sögn kunnugra var
þetta ein besta glíma Bjarna á
löngum ferli hans.
-SK
Knattspyrna:
United fær
einn milljarð
Forráðamenn Manchester
United skrifuðu um helgina und-
ir auglýsingasamning við
íþróttavörufyrirtækið Umbro.
Samningurinn er til ársins
2002 og gefur Man. Utd um einn
milljarð í aðra hönd árlega.
„Þetta er stærsti auglýsinga-
samningur sem hefur verið gerð-
ur til þessa í knattspymunni,“
sagði Peter J. Draper, markaðs-
stjóri Umbro, á blaðamanna-
fundi í MUnchen um síðustu
helgi.
-SK
Fer Yeboah
Strax og Leeds hafði tapað
deildabikarnum enska til Aston
Villa, komst sá orðrómur á kreik
að Ganamaðurinn Anthony Ye-
boah væri á leið til Chelsea.
Nokkrar líkur eru taldar á að
af sölu hans verði enda er vitað
að á meðal mestu áhangenda Ye-
boahs er enginn annar en Glen
Hoddle, framkvæmdastjóri Chel-
sea.
-SK
Stakar árásir
á LeTissier
Enn einu sinni hefur ásökun-
um rignt yfir Matthew Le Tissi-
er, leikmann Southampton i
ensku knattspymunni.
Southampton er í bullandi fall-
hættu og Le Tissier er kennt um
allt saman.
Francis Benali, varnarmaður
Southampton, kom Le Tissier til
vamar í gagr er hann sagði:
„Knattspyrna er ekki einstak-
lingsgrein heldur hópíþrótt. Það
er ekki Le Tissier að kenna hvar
við stöndum í úrvalsdeildinni í
dag.“ -SK
Ásmundur ísak Jónsson, Þórs-
hamri, tryggði sér um helgina ís-
landsmeistaratitilinn í- kata karla
en íslandsmótið fór fram í Hafnar-
firði.
Ásmundur ísak og Atli Erlends-
son, Karatefélagi Reykjavíkur, voru
efstir og jafnir eftir keppnina í
karlaflokki með 26,2 stig en Ás-
mundur vann á betri stigafiölda í
undanúrslitum.
í kata kvenna sigraði Edda Blön-
dal, Þórshamri, og hlaut hún 25,8
stig. Önnur varð Dagný Ósk Ás-
geirsdóttir, Hamri frá Hveragerði,
meö 25,5 stig.
í hópkata kvenna sigraði a-lið
Þórshamars og hlaut 25,5 stig.
Leikmenn ensku úrvalsdeildar- (
innar í knattspyrnu kusu í síðustu
viku lið ársins i deildinni. Um helg-
ina var talið upp úr kössunum og
kom þá í ljós hvaða ellefu menn
fengu flest atkvæði.
Fyrir marga kemur kannski á
óvart að aðeins einn leikmaður
kemur frá Manchester United og
hins vegar eru fiórir leikmenn frá
Newcastle United.
Brolin óhress
og vill fara
Sænski landsliðsmaðurinn
Tomas Brolin er mjög óánægður
með vistina hjá Leeds og vill
losna þaðan hiö bráðasta. Það
sem fyllti mælinn hjá Brolin var
að hann var ekki valinn í byrj-
unarliðið í úrslitaleiknum gegn
Aston Villa í fyrradag.
Howard Wilkinson, stjóri
Leeds, sem keypti Brolin frá
Parma fyrir 450 milljónir, virðist
hafa misst álitið á Brolin og hef-
ur haft Svíann meira og minna á
bekknum í undanförnum leikj-
um. Wilkinson hefur mætt mik-
illi gagnrýni hjá stuðningsmönn-
um Leeds og létu þeir hann
óspart heyra það í fyrradag. -GH
Karatefélag Reykjavíkur varð í öðru
sæti með 25,2 stig. Sigurlið Þórs-
hamars skipuðu þær Edda Blöndal,
Eydís Líndal og Ingibjörg Júlíus-
dóttir.
í hópkata karla sigraði einnig a-
lið Þórshamars og hlaut 26,1 stig. í
öðru sæti kom svo lið Karatefélags
Reykjavíkur með 25,9 stig. Ásmund-
ur ísak Jónsson, Árni Þór Jónsson
og Jón Ingi Þorvaldsson skipuðu
sigurlið Þórshamars.
Um 300 áhorfendur sóttu mótið
sem var mjög skemmtilegt og spenn-
andi. Raffi Liven var með magnaða
sýningu fyrir úrslitakeppnina þar
sem hann braut múrsteina og girð-
ingarstaura. -SK
Lið ársins lítur annars þannig út:
David James, Liverpool, Gary
Neville, Manchester United, Tony
Adams, Arsenal, Efan Ehiogu,
Aston Villa, Alan Wright, Aston
Villa, David Ginola, Newcastle, Ro-
bert Lee, Newcastle, Steve Stone,
Nottingham Forest, Ruud Gullit,
Chelsea, 'Les Ferdinand, Newcastle,
og Alan Shearer, Blackburn.
Komast Víkingar
í Evrópukeppnma?
Það skýrist ekki fyrr en eftir
úrslitaleiki KA og Vals hvaða fé-
lög taka þátt á Evrópumótunum
í handknattleik á næsta tímabili.
Verði Valur meistari tekur liö-
ið þátt í Evrópukeppni meistara-
liða, KA í Evrópukeppni bikar-
hafa, Stjaman í EHF-keppninni
og Haukar i borgakeppni Evr-
ópu.
Verði KA hins vegar meistari
fer liöið í Evrópukeppni meist-
araliða, Víkingur í Evrópu-
keppni bikarhafa sem yrði í
fyrsta sinn sem 2. deildarlið tek-
ur þátt í Evrópukeppni, Valm- í
EHF-keppnina og Stjarnan í
borgabkeppni Evrópu. -GH
Þrír frá Newcastle
í úrvalsliði ársins
Southampton vann
Southampton vann mikilvæg-
an sigur á Coventry í botnbar-
áttu ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gærkvöldi. Sigur-
markið skoraði Jason Dodd með
skalla eftir hornspyrnu frá Matt-
hew Le Tissier strax á 2. mínútu.
Fowler fær tækifæri
Robbie Fowler fær tækifæri í
byrjunarliði enska landsliðsins
annað kvöld þegar Englendingar
taka á móti Búlgörum. Fowler
tekur stöðu Alans Sheares sem
er meiddur.
-GH
Landi
Weahs
með Val?
- Alex Badio frá Líberíu kemur til Vals í dag
Knattspyrnumaður frá Afríkurík-
inu Líberíu, Alex Badio að nafni,
kemur til landsins í dag og verður
til reynslu hjá 1. deildarliði Vals
næstu vikurnar. Ef útlit verður fyr-
ir að af samningum verði fer hann
með Valsliðinu í æfingaferð um
páskana.
Alex Badio er 23 ára gamall sókn-
armaður, lítill og snöggur, og hefur
leikið með liðum í Hollandi og
Grikklandi, þó ekki í efstu deild.
Leikmenn frá Líberíu hafa ekki
gert garðinn frægan í heimsknatt-
spyrnunni, með einni góðri undan-
tekningu þó, því frá þessu litla Afr-
íkuríki kemur knattspyrnumaður
ársins í heiminum 1995, George
Weah, leikmaður AC Milan. Ef
Badio býr yfir einhverju broti af
snilli landa síns verður hann Hlíð-
arendaliðinu góður styrkur.
Badio er annar erlendi leikmað-
urinn sem Valsmenn fá til sín 'til
reynslu í vetur. Rússneski sóknar-
maðurinn Alexander Pateev dvaldi
hjá þeim um tíma en ekkert varð úr
samningum við hann.
Ef Badio uppfyllir þær vonir sem
við hann eru bundnar verður hann
fyrsti afríski knattspyrnumaðurinn
sem leikur í 1. deildinni hér á landi.
-VS
Rondey Robinson á förum frá Njarðvík:
„Ég á eftir að
sakna fólksins"
DV, Suðurnesjum:
Rondey Robinson, sem leikið hef-
ur með körfuknattleiksliði Njarð-
víkinga sex undanfarin ár, heldur
af landi brott á mánudaginn kemur
og er orðið ljóst að hann kemur
ekki til baka.
Njarðvíkingar þurfa því fljótlega
að fara að líta í kringum sig í leit að
erlendum leikmanni fyrir næsta
tímabil.
„Já, þar er komið á hreint að
Rondey Robinson kemur ekki til
með að leika með okkur meira.
Rondey heldur utan til Bandaríkj-
anna á mánudaginn kemur. Það er
því ljóst að við verðum að fara að
líta i kringum okkur en það verður
erfitt að fylla það skarð sem Rondey
skilur eftir sig. Það verður engu að
síður spennandi verkefni," sagði
Ólafur Eyjólfsson, formaður
Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur,
í samtali við DV í gær.
„Erfitt að fara frá Njarðvík“
„Það verður mjög erfitt að fara
frá Njarðvík. Ég á eftir að sakna
fólksins í bænum og liðsins sem ég
hef leikið með síðustu sex árin. Það
er ekki ákveðið hvað ég tek mér fyr-
ir hendur þegar ég kem til Chicago
en ég er spenntur fyrir að ganga í
lögreglulið borgarinnar," sagði
Rondey Robinson í stuttu spjalli við
DV.
-ÆMK
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt og fyrrinótt:
Stórbrotinn leikur hjá
nýliða Stoudamire
- og nýliðarnir í Toronto unnu sinn fyrsta sigur gegn toppliði Chicago
San Antonio Spurs er enn á
fleygiferð í NBA-deildinni í
körfuknattleik og í nótt vann liðið
14. leik sinn í röð.
Andstæðingurinn í nótt var NJ
Nets. Sean Elliott átti stórleik og
skoraði 35 stig fyrir Spurs og David
Robinson var enginn eftirbátur
hans, skoraði 19 stig og tók 17 frá-
köst. Met Spurs er 15 sigurleikir í
röð frá í fyrra.
Úrslit leikja í nótt:
NJ Nets-SA Spurs............88-95
Utah Jazz-Dallas...........103-86
Portland-76ers ..............94-71
Karl Malone skoraði 29 stig fyrir
John Stockton og félagar í Utah Jazz voru í miklu stuði í nótt og unnu mjög gegn uauas 0g 12 fráköst.
sannfærandi sigur á liði Dallas Mavericks. ____________________________________
Jeff Hornacek skoraði 17 stig og gaf
8 stoðsendingar.
Úrslit leikja í fyrrinótt:
Cleveland-Vancouver.......90-85
Dallas-NY Knicks..........79-85
Indiana-SA Spurs.........88-100
Milwaukee-NJ Nets ........80-84
Toronto-Chicago.........109-108
Washington-Denver.........92-90
Boston-Miami.............95-111
Phoenix-LA Clippers......103-92
Sacramento-Seattle......110-112
LA Lakers-Charlotte......94-103
Nýliðinn í Toronto, Damon Stou-
damire, fór á kostum gegn Chicago
og Toronto vann mjög óvæntan sig-
ur. Stoudamire skoraði 30 stig, gaf
11 stoðsendingar og setti nýtt met í
þriggja stiga skotum af nýliða en
hann hefur nú skorað úr 127 slíkum
skotum í vetur og nýliði hefur
aldrei gert betur. Michael Jordan
skoraði 36 stig fyrir Chicago. Þetta
var aðeins fiórði sigur Toronto í
nítján Jeikjum og fyrsti sigur
Toronto gegn Chicago frá upphafi í
fiórum tilraunum.
„Sóknin var í lagi hjá okkur en
vörnin ekki. Við létum þá taka
alltof mörg sóknarfráköst," sagði
Michael Jordan eftir leikinn en
hann skoraði 13 síðustu stig
Chicago.
SASpurs er í miklu stuði þessa
dagana og liðið vann 13. sigur sinn í
röð gegn Indiana í fyrrinótt. David
Robinson skoraði 22 stig og hirti 13
fráköst. Reggie Miller í liði Indiana
var rekinn í sturtu eftir að hafa
fengið tvær tæknivillur um miðjan
þriðja leikhluta.
Gary Payton var i miklu stuði
þegar Seattle vann nauman sigur
gegn Sacramento. Payton skoraði 38
stig í leiknum og þar af sigurkörf-
una á síðustu sekúndu leiksins.
Payton jafnaði met sitt í deildinni
og tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsend-
ingar að auki.
Patrick Ewing skoraði 36 stig fyr-
ir Knicks sem vann Dallas. -SK
Rondey Robinson - á förum frá Njarðvík.
Handbolti kvenna:
Stjarnan í úrslit
DV, Eyjum:
Annað árið í röð lagði Stjarnan
ÍBV að velli í undanúrslitum með
tveimur vinningum gegn engum.
Sfiaman er magnað lið, eins og
skriðdreki sem fer sína eigin leið,
sama hvað á gengur, og hendir
sprengjum í andstæðingana þegar
þess er þörf.
Sprækar Eyjastúlkur höfðu ein-
faldlega ekki roð í skriðdrekann frá
Garðabæ því Stjarnan sigraði
nokkuð örugglega í bráðfiörugum
en grófasta kvennahandboltaleik
sem sést hefur í Eyjum, 22-16, eftir
að staðan í hálfleik var 10-8 fyrir
ÍBV.
ÍBV náði mest þriggja marka for-
ystu undir lok fyrri hálfleiks. Ragn-
heiöur og Herdís gerðu öll mörk
Sfiörnunnar í fyrri hálfleik og vörn
liðins var lek. Vörnin hrökk í gang
í síðari hálfleik og eftir það sá ÍBV
aldrei til sólar.
Ragnheiður, Herdís, Sóley og
Margrét voru bestar hjá Stjörn-
unni. Fátt fær stöðvað Stjörnuna í
að verja titilinn og sigra þrefalt í
ár.
ÍBV kom á óvart í vetur og á
framtíðina fyrir sér.
Mörk ÍBV: Malin 7/5, Andrea 4,
Sara Ó. 3, María 1, Elísa 1, Helga 1.
Varin skot: Þórunn 9.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður
9/5, Herdís 5, Guðný 3, Hrund 2,
Rut 1, Inga 1, Nína 1. Varin skot:
Sóley 14/1, Fanney 2.
-ÞoGu
Ragnheiður Stephensen var markahæst í Stjörnuliðinu í Vestmannaeyjum í
gær og skoraði 9 mörk. Með sigrinum er Stjarnan komin í úrslit og mætir
þar annaðhvort Fram eða Haukum.
Milan vill fá
Georgíumanninn
Mörg af stóru liðunum í Evr-
ópu eru nú farin að renna hýru
auga til Georgíumannsins
Kinkladze sem hefur átt hvern
stórleikinn með Manchester
City á keppnistímabilinu.
Eitt þeirra liða sem vilja fá
þennan skemmtilega leikmann
er ítalska stórliðið AC Milan og
hefur félagið boðið 750 milljónir
í kappann. Svara er að vænta frá
City-mönnum í þessari viku um
tilboðið en vitað er að spænsk fé-
lög eru að íhuga tilboð í
leikmanninn. -GH
Knattspyrna:
Logi njosnar
í Makedóníu
Logi Ólafsson, lands-
liðsþjálfari í knattspyrnu,
fór utan til Makedóníu í
gær í þeim tilgangi að
njósna um Makedóníu-
menn sem verða mótheij-
ar íslendinga í riðla-
keppni heimsmeistara-
mótsins í sumar.
Frumraun íslenska
liðsins í keppninni verð-
ur gegn Makedóníu á
Laugardalsvellinum 1.
júní í sumar.
Makedónía mætir
Möltu í vináttulandsleik í
Skopje annað kvöld en í
dag mætast 21 árs lið
þjóðanna og fylgist Logi
með báðum þessum leikj-
um.
Líka til Englands
Logi lætur ekki þar við
sitja og mun í framhald-
. inu halda til Englands og
skoða og ræða við ís-
lensku landsliðsmennina
sem leika með enskum fé-
lagsliðum. Hér er átt við
þá Guðna Bergsson,
Bolton, Þorvald Örlygs-
son, Oldham, og Lárus
Sigurðsson hjá Stoke
City.
Þessir leikmenn hafa
verið að leika vel með
liðum sínum í vetur svo
líklegt má telja að Logi
hafi not fyrir þá alla í
sínu liði.
Þess má geta að viður-
eign Manchester City og
Bolton verður í beinni út-
sendingu ríkissjónvarps-
ins á laugadaginn kemur
og ætlar Logi að fylgjast
þar með Guðna Bergs-
syni.
-JKS
Eiður hefði getað ráðið úrslitum
DV, HoUandi:
Eiður Smári Guðjohnsen fékk mikla
umfiöllun á íþróttasíðum hollensku dag-
blaðanna í gær. Ástæðan er að hann,
sem tiltölulega óþekktur 17 ára leikmað-
ur hefur undanfarna 2 leiki PSV gegn
Barcelona og Groningen haft örlög PSV
liðsins í hendi sér. Gegn Barcelona átti
hann tvö af bestu marktækifærunum í
seinni hálfleik og gegn Groningen á
sunnudaginn, þar sem sem hann lék frá
byrjun, átti hann besta færi PSV en tókst
ekki að skora. Aðspurður eftir leikinn
sagði Dick Advocaat, þjálfari PSV og
fyrrum landsliðsþjálfari Hollendinga, að
það væri á engan hátt hægt að kenna
Eiði um tapið. Hann sé ungur og þó svo
að honum hafi ekki tekist að skora þá sé
ljóst að mikils sé af honum að vænta í
framtíðinni.
-EE