Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
DV
Kór Vídalínskirkju ásamt ein-
söngvurum, einleikara og
stjórnanda.
Föstutónleikar
Kór Vídalínskirkju í Garðabæ
undir stjórn Gunnsteins Ólafs-
sonar gengst fyrir föstutónleik-
um í Kálfatjarnarkirkju á
Vatnsleysuströnd í kvöld kl. 21
og í Garðakirkju á Álftanesi
annað kvöld kl. 20.30. Flytjendur
auk kórsins eru Marta Halldórs-
dóttir, sópran, Guðrún Edda
Gunnarsdóttir, mezzosópran,
Einar Clausen, tenór, Eirikur
Hreinn Helgason, bassi, Lenka
Mátéova, organleikari, og
Kammersveit Vídalínskirkju,
sem skipuð er barokkhljóðfæra-
leikurum.
íslensk einsöngslög
í kvöld verða tónleikar í
Lisiasafni Kópavogs - Gerðar-
safni. Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Jónas Ingimundarson munu
flytja íjölþætta efnisskrá ís-
lenskra einsöngslaga.
Sýningar
Skólakórar í Borgarleik-
húsinu
Þrír helstu barnakórar lands-
ins koma saman í Borgarleik-
húsinu í kvöld og halda tón-
leika. Þetta eru Gradualekór
Langholtskirkju, Kór Öldutúns-
skóla og Skólakór Kársness.
Kórarnir munu syngja hver fyr-
ir sig en stærsti hluti tónleik-
anna verður þegar kórarnir
syngja saman, alls 120 börn.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Vortónleikar Skóla-
hljómsveitar Kópavogs
veröa haldnir í Digranes-
kirkju í kvöld kl. 20. Fram koma
liðlega 100 ungir hljóðfæraleik-
arar í þremur hljómsveitum og
flytja lög úr ýmsum áttum eftir
höfunda á borð við George Gers-
hwin, Andrew Lloyd-Webber og
Georges Bizet. Stjórnandi er
Össur Geirsson.
Kirkjan og ríkið
Opinn fundur um samband
ríkis og kirkju verður haldinn í
Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl.
16.30. Framsögumenn eru: Bald-
ur Kristjánsson, Kristín Ást-
geirsdóttir, sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson og Eðvarð T. Jóns-
son. Fundarstjóri er Mörður
Ámason.
ITC-deildin Harpa
Fundur í kvöld kl. 20 að Sigt-
úni 9.
Samkomur
Wagner og
slensk fornrit
í kvöld verður fundur um
tengsl Richards Wagners og tón-
smíða hans við íslenskar bók-
menntir í Norræna húsinu kl.
20.30. Erindi halda Árni Björns-
son, Þorsteinn Gylfason og Jó-
hannes Jónasson. Milli erinda
verða flutt tóndæmi.
Tvímenningur
verður í kvöld kl. 19 að Gjá-
bakka, Fannborg 8.
Kvenfélag Hreyfils
Aðalfundur verður í Hreyfils-
húsinu í kvöld kl. 20.
Vortónleikar Fóstbræðra í Langholtskirkju:
Þverskurður af íslenskri tónlist fyrir karlakóra
Fóstbræöur verða með ferna tónleika f Langholtskirkju.
í kvöld eru fyrstu vortónleik-
ar Fóstbræðra í árlegri tónleika-
röð sem nú er haldin í áttugasta
skipti. Eins og undanfarin ár
eru þeir haldnir í Langholts-
kirkju.
Á þessum tónleikum er laga-
valið fjölbreytt og víða leitað
fanga. Það einkennist þó fyrst
og fremst af íslensku efni og
segja má að það sé á vissan hátt
þverskurður af íslenskri tónlist
fyrir karlakóra, allt frá þjóðlög-
um til tónverka eftir nútimahöf-
Skemmtanir
unda. Meðal íslensku laganna
eru tvö lög sem markað hafa
tímamót í sögu kórsins. Það
fyrra er Skarphéðinn í brenn-
unni eftir Helga Helgason, sem
var fyrsta lag á fyrstu opinberu
samsöngvum kórsins í Bárunni
25. mars 1917. Hið síðara er
Kveöi, kveði eftir Jón Nordal úr
lagaflokki hans Sjö lög við mið-
aldakveöskap, sem hann samdi
sérstaklega fyrir kórinn og var
frumfluttur á afmælistónleikum
1956. Þá eru á efnisskránni amerísk-
ir negrasálmar og lög úr söngleikj-
um.
Tónleikarnir verða í kvöld og
næstu tvö kvöld kl. 20.30 og þeir síð-
ustu laugardaginn, 30. mars kl.
15.30. Söngstjóri er Ámi Harðarson.
Einsöngvarar eru allir úr kómum.
Hálka á heiðum
Það er góð færð á vegum og allir
helstu þjóðvegir landsins færir en
nokkur hálka er á heiðum á Vest-
fjörðum og Austfjöröum. Nokkur
snjór er á vegum sem liggja hátt.
Fyrir vestan er Eyrarfjall ófært
Færð á vegum
vegna snjóa og einnig Dynjandis-
heiði. Á leiðinni Kollafjörð-
ur-Flókalundur er þungfært og há-
marksþungi 2 tonn á hluta leiðar-
innar og verið er að vinna við að
lagfæra Flateyrarveg. Á Suðurlandi
er snjór á leiðunum Suðurlandsveg-
ur-Galtalækur og Galtalækur-Sult-
artangi. Verið er að vinna við Skál-
holtsveg og ættu bflstjórar sem þar
fara um að sýna aðgát.
Ástand vega
E3 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
Q} LokaörStÓðU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum
Dóttir Sigríðar
og Dariuz
Litla telpan sem á myndinni sef-
ur vært fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 18. mars kl. 1 eftir
Barn dagsins
miðnætti. Hún var 2810 grömm að
þyngd þegar hún var vigtuð og 50
sentímetra löng. Foreldrar hennar
em Sigríður Anný Axelsdóttir og
Dariuz Jaquseak.
Baltasar Kormákur leikur
heildsalann Gunnar sem sést
hér virða fyrir sér vörur sínar.
Draumadísir
Nýjasta íslenska kvikmyndin
Draumadísir, sem Ásdís Thor-
oddsen leikstýrir, var frumsýnd
í Stjörnubíói í síðustu viku.
Draumadísir er gamansöm
Reykjavíkursaga um tvær tví-
tugar vinkonur sem takast á við
drauma sína í viðsjárverðu um-
hverfi íslensks hversdagslífs og
nútímalegra viðskiptahátta. Áuk
þess að leikstýra myndinni skrif-
aði Ásdís Thoroddsen handritið.
Stöllurnar Steina og Styrja
eru leiknar af Silju Hauksdóttur
og Ragnheiði Axel. Baltasar Kor-
mákur leikur heildsalann Gunn-
ar, sem þær báðar verða hrifnar
af. Hann er þeirra draumaprins
sem þær setja ofar öllum öðrum,
en reynist svo aðeins venjulegur
Kvikmyndir
braskari með allt niðri um sig.
Margrét Ákadóttir leikur móður
Steinu, drykkjumanneskju sem
ekki er fær um að sjá um heim-
ilið, Bergþóra Aradóttir leikur
systur hennar, sem býr sér til
eigin veröld eins og systir henn-
ar, Ragnhildur Rúriksdóttir leik-
ur Völu, bókara Gunnars sem
reynir að ná undir sig fyrirtæk-
inu og Magnús Ólafsson er við-
skiptafélagi hans.
Nýjar myndir
Háskólabíó:Skrýtnir dagar
Háskólabíó: Dauðamaður nálgast
Laugarásbíó: Nixon
Saga-bíó: Babe
Bíóhöllin: Faðir brúðarinnar II
Bíóborgin: Cobycat
Regnboginn: Á förum frá Vegas
Stjörnubíó: Draumadísir
Gengið
Almennt gengi LÍ
26. mars 1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 66,080 66,420 65,900
Pund 100,530 101,040 101,370
Kan. dollar 48,500 48,800 47,990
Dönsk kr. 11,5820 11,6430 11,7210
Norsk kr. 10,2850 10,3410 10,3910
Sænsk kr. 9,9890 10,0440 9,9070
Fi. mark 14,3630 14,4480 14,6760
Fra. franki 13,0610 13,1350 13,2110
Belg. franki 2,1759 2,1889 2,2035
Sviss. franki 55,4200 55,7300 55,6300
Holl. gyllini 39,9600 40,2000 40,4700
Þýskt mark 44,7300 44,9500 45,3000
ít. líra 0,04236 0,04262 0,04275
Aust. sch. 6,3570 6,3960 6,4450
Port. escudo 0,4327 0,4353 0,4364
Spá. peseti 0,5317 0,5350 0,5384
Jap. yen 0,62280 0,62650 0,63330
jrskt pund 103,600 104,240 104,520
SDR 96,44000 97,02000 97,18000
ECU 83,0000 83,5000
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
i r~ r H- lo
7- 8
10 ii 'tr
IT" rr J
W J *
17- 1 *
20
Lárétt: 1 hissa, 7 mælir, 8 kantur, 10
skömm, 11 starf, 13 al, 14 gauðið, 16
fisk, 17 gruna, 18 hviða, 20 heilagfiskið.
Lóðrétt: 1 viljugir, 2 maðk, 3 fiktar,
4 venja, 5 ötull, 6 rykkom, 12 skartgrip-
urinn, 13 úrgangur, 15 fæða, 17 mynni,
19 klafi.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 spjót, 6 ól, 8 kaupið, 9 árla,
10 fas, 12 kolla, 14 gá, 15 æru, 16 skot,
18 skrölta, 20 tafl, 21 ógn.
Lóðrétt: 1 skák, 2 par, 3 jullur, 4 óp-
als, 5 tifa, 6 óðagot, 7 læ, 11 sátan, 13
orka, 15 æst, 17 kló, 19 öl.