Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Fréttir Sjómenn og útgerðarmenn funda á Reyðarfirði næsta þriðjudag: Ollum Austfjarðaflotan- um stefnt til hafnar - til mótmæla meðan á fundinum stendur, segir Eiríkur Ólafsson útgerðarmaður „Öllum Austfjaröaskipunum sem eru á ísfiskveiðum verður stefnt til hafnar á Reyðarfirði næstkomandi þriðjudag, 9. apríl, í mótmælaskyni. Þá erum við búnir að boða til fund- ar í félagsheimilinu á Reyðarfirði til að mótmæla samkomulagi sjávarút- vegsráðherra við trillukarla sem er gert á okkar kostnað. Við bjóðum sjávarútvegsráðherra og öllum þingmönnum kjördæmisins til fund- arins. Þar munu mæta, auk okkar útgerðarmanna, fulltrúar sjómanna. Kvikmynd bönnuð á íslandi „Það varð niðurstaðan að banna sýningar á þessari útgáfu myndarinnar hér á landi. Þarna koma fyrir í miðkafla myndarinn- ar óvenju ítarleg og langdregin drápsatriði sem engum tilgangi þjóna fyrir söguþráðinn," segir Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Eftir skoðun á kvikmyndinni Dead Presidents varð það niður- staða Kvikmyndaeftirlitsins að banna sýningar á myndinni eins og hún er nú hér á landi. Ekki er hins vegar útilokað að mildari út- gáfa fáist sýnd hér. Mynd þessi hefur vakið athygli í Bandaríkjunum og notið vin- sælda meðal ungmenna þar. Jafn- framt hafa höfundar myndarinn- ar verið gagnrýndir harðlega fyr- ir hve gróf hún er. „Þetta er ekki hefðbundin of- beldismynd heldur kemur allt þetta ofbeldi fyrir i miðkaflanum en ekki í upphafinu og endinum. Myndin sjálf er heldur ómerkileg klisja," sagði Auður. -GK Þeir eru ekkert síður æfir út af þessu samkomulagi en við útgerðar- mennirnir. Sú skerðing sem okkar skip hafa orðið fyrir lendir auðvitað á sjómönnum lika,“ sagði Eiríkur Ólafsson, formaður Útvegsmannafé- lags Austfjarða, í samtali við DV í gær. Hann sagði að með því að stefna flotanum til hafnar vildu menn sýna hver dauðans alvara mótmæl- in við samkomulaginu eru og hve mikil alvara býr að baki fundarboð- inu. Eirikur Ólafsson segir að það sé búið að rýja ísfiskskipin í kvóta- kerfinu alveg inn skinni. Hann sagðist vilja nefna dæmi sem sýndi fólki um hvað málið snýst. Hann nefndi togarann Runólf sem árið 1984 átti 1012 lesta þorskkvóta. Árin 1991 og 1992 var búið að skerða kvóta hans niður í 688 lestir en nú er búið að skera hann niður í 299 lestir. „Við þetta er auðvitað engin leið að una. Það gengur bara ekki að þeir sem eru með mestan hávaða og læti fái mest. Ég veit að sjómenn á ísfiskskipunum eru æfir. Þeir töldu sig vera að taka þátt í friðunarað- geröum til að fá að njóta afraksturs- ins síöar. Nú er verið að svíkja það og færa hann til annarra sem ekki hafa tekið þátt í friðuninni. Bátar undir 10 lestum, sem áttu 3 prósent af heildarkvótanum þegar honum var skipt 1984, eiga orðið vel yfir 20 prósent í dag,“ segir Eiríkur. O j: Q 9 Mildi þykir að tveir menn sluppu lifandi frá umferðarslysinu á Eskifirði í gærmorgun. Mjólkurbíll fór út af veginum þegar hann kom inn í bæinn og fór laus tankur á palli hans fram yfir hús bílsins. Eldur kom upp í flakinu og mjög erfiðlega gekk að ná mönnunum út. Þeir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík DV-mynd Emil Líkamsárás á fimmtán ára pilt við Garðaskóla: Árásin tilefnislaus og mjög fólskuleg - tveir jafnaldrar piltsins hafa játað á sig sökina Veikindi fermingarbarna frá Sauðárkróki: Umgangspest allt eins líkleg og matareitrun - segir heilbrigðisfulltrúi meðal annars í greinargerð „Rannsóknin hefur leitt í ljós að árásin var gjörsamlega tilefnis- laus. Pilturinn var sleginn í rot og síðan sparkað í hann þannig að hann nefbrotnaði og hlaut áverka í andliti," segir Gissur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglu- manður í Hafnarfirði, um fólsku- lega árás á fimmtán ára gamlan pilt við Garðaskóla í Garðabæ á fostudaginn. Pilturinn sem ráðist var á er á batavegi en stórlega sá á honum. Mörg vitni voru að líkams- árásinni og voru þau yfirheyrð auk tveggja pilta sem nú hafa ját- að á sig sök í málinu. Annar þeirra sló fyrst og sparkaði svo í piltinn þar sem hann lá rotaður. Hinn fylgdi svo á eftir með spörk- um. Sá sem ráðist var á mun oft áður hafa orðið fyrir áreiti frá árásarmönnunum og virðist sem um einelti hafi verið á ræða. Aö þessu sinni urðu þó engar rysk- ingar áður en pilturinn var sleg- iim. Mál tvímenninganna verður sent sýslumanni til umsagnar og fer síðan rétta boðleið í dómskerf- inu. Báðir eru þeir sakhæfir. -GK Ekki er hægt að fullyrða um orsök veikindanna annað en að hópurinn hafi smitast að Löngumýri. Allt eins líklegt er að umgangspest hafi orsk- að veikindin eins og að matareitrun eigi þar sök á. Ekki verður um frek- ari rannsókn á þessu máli að ræða. Til þess að stuðla að því að meðferð matvæla verði eins og best verður á kosið þá mun heilbrigðiseftirlitið halda fræðslufund með starfsfólki mötuneyta að Löngumýri um með- ferð matvæla. Einnig verður komið á innra eftirliti í eldhúsi Löngumýr- ar,“ segir Sigurjón Þórðarson, heil- brigðisfulltrúi Norðurlands vestra, meðal annars í greinargerð sem hann hefur sent frá sér vegna veik- inda fermingabarna eftir dvöl að Löngumýri í Skagafirði dagana 4. og 5. mars sl. DV greindi frá veikindun- um skömmu síðar. í greinargerð Sigurjóns kemur fram að 46 kenndu sér meins eftir Löngumýrarferðina en um 60 böm og kennarar dvöldu á fermingarmót- inu. I samtölum við skólahjúkrunar- konu sögðust 21 hafa fengið uppköst, 8 niöurgang, 7 hita og 41 fengið magaverki. Heilbrigðisfulltrúinn tók sýni af neysluvatni, vínarpylsum, nauta- hakki, spaghetti, sultu, ís og kryddi. Ekki náðist sýni af kjötbollum sem voru á boðstólnum fyrri daginn. Fimm saursýni voru rannsökuð. Sig- urjón segir niðurstööu rannsókna á matvælasýnum ekki staðfesta orsök meintrar matareitrunar. Sömu sögu sé að segja um saursýnin. Örvera greindist í kryddi „Það eina sem gæti gefið til kynna að um matareitrun hafi verið að ræða er að í fjórum saursýnum greindist örveran Bacillus cereus en hún getur valdið matareitrunum. Ör- veran greindist í kryddi en innan þeirra marka að eitrun verður ekki rakin til kryddsins," segir Sigurjón. Sigurjón bendir á að sýni af til- búnum réttum hafi ekki verið til og þvi sé ekki hægt að segja með fullri vissu að hráefnið hafi spillst með rangri meðhöndlun, t.d. að rétturinn hafi staðið við herbergishita. Af sam- tali við matráðskonu á Löngumýri megi ráða að meðferð matvæla hafi verið í lagi. Þrif í eldhúsi hafi verið góð. -bjb Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringia í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á að lögbinda 80 þús. kr. lágmarkslaun? Hann segir trillukarla sem kusu að fara á aflamark vera búna að selja um 7 prósent af heildarafla- markinu. Þeir geri þetta og fari út í óvissu krókaleyfisins. Þar geri þeir út á dugnað Arthurs og Amar hjá Sambandi smábátaeigenda. Og þeir hafi svo sannarlega verið þeim betri en engir, að sögn Eiríks Ólafssonar. Búast má við heitum fúndi á Reyðarfirði næstkomandi þriðjudag og þar verða áreiðanlega fleiri mættir en boðnir verða. -S.dór Stuttar fréttir Verslun á Vestfjöröum Verslun og viðskipti á Vestfjörð- um eru að vakna til lífsins sam- kvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Veltan í matvöruverslun nálgast einn milljarð króna. Sýslumenn skipaðir Dómsmálaráðherra hefúr skip- aö Bjöm Jósef Arnviðarsson sýslu- mann á Akureyri og Ólaf Þór Hauksson sýslumann á Hólmavík. Raforkan hækkar Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 3% um mánaðamót- in, í fyrsta sinn frá ársbyijun 1994. Bensínið hækkar Olís, Olíufélagið og Skeljungur hækka bensín í dag um 2 til 3 pró- sent vegna hækkunar á heims- markaðsverði. Orkan hefur ekki ákveðið að hækka. FSA reyklaust Frá og með 5. apríl verður starfsfólki Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri óheimilt að reykja í húsakynnum spítalans og á lóð hans. Verðlækkun á Hvolsvelli Eftir að KÁ tók við kaupfélags- versluninni á Hvolsvelli hefur vöruverö lækkað og innkaupaferð- um til Reykjavíkur fækkað. Sam- kvæmt Timanum hefur salan auk- ist um 43 prósent á skömmum tíma. Ný Atlanta-þota Atlanta tók nýja breiðþotu af gerðinni Lockhead Tri Star í notk- un í gær. Þotan mun sinna verk- efhum fyrir Samvinnuferðir-Land- sýn í sumar. Ingólfur mættur Álftin Ingólfur kom til landsins í gærkvöldi frá Skotlandi. Sam- kvæmt RÚV var fiugið giftusam- legt og áfallalaust yfir Atlantshaf- ið. Þjóðkirkjan flúin Á fyrstu 3 mánuðum ársins sögöu 790 manns sig úr þjóðkirkj- unni. Til samanburðar sögðu 750 manns sig úr þjóðkirkjunni á öllu síðasta ári. Samkeppni í lyfsölu Borgarráð virti að vettugi til- mæli heilbrigðisráöherra um að takmarka fjölda iyfjabúða og mælti í gær með þremur leyfum til lyfsölu í borginni. Áætlun hætt Flugfélag Austurlands hefur ákveðiö að leggja niður allt áætl- unarflug. Samkvæmt Stöð 2 hefur flugið dregist mjög saman á und- anförnum misserum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.