Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 6
Viðskipti Kerfisgerðin kynnir nýjung á tölvumarkaðnum á heimsvísu: Fyrsta verslunin í þrívídd á Internetinu - vísir að nokkurs konar Kringlu í tölvutæku formi Tölvufyrirtækiö Kerfisgerðin hef- ur sett á Internetið fyrstu verslun- ina í þrívídd sem íslenskir jafnt sem erlendir tölvunotendur hafa aðgang að. Boðið er upp á þrívíddarmyndir í svonefndum sýndarveruleika af verslunarhúsnæði þar sem við- skiptavinir geta valið sér vörur af handahófi. Til að byrja með býður Kerfisgerðin upp á Álafosspeysur frá ístex í Mosfellsbæ og hefur ver- ið búin til eftirlíking af Álafosshús- inu að inna. Ætlunin er að fjölga verslunum, gera þetta að nokkurs konar Kringlu á Internetinu. Eyjólfur K. Eyjólfs- son, fram- kvæmda- stjóri Kerf- isgerðar- innar, sagði í samtali við DV að sér vitan- lega væri hvergi í heiminum boðið upp á verslun af þessu tagi á Internetinu. Frá þvl verslunin, The City of Kerf- isgerðin-Shop, setti heimasíðu í gang hafa 11 þúsund manns skoðað verslunina. Eyjólfur sagði að væri þetta um eitt þúsund manns á dag að meðaltali. Viðbrögðin lofuðu því góðu. Rétt er að taka strax fram að tölvunotendur þurfa að lágmarki að hafa Windows95 eða Windows NT til að komast inn. „Undirbúningur hefur staðið yfir bæ. frá 1994 og við höfum yfirstigið tæknilega erfiðleika. Þetta er sýnd- arveruleiki á Interneti, fyrstur sinn- ar tegundar í heiminum. Núna geta menn skoðað Álafosshúsið sem virkar eins og gallerí. Þú getur far- ið uih húsið og skoðað myndir á veggnum af Álafosspeysum. Hverri mynd fylgja síðan upplýsingar um verð og annað sem skiptir máli. Við stefnum að því að geta sett inn hljóð þannig að rödd þylji upp allar helstu staðreyndir um vöruna. Auð- vitað er markmiðið með þessu að selja vöru og þjónustu en þar sem þetta er nýjung eru menn aðallega að forvitnast inn á Internetinu um þetta,“ sagði Eyjólfur. Að sögn Eyjólfs er Kerfisgerðin að undirbúa annað hús í þrívídd á Internetinu sem kallast Wild Thing. Þar verður tækninni gefinn laus taumur og boðið m.a. upp á bíó- myndir með fullkomnu hljóði og hreyfingu. Vantar bara bragö og lykt „Við ætlum okkur ekki bara að bjóða upp á verslanir. Við getum tekið dæmi af Kringlunni. Þar eru leiktækjasalir og matsölustaðir og stutt í skemmtistaði. Þetta er nokk- uð sem auðveldlega er hægt að bjóða á Internetinu. Eina sem vant- ar í rauninni er bragð og lykt,“ sagði Eyjólfur. Áhugi fyrir sýndarveruleika- verslunum á Interneti hjá Kerfis- gerðinni hefur breiðst út um heim. Að sögn Eyjólfs hafa fyrirspurnir borist frá Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og Asíu um að senda út sýndarveruleika á samtengda net- þjóna fyrir nýjustu heimilistölvu- forritin. Verslunin á Internetinu hefur tvær slóðir sem eru eftirfarandi: http://www.ismennt.is/fyr- stofn/kerfisg/welcome.html eða http://205.160.235.25/city.html Undur og stórmerki á hlutabréfamarkaði: Þingvísitalan lækkaði! Þorsteinn í kókið Þorsteinn M. Jónsson hagfræð- ingur hefur hafið störf sem fram- kvæmdastjóri Vífilfells. Hann tekur við starfi sem hefur að formi til ver- ið laust frá því Páll Kr. Pálsson fór til Sólar. Þorsteinn lauk MA- prófi í hagfræði áriö 1991 frá Northwestem University í Bandaríkjunum. Frá ársbyrjun 1994 starfaði hann hjá Samtökum iðnaðarins. -bjb Fundir og ráðstefiiur Höíum sali sem henta fyrir alla fundi og ráðstefnur 5687111 Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að hlutabréfaverð lækkaði. Eftir stöðuga hækkun frá áramótum lækkaði þingvísitala hlutabréfa milli vikna. Vlsitalan náði hæst 1747 stigum í byrjun síð- ustu viku en á skömmum tíma lækkaði hún niður í 1714 stig. Mestu munar um lækkun hlutabréfa stórra félaga á borð við Eimskip, Flugleiðir, Granda, íslandsbanka og Olís. Örlítið hækkun varð reyndar á þingvísitölunni núna í byrjun dymbilviku, þegar talan fór í 1716 stig, en viðskipti voru mjög óveru- leg sl. mánudag. Hlutabréfaviðskiptin í síðustu viku námu 101 milljón króna. Af einstökum félögum var mest keypt af hlutabréfum Nýherja eða fyrir tæpar 20 milljónir króna. Næst- mestu kaupin voru með Flugleiða- bréf, upp á tæpar 19 milljónir, og þar á eftir kom SÍF með 11,6 millj- óna viðskipti. Fiskur lækkar ytra Þrátt fyrir fóstu og kúariðu lækk- aði fiskverð að meðaltali milli vikna í skipa- og gámasölu í Þýskalandi og á Englandi. Yfirleitt hefur fiskverð hækkað um þetta leyti vegna mikill- ar eftirspurnar. Fjórir togarar lönd- uðu afla sínum í Bremerhaven í síð- ustu viku og núna á mánudaginn seldi Skagfirðingur SK 186 tonn fyr- ir 18,7 milljónir króna. Bestu söl- unni í síðustu viku náði Hegranes SK þegar 167 tonn seldust fyrir 24,4 milljónir. Viðey RE seldi 240 tonn fyrir 23,9 milljónir, Dala- Rafn 147 tonn fyrir 19,2 milljónir og Björgúlf- ur EA fékk 22,4 milljónir fyrir 157 tonn. Uppistaða aflans hjá öllum togurunum var karfi. I gámasölu í Englandi seldust 340 tonn fyrir 48 milljónir króna. Staðgreiðsluverð áls á heims- markaði hefur lækkað örlítið á síð- ustu dögum en markaðssérfræðing- ar spá stöðugu verði á næstunni. Ekki er talið að tonnið fari undir 1.600 dollara í bráð. Gengi helstu gjaldmiðla hefur tekið óverulegum breytingum að undanfórnu. Helst er að japanska jenið heldur áfram að lækka, sölu- gengið var 0,6197 krónur í gærmorg- un. -bjb MIÐVIKUDAGUR 3 ' APRÍL1996 Grandi eykur hlut I Þormóði ramma Hlutafjárútboði upp á 100 millj- ónir króna í Þormóði ramma á Siglufirði er nýlega lokið. Hluthaf- ar nýttu sér forkaupsrétt til fulls og því fara engin bréf á markaö. Bréfin seldust á genginu 3,75 eða fyrir 375 milljónir að söluvirði. Hlutafé Þormóðs ramma eftir hlutafjáraukninguna nemur nú rúmum 600 milljónum króna. Mið- að við núverandi gengi er verð- mæti hlutabréfanna rúmir 2,2 milljarðar króna. Af þessum 100 milljónum jók Grandi hlut sinn mest í fyrirtæk- inu og er nú með 23,1% hlut, var áður með 22,1% hlut. Grandi er áfram næststærsti hluthafinn en bilið hefur minnkað á milli þess og Marteins Haraldssonar og fjöl- skyldu. Fyrir útboðið var hlutur Marteins 28,5% en er nú 23,8%. í hópi 25 stærstu hluthafa voru það einkum hlutabréfa- og lífeyrissjóð- ir sem tóku þátt í útboðinu og juku sinn hlut. Hraðfrystihús Eskifjarðar bætir afkomu Hraðfrystihús Eskifjarðar jók hagnað á síðasta ári um 22% mið- að við árið 1994. Síðasta ár skilaði 181 milljónar króna hagnaði en árið áður var hagnaðurinn 148 milljónir. Aukinn hagnað má fyrst og fremst rekja til bættrar afkomu nótaskipa félagsins og loðnuverk- smiðju en afkoma í bolfiskvinnslu versnaði verulega. Hraðfrystihús Iiskifjarðar gerir út 3 nótaskip og 2 ísfisktogara, ann- an i félagi við Reyðfiröinga. í landi rekur félagið frystihús, rækjuverk- smiðju, loðnuverksmiðju og salt- fiskverkun, ásamt ýmsum stoð- deildum. Að meðaltali störfuðu 250 manns hjá félaginu í fyrra og námu launagreiðslur 525 milljón- um króna. Eiginíjárhlutfall i árs- lok var 22% en 19% i ársbyijun í fyrra. Arðsemi eigin fjár minnkaði úr 38 i 31%. Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. maí nk. Af- komuhorfúr á þessu ári eru sagöar mjög góðar þar sem yfirstandandi loðnuvertíð hefúr slegið öll met í sögu félagsins hvað magn og tekjur varðar. 123 milljóna tap hjá Seóla- bankanum Á síðasta ári varð 123 milljóna króna tap af rekstri Seðlabankans. Þetta kom fram á ársfundi bankans í síðustu viku. Afkoman versnaði um 251 milljón þar sem 128 millj- óna króna hagnaður varð árið 1994. Fyrir skatta var 681 milljónar hagnaður á síðasta ári samanborið viö 1.325 milljóna hagnað árið 1994. Skattgreiðslur til bankans námu 805 milljónu króna á síðasta ári en 1.197 milljónum árið áður. Rekstr- arkostnaður bankans nam 651 milljón í fyrra sem er 1,5% aukn- ing milli ára. Varnir gegn innbrotum á Interneti Tölvufyrir- tækiö Tákn og Securitas hafa tekið upp sam- vinnu á sviði tölvuörygg- ismála. í framhaldi af því hefur Securitasboðið viðskiptavinum sín- um ókeypis úttekt á þeim þætti ör- yggismála sem varðar tölvubúnað og nýtur við það þjónustu Tákns sem hefur sérhæft sig í uppsetningu og þjónustu á öryggisbúnaði fyrir tölvur. Hér eru forráðamenn fyrir- tækjanna að staðfesta samstarfs- samninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.