Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnartomnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, Sl'MI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Krístnir barðir í Jerúsalem Herlögregla ísraels réðst á friðsamlega skrúðgöngu prúðbúinna og kristinna skáta og ylfinga í Jerúsalem síð- degis á pálmasunnudag og slasaði marga þeirra, af því að Palestínufánar voru meðal annarra hafðir á lofti á leið- inni til Kirkju hinnar heilögu grafar. Þjóðfélag ísraels hefur verið að krumpast á síðustu árum. Þjóðin er áberandi hrokafylíri í framgöngu en aðr- ar þjóðir og fer fram með vaxandi yfirgangi í samskipt- um við aðrar þjóðir. Hugarfarið og framferðið minnir í auknum mæli á ríki Hitlers í Þýzkalandi. Allt hefur þetta gerzt í undarlegu skjóli Bandaríkj- anna, er veita árlega milljarðar dollara til að styðja ör- yggi ríkis, sem er eins konar krabbamein í Miðaustur- löndum. Þannig hafa Bandaríkin um langan aldur unnið gegn hagsmunum Vesturlanda og kristinna kirkna. Vestrænum ríkjum kæmi vel, að komið yrði á eðlileg- um samskiptum milli kristinna ríkja og íslamskra ríkja. Stuðningur Bandaríkjanna við krumpun ísraels kemur í veg fyrir slíkt. Börn og unglingar í heimi íslams alast upp í andstöðu við vestræn ríki og vestræna menningu. Kristnum kirkjudeildum kæmi vel, að komið yrði upp alþjóðlegri stjórn á Jerúsalem til að tryggja, að öll trúar- brögö, sem hafa hagsmuna að gæta, geti óáreitt starfað þar í friði. Árás ísraelsku herlögreglunnar á kristnu skátana á pálmasunnudag sýnir, að svo er aUs ekki nú. ísraelar hafa hernumið Jerúsalem og gert að höfuð- borg sinni án þess að fá viðurkenningu umheimsins á því. Þeir hafa hemumið aUan vesturbakka Jórdans og Gaza-svæðið og brjóta daglega flest ákvæði alþjóðlegra sáttmála um meðferð fólks á hernumdum svæðum. Ekkert er að marka undirskriftir ísraelskra ráða- manna á sáttmálum og samningum. Þeir hafa rofið nærri öU ákvæði samkomulags um svokaUaðan friðarfer- U. Þeir hafa haldið áfram hryðjuverkum sínum í Palest- ínu og refsa meðal annars ættingjum meintra andófs- manna. Þar á ofan hefur stjóm ísraels notað landamæravörzlu tU að hindra, að Palestínumenn komi afurðum sínum úr landi. Þeir hafa þannig bakað Palestínumönnum miUj- arðatjón, sem ísrael ber siðferðilega að borga, auðvitað með stuðningi Bandaríkjanna eins og venjulega. ísraelsstjórn heldur áfram að byggja upp vopnuð þorp ísraelskra landnema fyrir bandaríska peninga á landi Palestinumanna á vesturbakka Jórdans, þvert ofan í margendurteknar aðvaranir Sameinuðu þjóðanna. Þessi umdeUdu landnemaþorp em hreinar tímasprengjur. ísraelum hefur tekizt að gera Jassir Arafat háðan sér, en um leið hafa þeir grafið svo undan honum, að hann er fyrirlitinn af flestum Palestínumönnum. Þeir streyma nú í raðir Hamas-samtakanna, sem em harðari í afstöð- unni tU ísraels. FriðarferiUinn er því í hættu. Ekki þarf að tala við marga Palestínumenn tU að kom- ast að raun um, að frelsisþráin býr í brjóstum þeirra og hlýtur að fá útrás með einhverjum hætti, stundum með hryðjuverkum. En hryðjuverk kúgaðra verða aldrei eins forkastanleg og hryðjuverk hernámsliðs. Palestínumenn em upplýstir og menntaðir, en með- höndlaðir af ísraelum eins og hundar í eigin landi og munu ekki sætta sig við það. FriðarferiU, sem ekki tek- ur tiUit tU hagsmuna annars aðUans, hlýtur að vera byggður á sandi og hlýtur að renna aftur út í sandinn. Með eindregnum stuðningi Bandaríkjanna hefur ísra- el komið friðarferlinum í slíkan hnút, að vandséð er, að hann verði yfirleitt leystur á friðsamlegan hátt. Jónas Kristjánsson í m, wmgKaM K5| ' XLJIHKI'á , áflH „Verkalýðsstarfsemi án þróttmikils stuðnings félagsmanna er andvana fædd“ segir m.a. í gein Sigurðar. Laun í veikindum og atvinnuleysisbætur Laun í veikindum og atvinnu- leysisbætur eru tvö svið sem þyrfti að endurskoða m.t.t. að auka tiltrú þolanda og minnka þörf á skriffinnsku. Ef menn fengju í veikindum aðeins greidd 80% af föstum launum sínum þá yrðu menn almennt ekki grunaðir um græsku og vart yrði krafist vottorða. Þeir sem væru veikir í skamm- an tíma væru ekki í vandræðum að brúa tekjutap og hinir, sem væru veikir í lengri tíma, héldu fremur starfi sínu og væri síður ýtt út í örorku og atvinnuleysi. Einkum ætti þetta við ef kostnað- ur, tengdur veikindum, væri greiddur með tekjum frá trygg- ingagjaldi launa í stað þess að leggjast á launagreiðanda - nokk- uð sem getur lagst þungt á minni fyrirtæki og gert forráðamenn fyr- irtækja neikvæða gagnvart mönn- um sem hafa mikil veikindi að baki eða bera með sér merki fötl- unar þótt slíkt sé oft á misskiln- ingi byggt því slíkur starfskraftur tekur oft fáa veikindadaga þrátt fyrir fotlun sína. Óþrjótandi verkefni I stað atvinnubóta þyrfti að koma atvinnubótavinna; breyting sem myndi draga úr svartri at- vinnustarfsemi, auk þess að draga úr hættu á að menn aðlöguðust iðjuleysinu. Rannsóknir erlendis sýna að slík aðlögun á sér stað á nokkrum árum og getur jafnvel vaxið úr grasi heil kynslóð sem á atvinnu- lausa foreldra og þekkir ekki vinnu af eigin raun. Verkefni sem gera mætti fyrir skattfé eru óþrjót- andi og því vitlegra að borga þeim atvinnulausa fyrir að láta gott af sér leiða fremur en að mæla göt- Kjallarinn Sigurður Gunnarsson læknir umar eða stunda svarta atvinnu- starfsemi. Auk þess ætti að styrkja til náms fólk sem vildi bæta stöðu sína á vinnumarkaði með því að afla sér nýrrar þekkingar. Loks er hægt að greiða fyrir- tækjum hluta launa í stuttan tíma til þess að ráða launþega til reynslu. Reynsla af þessu erlendis hefur verið góð. Stór hluti þessara starfsmanna hefur haldið áfram að starfa í fyrirtækinu. Mikilvægt er þó að hindra misnotkun á báða bóga, þ.e. að fyrirtækið sé ekki að leita eftir ódýrum starfskrafti í nokkra mánuði og starfsmaðurinn hafi í raun getu og áhuga á starf- inu sem til boða stendur. Neikvæð viðbrögð verka- lýðsfélaga Þessum breytingum sem lagðar eru til þarf að koma í gegn sem hluta af kjarasamningi og ættu að geta leitt til talsverðra launahækk- ana. Rýmka þyrfti í leiðinni veik- indarétt foreldra mikið veikra barna sem þurfa aö vera frá vinnu svo mánuðum skiptir. Ég fæ ekki séð að þetta fólk eigi að hafa minni réttindi til veikindalauna en þeir sem eru veikir sjálfir. Viðbrögð verkalýðsfélaga við tillögum að nýjum lögum um vinnudeilur benda því miður ekki til þess að hægt sé að stokka upp nokkurn hlut. Tillögurnar ganga þvert á móti ekki nógu langt. Það myndi styrkja verkalýðsfé- lögin ef krafist yrði 50% stuðnings við verkföll, ekki af greiddum at- kvæðum heldur af félagsmönnum öllum. Verkalýðsstarfsemi án þróttmikils stuðnings félags- manna er andvana fædd. Það er því ekki að undra að verkafólk sjái þann kost vænstan að flýja land. Sigurður Gunnarsson. „í stað atvinnubóta þyrfti að koma at- vinnubótavinna; breyting sem myndi draga úr svartri atvinnustarfsemi, auk þess að draga úr hættu á að menn aðlög- uðust iðjuleysinu.“ Skoðanir annarra Uppsagnir á Skólaskrifstofu „í sjónvarpsfréttum var sagt frá fjöldauppsögnum á Skólaskrifstofu og voru sýndar fyrstu sjónvarps- myndir af fjöldauppsögnum í íslenskri atvinnu- sögu..En fyrst starfsfólk Skólaskrifstofunnar hefur kosið að beina athyglinni að starfslokum sínum og starfi fyrir Skólaskrifstofuna og Reykjavíkurborg, verður varla hjá því komist að spyrja hvort það sé eðlilegt að þar sé stór hluti starfsmanna menn, sem þegar eru komnir á eftirlaun hjá borg eða ríki.“ Garii í Tímanum 2. april. Lagasetning um lágmarkslaun „Ég segi vei þeim sem telur að ekki sé þörf á laga- setningu um lágmarkslaun. Hver er sá sem getur staðið á því að 80.000 kr. á mánuði fyrir fulla dag- vinnu séu of há laun? Er ekki full ástæða fyrir Al- þingi að grípa inn í atburðarrásina fyrst aðilar vinnumarkaðarins geta ekki komið sér saman um hærri lágmarkslaun en innan við 50.000 kr. á mán- uði sem er lægra en atvinnuleysisbætur?" Gísli S. Einarsson alþm. í Alþ.bl. 2. apríl Vinnulöggjöfin „Gildandi vinnulöggjöf hefur ekki reynst lág- launafólki vel. Launamunur á íslandi er of mikill, þjóðarkökunni er ekki rétt skipt og lægstu laun eru of lág.Reynslan af kjarasamningum hefur alltof oft verið sú að fyrst hafa fjölmennar láglaunastéttir samið og síðan hafa smærri og betur settir hópar knúið fram meiri, miklu meiri kjarabætur. Þá hafa heildarsamtök verkalýðsins verið tiltölulega veik og staöið frammi fyrir mjög sterku og miðstýrðu at- vinnurekendaveldi.Aðilar vinnumarkaðarins og folltrúar ríkisstjórnar í vinnuópi um samskiptaregl- ur á vinnumarkaði voru sammála um það í áfang- askýrslu sem lögð ar fram í nóvember sl. að breyt- inga væri þörf.“ Páll Pétursson félagsmálaráðherra í Mbl. 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.