Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Spurningin Eru íslendingar fordómafull- ir í garð ferðamanna? vissu leyti. Hafdís Hall nemi: Já, allavega. Herdís Unnur Oddsdóttir nemi: Nei, ég hef ekki tekið eftir því. Heiðrún Sigurðardóttir nemi: Já, þeir segja ekkert en maður sér það. Kristín Þorsteinsdóttir nemi: Já, sammála síðasta ræðumanni. Finnur Eiríksson nemi: Nei. Lesendur__________________ Tryggingasvikarar - undir verndarvæng kerfisins? Þyrla Landhelgisgæslunnar við björgunarstörf í Hvalfirði. Einar Magnússon skrifar: Fá svikamál í seinni tíð hafa vak- ið meiri athygli en það sem sneri að mönnum sem settu á svið stórslys í Hvalfirði á annan dag jóla árið 1994. í fréttum af málinu og eftirstöðvum þess kom fram að einn þessara manna, ef til vill höfuðpaurinn, hefði svikið út úr tryggingakerfinu háar fjárupphæðir eftir að læknir á vegum Tryggingastofnunar hafði gefið fyrirmæli um að hætta greiðsl- um til hans þar sem ekkert amaði að manninum. Það var einmitt eftir þessi fyrir- mæli læknisins sem maðurinn kærði þann úrskurð til Trygginga- ráðs. Ráðið felldi synjun trygginga- læknisins úr gildi og ákvað að halda áfram bótagreiðslum, og nú sam- kvæmt úrskurði annarra lækna. Einhvers staðar kom svo fram að þessir viðkomandi læknar yrðu kærðir til landlæknis. - Ekki hefur heyrst af þeim kærum og er þó um meint opinbert misferli að ræða. Tryggingastofnun hefur þó sent landlækni beiðni um að skoða ávís- unarvenjur 11 heilsugæslulækna og sérfræðinga og er það sagt tengjast þessum tryggingasvikum. Land- læknir lætur líklega hendur standa fram úr ermum við að „fara ofan í vottorðin". Þetta leiðir hugann að því hvert hlutverk þingkjörins Tryggingaráðs er. Er svo komið í þessu þjóðfélagi aö ekki sé hægt að treysta opinber- um embættismönnum betur en svo að þeir láti fram hjá sér fara aðvör- unarorð og ábendingar, og það vís- vitandi eins og um virðist vera að ræða í þessu tilviki - þegar Trygg- ingaráð úrskurðar áframhaldandi greiðslur til manna sem sýnilega eru að svíkja hið sameiginlega tryggingakerfi landsmanna? Og það á grundvelli vottorða frá öðrum læknum sem hafa „ávísanahefti á ríkissjóð" eins og sagði i frétt af þessu sérstæða sakamáli! Hér er sannarlega ekki um að ræða einkamál einstakra „sjúk- linga“ sem hafa orðið að þola meiðsl eða örkuml eftir sannanlegar hörm- ungar eða slysfarir. Hér er um að ræða skálka, eitilharða trygginga- svikara, sem einskis svífast til að ná fjármunum frá hinu opinbera. Hver er þáttur þingkjörins Tryggingaráðs sem fær trúverðugar ábendingar um svikin en hefst ekki að? - Hefur t.d. forstjóri Tryggingastofnunar rikisins ekkert um málið að segja? Jón eða Jónína? Tryggvi skrifar: Á árum áður var oft haft á orði að ekki væri sama hver væri á ferð, Jón eða séra Jón. Vildi almúginn meina að ekki giltu sömu reglur um allar stéttir fólks. Nú er það þó lið- in tíð að slíku verði haldið fram með réttu. En þá er eins og annað misrétti hafi tekið við. - Nú er nær lagi að segja að ekki sé sama hvort sé á ferð, Jón eða Jónína. Undanfarin ár hefur mjög vaxið tilhneiging margra til að bæta úr einhverju sem nefnt hefur verið misrétti gagnvart konum. Hefur það svo sem vænta mátti snúist upp í að aðrar reglur virðast gilda um karla en konur. - Reykjavikurborg leggur t.d. sérstaka áherslu á að ráða helst eingöngu konúr til embættisstarfa. Þá hefur verið komið á fót Jafn- réttisráði" og „kærunefnd jafnrétt- ismála" til að tryggja „jafnrétti" á öllum sviðum. - Eru þessar stofnan- ir yfirleitt eingöngu skipaðar kon- um. FeUa þær síðan dóma sem fréttakonur útvarps- og sjónvarps- stöðvanna ræða alvöruþrungnar dögum saman. Og þetta er gert ef kona er ekki ráðin til starfs. - Tökum dæmi: Stjórn Leikfélags Reykjavíkur, sem er einkaaðili úti í bæ, ræður karl sem leikhússtjóra, þótt hann hafi ekki sömu stjórnunarreynslu og menntun og tvær konur sem einnig sóttu um. Þá verður mikið uppi- stand. Menntamálaráðherra skipar hins vegar í embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík, sem er opinbert embætti, konu sem hafði mun minni menntun og stjórnunar- reynslu en karlar sem sóttu um starfíð. - Þá segir enginn neitt! - Jón og Jónína, ljóslifandi. Heilbrigöiseftirlitiö engar barnapíur Enginn tími til eftirlits á matvælaframleiðslu? Pétur Pétursson skrifar: Það eru svo sem góð tíðindi frá heilbrgðisfulltrúanum í Reykjavík í DV mánud. 25. mars, að menn þar á bæ séu engar barnapíur. - Sú spum- ing gerist samt áleitin hvað starfs- menn Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur hafa fyrir stafni, þar sem þeir, að eigin sögn, hafa ekki tíma til að fara í eftirlitsferðir i afkastamestu mat- vælafyrirtæki borgarinnar, svo mikið sem einu sinni á ári. Sú skelfilega lýsing á aðstæðum í líklega stærsta braugerðarhúsi landsins, sem fram kemur á síðum Morgunblaðsins, föstud. 22. mars, gefur ótvírætt til kynna, að eitthvað er að í meðferð matvæla og grípa þurfi til róttækra ráðstafana sem fólk treystir að renni ekki út í sand- inn. - Það er engan veginn rökrétt UÍÍSiiIM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 að álykta sem svo, að þetta sé eina matvælafyrirtækið í borginni sem áðurnefnd lýsing gæti átt við. Þessi mál eru það mikilvæg fyrir líf og heilsu fólks, að spyrja verður, hvort skipulag og vinnubrögð Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur séu yfirleitt í lagi, og hvort starfsmenn valdi sínu hlutverki. Það er afar auðvelt fyrir stofnanir af þessu tagi að staðna og dragast aftur úr. Það er að minnsta kosti alveg út í hött að forstöðumaður slíkrar stofn- unar svari fyrirsprjendum í hálf- kæringi varðandi alvarlegasta mat- areitrunarslys á íslandi á þessari öld. Á þessu þarf að taka af festu og röggsemi, enda komast borgaryfir- völd ekki hjá því að skynja þá miklu ábyrgð sem á þeim hvilir. Ekki er endalaust hægt að benda á heilbrigðiseftirlit, sem ef til vill þarf sjálft að ganga í gegnum verulegar breytingar og allsherjar endurhæf- ingu. Flæmski hattur- inn í hættu Trausti hringdi: Það hlaut að koma að því - líka á svo íjarlægum miðum sem Flæmska hattinum - að þar yrði líka sópuð veiðislóðin. Og nú er það rækjan sem á að gjöreyða og þar með að eyðileggja allan af- rakstur af þessari annars eftir- sóttu og hingað til verðmætu sjávarafurð. Allar frystigeymsl- ur eru fullar af rækju hér og það segir sig auðvitað sjálft að fjölgi skipunum á þessari veiðislóð, eins og sjá má fyrir, ásamt því aö hér heima eru menn að veiða rækju eins og allt sé óbreytt, verður þetta flan á Flæmska hattinn bara til að undirstrika stjómleysið sem er nú algjört í sjávarútvegi hér á norðlægum slóðum. Kringlan á sunnudögum Kristín Pétursd. sknfar: Ég fór í Kringluna sl. sunnu- dag. Ég var búin að taka eftir skilti yfir aðaldyrum þar sem stóð að Kringlan væri opin frá 12-16 þann dag. Jú, jú, mikil ósköp, Hagkaup var opið, þ.e. matvælamarkaðurinn, og það kom sér vel fyrir mig því ég gat birgt mig upp fyrir alla vikuna. Ég fór síðan í kaffi í Kaffihúsið og fékk þar ágætan viðurgjörn- ing. - En ég sá ekki margar aðr- ar búðir opnar. Raunar vora þær teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekki furða þótt einhverjir kaupmenn þarna beri sig ffla ef þeir hafa ekki einu sinni opið á auglýstum tímum! Enn um dætur Sophiu Hansen Magnús Sigurðsson skrifar: Forræðismál Sophiu Hansen yfir dætrum sínum er enn á dag- skrá. Ég furða mig á að íslensk stjómvöld skuli ekki taka þetta mál fastari tökum en þau hafa gert. Margt hefur veriö gert, en ekki nóg. Það er einfaldlega ekki líðandi að þetta mál sé látið hrekjast frá einum réttarhöld- unum til annarra ár eftir ár og engin lausn í sjónmáli. Frá und- irrétti til hæstaréttar og aftur frá hæstarétti til undirréttar! Ótrú- legt. Ég trúi ekki öðru en stjóm- völd fyrir hönd þjóðarinnar geti skakkað þennan ójafna leik. Af minna tilefni hefur stjórnmála- sambandi verið slitið við erlent ríki. Heldra fólk á atvinnuleysis- bótum? Sigurbjörn Björnsson hringdi: Ég las frétt um að starfandi væri félagsskapur sem nefndi sig „Heldra fólk“ og samanstæði af starfsmönnum Flugleiða sem lát- ið hefðu af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki nema gott eitt um það að segja. En mér finnst skör- in vera farin að færast upp i bekkinn þegar launahæstu starfsmenn Flugleiða, sem komnir eru á eftirlaun hjá sin- um lífeyrissjóðum, fá líka greiddar atvinnuleysisbætur. Skyldu slíkir gervibótaþegar telja sig til heldra fólks? En kannski er fólk í fullu starfi líka á atvinnuleysisbótum? Slappar fréttir á Stöð 2 Eiríkur Stefánsson hringdi: Mér þykja fréttir á Stöð 2, sem annars stóö Sjónvarpi ríkisins feti framar, hafa verið slappar í seinni tíð. Á sunnudagskvöldið siðasta var t.d. afspyrnu fréttafá- tækt, og Sjónvarpið stóð sig mun betur. Og tiskusýning frá Lager- feldt var nánast innskot með fréttaskilatexta í lokin. Ein- dæma slappleiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.